Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 en gæðin hvað kemur fyrir augu og eyru fjölmiðlanotenda.“_ Ennfremur segir Lárus Ýmir um Menningarsjóðinn: „Þá datt ein- hveijum það glapræði í hug að láta greiða hluta af kostnaði við Sinfó- níuhljómsveit íslands úr honum.“ Einn kvikmyndaleikstjórinn enn, Eiríkur Thorsteinsson, ritaði langa grein í Morgunblaðið 7. þessa mán- aðar: Hann segir meðal annars: „Menningarsjóður útvarpsstöðva var settur á stofn árið 1985 að frumkvæði Félags kvikmyndagerð- armanna. Sjóðurinn var hugsaður sem mótvægi við mjög aukið erlent sjónvarpsefni (tilkoma Stöðvar 2 var þá á næsta leiti) ein einnig sem mótvægi við óeðlilega hutdeild sjón- varpsins í framleiðslu á innlendu dagskrárefni." Hvergi örlar á þessu viðhorfí í umræðu alþingismanna um Menn- ingarsjóðinn enda er þessi fullyrð- ing út í hött. Enginn hefur fyrr lýst því viðhorfi að hlutdeild Sjón- varpsins í framleiðslu innlends dag- skrárefnis sé óeðlilega mikil. Öllu þessu má í stuttu máli svara þannig, að Menningarsjóði útvarps- stöðva var aldrei ætlað að þjóna Félagi kvikmyndagerðarmanna eða vera þess sjóður. Þessu til staðfest- ingar er vísað til 11. gr. útvarps- laga um heimildir stjórnar sjóðsins til úthlutunar. IV. í Morgunblaðinu 7. febrúar sl. var vitnað í menntamálaráðherra, Ólaf G. Einarsson. Þar sagðist ráð- herra hafa greitt núgildandi út- varpslögum atkvæði á sínum tíma, þótt hann væri ekki meðmæltur ákvæðum um sjóðinn, til þess að hægt væri að afgreiða lögin. Ráð- herra kvaðst vera að koma á fót nefnd til þess að endurskoða út- varpslögin og myndi hún m.a. end- urskoða ákvæði laga Menningar- sjóðsins. Þá sagði menntamálaráð- herra að sér þætti núgildandi ákvæði sjóðsins ekki eðlileg og til greina kæmi að leggja hann niður. I framhaldi af því þyrfti þó að kom- ast að því hvemig Sinfóníuhljóm- sveitin yrði Qármögnuð, þar sem 25% af rekstrarfé hennar kæmi úr menningarsjóðnum. Rekstur Sinfóníuhljómsveitar ís- lands verður að tryggja með öðrum hætti en skattlagningu á auglýsing- ar. Sinfóníuhljómsveitin var um þriggja áratuga skeið nánast í fóstri hjá Ríkisútvarpinu sem enn hefur sterkar taugar til hljómsveitarinn- ar. Starfsemi hennar er ómetanleg- ur og sjálfsagður hluti menningar- lífs þjóðarinnar. Eðlilegast væri þó að Ríkisút- varpið hefði fijálsan samningsrétt við hljómsveitina. I umfjöllun um Menningarsjóð útvarpsstöðva ber allt að sama branni. Ef einhveijar vonir hafa verið við hann bundnar liggur fyrir að þær hafa brugðist eftir 6 ára reynslu. Að áliti yfirstjórnar Ríkisútvarps- ins era markmiðin skýr, það er að leggja höfuðáherslu á vandaða inn- lenda dagskrárgerð og leitast við að koma henni sómasamlega til allra landsmanna. Af framansögðu má ráða að bet- ur myndi takast að rækja þetta hlutverk ef skattheimta til Menn- ingarsjóðs útvarpsstöðva legðist af. Höfundar: Hörður Vilhjálmsson er fjármálustjóri Ríkisútvarpsins og Elfa Björk Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri þess. Úthlutað úr sjóðnum Þjóð- hátíðargjöf Norðmanna ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkj- um þessa árs úr sjóðnum Þjóðhá- tíðargjöf Norðmanna. Norska stórþingið samþykkti í tilefni ell- efu alda afmælis Islandsbyggðar 1974 að færa íslendingum eina milljón norskra króna að gjöf í ferðasjóð. Samkvæmt skipulags- skrá sjóðsins skal ráðstöfunar- fénu, vaxtatekjum af höfustóln- um, sem er varðveittur í Noregi, varið til að styrkja hópferðir Is- lendinga til Noregs. Styrkir vora fyrst veittir úr sjóðn- um 1976 og fór nú fram sextánda úthlutun. Ráðstöfunarfé sjóðsins var að þessu sinni 815.593 krónur. Styrkumsóknir voru 49, en sam- þykkt var að styrkja eftirtalda aðila: Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis, 7. bekk Sólvallaskóla á Selfossi, Starfs- mannafélag Trésmiðjunnar Stíg- andi hf., starfsmenn Bókasafns Kópavogs, undirbúningshóp að „Bréf er brú milli landa“, Hamra- hlíðarkórinn, grunnskólanemendur í norsku og Hjálparsveit skáta í Reykjavík. (Fréttatilkynning) ' I FRÁBÆRT! Fyrir þá sem gera kröfur! Funahöfða 19, Reykjavík, sími 685680 UM URVAL AF DYNUM? iu vali og með frágongi eftir þínu höfði. Hér eru nokkur dæmi um verð á óklæddum svampdýnum: /QOkg/m* Mjög mjúkur svampur „Eggjabakkadýna Heilsuyfirdýna, loftræstirog einangrar. Einstökfjöðrun i // VERÐ VERÐ BREIDD VERÐ 7.371,- 75 cm 4.830,- 9.828,- 1 1.410,- 80 cm 5.152,- 12.636,- 14.670,- 90 cm 5.796,- 16.848,- 1 9.560,- 110 cm 7.084,- 22.464,- 26.080,- 1 60 cm 10.304,- ells ess ViS útbúum aS sjálfsögSu dýnuver og klæSum meS áklæði af lager eSa tillögSu efni. Bjóðum einnig upp á hundruö mismunandi áklæða með pöntunarjojónusfu okkar. inTU INN OG KYNNTU ÞÉR ÚRVAUÐ. LYSTADUN-SNÆLAND hf Skútuvogi 11, símar 814655 og 685588. Sendum í póstkröfu um land allt FEIN ski ufvólín sein er soi höiuiud fyi ir (jifsvoc)€)i SUh>3 > lOlbytjnt • W.9MI M IStgll II17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.