Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 20
20
huihlfi M tíSiiIAJíii4'íjtííf&ffi.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992
„Bílgreinaskóli“
Athugasemdir við undirbúning að framkvæmd
ákvarðanatöku í menntunarmálum bílgreina
Fyrri hluti
eftir Þórarin B.
Gunnarsson
Okkur sem að fræðslumálum bíl-
greinanna störfum, hafa ítrekað
undanfarið borist lausafregnir, um
að sá vettvangur sem við margir
hverjir höfum í áratugi starfað að,
sé nú á leið inn í nýtt og áður óþekkt
tímabil, tímabil einkavæðingar
skóla á iðnfræðslustigi ef svo fer
sem bfliðnafélögin og Bflgreinasam-
bandið vilja. Svo er að sjá sem
hvorki okk'ur né þeirri skólastofnun
sem við flestir störfum við, Iðnskól-
ann í Reykjavík, sé ætlað að hafa
nein áhrif né yfirsýn yfir það sem
gerist né heldur það sem um er
rætt. Með þessu móti er framtíðin
gerð vægast sagt óljós, en okkur
er sýnilega ekki ætlað að fjalla um
hana heldur. Fréttir berast helst
sem sögusagnir eða sem smápistlar
í fjölmiðlum og æðsti yfirmaður
okkar og menntamála í landinu —
ráðherra, lætur enn sem komið er,
ekki svo lítið að svara skriflegri
fyrirspurn okkar kennaranna.
Fregnir hafa að vísu borist frá fundi
ráðherrans með skólameistara okk-
ar þar sem gefin voru svör við sumu
því sem máli skiptir en fjarri er að
öllum spurningum sé svarað né
heldur þykir okkur mikið til um
þann svarsmáta sem felst í því að
láta sögur „berast“.
Ástæður óánægju - óljós
skólastefna
Breytingarnar sem nú liggja í
loftinu eru til komnar vegna þess
áhuga sem sveina og meistarafélög-
in í þessum greinum hafa nú á
fræðslumálum, en hafa ekki fengið
að eigin sögn þau viðbrögð sem
vænst var frá menntakerfmu fyrr
en þá helst nú, er þau að því er
„heyrst" hefur, tóku að beita gulrót-
araðferðinni við yfirvöld mennta-
mála og tillögur þeirra höfðu feng-
ið peningalykt. Slíkt þykir á tímum
niðurskurðar til menntamála aug-
ljós kostur. Ekki þykir þó einsýnt
hvort sú skólaskipan sem þessi fé-
lög boða leiði til spamaðar fyrir
ríkið og víst er að sérgreinaskóli
er ekki í anda þeirrar skólastefnu
sem boðar framhaldsskóla með
fáum inngönguleiðum, breiðri al-
mennri grunnþekkingu og síðar
sérhæfmgu hverrar starfsgreinar
eða menntabrautar ofaná.
Svo virðist sem hér hafi sérhæf-
ingin ein átt hugann allan ef marka
má það sem sést hefur skrifað um
skólann' og af honum hefur
„spurst", þar sem grunnurinn fær
mjög litla umfjöllun en sérhæfíngin
því meiri.
Samband við kennara rofið
Sýnt þykir nú að Bílgreinaskóli,
í einhverri mynd, verði settur á
laggirnar vegna ásóknar atvinnu-
lífsins en án þess að við kennararn-
ir höfum svo mikið sem fengið að
fylgjast með, hvað þá að leggja eitt-
hvað til málanna. Við höfum sumir
hveijir starfað með þessum sömu
félögum atvinnulífsins að fræðslu-
málum bflgreinanna, samið með
þeim tillögum um mál sem horfa
þóttu til framfara, skrifað námskrár
sem sumar hveijar hafa að vísu
legið síðan og liggi enn, á borði
ráðuneytisins ósamþykktar. Tillög-
ur til breytinga sem ætlaðar voru
til framfara í menntun greinanna
hafa sem sé oft á tíðum ekki orðið
að veruleika vegna tregðu ráðu-
neytis og t.d. eldri námskrár verið
látnar gilda áfram þótt aðrar nýrri,
unnar af fræðslunefndum í sam-
vinnu skóla og atvinnulífs hafi legið
tilbúnar.
