Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992
Sólarkaffi ísfirðinga
Frá Unni Konráðsdóttur:
ÉG ER ísfirðingur og stolt af. Við
eigum með okkur félag, ísfírðinga-
félagið í Reykjavík. Árlega blótum
við sólina, sem ekki sést á Ísafírði
í 2-3 mánuði ár hvert. Það veit eng-
inn, nema sá er reynt hefur á sjálfum
sér, hvað það er að sjá aldrei til
sólar í svartasta skammdeginu.
Ef heiðskírt er skín hún á fjalla-
toppana 25. janúar. Þá lyftist brún-
iná hverjum einasta bæjarbúa. Jafn-
vel geðverstu nöldurskjóður draga
munnvikin upp á við. En stundum
er blindhríð dögum, jafnvel vikum
saman og komið langt fram í febr-
úar þegar rofar til og sést til sólar.
Þegar sólin skín á gluggann bakar
maður pönnukökur og býður í sólar-
kaffi.
Árlega í 47 ár hefur ísfirðingafé-
lagið í Reykjavík haldið sitt Sólar-
kaffi hér í bæ — og aldrei fallið úr
ár. Nú höfum við sprengt utan af
okkur öll hús höfuðborgarinnar,
nema eitt, Hótel ísland. Þar var sól-
arkaffi 17. janúar sl. Fullsnemma
að okkur fannst en plássið var ekki
falt viku seinna. Þetta var, eins og
alltaf áður, indæl hátíð.
Dagskráin var hreint frábær, með
einni undantekningu þó. Hermikrák-
an Jóhannes Kristjánsson leyfði sér
að koma algerlega óundirbúinn til
að skemmta 800 Isfirðingum. Hann
sletti í okkur gömlum lummum í
gervi Steingríms Hermannssonar.
Iskaldar móttökur gerðu hann svo
óstyrkan að hann leit íjórum sinnum
á úrið áður en hann forðaði sér út.
Eg vona að hann hafi verið hýru-
dreginn.
Ekki lét Þorgerður Ingólfsdóttir
sig muna um að kenna Hamrahlíð-
arkómum bæði lag og ljóð við „þjóð-
söng“ okkar ísfirðinga, í faðmi fjalla
blárra. Slæm mistök voru þó að láta
hana ekki vita að fæstir eldri Isfirð-
ingar kunna hið ágæta lag Jónasar
Tómassonar eldri. Við syngjum allt-
af undir lagi R. Bay (Nú skotöld er
og skálma), og gátum því ekki tekið
undir. Hinn blindi Friðrik Guðni
Þórleifsson og dóttir hans Hjálmfríð-
ur vom ógleymanleg. Hápunktur
kvöldsins var þó er formaður félags-
ins, Einar G. Einarsson, upplýsti að
sama dag hefði félagið keypt Sóltún,
hús Guðmundar frá Mosdal, sem
orlofshús fyrir brottflutta ísfirðinga.
ísfirðingafélagið í Reykjavík er
menningarfélag. Á síðasta aðalfundi
voru stofnaðir þrír minningarsjóðir
um látna duglega félaga. Þessir sjóð-
ir munu árlega veita verðlaun í þrem
skólum á Isafirði, nemendum til
hvatningar. Einnig gaf félagið minn-
ingargjöf um látinn félaga til
Bræðratungu, sem er vistheimili
þroskaheftra.
Sólarkaffi okkar ísfirðinga er
ólíkt flestum árshátíðum. Veiting-
arnar em ekki dýrindis kvöldverður
og vín, heldur kaffi og ijómapönnu-
kökur. Þátttakendur em á aldrinum
20-90 ára. Þetta fólk kemur saman
til að sýna sig og sjá aðra, hitta
vini, ættingja og kunningja eða bara
ísfirðinga. Rabba saman, rifja upp
gamlar endurminningar, sjá börn og
bamabörn vinanna, tala saman,
hlæja saman, jafnvel gráta saman
yfir horfnum vinum. Meðalaldur er
líklega 50-60 ár.
