Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGtíR 17. MARZ 1992 Ráðherrar á ferð í Ólafsfirði: Samvinna sveitarfélaga til að ná fram sparnaði - sagði Halldór Blöndal Ólafsfíröi. „VIÐ verðum nú að sætta okkur við skertan hlut, nema við ætlum okkur að fresta því uppgjöri við okkur sjálf sem óhjákvæmilegt er að fari fram,“ sagði Halldór Blöndal samgöngu- og landbúnaðarráðherra á fjölmennum fundi sem sjálfstæðisfélögin í Olafsfirði gengust fyrir sl. sunnudag. Auk Halldórs talaði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra á fundinum. Þorsteinn Pálsson sagði í ræðu sinni á fundinum að við myndun núverandi ríkisstjómar hefðu menn reynt að leggja raunsætt mat á að- stæður í þjóðfélaginu og brugðist síðan við í samræmi við það. Hann sagði að þensla hefði verið í uppsigl- ingu þegar stjórnin var mynduð því hefðu fyrstu aðgerðir miðast við að slá á þensluna. Síðan hefði verið leit- ast við að ná niður ríkisútgjöldum. Hann benti á að þrátt fyrir niður- skurð væru útgjöld til mennta- og heilbrigðismála þau sömu að raun- gildi nú og var á árinu 1990. Við stæðum enn flestum þjóðum framar á þessum sviðum. Varðandi sjávarútveginn sagði Þorsteinn að lækkandi verðbólga kæmi honum til góða. Nú þyrfti að ná raunvöxtum niður, á því væri ekkert undanfæri. Hann sagði sam- Mývatnssveit: drátt sjávarafla á undangengnum árum mikið áfall. Þegar litið væri til sex lélegra árganga í þorskstofninum væri ljóst að uppsveiflu væri ekki að vænta í greininni á næstu árum. Þá væri skuldastaða greinarinnar mjög mikið áhyggjuefni. Vöruþróun og markaðssókn yrði því að vera forgangsverkefni á næstu árum. Halldór Blöndal tók undir orð Þor- steins um vöruþróun og markaðs- sókn. Þjóðfélagið væri að opnast og atvinnufyrirtækin að komast í fremstu víglínu í alþjóðlegum skiln- ingi. Halldór ræddi síðan um sam- vinnu sveitarfélaga sem hann sagði að yrði að aukast mjög á næstu árum til þess að unnt yrði að beita sparn- aði og hagkvæmni í rekstri þeirra. Hann sagðist vilja vinna að því að samræmdar áætlanir yrðu gerðar um samgöngur á landi og sjó svo hægt væri að nýta samgöngumannvirkin hvert með öðru. SB Fjöltefli við Shírov Hinn kunni skákmaður, Alexei Sírov frá Lett- landi tefldi fjöltefli við félaga í Skákfélagi Akur- eyrar á sunnudaginn. Teflt var á sal Gagnfræða- skólans á Akureyri og voru þátttakendur 29 talsins. Sírov tefldi vel að vanda, en hann er 7. besti skákmaður heims og vann í Reykjavíkur- skákmótinu ásamt Jóhanni Hjartarsyni. Fóru leikar svo að Sírov vann 26 skákir, tvö jafn- tefli urðu, en þau gerðu Smári Rafn Teitsson og Þór Valtýsson, en Siguijón Sigurbjörnsson og Jón Björgvinsson unnu þennan 19 ára gamla lettneska skákmann. Ráðstefna um iandsbyggðarversiun: Þróunin leiðir til þess að kaup- menn í strjálbýli komast í þrot * * > - segir Ulfar Agústsson formaður nefndar KI um málefni landsbyggðarverslunar „SKILGREININGAR manna um vanda smásöluverslunar hafa allar miðað að að því að hjálpa þeim verst settu til áframhaldandi rekstr- ar. Hvergi verður vart umræðu um að styrkja þá sem hafa burði og hugsanlega geta starfað sjálfstætt og án opinberrar ihlutunar. Það er í raun orðið augljóst að Reykjavíkursvæðið verður um fyrir- sjáanlega framtíð eina öfluga þjónustusvæði landsins og þangað mun dreifbýlisfólk leita í síauknum mæli meðal annars vegna stór- bættra samgangna. Þessi þróun getur ekki leitt til annars en að fjara mun undan kaupmönnum í strjálbýli og að þeir munu komast í þrot,“ sagði Úlfar Agústsson, formaður nefndar Kaupmannasam- taka Islands um málefni landsbyggðarverslunar, á ráðstefnu um Iandsbyggðarverslun sem haldinn var á Akureyri á laugardag. Bundið slit- lag umhverf- is vatnið Björk, Mývainssvcit. SVEITARSTJÓRN Skútustaða- hrepps hefur skorað á samgöngu- ráðherra og þingmenn að beita sér fyrir uppbyggingu og lagn- ingu bundins slitlags á veginum umhverfis Mývatn. Framkvæmdir heQist sem fyrst. Astand vegarins er víða slæmt, vegir mjóir, illa merktir, beyjur, blindhorn og hæðir, þröngar og löngu úreltar brýr og sums staðar þykkt leirlag sem skapar mikla slysahættu. í síðastliðnum mánuði urðu tvö umferðaróhöpp á veginum austan Mývatns. Þar varð mikið eignatjón, en ekki slys á fólki. Margur ferðamaðurinn furðar sig á lélegum vegum í Mývatnssveit, þessari miklu ferðaparadís, sem ferðaskrifstofur um allt land kepp- ast um að auglýsa í þeim tilgangi að laða ferðamenn til landsins. Sveitarstjóm hvetur til að úrbætur heíjist strax og