Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992
PlnrgiuitiMaltií
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Hugarfarsbreyting
og heildarstefna
orsteinn Pálsson, sjávarút-
vegsráðherra, ræddi hug-
myndir sínar um fiskveiðistefnuna
í ræðu á ráðstefnu háskólanema á
Akureyri sl. laugardag. í ræðu
sinni sagði ráðherrann m.a.: „Menn
hafa haft af því áhyggjur, að afla-
markskerfíð geti leitt til þess, að
eignarhald i sjávarútvegi færist á
hendur færri manna en áður og
leiði þannig til óeðlilegrar sam-
þjöppunar valds í þjóðfélaginu. Það
er vissulega ástæða til að huga
að atriðum eins og þessu. Ég hef
því nokkrum sinnum bent á, að
nauðsynlegt geti verið að setja um
það skýrar reglur að fyrirtæki, sem
ráði aflaheimildum yfir tilteknu
marki séu rekin sem opin almenn-
ingshlutafélög. Þá mætti einnig
búa til þriðja þrep aflamarksheim-
ilda, þar sem kvaðir um dreifða
eignaraðild yrðu gerðar. Með þess-
um hætti má tryggja eðlilega
eignadreifingu og valddreifíngu í
sjávarútvegi.“
í samtali við fréttamann út-
varpsins á ráðstefnunni kom fram
það sjónarmið hjá sjávarútvegsráð-
herra, að setja mætti reglur um
hámarkseignaraðild einstaklinga
að slíkum hlutafélögum.
Þessi yfirlýsing Þorsteins Páls-
sonar er all athyglisverð í þeim
umræðum, sem nú fara fram með-
al þjóðarinnar um nýja fískveiði-
stefnu, ekki fyrst og fremst vegna
hugmynda hans um almennings-
hlutafélög og annað, sem þau varð-
ar, heldur vegna hins, að í yfirlýs-
ingu ráðherrans er fólgin viður-
kenning á ákveðnum grundvallar-
sjónarmiðum, sem fram hafa kom-
ið í umræðum um kvótakerfið.
Morgunblaðið og raunar aðrir
andstæðingar kvótakerfísins hafa
haldið því fram í þessum umræð-
um, að óhæfa væri að afhenda
fámennum hópi Islendinga helztu
auðlind þjóðarinnar endurgjalds-
laust og veita þessum hópi jafn-
framt rétt til þess að stunda við-
skipti með auðlindina eða hluta
hennar sín í milli, verzla þannig
með eigur annarra. Jafnframt hafa
andstæðingar kvótakerfisins bent
á, að í lífi tveggja til þriggja kyn-
slóða gæti auðlindin með þessum
hætti safnast á hendur örfárra
fyrirtækja og fjölskyldna.
Þorsteinn Pálsson hefur á und-
anförnum misserum verið harðasti
talsmaður núverandi kvótakerfis,
ásamt Jieim bandamönnum Hall-
dóri Asgrímssyni og Kristjáni
Ragnarssyni, formanni LÍÚ. Fram
að þessu hefur hann ekki ljáð
máls á nokkrum þeim breytingum,
sem máli skipta á þessu kerfi eða
viðurkennt, að andstæðingar þess
hefðu yfirleitt nokkuð til síns máls
í þeim miklu umræðum, sem fram
hafa farið um fískveiðistefnuna.
Þegar sjávarútvegsráðherra nú
viðurkennir, að ástæða sé til að
huga að því að ekki verði óeðlilega
samþjöppun valds í aflamarkskerf-
inu og að hugsanlegt sé, að eignar-
hald í sjávarútvegi færist á hendur
færri manna en áður, er það við-
horfsbreyting, sem ástæða er til
að veita athygli. Með ræðu sinni á
Akureyri hefur Þorsteinn Pálsson
viðurkennt réttmæti einnar helztu
röksemdar andstæðinga kvóta-
kerfisins um grandvallarþátt þessa
máls.
Hér skiptir ekki höfuðmáli,
hvort þær hugmyndir, sem ráð-
herrann hefur sett fram til þess
að draga úr þessari hættu eru
raunhæfar eða ekki. Aðalatriðið
er viðurkenning sjávarútvegsráð-
herrans á þeirri grundvallarhættu,
sem fylgir kvótakerfinu. Ræðu
Þorsteins Pálssonar á Akureyri er
því ekki hægt að skilja á annan
veg en þann, að hann hafi stigið
fyrsta skrefíð til þess að losa sjálf-
an sig út úr þeirri málefnalegu
sjálfheldu, sem hann hefur verið í
vegna ósveigjanlegrar afstöðu til
fiskveiðistefnunnar. Sjávarútvegs-
ráðherrann er hér að beygja af
þeirri leið, sem hann hefur verið
á, þótt ósagt skuli látið hvert fram-
haldið verður.
