Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 Minning: Anna B. Kristjáns- dóttir, Reyðarfirði Fædd 18. desember 1965 Dáin 7. mars 1992 Þetta verða fáein orð til minning- ar um eina okkar bestu æskuvin- konu. Við vorum fjórar sem héldum hópinn, vorum í sama bekk og tók- um út okkar þroska saman og bund- umst tryggum vináttuböndum. Það er svo margs að minnast, við upp- lifðum æskuna svo skemmtilega á svo hreinskilinn og opinskáan hátt. Allar vorum við mjög ólíkar og það er kannski þess vegna sem við náð- um svo vel saman. Anna Bára var fíðrildið, flögraði um, alltaf glað- lynd, ólund fór henni illa og staldr- aði stutt við. Eftir grunnskóla fórum við hver í sína áttina til framhaldsnáms. Samband okkar eftir það var mis- mikið og hittumst við ekki oft allar fjórar, síðast árið 1989. Þetta var vinskapur sem ekki þurfti stöðugt að næra og milli þess sem við hitt- umst vorum við saman í huganum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sér lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Við höfum þetta ekki lengra þó að það væri hægt að segja svo miklu meira. Við þökkum fyrir allt sem Anna Bára gaf okkur og biðjum Guð að geyma hana. Elsku Pascal, Kristján Óli, Krist- ján, Heiða og systur. Guð gefí ykk- ur styrk í ykkar miklu sorg. Abba, Guðbjörg og Hanna Hlíf. Hún Anna Bára er horfín okkur. Aðeins 26 ára er hún hrifín brott til æðri dvalarstaðar. Hún sem við höfum ekki séð í þau tæpu tvö ár sem hún hafði búið í París með sambýlismanni sínum og syni þeirra. Nú er of seint að skrify eða hringja, því í amstri hversdagsleikans hugsar maður að seinna gefíst tími, nógur sé tíminn. En allt í einu er tíminn útrunninn og við sitjum sem þrumulostin. Við skiljum ekki tilganginn og reiðumst almættinu. Hvers vegna hún? Hún var svo lífsglöð og sterk og hafði svo margt að lifa fyrir. Þau orð sem pabbi minn sagði er hann frétti andlátið lýsa Önnu Báru svo einkar vel: „Hún sem var svo blíð og góð.“ Allir sem þekktu hana geta tekið undir þessi orð af heilum hug. Hún var eins við alla, enginn hroki var til í viðmóti hennar og hún taldi sig ekki yfír aðra hafín. Enda átti hún vini allstaðar, hvert sem hún fór. Brosandi, takandi utan um vini sína og svo blíð og svo góð. Anna Bára fæddist 18. desember 1965, dóttir hjónanna Álfheiðar Hjaltadóttur og Kristjáns Kristjáns- sonar. Ólst hún upp hér á Reyðar- firði í hópi fjögurra systra. Að loknu grunnskólaprófí fór hún í Héraðs- skólann að Laugum og var þar í tvo vetur. Árið eftir fór hún til Bandaríkjanna og gerðist skipti- nemi. Síðan lá leiðin að Samvinnu- skólanum á Bifröst, þaðan sem hún lauk samvinnuskólaprófí. Haustið eftir fór hún til heimsborgarinnar Parísar í frönskunám. Öll hennar skólaganga gekk vel og þá sérstak- lega tungumálin sem lágu afar opin fyrir henni. I París urðu þáttaskil í lífí Önnu Báru þar sem hún kynnt- ist barnsföður sínum og síðar sam- býlismanni, Pascal Sossé. Kom Anna Bára síðan heim til íslands, en starfaði á Norrænu þar til kom að því að litli drengurinn þeirra fæddist. Já, Kristján Óli litli sem sjá má á eftir móður sinni, aðeins 4 ára, var mesti sólargeisiinn í lífi Önnu Báru. Brosmildur, hægur og ljúfur varð hann