Sumir kennarar þessara greina
hafa verið virkir á skipulagssviði
kennslumála sinna greina. Aðrir
hafa sumir starfað með Endur-
menntunarnefnd bílgreina (sveina-
og meistarasamtökum) að endur-
menntun sveina í sínum greinum.
Slík sérgreind kennsla er oft á tíð-
um langt frá daglegu starfssviði
þeirra við grunn- og fagkennslu
iðnnáms og tími til að viðhalda sér-
kunnáttu til endurmenntunar iðnað-
armanna er sorglega lítill í iðn-
fræðslunni. Endurmenntun iðnað-
armanna er ástunduð, eins og nú
er, sem hreint aukastarf og endur-
menntun kennaranna, þegar hún
fæst, nýtist því illa í nuverandi kerfi
eins og dæmin sanna. Þá hafa kenn-
arar unnið ötullega (og oft launa-
laus) aukastörf að framgangi sinna
deilda innan skóla og með því hafa
þeir orðið þessum greinum og
menntunarmálum þeirri vel að liði.
Nú bregður svo við að iðnkennar-
ar eru ekki svo mikið sem virtir
viðlits,' störf þeirra gerð eins lítil-
sigld og kostur er og ekki minnst
á hvað vel hefur verið gert. Er jafn-
vel að sjá sem síðustu samantektar-
menn um fræðslumál bílgreinanna
og hugmyndafræðingar um bíl-
greinaskóla hafa ekki komið inn á
verknámsdeildir skóla svo árum
skiptir. Þar hefur nefnilega þrátt
fyrir allt víða miðað allvel á veg
þótt ýmislegt mætti þar betur fara.
Aðdragandi hugmyndar um
Bílgreinaskóla
Fyrir allnokkrum árum lét Bíl-
greinasambandið og sveinafélögin
í bíliðnum vinna skýrslu sem bar
að mig minnir nafnið „Þróun
menntunar í bílgreinum". Sú
skýrsla var um ýmislegt ágætt
plagg en var ekki um þróun mennt-
unar, heldur innihélt skýrslan hug-
myndir að gjörbreyttu skóla- og
námsskipulagi. Skýrslan var unnin
án þess að til grundvallar lægi nein
kerfísbundin könnun né rannsókn á
þörf slíkrar breytingar né heldur
rannsókn á þeirri menntun sem
fyrir var en efni hennar var auk
þess talið falla illa að lögum um
iðnfræðslu. Skólamenn áttu því
ekki auðvelt með að sjá hver betr-
umbót yrði að þessu skipulagi. Sáu
margir fyrir sér kollsteypu sem all-
sendis óvíst væri hvort samræma
mætti iðnfræðslulögum, né yrði til
verulegrar bóta.
Það sem þessi skýrsla hins vegar
gerði var að ýta undir umræðu um
nánari þátttöku atvinnulífsins í
menntun þessara greina og var það
að sjálfsögðu jákvætt en beindist
því miður ekki í þá átt að styðjá
við þá skólastarfsemi sem fyrir
var. Hins vegar efldist starf Endur-
menntunarnefndar bílgreinanna.
I árslok 1989 unnu tveir valin-
kunnir frammámenn um menntun
bifvélavirkja, hugmyndir um hvem-
ig tengja mætti hugmyndir áður-
nefndrar skýrslu við menntakerfið.