í ræðu sinni á Akureyri sagði
Þorsteinn Pálsson, að samkomulag
og sátt um varanlegt fyrirkomulag
fiskveiðistjórnunar væri forsenda
þess, að sjávarútvegurinn gæti
staðið undir þeim kröfum, sem til
hans era gerðar. Þetta er rétt. Og
einmitt þess vegna hefur verið afar
erfitt að skilja þá hörðu afstöðu,
sem ráðherrann hefur tekið í
kvótamálinu. Á herðum sjávarút-
vegsráðherra hvilir höfuðábyrgðin
á að tryggja, að slíkt samkomulag
og slík sátt náist. Það er augljóst,
að ráðherra, sem hefur lokað sig
inni í málinu með þeim hætti, sem
Þorsteinn Pálsson hefur gert með
eigin málflutningi, er ekki líklegur
til að hafa forystu um sættir, sem
þó ætti að vera hans helzta hlut-
verk í núverandi ríkisstjórn.
Agnúar kvótakerfísins eru svo
miklir og augljósir, að þeir blasa
við öllum, sem um hugsa og nú
einnig sjávarútvegsráðherra.
Ávinningur kerfisins hefur síður
en svo reynzt sá, sem vonir stóðu
til. Það er kerfíð sjálft, sem hefur
valdið þeim óróleika og ósætti, sem
sjávarútvegsráðherra nefnir sér-
staklega í ræðu sinni. Ketfið stuðl-
ar að einokun og forréttindum. Það
er því ekki að ástæðulausu að
margir fagna hugarfarsbreytingu
ráðherxans, þó að hún snerti ekki
grundvallarmeinsemdina um kaup
og sölu á óveiddum físki. En jafn-
framt er kominn tími til, að stærsti
flokkur þjóðarinnar, Sjálfstæðis-
flokkurinn, geri upp við sig hvaða
stefnu hann ætlar að marka í fisk-
veiðistjómun og hvemig núverandi
ríkisstjóm, sem heild hyggst leiða
þetta mál til lykta með þeim hætti,
að sættir náist.
íslendingar liggja
ekki lengi á
eftir Símon
Steingrímsson og
Þórð Harðarson
í nýútkominni skýrslu Hagfræði-
stofnunar Háskóla íslands (HHÍ)
„Samanburður á heilbrigðisútgjöld-
um, fyrri hluti“ er því haldið fram
að meðal íslendingur liggi tvisvar
sinnum lengur á sjúkrahúsi en með-
al Dani. Þetta er stutt með tölum
um meðallegutíma sjúklinga og
rúmafjölda á íbúa. Ljóst má vera
að miklu varðar að skilgreiningar
séu glöggar og menn eigi við það
sama með sjúkradeildum.
Sjúkradeild er notað um „Acute
Hospitals“ og segir í leiðbeiningum
OECD1 að lagt sé til að heitið sé
notað um dæmigerða gjörgæslu og
skammtímavistun (intensive care
and short stay). Síðan segir að
miða skuli við spítala þar sem sjúkl-
ingar séu 30 daga eða minna.
Sjúkrastofnanir með langtímavist-
un (long term care) séu hins vegar
geðsjúkrahús, berklahæli og hjúkr-
unarheimili, en síðan segir að mörk
séu mismunandi eftir þjóðlöndum
og þurfí sérstaka skilgreiningu í
hveiju tilviki.
Skilgreining á sjúkradeild er þá
eftirfarandi:
Bráð læknisþjónusta er veitt
(veitt er fjölbreytt þjónusta).
Dvöl einstaklings er lengri en
sólarhringur.
Meðallegutími er skemmri en 30
dagar.
Geðdeildir eru ekki teknar með.
Islensku tölurnar sem HHÍ notar
fyrir árið 1987 eru sóttar í heil-
brigðisskýrslur2 töflur Vlla og VI-
Ib. Fyrsti hluti töflunnar hefur yfir-
skriftina almenn sjúkrahús og telur
stofnanir með 2.207 sjúkrarúm,
54.197 sjúklinga, 738.779 legudaga
og 13,6 daga meðallegutíma. Tafla
í þessu formi hefur birst í heilbrigð-
isskýrslum frá árinu 1929. Þessa
töflu tekur Hagstofa íslands og
sendir til OECD með athugasemd-
um. OECD birtir íslensku niðurstöð-
una án athugasemda og dreifir um
heimsbyggðina í glansandi hefti.