eftirlæti allra. Ólst hann upp til tveggja ára aldurs við ástríki og hlýju á heimili ömmu og afa þar sem þau mæðgin bjuggu. Vorið 1990 flytjast þau svo búferlum til Frakklands þar sem fjölskyldan sameinast. En nú er mín kæra vinkona horf- in úr þessu jarðlífi. Eftir heilablóð- fall var hún öll innan nokkurra klukkustunda. Eftir standa fjöl- skylda og vinir í sárum og djúpum söknuði. Hjartans þökk er henni færð að leiðarlokum. Guð veri með öllum-ástvinum Önnu Báru, sambýl- ismanni og litla syninum. Megi hann styrkja ykkur í sorg ykkar. Blessuð sé minning Önnu Báru Kristjánsdóttur. Anna Árdís Helgadóttir. Af hverju bankar dauðinn að dyr- um hjá ungu fólki í blóma lífsins? Af hveiju er hún tekin frá okkur spyr maður sjálfan sig, en fátt er um svör. Elsku systir okkar er dáin frá litla baminu sínu Kristjáni Óla, aðeins 4 ára gömlum. Hann var hennar líf og yndi. Það er erfítt að trúa þessari blá- köldu staðreynd. Orð pabba þegar hann hringir til að segja okkur að Anna Bára hafi dáið á sjúkrahúsi í París fyrr um nóttina hljóma enn svo óraunverulega í eyrum okkar. Inn á milli heldur maður að þetta sé bara óraunverulegur draumur og að einhvemtímann hljóti maður að vakna... en svo er ekki. Hún elsku Anna Bára svo langt frá okkur, hvað getur maður sagt. Við héldum að við ættum lífíð fram- undan og nægan tíma til að kynnast fíölskyldum hverrar annarrar. Við vorum famar að hlakka til í hugan- um að fá að hitta hana, Kristján Óla og Pascal í sumar. Bera saman bækur okkar, spjalla um bömin, lífíð og tilveruna. Loksins sáum við fram á að hittast allar systurnar, en það eru tæp 3 ár síðan við vomm allar samankomnar heima á Reyðarfirði. Við systurnar höfum alltaf verið stoltar af því að vera svona margar, en líka vorkennt pabba að þurfa að stjóma þessum stóra stelpnahóp. Stórt skarð er höggvið við lát Önnu Báru, en minningin mun lifa. Anna Bára átti fjöldann allan af vinum og kunningjum, enda átti hún sérstaklega auðvelt með að kynnast fólki. Það var sama hvar hún var, hún átti ætíð von á símtali eða heim- sókn. Hún var á eilífri ferð og flugi, enda aldrei setið kyrr frá því hún fæddist. Hún þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni, fara eitthvað, eða hitta einhvern vina sinna. Að slappa af kunni hún ekki. Ef eyða átti kvöldinu í rólegheitum fyrir framan sjónvarpið þá vom það pijón- amir sem gengu á fullu. Hún var greiðvikin og einstaklega gjafmild. Ef við systur vomm beðnar um að gera eitthvað þá var hún búin að því áður en nokkur okkar hinna var staðin upp. Ef hún eignað- ist pening þá eyddi hún þeim í vini sína eða keypti gjafír. Framkvæmdi flest sem henni datt í hug og stund- um án þess að hugsa sig of vel um. Fljót að öllu. Þær vom ófáar stund- imar í eldhúsinu heima í Ásgerði sem Anna Bára stóð við eldavélina og bakaði pönnukökur ofan f okkur hin sem sátum við eldhúsborðið og spjölluðum. Anna Bára var yndisleg móðir. Það var svo gaman að sjá hversu góð áhrif litli Kristján Óli hafði á líf hennar. Hvað hún naut þess að hgusa um hann fyrstu árin hans austur á Reyðarfirði í kjallaranum hjá mömmu og pabba. Hana dreymdi um fullt hús af börnum. Vildi feta í fótspor mömmu og eignast mörg börn. Hún