Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIHlflQWNNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 35 Verslun Tvö fyrirtæki verða K. Auð- unsson & Norðmann Lánadrottnar K. Auðunssonar fá greitt 25% af skuldum SAMEINUÐ hafa verið fyrirtækin J. Þorláksson & Norðmann hf. og K. Auðunsson hf. og eru nú rekin undir nafuinu K. Auðunsson & Norðmann hf. Bergur Hjaltason sem átti hlut í K. Auðunsson tók yfir þann rekstur og keypti rekst- ur Norðmann byggingavörur af A. Jóhaimsson & Smith fyrir nokkru. Kaupverð á Norðmann er ekki geflð upp en Bergur seg- ir það hafa verið hagstæðara að sameina fyrirtækin en að infirétta nýtt húsnæði fyrir K. Auðunsson. „A næstunni verður reynt að sam- hæfa reksturinn og gera að sterkri heild,“ segir Bergur. K. Auðunsson við Grensásveg átti í rekstrarerfiðleikum síðustu ár og leit út fyrir að fyrirtækið yrði gjald- þrota. Akveðið var að bjóða lána- drottnum greiðslu sem næmi 25% af skuldum og gekk það eftir. „Ef nauðasamningamir yrðu samþykktir ætlaði ég að yfirtaka hlutaféð og halda áfram rekstri fyrirtækisins. Það gerðist og þegar mér síðan ^ Morgunblaðið/Sverrir NYR EIGANDI — Bergur Hjaltason (t.v.) og Matthías Bjama- son í versluninni að Suðurlandsbraut sem nú nefnist K. Auðunsson og Norðmann hf. bauðst tækifæri til að kaupa rekstur Norðmann byggingavömr sló ég til. Ég gerði tilboð í lausafé, áhöld, tæki Stjórnand f Sækja eftirmann Iacoccas til GM Reuter. Robert Eaton, varaforseti Gener- al Motors, verður líklega eftir- maður Lees Iacoccas sem fram- kvæmdastjóri og stjórnarformað- ur hjá Chrysler Corp. Var frá þessu skýrt í mánudagsútgáfu New York Times og þar sagði, að stjórnin hefði tekið Eaton fram yfir Robert Lutz, forseta Chrysl- er. Eaton, sem er verkfræðingur að mennt, hefur starfað fyrir General Motors eða GM frá 1963 og hefur stjómað bílaframleiðslu fyrirtækis- ins í Evrþu frá 1988. Er honum þakkað það fyrst og fremst, að Evr- ópuframleiðslan hefur skilað góðum arði þrátt fyrir samdrátt í bflasölu. Á síðasta ári nam hagnaður af þeirri framleiðslu 1,76 milljörðum dollara en þá tapaði móðurfyrirtækið vestra 4,45 milljörðum. Á næstu 18 mánuðum verður Chrysler að standa skil á 10 milljörð- um dollara en það eru skuldir, sem Chrysler Financial Corp. hefur stofn- að til en það lánar til bílakaupa. Iacocca, sem lætur af störfum í árs- lok, átti mikinn þátt í að bjarga Chrysler snemma á síðasta áratug og þá raunar með aðstoð ríkisins en að undanförnu hefur aftur syrt í álinn eins og hjá öðrum bandarískum bílaframleiðendum. íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. Hluthafafundur Stjórn íslenska hiutabréfasjóðsins hf. boðar til hluthafafundar í félaginu 23. mars 1992 og verður fundurinn haldinn í Reykjavík, að Suður- landsbraut 24, 5. hæð, kl. 16.00. Fyrir fundinn verða lögð reikningsskil fyrir 1991 og tillaga stjórnar um breytingu á 25. gr. samþykkta félagsins. Efni tillögunnar er að reikningsári félagsins verði breytt og það verði framvegis frá 1. maí til 30. apríl, ár hvert. LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur með okkur Suðurlandsbraut 24. 108 Reykjavlk, slnii 91-679200, fax 91-678598. Löggilt vcrdbréfafyrirtæki. Adili ad Verðbréfaþingi íslands. og innréttingar. Samkomulag um kaupverð á því náðist og síðan var lagerinn keyptur eftir talningu," segir Bergur. Verslunin verður starfrækt { hús- næðinu sem J. Þorláksson & Norð- mann var í við Suðurlandsbraut 20. Starfsmenn K. Auðunsson & Norðmann verða 3-4 og seld verða hreinlætistæki, blöndunartæki, eld- húsvaskar, nuddpottar og varahlutir. Auk þess verður þjónustu við sund- laugar og nuddpotta haldið áfram. Pípulagningastarfsemi sem tilheyrði K. Auðunsson var ekki yfirtekin. 4 1917-1 992 ............ 75[ . ÍSLANDS Morgunverðarfundur fimmtudaginn 19. mars 1992 í Átthagasal Hótels Sögu ícl.08.00 - 09.30 Fjárfesting eríendra aðila , í íslenskum siavarútvegi: UTLENDÍNGAR í FISKINN BOLVUN EÐA BLESSUN? Frummælendur: Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra, Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður, Friðrik Jóhannsson framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélags íslands hf. og Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs hf. Allt að 25 mínútur gefast fyrir athugasemdir, fyrirspurnir og svör. Fundarstjóri: Haraldur Haraldsson forstjóri Andra hf. Aðgangur með morgunverði af hlaðborði kr. 1.000. Fundurinn er opinn, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram í síma Verslunarráðsins 676666 ( kl. 08 - 16). VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS Hvar ætlið þið afl veifla í sumar? takið vel eftir!! Nú er liðinn sá frestur, sem félagsmenn okkar höfðu, til að nýta forgang sinn til veiðileyfakaupa. Enn eru þó laus veiðileyfi á veiðisvæðum félagsins sem standa ykkurnútil boða. Stemmningsmynd frá Munaðarnessvæðinu í Norðurá Þau vatnasvæði sem SVFR býður upp á eru ekki af verri endanum: □ Elliðaár □ Brynjudalsá □ Selós í Svínadal □ Þverá í Svínadal □ Eyrarvatn □ Þórisstaðavatn □ Geitabergsvatn □ Lcixá í Leirársveit □ Hvítá í Borgarfirði □ Gljúfurá □ Norðurá I □ Norðurá II □ Flóðatangi □ Langá - fjall □ Miðá í Dölum □ Flekkudalsá □ Tungufljót □ Stóra Laxá í Hreppum □ Gíslastaðir í Hvítá □ Snæfoksstaðir □ Laugarbakkar í Ölfusi □ Sog - Alviðra □ Sog - Bíldsfell □ Sog - Ásgarður □ Sog - Syðri Brú □ Sog - Ásgarður, silungsv. Á flestum veiðisvæðunum eru góð hús til afnota fyrir veiðimenn svo hægt er að taka fjölskylduna með. Er ekki kjörið að samtvinna fjölskylduferð og starfsmannafélagsferð með meiru í fallegu og friðsælu umhverfi við veiði á silungi eða laxi? Kynnið ykkur hvafl í boði er og skellið ykkur í góðan veiðitúr á veiðisumrinu mikla 1992. Skrifstofa okkar á Háaleitisbraut 68 (Austurveri) er opin alla virka daga frá kl. 9.00 til 18.00. SVFR Sími 686050 og 813425
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.