Sjúkradeildir
Ekki þarf lengi að leita til að sjá
að skilgreiningum OECD á sjúkra-
deildum hefur ekki verið beitt í
heilbrigðisskýrslum. Þar koma fyrir
stofnanir með litla læknisþjónustu
og langan meðallegutíma. Einnig
eru þar aðgerðadeildir og göngu-
deildir og sumar geðdeildir eru
teknar með.
í 1. töflu eru sýndar helstu leið-
réttingar sem gera þarf á töflunni
samkvæmt leiðbeiningum OECD.
Sjá töflu 1.
Þegar litið er yfír meðallegutíma
á þeim stofnunum og deildum sem
hér hafa verið teknar út má vera
ljóst að varlega þarf að fara með
meðaltal þegar sjúkrahússdvöl ligg-
ur á bilinu 1 til 300 dagar. Útreikn-
ingur á meðaltali er áhrifaríkasta
aðferð sem þekkt er til að draga
saman tölulegar upplýsingar. Þessi
aðferð er oft misnotuð. Það gildir
jafnt um meðallegutíma, meðal-
skuldir útgerðarfyrirtækja og með-
alstærð sauðijárbús. Meðan ekki
er vitað hvernig einstaka gildi dreif-
ast verður útkoman í besta falli
gagnslaus.
Sjá töflu 2.
Meðallegutími verður fyrst alveg
samaburðarhæfur þegar borin er
saman legulengd 'fyrir sams konar
sjúklinga. Vel þekkt dæmi er legu-
tími sængurkvenna sem hefur verið
mislangur í áranna rás, en má bera
saman milli stofnana og Ianda á
sama tima. Bandaríkjamenn hafa
þróað kerfi, Diagnosis Related Gro-
ups (DRG), sem flokkar sjúklinga
Þórður Harðarson
Símon Steingrímsson
1. tafla:
Oftaldar sjúkradeildir í Heilbrigðisskýrslum
1987 og af OECD
Sjúk- Legu- Meðal-
Rúm lingar dagar legutími
Tölur OECD 2.207 54.197 738.779 13,6
Stykkishólmur 42 251 9.865 39,3 a)
Þingeyri 1 8 19 14 2.011 143,6 a)
Bolungarvík 50 6.377 127,5 a)
Hólmavík 13 41 3.780 92,2 a)
Hvammstangi 27 166 14.036 84,6 a)
Blönduós 26 359 14.103 39,3 a)
Sauðárkrókur 84 553 31.020 56,1 a)
Siglufjörður 43 314 13.777 43,9 a)
Húsavík 64 697 21.877 31,4 a)
Egilsstaðir 32 153 11.998 78,4 a)
Seyðisfjörður 25 95 8.943 94,1 a)
Öldrun B-álmu og Hvítab. 78 79 22.692 287,2 b)
Borgarspítali geðdeildir 136 1.460 49.984 34,2 c)
Hjúkr. ogendurh. Grensás 95 525 28.736 54,7 a)
Hafnarbúðir 25 61 8.463 138,7 a)
Öldrunarlækningad. Landsp. 86 419 36.070 86,1 a)
Blóðskilunard. Landspítala 7 1.364 963 0,7 d)
Bráðamótt. Landspítala 10 1.339 951 0,7 d)
Nýburar og dagsj. á kvennad. 9 3.946 1.164 0,3 e)
Hjúkrunard. Vífilsstöðum 19 30 7.141 238,0 a)
Hjúkr. og endurh. Akranesi 30 39 9.978 255,8 a)
Geðdeild Akureyri 16 203 5.212 25,7 c)
Hjúkrunard. Akureyri 31 241 7.963 33,0 a)
Langl. og endurh. Akureyri 15 47 4.682 99,6 a)
Öldrunard. Vestmannaeyjum 24 68 6.682 98,3 a)
Langlega lungnad. á Vífilsst. 15 54 4.639 85,9 f)
Sjúkrahús Patreksfjarðar 21 239 6.761 28,3 g)
Sjúkrahús Selfoss 20 70 7.000 100,0 h)
Komu- og brottfarardagar 41.320 i)
Leiðréttar tölur 1.187 41.320 350.591 8,5
a) Heilar stofnanir og deildir eru teknar út vegna of langs meðallegutíma skv.
reglum OECD. Flestar veita langleguþjónustu enda flokkaðar sem þjónustuhús-
næði eða hjúkrunarrými í auglýsingu Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis-
ins3.