átti líka þá ósk að Krist- ján Óli fengi að kynnast pabba sínum Pascal, sem búsettur er í París. Vorið 1990 ákvað Anna Bára að flytja Pascals til Parísar og stofna til fjölskyldu. Þetta var stór og erfíð ákvörðun en það var það eina rétta fyrir hana á þeim tíma. Lífíð í París var henni ekki bara dans á rósum, enda hún og Pascal frá tveimur mjög svo ólíkum menningarheimum. En ánægjustundirnar voru margar og stolt var hún yfír litlu ijölskyld- unni sinni. Það hjálpaði henni að yfírstíga erfíðleikana sem upp komu. Auðvitað langaði hana heim í heim- sókn, en gleðin yfír því að Kristján Óli fékk að koma í heimsókn til ömmu, afa og Láru Valdísar til Reyðarfjarðar á þessum tíma varð til þess að hún sætti sig við það að geta ekki komið, en hún var ákveðin í að láta verða af því að koma í sumar og hlakkaði mikið til sumars- ins. Við systur Önnu Báru söknum hennar sárt og mun henni vera ætl- að annað og meira hlutverk. Við biðjum Guð að vera með henni og greiða veginn fyrir ókomna framtíð litla sonar hennar Kristjáns Óla. Hvíli hún í friði. Alla, Magga, Kolla og Lára Valdís. Mig langar til að minnast vin- konu minnar, Önnu Báru Kristjáns- dóttur, sem lést eftir baráttu við stuttan en erfiðan sjúkdóm á sjúkrahúsi í París, en þar bjó hún með unnusta sínum, Pascal Ssosse, og syni þeirra, Kristjáni Óla, aðeins 4 ára gömlum. Það er óskiljanlegt að svo ung og elskuleg stúlka skuli vera frá okkur tekin. Við hlökkuðum til fyrirhugaðrar ferðar hennar til íslands á þessu ári, því margt áttum við ósagt hvor við aðra. En Guði var það kærara að fá hana til sín, sennilega til æðri verka en hér eru unnin. Ég kynntist Önnu Báru fyrir fjór- um árum þegar ég fluttist ásamt fjölskyldu minni til Reyðarfjarðar, og þekktum þar mjög fáa. Dag einn bar barið að dyrum og úti stóð Anna Bára og kynnti sig og sagðist vera komin í heimsókn. Síðan var hún mér ómetanlega góð vinkona, sem var tilbúin að gera allt fyrir mig og mína fjölskyldu. Hún var viðstödd fæðingu sonar okkar Þrastar, okkur báðum til mikils stuðnings og ánægju. Þenn- an stuðning sýndi hún okkur allan tímann sem við áttum saman á Reyðarfírði. Þau voru alltof fá árin okkar saman og þeirra verður sárt saknað. Um leið og við kveðjum ástkæra vinkonu viljum við votta unnusta hennar, syni, foreldrum, systrum og öllum öðrum ættingjum og vinum hennar okkar dýpstu sam- úð og biðjum Guð að styrkja þau í sorg sinni. Munum öll að þeir sem guðirnir elska deyja ungir hinum líkamlega dauða en sál þeirra lifir að eilífu. Blessuð sé minning Önnu Báru. Margs er að minnast maigt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Bryndís og Þröstur. Þær sorglegu fréttir bárust mér laugardagsmorguninn 7. mars sl. að Anna Bára vinkona mín væri dáin. Mín fyrsta hugsun var af hveiju? Af hveiju er ungri konu í blóma lífsins kippt svona snögglega í burtu, frá litla gullmolanum sínum Kristjáni Óla, fjölskyldu sinni og vini. Spumingu minni verður ekki svarað. En ég trúi því að lífið hafi tilgang, hlutverki Önnu Báru hér sé lokið og hennar bíði önnur og stór verkefni á góðum stað. Leiðir okkar Önnu Báru lágu fyrst saman haustið 1984 en þá hófum við nám við Samvinnuskól- ann Bifröst. Með okkur tókst fljót- lega vinátta sem tengdi okkur sterkum böndum. Anna Bára bjó yfir mörgum eiginleikum, var örlát, lífsglöð og síbrosandi. Hún var fé- lagslynd, átti auðvelt með að um- gangast fólk og eignaðist því marga vini og kunningja. