Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992
45
Hún notaði strætisvagnana fram
eftir öllum aldri og neitaði alltaf
að kaupa „þessa gamalmennamiða
í strætó“. En þótt hún kæmist ekki
ferða sinna eins mikið hin síðari
ár þá var lífsgleðin áfram til staðar
alveg undir það síðasta og glettnin
var sjaldan langt undan. Þá er
margt sem ber að þakka fyrir og
að hafa átt slíka ömmu, sem sýndi
mér að þrátt fyrir erfíðleika er
hægt að trúa á Guð, hlæja hlátri
gleðinnar og finna að hamingjan í
lífínu er Guðsgjöf. Amma var sönn-
un þess að lífsgleðin er fyrir öllu.
Við öll sem áttum hana til að tala
við erum þakklát, því hún hefur
kennt okkur svo mikið, sem við
munum njóta það sem eftir er
ævinnar. Ömmu þakka ég fyrir allt
sem hún hefur gefið mér, ég veit
að hún mun alltaf vera með mér.
Arni.
Drottinn vakir, Drottinn vakir,
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir brégðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, - Drottinn vakir
daga og nætur yfír þér.
Þegar ævirððull rennur
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi
himins til þin aftur ber
Drottinn elskar, - Drottinn vakir,
daga og nætur yfir þér.
Eg þakka elsku ömmu fyrir
allar góðu stundirnar.
Hrafnhildur.
Nú þegar elsku amma mín er
dáin langar mig að skrifa fáeinar
línur um hana.
Hún hefur loksins hlotið friðinn
sem ég veit að hún þráði og er
komin til Guðs, til afa og barnanna
sinna þriggja sem hún missti fyrir
mörgum árum. Nú koma í huga
minn allar minningarnar um hana.
Stundimar sem við áttum saman,
þegar við drukkum kaffi með
kringlum. Það var svo gott að fá
kaffi hjá henni ömmu. Við sögðum
hvor annarri frá ýmsum skemmti-
legum og sorglegum atvikum. Hún
amma var oft svo fyndin, stundum
gat hún hlegið langa lengi að sjálfri
sér og vitleysunni í okkur systkin-
unum. Alltaf fór ég niður í herbergi
til ömmu ef eitthvað var að. Hún
hafði alltaf tíma til að hugga mig
og hressa. En það sem ég mun allt-
af muna við ömmu var bjarta skap-
ið hennar og orðatiltækin sem vöktu
hlátur og gleði.
Ég þakka ömmu fyrir allar góðu
stundirnar. Ég veit að henni líður
vel þar sem hún er núna.
Hulda Rós.
Mig langar til að kveðja ömmu
mína, sem bjó hjá okkur svo lengi
sem ég man eftir mér. Amma var
alltaf heima þegar ég þurfti á henni
að halda, og hún átti líka alltaf
gott til að gefa okkur systkinunum.
— Við amma áttum góðar stundir
saman sem ég mun ávallt muna.
Ég þakka henni fýrir allt sem hún
gerði fyrir mig. Guð blessi hana.
Kristín.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
INGILEIF GÍSLADÓTTIR,
lést 5. mars sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KARL GUNNAR KARLSSON,
Baðsvöllum 13,
Grindavík,
lést 6. mars sl.
Jarðarförin hefur farlð fram.
Þökkum auðsýnda samúð.
Eyrún Árnadóttir,
Ásta Karlsdóttir, Jens Christian Lauritsen,
Edda Karlsdóttir, Finnbogi Björnsson,
Ásrún Karlsdóttir, Kristján Árni Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur sambýlismaður minn, sonur minn, faðir okkar og bróðir,
VALGEIR HÖRÐUR GUÐMUNDSSON
frá Akureyri,
Hafnarbraut 23,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 17. mars
kl. 13.30.