b) Sjúklingar á öldrunardeildum í B álmu Borgarspítalans og á Hvítabandinu
teljast til lyflækningadeildar í sjúklingabókhaldi Borgarspítalans. Samkvæmt
ársskýrslu svarar notkun þessara deilda til um 22.700 legudaga. Tekinn er út
samsvarandi sjúklingafjöldi með lengstu legur.
c) Geðdeildir teljast ekki með þessum sjúkradeildum. Tölur úr Heilbrigðisskýrsl-
um.
d) Aðgerðadeildir teljast ekki með sjúkradeildum. Tölur úr Heilbrigðisskýrslum.
e) Nýburar og sjúklingar á aðgerðadeild (dagdeild) kvennadeildar hafa verið
teknir inn í þessa töflu. Ekki er vani að leggja tölu nýbura við sjúklingafjölda.
Legudagar þeirra voru ekki taldir. Leiðrétt samkvæmt ársskýrslu.
f) Hluti lungnadeildar á Vífilsstöðum er notaður fyrir langlegu. Hér voru tekn-
ir frá sjúklingar með yfir 40 daga legutíma. Leiðrétt samkvæmt sjúklingabók-
haldi. Á sama hátt hefði mátt bæta inn sjúklingum með stuttar legur á tauga-
lækningadeild á Grensási.
g) Á Patreksfirði er 21 rúm. Að jafnaði þarf um 5 rúm fyrir 1.000 íbúa og ætti
því 21 rúm að nægja fyrir alla sjúkradeildaþjónustu fyrir 4.000 íbúa. Á upptöku-
svæðinu eru liðlega 2.000 íböar. Ætti því Sjúkrahús Patreksfjarðar að sinna
allri heimaþjónustu og veita sjúklingum utan svæðisins sem svarar helmingi af
þjónustu sinni. Raunin er hins vegar sú að Patreksfirðingar sækja þjónustu til
annarra.
h) Hér er áætlaður fjöldi á hjúkrunardeildinni sem er rekin, en ekki færð sér-
staklega í sjúklingabókhaldi.
i) Ennfremur þarf að taka tillit til þess að venja er að telja legudaga þannig á
Islandi að komudagur og brottfarardagur eru báðir taldir til legunnar. Engar
aðrar þjóðir gera þetta svo vitað sé.
Niðurstaðan er því sú að á íslandi eru 4,8 rúm á 1.000 íbúa og 1,4 legudagar
á íbúa.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992
29
2. tafla:____________________________________________
Meðallegutími, legudagar á íbúa og rúm á 1.000
íbúa á sjúkradeildum árið 1987.
ísland ísland Þýskal. Noreg. Danm. USA
OECD leiðrétt OECD OECD OECD OECD
Meðallegutími (dagar) 13,6 8,5 13,1 9,1 7,3 7,2
Legudagar á íbúa 3 1,4 2,3 1,4 1,5 0,9
Rúm á sjúkradeildum 9 4,8 7,5 4,8 5 3,8
Leiðréttu tölurnar sýna að meðallegutími, legudagar og rúmafjöldi er svipað-
ur og í nágrannalöndunum.
3. tafla:
Samanburður á meðallegutíma sjúklinga með DRG.
1989 1990
Landspítali um 18 þús. sjúklingar 7,1 7,3
Erlendur samanburðarhópur 6,7 7,1
Borgarspítali um 7 þús. sjúklingar 7,1
Erlendur samanburðarliópur 7,6
íslensku tölurnar eru leiðréttar fyrir talningu bæði á brottfarar og komu-
degi. Meðallegutími sængurkvenna í bandarísku tölunum er 2,5 dagar og gerir
það samanburðurinn við Landspítalann nokkuð óhagstæðan, þar sem meðallegu-
tími sængurkvenna er 5 dagar.
4. tafla:
Áætlaður rúmafjöldi sjúkrastofnana á íslandi árið
Starfsemi 199°' Rúmafjöldi
Sjúkradeildir 1.200
Gjörgæsludeildir 40
Endurhæfíngarstofnanir 450
Geðdeildir á sjúkrahúsum 190
Geðdeildir, heimili 170
Hjúkrunardeildir á sjúkrahúsum (öldrun) 550
Hjúkrunardeildir á hjúkrunarheimilum 1.350
Þjónustuhúsnæði aldraðra 1.290
Áfengismeðferð utan geðdeilda 200
Stofnanir þroskaheftra 300
Dagvist á sjúkrahúsum 40
Dagvistir geðdeilda 70
Samtals 5.850
5. tafla:
Notkun rúma * a sjúkradeildum eftir kjördæmum
1990 a)
RvRn VI Vf Nv Na Au Su b) Notuð Skráð Nýt.