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur hvort sem um var að ræða tungumál eða pijóna peysu, hún var fljót að því og gerði vel. Við vorum tvö ár á Bifröst og bjuggum síðara námsárið okkar í sumarbústað skammt frá skólan- um. Minningarnar frá þeim tíma eru mér ljúfar og kærar. Það voru ófáar kvöldstundirnar í litla húsinu okkar sem við sátum saman, rædd- um um lífíð og tilveruna og gerðum framtíðaráform. Eftir að skólagöngu lauk vorum við saman til sjós sumarið 1986, sumar og haust 1987 á farþegafeij- unni Norröna. Eftir samveruna á sjónum fórum við hvor í sína áttina en tengslin rofnuðu aldrei, vináttan var traust og samskiptin góð. Anna Bára eignaðist son sinn Kristján Óla árið 1988. Hún var stolt af litla drengnum sínum og var honum góð móðir. Fyrst eftir að Kristján ðli fæddist bjuggu þau hjá foreldrum hennar á Reyðarfirði eða þar til í maí 1990. Þá tók hún þá stóru ákvörðun að þau skildu flytjast til Parísar og hefja sambúð með föður Kristjáns Óla, Pascal Ssossé. Vilji og trú hófu Önnu Báru yfír alla erfíðleika sem á vegi hennar urðu á lífsleiðinni og þess vegna lifði hún litríku og eftirminnilegu lífí. Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinn- ar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svanpr í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum eða ert honum samþykkur af heiium hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. (Spámaðurinn/Kahlil Gibran.) Með þessum orðum kveð ég góða vinkonu og þakka henni samfylgd- ina. Söknuðurinn er mikill og sár en minningarnar lifa og þær tekur enginn frá okkur. Ég sendi foreldr- um, syni, unnusta, systrum og öðr- um aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur og bið algóðan Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Guðdís. Það er ekki hægt að lýsa með orðum þeirri tilfinningu sem kemur yfír okkur þegar einhver sem okkur þykir svo vænt um er kallaður frá okkur. Fréttin um andlát Önnu Báru vinkonu okkar í París var okkur mikið áfall. Það kemur upp í huga manns spuming eins og af hveiju Anna Bára, hún svona ung og lífsglöð? Kynni okkar hófust fyrir þremur árum í París og það upphófst strax mikill vinskapur meðal okkar, en fyrir tilviljun bjuggum við í sömu götu ásamt sambýlismanni hennar Pascal Ssosse og litla Kristjáni Óla. Alltaf var hægt að hlaupa yfir til Önnu og fá ráð, hjálp í matseld- inni, bakstrinum eða saumaskapn- um og var léttleikinn í fyrirrúmi þar sem hún var og sá hún oftast spaugilegu hliðina á tilverunni og sjálfri sér ef eitthvað var. Þannig var hún ótrúlega sterk og ósérhlífín og alltaf tilbúin þegar Kristján Óli og Pascal voru annars vegar enda góð móðir og húsmóðir. Margs er að minnast og koma upp í hugann gönguferðir í stór- borginni, skógarferðin okkar síð- astliðið vor, vinnudagarnir í nýju íbúðinni þeirra, sumarfríið okkar á Spáni og ótal fleiri uppákomur. Síðastliðið sumar fluttum við svo til Spánar og hefðum við helst af öllu