Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 27 Arftaki Ia- cocca frá GM BANDARÍSKI bifreiðafram- leiðandinn Chrysler tilkynnti í gær að Ro- bert Eaton, sem verið hefur yfir- maður Evr- ópudeildar General Mot- ors, muni taka við stöðu for- stjóra i fyrir- tækinu af Lee Iacocca. Iacocca, sem er 67 ára gamall, lætur af störfum í desember og tilkynningar um eftirmann hans hafði verið beð- ið með eftirvæntingu. Iacocca varð frægur er honum tókst að bjarga Chrysler frá gjald- þroti í bytjun níunda áratugar- ins en Chrysler á nú aftur í miklum erfiðleikum og er talið standa verst af stóru banda- rísku bifreiðaframleiðendunum þremur. Brown veitist að Clinton FORKOSNINGAR fyrir banda- rísku forsetakosningamar verða haldnar í ríkjunum Mich- igan og Illinois í dag. Jerry Brown, fyrrum ríkisstjóri í Kali- forníu, réðst í gær harkalega á Bill Clinton, ríkisstjóra í Ark- ansas, sem talinn er sigur- stranglegastur þeirra demó- krata sem beijast um tilnefn- ingu fiokksins sem forsetaefni. Sakaði Brown Clinton um að hafa sem ríkisstjóri látið fjár- muni Arkansas-ríkis renna til lögfræðistofu þeirrar sem eig- inkona hans starfar hjá. Clinton vísaði þessum ásökunum á bug og sagði þær ósmekklegar. Umrædd lögfræðistofa hefði verið starfrækt í meira en heila öld og meðal viðskiptavina væri ríkið. Kennedy boð- ar hjónaband EDWARD Kennedy, öldungar- deildarþingmaður, gaf um helgina út tilkynningu þar sem segir að hann hafí í hyggju að kvænast Viktoríu Reggie, 38 ára gömlum lögfræðingi frá Washington, síðar á þessu ári. Kennedy sagði þau hafa verið í sambandi síðan í júní á síð- asta ári og hefði Viktoría veitt honum ómælda hamingju. Edward Kennedy er sextugur og bróðir Johns F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseta, og Roberts Kennedy, fyrrum dómsmálaráðherra, en þeir voru báðir myrtir á sjöunda áratugnum. Neyðarástand í Dnéstr LEIÐTOGAR héraðsins Dnéstr í Moldavíu lýstu yfir neyðar- ástandi í gær og hótuðu að reka burt andófsmenn og tak- marka útvarpssendingar. Hveijum þeim sem leggur yfir- völdum Moldovu lið verður í skjóli neyðarástandsins vísað burt frá Dnéstr, að sögn frétta- stofunnar Itar-Tass. Utvarps- sendingar verða takmarkaðar og skyndileit aukin á fólki og í farartækjum. Moldova hefur neitað að viðurkenna þetta sjálfskipaða lýðveldi á austur- bakka Dnéstr-árinnar við land- amæri Úkraínu. Rússneski minnihlutinn í Dnéstr lýsti yfir sjáifstæði héraðsins í septem- ber árið 1990 og myndaði vopn- aðar sveitir til að fylgja sjálf- stæðisyfirlýsingunni eftir. Ellefu farast og sex bjargast í þyrluslysi í Norðursjónum Rannsókn hafin á flugritunum Aberdeen, Edinborg. Reuter. Daily Telegraph. FLAK þyrlu sem forst 1 Norð- ursjó á laugardagskvöld fannst í gærmorgun á 150 metra dýpi 60 mílur norðaustur af Hjalt- landi. Sex menn lifðu slysið af og var bjargað en með þyrlunni fórust 11 manns. Þegar brak þyrlunnar fannst á sjávarbotni kom í ljós að lík fimm þeirra sem fórust var þar að finna. Náðust þau upp í gærmorgun og síðar náðist flak þyrlunnar upp á yfirborðið. Hefja átti rannsókn á flugritum þyrlunnar í gær en búist var við því að þeir hefðu að geyma upplýsingar sem leiða myndu or- sakir slyssins í ljós. Þyrluslysið varð er feija átti starfsmenn frá borpalli Shell á svonefndu Cormorant-vinnslu- svæði í Norðursjónum yfir í íbúð- arpall. Aðeins 200 metrar eru þar á milli. Veður var slæmt á þessum slóðum, hvassviðri og snjókoma, en talsmaður Bristow-þyrlufélags- ins sem átti þyrluna sagði þó að þyrlan, sem var af gerðinni Super Puma, gæti flogið við mun erfið- ari veðurskilyrði en voru á slys- stað. Aðstæður til björgunar voru afar erfiðar sökum hvassviðris og sjávargangs en ölduhæð var 10 metrar. Fimm menn komust í björgunarbát þyrlunnar en brot- sjór hreif einn þeirra frá borði. Var mönnunum bjargað um borð í þyrlu en einum var bjargað mátt- litlum úr ísköldum sjónum tæpri hálfri annarri stundu eftir slysið. Lík sex fundust á floti við slysstað- inn. Meðal þeirra sex sem björguð- ust voru flugstjóri þyrlunnar. Hún var smíðuð 1982 og hafði verið flogið í 12.000 stundir, þar af 300 frá síðustu stórskoðun. Mannskæðasta þyrluslys Bret- lands varð í nóvember 1986 en 45 menn biðu þá bana er Boeing Vertol 234 þyrla steyptist í hafið er hún átti skammt eftir til lend- ingar á Hjaltlandi. -- ♦ ♦ ♦---- Leiðtoga- fundur um Karabak Jerevan. Reuter. LEIÐTOGAR Armeníu og Az- erbajdzhans munu hittast í Kíev, höfuðborg Úkraínu, á fimmtudag til .þess að reyna að leysa deilu landanna um héraðið Nagorno- Karabak, að því er Levon Ter- Petrosjan, forseti Armeníu, sagði í gær. Ter-Petrosjan sagði á fundi með fréttamönnum, að hann og Jagub Mamedov, sem nú gegnir forseta- embættinu í Azerbajdzhan, hefðu samþykkt að ræðast við um málið. Mamedov tók við af Ajaz Mutalibov, sem hrakinn var úr embætti fyrir tíu dögum. I gær hófust átök að nýju í Nag- orno-Karabak, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að íranskir stjórnmálamenn höfðu lýst yfir, að þeir hefðu talið leiðtoga Annena og Azera á að skrifa undir friðarsam- komulag. Þá sökuðu Azerar Armena um að hafa hafið árásir að nýju í grennd við bæina Sjelli, Jelegarala og Abdal-Gulapli. Viðræðumar á fimmtudag munu hefjast skömmu áður en þar byijar fundur forseta allra 11 aðildarland- anna í Samveldi sjálfstæðra ríkja. Reuter Rússar og Kínverjar undirrita landamærasamning Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands (t.v.), og starfsbróðir hans í Kína, Qian Qichen (t.h.), undirrituðu samning um óbreytt landa- mæri ríkjanna í Peking í gær. Kínveijar höfðu haft af því miklar áhyggjur að hrun Sovétríkjanna í fyrra kynni að leiða til þess að Rússar krefðust landsvæða í Kína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.