rúm rúm
ÁLandspítala 282 13 11 9 10 15 23 4 367 409 90%
ÁBorgarsp.c) 130 5 3 3 2 4 8 1 156 177 88%
ÁLandakoti 98 3 2 2 1 3 8 1 118 122 97%
Á Vífilsstöðum 22 1 1 0 1 1 2 0 28 31 90%
ÁAkranesi 4 45 49 65 75%
Á Akureyri 5 69 5 79 110 72%
Sjúkrah. í kjörd. 78 17 26 45 24 32 70 254 282
Saratalsrúm 604 84 43 64 107 60 111 1.060 1.206
Ibúafjöldi þús. 161 15 10 10 26 13 20 256
LBLV/1.000 íb.
d) 3,2 M 1,6 1,3 0,5 1,6 1,9 2,5
LBLVAA
/1.000 íb. 3,3 4,6 1,8 1,8 3,2 2,1 2 3,1
Áöll.sjh./l.OOO '3,8 5,8 4,4 6,1 4,1 4,5 5,4 1,1
a) Hér er miðað við skilgreiningu 0ECD á sjúkradeildum. Notuð rúm reiknuð út frá legudagafiölda.
b) Utlendingar og óstaðsettir í kjördæmi
c) Skv. skilgreiningu 0ECD eru geðdeild, öldrunarlækningadeild í B álmu og gæsludeild ekki taldar með.
d) LBLVAA er Landspítali. Borearspítali Landakot. Vífilsstaðir. Akranes oc Akurevri.
6. tafla:
Öldrunarrúm eftir kjördæmum
RvRnSu VI Vf Nv Na Au Samt
Þjónusta og hjúkrunarrúm 2.091 235 89 189 431 171 3.206
Rúm á 1.000 íb. yfir 70 ára 162 231 140 212 213 186 175
Aðalfundur Verktakasambands íslands;
Skammsýni að
fresta aðlögun
efnahagslífsins
- sagði Jóhannes Nordal seðlabankaslj óri
JOHANNES Nordal, bankastjóri Seðlabanka íslands, sagði í ræðu á
aðalfundi Verktakasaambands Islands á laugardag að það væri mikil
skammsýni að reyna að fresta aðlögun íslensk efnahagslífs að aukinni
samkeppni og hærri raunvöxtum með óraunhæfum afskiptum ríkisins
af vaxtastigi, atvinnuaukandi framkvæmdum á kostnað batnandi stöðu
ríkissjóðs, eða nieð því að koma í veg fyrir skipulagsbreytingar i at-
vinnurekstri. Óhjákvæmilegt sé að þessi aðlögun raski högum fyrir-
tækja og einstaklinga og dragi tímabundið úr hagvexti og fjárfestingu
og öruggasta leiðin til að flýta fyrir þessari aðiögun sé að ríkisvaldið
hviki hvergi frá settu marki um áframhaldandi stöðugleika í þjóðarbú-
skapnum.
(með nokkrum undantekningum) á
bráða skammtíma (acute short
term) spítölum í 470 flokka og
metur meðalkostnað og meðallegu-
lengd sjúklinga í hveijum flokki.
Kerfíð hefur verið reynt á Landspít-
alanum og Borgarspítalanum og
eru niðurstöður í 3. töflu. Til saman-
burðar eru meðaltöl frá Bandaríkj-
unum, Svíþjóð og Finnlandi. Úr-
vinnsla var framkvæmd á Ríkisspít-
ölum.
Sjá töflu 3.
Sjúkrastofnanir
Skilgreinig á sjúkrastofnun er
óljós, en 4. tafla gefur hugmynd
um hvaða starfsemi á íslandi kemur
til greina að telja.
Sjá töflu 4.
Þar sem þjóðum er því nær í
sjálfsvald sett hvaða rekstur af
þessu þær gefa upp sem sjúkra-
stofnun má vera ljóst að alþjóðlegur
samanburður OECD er á veikum
grunni bæði hvað varðar rúmafjölda
ogjegutíma.
í grein í Morgunblaðinu 27. febr-
úar ítrekar Guðmundur Magnússon
prófessor, forstöðumaður Hag-
fræðistofnunar, og segir: „Hvorki
Þjóðhagsstofnun né Hagfræðistofn-
un eru þess umkomnar að endur-
skoða gagnagrunn OECD um heil-
brigðismál. “ Þessi afstaða jafngildir
uppgjöf gagnvart þessu vandasama
en leysanlega viðfangsefni.