viljað taka þessa góðu vini okkar með okkur og haft áfram sem nágranna á Spáni. En lífið er ekki alltaf eins og við ætlum okkur, eins og komið hefur í ljós. En sambandið hélst samt sem áður mjög gott og nú síðast í nóv- ember heimsóttum við þau til París- ar og voru það fagnaðarfundir. Hvíli elsku Anna mín í friði. Miss- irinn er sár fyrir Pascal og litla Kristján Óla svo og fjölskylduna alla. Kynnin voru alltof stutt, en mjög góð og hefðum við óskað að hafa þau mikið lengri. En við trúum því að það bíði hennar eitthvert mikil- vægt verkefni fyrir handan sem hún ein getur leyst af stakri prýði eins og hún var vön. Við þökkum fyrir að hafa átt hana fyrir góðan vin þvf það var okkur sannarlega ómetanlegt. Þér kæra sendi kveðju með kvöldstjömunni blá það hjarta, sem þú átt, en sem er svo langt þér frá. Þar mætast okkar augu, þótt ei oftar sjáumst hér. Ó, Guð minn ávallt gæti þín, ég gleymi aldrei þér. (Bjami Þorsteinsson) Við vottum Kristjáni Óla, Pascal, foreldrum og systrum okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur öll. Helga og Júlli. Á lífsleiðinni hef ég verið lánsöm að kynnast mörgu góðu fólki. Ein ung kona sem sker sig úr þessum hópi var Anna Bára. Við kynntumst í París í lok ársins 1986 þar sem Anna Bára var í frönskunámi og ég vann við rannsóknarstörf. Þrátt fyr- ir að við værum frænkur þekktumst við ekki vegna þess að hún ólst upp á Reyðarfirði en ég í Reykjavík. Feður okkar hittust hins vegar á ættarmóti og komust þá að því að báðir áttu þeir dætur í París. Ég var þá ófrísk af öðru baminu mínu. Þeg- ar Kristján faðir Önnu Bám heyrði á það minnst að mig vantaði aðstoð tjáði hann föður mínum að hún gæti vafalaust verið mér innan hand- ar. Og það var Anna Bára mér af alúð og samviskusemi. Tómas sonur minn dáði hana og Katrín dóttir mín blómstraði í hennar umönnun frá fæðingu. Hún var hæg og einlæg og smitaði frá sér rósemi. Áreiðan- legri og sveigjanlegri heimilishjálp hef ég aldrei haft. Bernie, manninum mínum, varð að orði, eftir að Anna Bára hafði aðstoðað okkur í nokkrar vikur, að „allar fjölskyldur ættu að hafa eina Önnu Báru“. Þannig vann hún hug okkar allra. Hún var auð- veld í umgengi og ætíð reiðubúin að ganga í öll störf innan heimil- isins. Bömin döfnuðu ekki aðeins í hennar umönnun, íbúðin okkar var ætíð hrein og fáguð. Þetta var henn- ar handverk því henni fannst gaman að hafa fínt í kringum sig. Anna Bára var ekki framagjöm líkt og margar ungar konur nú til dags. Henni var meira hugleikið að eignast eigin íjölskyldu og heimili. Hún kynntist Pascal unnusta sínum á meðan hún vann fyrir okkur. Þrátt fyrir að leiðir þeirra skildu um tíma og Anna Bára fluttist til íslands voru böndin þeirra á milli sterk. Undanfarin ár bjuggu þau saman í París ásamt Kristjáni litla syni þeirra. Ég hafði spumir af henni í gegnum fjölskylduna og sameigin- lega vini og var ánægð að heyra að Önnu Bám liði vel og ætti fallegt heimili. Maddý vinkona hennar, sem býr í næstu götu við mig í Bristol, fékk bréf frá henni í síðstliðinni viku þar sem hún tjáði henni að Kristján litli væri í heimsókn hjá afa og ömmu á Reyðarfirði. í sama bréfinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.