Linda Dröfn Jóhannesdóttir,
Sigurbjörg Ormsdöttir,
Egill Þór Valgeirsson, Ari Valgeirsson
og systkini hins látna.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR SIGURJÓNSSON,
Austurbrún 37A,
Reykjavík,
sem andaðist 9. mars sl., verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag,
þriðjudaginn 17. mars, kl. 15.00.
Vilborg Jónsdóttir,
Jón Kristján Sigurðsson, Árdis Sigurjónsdóttir,
Sigurjón Sigurðsson,
Steinþóra Sigurðardóttir, Svanur Kristinsson
og barnabörn.
t
Eiginmaður mjnn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR G. HALLDÓRSSON
fyrrv. skrifstofustjóri,
Tjarnargötu 10c,
lést á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10B, 15. mars.
Guðrún Halldórsson,
Hildur Ólafsdóttir, Pétur M. Gestsson,
Guðrún Ólafsdóttir, Björn Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
BIRNIR BJARNASON
dýralæknir,
er látinn.
Edda Flygenring,
Sigrún Birna Birnisdóttir,
Garðar Ágúst Birnisson,
Hildur Björg Birnisdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN FRIÐRIKSDÓTTIR,
Vaðlaseli 4,
Reykjavfk,
andaðist í Landspítalanum 4. mars sl.
Jarðarförin hefur farið fram f kyrrþey.
Kærar þakkir eru færðar starfsfólki Landspítalans á deildum 3-G
og 13-D fyrir góða umönnun.
Þorgerður Rósa Sigurðardóttir, Hákon Magnússon,
Erling Jón Sigurðsson, Kolbrún Gunnarsdóttir,
Arnþór Sigurðsson, Amdís Árnadóttir,
barnabörn g barnabarnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir og stjúpfaðir,
ÁSGEIR EINARSSON,
Hátúni 8,
andaðist 12. þessa mánaðar í Borgarspítalanum.
Útför fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. mars kl. 13.30.
Halldóra S. S. Jónsdóttir,
börn og stjúpbörn.
1 Móðir okkar og tengdamóðir, [■
SIGURRÓS GÍSLADÓTTIR,
er látin.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að vilja hinnar látnu.
Halldór Jónatansson, Bergljót Jónatansdóttir, Guðrún Dagbjartsdóttir, Jón Sigurðsson,
Sigríður Jónatansdóttir, Þórður Þ. Þorbjarnarson.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar og bróður,
ÞORVALDAR GUÐMUNDSSONAR,
fsafirði.
Þóra Þorvaldsdóttir,
Guðmundur Þorvaldsson,
Rannveig Þorvaldsdóttir,
Ingunn Þorvaldsdóttir,
Hulda G. Mogensen
og fjölskyldur.
t
Hjartkærar þakkir fyrir samúð og kveðjur við andlát og útför föð-
ur okkar,
JENS AÐALSTEINSSONAR
frá Hólmavík.
Högni Jensson,
Alda Jensdóttir,
Guðrún Jensdóttir,
Halldór Steingrímsson,
Jóhanna Jensdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÖNNU KRISTÍNAR ÓLAFSDÓTTUR,
Lækjarbakka,
Mýrdal.
Þórólfur Gíslason,
Ragnhildur Gísladóttir, Guðbergur Sigurðsson,
Fjóla Gísladóttir, Birgir Hinriksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
PÉTURS NIKULÁSSONAR,
Borg,
Vopnafirði.
Fyrir hönd ættingja,
Björg M. Sveinsdóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför bróður okkar,
LÁRUSAR GUÐMUNDSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks í Víðinesi.
Fyrir hönd systkina,
Gunnar Guðmundsson,
Hvassalefti 46.
t
Þökkum öllum þeim, er sýndu okkur samúð við andlát og útför
HREFNU STEFÁNSDÓTTUR,
Hringbraut SO.
Sérstakar þakkir til starfsfólks elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar.
Valdimar Bjarnason
og vandamenn.