Hvað er framundan?
En er þá ekkert að sjúkrahúsmál-
um á íslandi? Þarf þar engu að
breyta? Hvað ætti þá að hafa að
leiðarljósi? Á síðasta áratug hefur
fólki ekki fjölgað á landsbyggðinni,
en nær öll fólksfjölgun orðið á Suð-
vesturlandi, samgöngur hafa batn-
að og öldruðum hefur fjölgað. í
heilbrigðisþjónustunni hafa verið
gerðar kröfur um aukin gæði þjón-
ustu þannig að fleiri störf en áður
eru unnin af sérfræðingum. Héraðs-
læknar sinna ekki lengur skurðað-
gerðum né svæfa sjúklinga sjálfír.
Á sjúkrahúsunum í Reykjavík, Ak-
ureyri og Akranesi er læknaþjón-
ustu sinnt af sérfræðingum í mörg-
um sérgreinum. Á litlu sjúkrahús-
unum sem eru samtals með 250 rúm
eru þó aðeins 15 sérfræðingar. Um
helmingur læknisþjónustu við sjúkl-
inga í dreifbýli, þar sem ekkert stórt
sjúkrahús er, fer fram á stóru
sjúkrahúsunum. í 5. töflu er sýnd
rúmanotkun á stóru sjúkrahúsunum
af sjúkiingum úr kjördæmum eins
og hún var 1990. Síðan eru sýnd
sjúkrarúm í kjördæminu sem ætla
má að séu að mestu leyti notuð af
heimamönnum.
Sjá töflu 5.
Heildarnotkun á sjúkrahúsum
virðist minnst í Reykjavík og á
Reykjanesi og síðan á Norðurlandi
eystra. Þetta getur verið eðlilegt
þegar tekið er tillit til þess að sér-
fræðingur á staðnum getur oft leyst
málin utan sjúkrahúss. Rúmanotk-
un virðist einnig benda til þess að
rúmin í Stykkishólmi séu óþörf enda
era samgöngur til Akraness og
Reykjavíkur orðnar góðar. Á Norð-
urlandi vestra eru fjögur lítil sjúkra-
hús en eingöngu þrír sérfræðingar
svo að nýting þeirra sjúkrahúsa til
sérfræðiþjónustu hlýtur að vera lít-
il. Bæði Sjúkrahúsið á Selfossi og
Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum eru
of stór miðað við þann íbúafjölda
sem þau sinna og þá þjónustu sem
þau geta veitt. Af öryggisástæðum
er þó nauðsynlegt að tryggja sam-
göngur áður en þjónustan er færð
saman. Fimmta tafla fjallar um
sjúkradeildir, en í 6. töflu eru sýnd-
ar tölur um öldrunarstofnanir.
Sjá töflu 6.
Suðurland er reiknað með
Reykjavík og Reykjanesi þar sem á
Ási í Hveragerði og á Kumbaravogi
á Stokkseyri eru pláss notuð úr
Reykjavík eða annars staðar ut-
anfrá.
Það er athyglisvert að gnægð
öldrunarrúma og sjúkrarúma er í
sömu kjördæmum. Hlutur Rekja-
víkur og Reykjaness er lítill bæði
hvað varðar sjúkrarúm og öldrunar-
rúm.
Niðurstöður
1. Ályktanir í skýrslu Hagfræði-
stofnunar Háskóla íslands um að
íslendingar liggi tvöfalt lengur á
sjúkrahúsum en Danir eru tilhæfu-
lausar. Þær byggja á röngum for-
sendum. Því er vart sæmandi Hag-
fræðistofnun Háskóla íslands að
láta í veðri vaka að íslensk heil-
brigðisþjónusta sé seinvirk.
Samanburður á legutíma á
sjúkradeildum með DRG greiningu
bendir ekki til að legutími sé lengri
á íslandi en í öðrum löndum.
2. Skilgreiningar á sjúkrastofn-
unum (með ýmiss konar langlegu)
hjá OECD eru svo losaralegar að
samanburður milli landa er tilgang-
slítill. _
3. Ályktun Hagfræðistofnunar
um að hvorki hún né Þjóðhagsstofn-
un séu þess umkomnar að endur-
skoða gagnagrunn OECD verður
að trúa, en aðrir verða þá að vinna
það verk ef fá á marktæka niður-
stöðu.
4. Tiltölulega fæst sjúkrarúm og
öldrunarrúm eru á Suðvesturlandi.