ekki verði staðar numið fyrr en vegur umhverfís Mývatns verði allur lagður bundnu slitlagi. Kristján í máli Úlfars kom fram að um 80% smásöluverslunar hér á landi færi fram í Reykjavík og á Reykja- nesi og staðreyndin væri sú að við mikinn rekstrarvanda væri að etja í verslunarrekstri í stijálbýli. Miklu fé hefði verið varið til atvinnuupp- byggingar í dreifbýli, en þrátt fyrir það hefði íbúum fækkað og voru þeir 37% þjóðarinnar árið 1990. Jafnvægið í byggð landsins væri nú orðið þannig að um 160 þúsund manns byggju á einu markaðs- svæði syðra, en 95 þúsund dreifð- ust um landið allt. „í bullandi vægðarlausri sam- keppni á hinum 160 þúsund manna markaði í Reykjavík þar sem há- marks hagkvæmni er víða hægt að ná hefur tekist að iækka svo matvöruverð að jafnvel verðbólgan varð að láta í minni pokann. Síðan ætla menn að 2-300 manna þorp á einangruðum útkjálka geti boðið vörur á sama verði,“ sagði Úlfar. Hann vitnaði í skýrslu nefndar viðskiptaráðherra frá 1989 þar sem fram kom að verslunarþjónusta væri í boði í 104 sveitarféiögum, þar af voru 69, eða tæp 70% með færri íbúa en 1.500, en það voru þau viðmiðunarmörk sem nefndin taldi raunhæft að setja um lágmark viðskiptavina dagvöruverslunar, sem rekin væri með hagnaði við eðlilegar aðstæður. Úlfar sagði gamlar og rótgrónar verslanir sem ekki bæru fjármagnskostnað geta staðist þrátt fyrir minni veltu. „Hitt er jafnvíst að fjöldi verslana er nú þegar kominn á vonarvöl, þar sem kaupmanna bíður ekkert annað en rekstrarstöðvun og gjaldþrot." Að mati Úlfars eru tveir megin- þættir sem að þarf að huga, að tryggja að allir landsmenn eigi að- gang að dagvöruverslun a.m.k. 3-4 daga í viku og að búa þannig að versluninni að hún geti látið þessa þjónustu í té án þess að bera af því fjárhagslegan skaða. Nefndi hann að á síðustu tveimur mánuð- um hafi tvö þorp, Kópasker og Suðureyri, misst dagvöruverslanir sínar og ijóst að sömu örlög biðu nokkurra annarra þorpa, enda hafi á það verið bent í skýrslu nefndar viðskiptaráðherra að á árinu 1989 voru 25 versiunarstaðir á landinum með færri en 500 íbúa, eða af þeirri stærð að koma þurfí til opinber aðstoð, eða samgöngubætur sem nægi til að íbúarnir geti sótt- sér lífsnauðsynjar til annars byggða- lags. Viðmiðunarmörkin við 500 og 1.500 íbúa sagði Úlfar ágæt til hliðsjónar, en versiunin myndi aug- Ijósiega þróast nokkuð fijálslega í kringum þau. „En opinbera aðstoð- in verður að vera í mestum al- menns eðlis og í anda stefnu sem gefur kost á vaxandi byggð og aukinni versiun og þjónustu. A minnstu stöðunum ber að leggja megináherslu á að samræma þjón- ustu og mynda eina miðstöð hugs- anlega í eigu kaupmanns og ríkis eða sv'eitarfélags, þar sem samnýta mætti húsnæði og mannafla við fjölbreytt þjónustustörf. Á stærri stöðunum þarf megináhersian að vera á markaðsaukningu og sam- runa verslana." Slippstöðin: Bylgja VE af- hent eiganda BYLGJA VE-75, eða nýsmíðaskipið B-70 var afhent Matthíasi Óskarssyni útgerðarmanni og skipstjóra í Vestmannaeyjum síðast- liðinn laugardag. Undanfarið hafa staðið yfir umfangsmiklar prófanir á skipinu, þar sem m.a. sjóhæfni, tækja- og veiðibúnað- ur var reyndur. Samningar um kaupin, á milli Slippstöðvarinnar og Matthíasar, voru undirritaðir fyrir fimm mán- uðum síðan og hefur frá þeim tíma verið unnið að því að ljúka smíði skipsins. Bylgja er 36,4 metrar að lengd og 8,60 metrar að breidd. íbúðarrými er fyrir 18 menn í tveggja og fjögurra manna klef- um. Lestin er einangruð fyrir 'frystingu og klædd með vatns- þéttum krossviði. Vélbúnaður er af fullkomnustu gerð og er skipið búið fullkomnum siglinga- og fís- kleitartækjum. Þá er um borð flakavinnsla fyrir bolfisk og heil- frystingu á karfa og grálúðu. Skipið fer til veiða strax eftir Morgunblaðið/Rúnar Þór Matthías Óskarsson útgerðarmaður og skipstjóri I brúnni á nýja skipinu sínu, Bylgju VE. heimkomu til Vestmannaeyja. Skipstjóri er Matthías Óskarsson, yfírvélstjóri Einar Gústavsson og fyrsti stýrimaður Guðmundur Magnússon. Slippstöðin er nú að ljúka stóru verkefni við endurbætur á fisk- vinnslubúnaði og fiskmóttöku ásamt lagfæringu á trollbraut og íbúðum í Árbak EA sem Útgerð- arfélag Akureyringa á, þá er unn- ið að smíði og niðursetningu flakavinnslu og heilfrystingar í Þórunni Sveinsdóttur VE, auk þess sem smíðaðir verða tveir bátar, rannsóknar- og fískibátur fyrir Þróunarsamvinnustofnun ís- lands og afríkuríkið Malawi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.