Hugtakið „bílgreinaskóli" fékk á sig
skýrari mynd en bílamanna á með-
al látin verka sem einskonar (þó
óskilgreind) allsheijarlausn á öllum
þeim „vanda“ sem þessar greinar
« HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN
Laufásvegi 2 - sími 17800
Námskeið í
mars og apríl
Tóvinna 18. mars-29. apríl,
miðvikudaga kl. 19.30-22.30 - kr. 8.000,-
Baldýring 21. mars-2. maí,
laugardaga kl. 9.30-12.30 - kr. 8.000,-
Knipl 24. mars-19. maí,
þriðjudaga kl. 19.30-22.30 - kr. 10.000,-
Skráning á vornámskeið er hafin
Námskeið í prjóntækni, tauþrykki, körfu-
gerð, leðursmíði, jurtalitun, útskurði o.fl.
Skrifstofa skólans verður opin mánud.-fimmtud.
kl. 16.00-18.00 og föstud. kl. 9.00-11.00.
Skráning fer f ram á skrifstofu skótans í síma 17800.
‘S
s
A
A
A
i
.. . /;
í
'WÆi!h'í -
, /■
iíí'- :,,
k/V'W* •; ’ ;
■
Hraðnámstækni
fyrir börn
Lífleg og skemmtileg enskunámskeið fyrir börn.
Tónlist, leikir og ýmis uppátæki í hverjum tímaT
&
-c\e' /-INjvf' vi
\ \ i'
10004
Nánari upplýsingar ísíma
MÁLASKÓLINN MÍMIR
- í EIGU STJÓRNUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Þórarinn B. Gunnarsson
„Er jafnvel að sjá sem
síðustu samantektar-
menn um fræðslumál
bílgreinanna og hug-
myndafræðingar um
bílgreinaskóla hafi ekki
komið inn á verknáms-
deildir sem þessum
greinum tilheyra svo
árum skiptir.“
auðheyranlega áttu nú að vera í,
hvað varðaði verkkunnáttu og fag-
menntun álmennt og lengi vel látið
liggja milli hluta hvort hugtakið
ætti við innan núverandi iðn-
fræðsluskólakerfis, við hlið þess,
eða kæmi í stað þess.
í seinni hluta þessara athuga-
semda verður fjallað um þær hug-
myndir sem verið hafa uppi um
menntun þessara greina, „aðstöðu“
þá sem ríkisvaldið hefur lagt sínum
stofnunum til svo þær geti gegnt
skyldum sínum. Undirbúning bfl-
greina að stofnun einkaskóla, laun-
ung við framkvæmd ákvarðanatöku
og þá lítilsvirðingu sem skóla og
kennaraliði er í þessu máli sýnd.
Höfundur er iðnfræðslukentmri
við Iðnskólann íReykjavík.
------» ♦ ♦
Pennavinir
Leif Lanke
Ryttaregranden 1
226-39
Sverige
Áhugamál hans eru diskó, dýr.
33 ÁRA GAMALL enskur, einstæð-
ur maður viil eignast íslenska
pennavini. Áhugamál hans eru nátt-
úruskoðun, karate, útivera og
bréfaskriftir og hann starfar sjálf-
stætt sem fyrirlesari í skólum.
Heimilisfang hans er:
Mr. John Wilson
45 Richmond house
Avenham Lane
Preston PRI 3xN
Lancashire
England
17 ÁRA hollenskur strákur óskar
eftir íslenskum pennavinum. Hann
hefur áhuga á skák og hjólreiða-
keppni. Heimilisfang hans er:
Luc Verhees
Stationsstraat 126
6181 A.L. EIs 100 (L)
Ilolland
33 ÁRA GÖMUL, gift áströlsk kona
óskar eftir íslenskum pennavini.
Hún elskar náttúruna, dýr, sérstak-
lega hesta. Heimilisfang hennar er:
Ingrid Huitinga
Baljuvv 1
1625 BA Hoorn
Holland
17 ÁRA GÖMUL japönsk stúlka
vill eignast Islenska pennavini.
Áhugamál hennar eru píanóleikur
og tónlist. Heimilisfang hennar er:
Mari Nakamura
55 Kutsuo Yukuhashi-shi
Fukuoka 824
Japan