Nauðsynlegt er að stjórnmálamenn
geri sér grein fyrir að engin mann-
fjölgun hefur orðið á landsbyggð-
inni undanfarinn áratug. Fólki hef-
ur eingöngu fjölgað á Suðvestur-
landi. Engar horfur eru heldur á
fjölgun á landsbyggðinni á næst-
unni. Þar sem íbúar Suðvesturlands
njóta fæstra rúma er rangt að loka
sjúkradeildum og öldrunardeildum
á Reykjavíkursvæðinu.
5. Mikilvægt er að taka upp já-
kvæðari umræðu um frekari upp-
byggingu heilbrigðisþjónustu í
Reykjavík, sem er jafnframt heil-
brigðisþjónusta alls landsins. Við
það á að nota vönduð vinnubrögð.
Símon Steingrímsson er
verkfræðingur á skrifstofu
Ríkisspítnla.
Þórður Harðarson erprófessorí
lyfíæknisfræði við læknodeiid
Háskóla íslands ogyfiríæknir
lyfíækningadeildar Landspítalans.
1 OECD Working Party oti Poiicy Health Data
Compendium: Second edition <note bey Secret-
ariat) (Drafted 9.2.1989)
2 Heilbrigdisskýrslur 1986-1987, Public He-
altli in Iceland With an Engiish Sumntary,
Landlæknisembættið 1991, að útgáfunni unnu:
lljördís Jónsdóttir, Hrefna ÞoHbjarnardóttir,
Guðjón Magnússon, Ólafur Olafsson, Sigríður
Haraldsdóttir.
1 Auglýsing um nýtt fylgiskjal með reglugerð
nr. 47/1990 um stofnanaþjónustu fyrir aldraða.
Heilbrigðis- og tryggingumálaráðuneytið
8.11.90.
Jóhannes fjallaði í ræðunni um
horfur í efnahagsmálum og sagði
að núverandi efnahagslægð væri að
ýmsu leyti sérstök. Sveiflur í sjávar-
útvegi nægi ekki til að skýra það
langvinna samdráttarskeið sem við
séum að ganga í gegnum og að
nokkru sé skýringarinnar væntan-
lega að leita í því að íslenska hag-
kerfið sé orðið opnara og viðkvæm-
ara fyrir áhrifum frá almennum
hagsveiflum í iðnríkjunum. Þannig
hafi efnahagserfíðleikar í Banda-
ríkjunum, Bretlandi og á Norður-
löndum undanfarin tvö ár haft nei-
kvæð áhrif á hagvöxt hér á landi
og sterkust séu þau áhrfíf vafalaust
í orkufrekum iðnaði. Það sé vegna
efnahagslægðar annars staðar sem
ekki hafí þegar verið tekin ákvörðun
um byggingu nýs álvers og þær
miklu framkvæmdir sem þejrri
ákvörðun myndu fylgja.
Óhjákvæmilegt að draga
saman framleyðslugetu í
landbúnaði
Jóhannes segir að hluta af skýr-
ingunni á efnahagslægðinni sé að
finna í breytingum á skipulagi at-
vinnumála. Hvað landbúnaðinn
snerti hafí verið óhjákvæmilegt að
draga saman framleiðslugetu hans.
Hann hafi um langt skeið verið al-
gjörlega einangraður frá allri sam-
keppni og notið um leið tekjutrygg-
ingar sem stórlega hafi dregið úr
hvatningu til aukinnbar framleiðni.
Slík stefna hafi leitt til alls í senn;
offramleiðslu, hás verðlags til neyt-
enda og sívaxandi strykja úr ríkis-
sjóði. Breytingar á landbúnaðinum
hafí mikinn aðlögunarkostnað í för
með sér, jafnframt því sem fjárfest-
ing í greininni hafi dregist stórlega
saman. Þar sé um að ræða þjóðfé-
lagslegan kostnað sem í bili dragi
úr vaxtamöguleikum atvinnuveg-
anna í heild og eigi þátt í hægari
hagvexti, að minnsta kosti um sinn.
Um sjávarútveginn segir Jóhann-
es að veruleg umframleiðslugeta
hafí stórlega íþyngt afkomu grein-
arinnar í heild og valdið því að mik-
ill hluti fyrirtækja í sjávarútvegi
eigi við sífellda fjárhagsörðugleika
að etja. Tilraunir til að leysa þennan
vanda með fjárhagslegri endurskip-
ulagningu hafi því miður strandað
á pólitískum sjónarmiðum sem hafi
leitt til sífelldrar skuldaaukningar
án aukinnar hagræðingar eða betri
afkomuskilyrða. Hvaða leið sem far-
in verði til að ná fram fækkun fyrir-
tækja, hvort sem það sé gjaldþrot
eða endurskipulagning undir for-
ustu opinberra lánastofnanna, sé
ljóst að draga verði stórlega úr
stærð fískveiðiflotans og fjölda
framleiðslueininga í fískvinnslu uns
þar séu færri ög hagkvæmari
rekstrareiningar en nú.