Við dagskrárlok tók hljómsveitin
VELVAKANDI
NATTKJOLL
HEIMASAUMAÐUR skósíður,
rósrauður bómullarnáttkjóll á
níu ára telpu glataðist fyrir um
það bil mánuði. Hann var í
Miklagarðsplastpoka ásamt
sokkabuxum og .svörtu stígvéli.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 657610.
ULLARSJAL
STÓRT þunnt ullarsjal tapaðist
milli jóla og nýárs. Sjalið er
rautt, blátt, grænt og svart.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 98-34647.
LYKLAVESKI
FUNDIST hefur vínrautt leður-
lyklaveski með fimm lyklum. Á
því er lítið renniláshólf með miða
í. Upplýsingar í síma 27735 frá
kl. 8 til 16.
LEÐURJAKKI
SVARTUR leðuijakki tapaðist í
miðbænum aðfaranótt laugar-
dags 29. febrúar. Finnandi er
vinsamlegast beðinn að hringja
í síma 41654.
Vinningstölur
laugardaginn
170
6.204
UPPHÆÐÁHVERN
VWNINGSHAFA
7.582.609
100.295
8.141
520
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
12.995.019 kr.
við. Hávaðinn varð svo yfírþyrmandi
að útilokað var að talast við í saln-
um. Gamla fólkið greip um eyrun
og signdi sig. Hélt að komin væri
loftárás. Síðan tíndist það út eitt af
öðru, sáróánægt, því að það vissi
af henni Dísu, honum Svenna og
fleirum sem það langaði til að hitta.
En höfuðið var að klofna af hávaðan-
um, það flúði, sumt kemur aldrei
aftur.
Eru danshljómsveitir á íslandi að
skemmta sjálfum sér og kemur fólk-
ið í salnum, sem þó borgar brúsann,
þeim ekkert við? Eftirfarandi eru
tvær spurningar sem _ég spyr fyrir
hönd 800 óánægðra ísfirðinga, og
krefst svars.
1. Hótel ísland. Þið leigið okkur
hús og hljómsveit. Hvers vegna sjáið
þið ekki um að leigutakinn sé
ánægður? Þetta kvöld var alltaf ver-
ið að kvarta yfir hávaðanum,
árangurslaust. Hvers vegna?
2. Hljómsveitin Upplyfting. Fyrir
hvem spilið þið? Ykkur eða okkur
sem borgum? Af hveiju má fólk
ekki tala saman án þess að þurfa
að öskra? Er enginn metnaður hjá
ykkur í þá átt að viðskiptavinirnir
séu ánægðir?
Stjórn ísfírðingafélagsins í
Reykjavík. Þið hafið þegar leigt
Hótel ísland 22. janúar 1993. í öllum
bænum sjáið til að þessi ófögnuður
endurtaki sig ekki. Sparið ykkur
hljómsveit sem ekki kann sitt fag —
hreinlega rekur fólk á dyr. Megum
við ísfirðingar þá frekar biðja um
Magga á Heklunni eða Villa Valla,
menn sem alltaf hafa sýnt að þeir
em fagmenn.
UNNUR KONRÁÐSDÓTTIR
Eskihlíð 6, Reykjavík
Það er alveg hreint ótrúlega mikið
til núna af fallegum borðstofum í
mörgum gerðum og stærðum. |
Svona 40 tegundir eða svo.
I i
I
I
I
i
I
Meran 5J borðstofuborð + stólar, kr. 140.910.
Viður: Hnota old germen.
Denlux borðstofuborð + stólar, kr. 122.100.
Skenkur kr. 38.880.- Skápurkr. 62.880.-
Viður: Svart/Mahogni
Lugano-21 borðstofuborð + stólar, kr. 93.060,-
Viður: Tin eik.
Verið velkomin í stærstu
húsgagnaverslun landsins.
Husgagnahöllin
r
uprýsingab sImsvabi91 -681511 iukkuiIna991002
BLLDSHOFÐA 20 -112 REYKJAVIK - SIMI91-681199