Endurskipulagningu í
sjávarútvegi fylgja verulegar
fjárhagsbyrðar
Á meðan endurskipulagningin
gangi yfir verði ekki hjá því komist
að henni fylgi verulegar fjárhags-
byrðar sem meðal annars komi fram
í auknum afskrfítum lána hjá við-
skiptbönkum og sjóðum og veruleg-
um greiðslum úr ríkissjóði vegna
ríkisábyrgða. Það hljóti að koma
niður á öðrum sviðum atvinnulífs-
ins, til dæmis vegna minni útlána-
getu bankakerfisins og þrengri
stöðu ríkisfjármála. Þá segir: „Til
lengdar er því endurskipulagning
sjávarútvegsins og minnkun af-
kastagetu til jafnvægis við þann
afla, sem veiðanlegur er á ísland-
smiðum, mikilvæg forsenda þess að
hægt sé að halda áfram að bæta
lífskjör á íslandi og auka hagvöxt.“
Síðan segir að hliðstæð vandamál
megi fínna í öðram greinum, til að
mynda vegna misheppnaðrar fjár-
festingar í fiskeldi og hruns ullariðn-
aðarins. Mestu skipti að ekki sé
brugðist við slíkum vandmálum með
því að halda óarðbærum rekstri
gangandi, þótt það kunni að auka
atvinnu um tíma.
Jóhannes segir að sú mikla aukn-
ing á framboði fjármagns sem fylgdi
í kjölfar vaxtafrelsisins hafí haft í
för með sér stórauknar lántökur
fyrirtækja og einstaklinga áður en
menn höfðu að fullu gert sér grein
fyrir hver áhrif hærri raunvextir
hefðu á fjármagnskostnað og af-
korriu. Afleiðingin væri offjárfesting
til dæmis í atvinnuhúsnæði og á
fleiri sviðum, sem síðan hefði valdið
samdrætti í framkvæmdum og
þannig komið sérstaklega niður á
byggingariðnaðinum. Þetta væri
ekki séríslenskt því flest nágranna-
ríki okkar til dæmis Noregur, Bret-
land og Bandaríkin, hefðu gengið í
gegnum sams konar fjárfestingar-
öldu í kjölfar aukins frjálsræðis á
lánsfjármarkaðnum. Þegar hefði
slegið í bakseglin hefðu fjárfesting-
ar dregist veralega saman og bank-
astofnanir tapað miklu í þessum
löndum.
Fá merki um bata alveg á
næstunni
Almennt um efnahagshorfurnar
í heiminum segir Jóhannes í ræð-
unni að eftir langvarandi hagvaxt-
arskeið á níunda áratugnum hafí
dregið mjög úr hagvexti undanfarin
tvö ár og hafi samdrátturinn verið
einna mestur í Bretlandi og Banda-
ríkjunum. Hins vegar hafí hagvöxt-
urinn haldist lengur í Þýskalandi
og Japan. Vonir urn efnahagslegan
bata í Bretlandi og Bandaríkjunum
hafi brugðist á síðasta ári og enn
séu fá merki um bata alveg á næst-
unni. Ríkjandi skoðun sé að litlar
líkur séu á meiri hagvexti í iðnríkj- '
unum í heild á þessu ári heldur en
hinu síðasta. Einnig telji flestir ólík-
legt að uppsveiflan verði sterk þeg-
ar hún loksins byrji hvort sem það
verði seint á þessu ári eða fyrri hluta
árs 1993. Stóra spurningin fyrir
íslendinga sé hvort batinn byrji
nægilega snemma til þess að hægt
verði að taka ákvörðun um að hefja
undirbúning að byggingu nýs álvers
ekki síðar en á fyrsta ársfjórðungi
næsta árs. Margt bendi til þess að
miklir erfiðleikar áliðnaðarins að
undanförnu flýti fyrir því að mjög'
dragi úr álframleiðslu á næstu árum
í Þýskalandi og víðar í Evrópu þar
sem orkuverð sé hæst Tækifæri ís-
lendingaa til að fylla þetta skarð
með aukinní álframleiðslu hér fari
því batnandi og þess vegna sé
ástæða til nokkurrar bjartsýni um g
þróun orkufreks iðnaðar hér á landi
næsta áratuginn.