Morgunblaðið - 17.03.1992, Page 27

Morgunblaðið - 17.03.1992, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 27 Arftaki Ia- cocca frá GM BANDARÍSKI bifreiðafram- leiðandinn Chrysler tilkynnti í gær að Ro- bert Eaton, sem verið hefur yfir- maður Evr- ópudeildar General Mot- ors, muni taka við stöðu for- stjóra i fyrir- tækinu af Lee Iacocca. Iacocca, sem er 67 ára gamall, lætur af störfum í desember og tilkynningar um eftirmann hans hafði verið beð- ið með eftirvæntingu. Iacocca varð frægur er honum tókst að bjarga Chrysler frá gjald- þroti í bytjun níunda áratugar- ins en Chrysler á nú aftur í miklum erfiðleikum og er talið standa verst af stóru banda- rísku bifreiðaframleiðendunum þremur. Brown veitist að Clinton FORKOSNINGAR fyrir banda- rísku forsetakosningamar verða haldnar í ríkjunum Mich- igan og Illinois í dag. Jerry Brown, fyrrum ríkisstjóri í Kali- forníu, réðst í gær harkalega á Bill Clinton, ríkisstjóra í Ark- ansas, sem talinn er sigur- stranglegastur þeirra demó- krata sem beijast um tilnefn- ingu fiokksins sem forsetaefni. Sakaði Brown Clinton um að hafa sem ríkisstjóri látið fjár- muni Arkansas-ríkis renna til lögfræðistofu þeirrar sem eig- inkona hans starfar hjá. Clinton vísaði þessum ásökunum á bug og sagði þær ósmekklegar. Umrædd lögfræðistofa hefði verið starfrækt í meira en heila öld og meðal viðskiptavina væri ríkið. Kennedy boð- ar hjónaband EDWARD Kennedy, öldungar- deildarþingmaður, gaf um helgina út tilkynningu þar sem segir að hann hafí í hyggju að kvænast Viktoríu Reggie, 38 ára gömlum lögfræðingi frá Washington, síðar á þessu ári. Kennedy sagði þau hafa verið í sambandi síðan í júní á síð- asta ári og hefði Viktoría veitt honum ómælda hamingju. Edward Kennedy er sextugur og bróðir Johns F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseta, og Roberts Kennedy, fyrrum dómsmálaráðherra, en þeir voru báðir myrtir á sjöunda áratugnum. Neyðarástand í Dnéstr LEIÐTOGAR héraðsins Dnéstr í Moldavíu lýstu yfir neyðar- ástandi í gær og hótuðu að reka burt andófsmenn og tak- marka útvarpssendingar. Hveijum þeim sem leggur yfir- völdum Moldovu lið verður í skjóli neyðarástandsins vísað burt frá Dnéstr, að sögn frétta- stofunnar Itar-Tass. Utvarps- sendingar verða takmarkaðar og skyndileit aukin á fólki og í farartækjum. Moldova hefur neitað að viðurkenna þetta sjálfskipaða lýðveldi á austur- bakka Dnéstr-árinnar við land- amæri Úkraínu. Rússneski minnihlutinn í Dnéstr lýsti yfir sjáifstæði héraðsins í septem- ber árið 1990 og myndaði vopn- aðar sveitir til að fylgja sjálf- stæðisyfirlýsingunni eftir. Ellefu farast og sex bjargast í þyrluslysi í Norðursjónum Rannsókn hafin á flugritunum Aberdeen, Edinborg. Reuter. Daily Telegraph. FLAK þyrlu sem forst 1 Norð- ursjó á laugardagskvöld fannst í gærmorgun á 150 metra dýpi 60 mílur norðaustur af Hjalt- landi. Sex menn lifðu slysið af og var bjargað en með þyrlunni fórust 11 manns. Þegar brak þyrlunnar fannst á sjávarbotni kom í ljós að lík fimm þeirra sem fórust var þar að finna. Náðust þau upp í gærmorgun og síðar náðist flak þyrlunnar upp á yfirborðið. Hefja átti rannsókn á flugritum þyrlunnar í gær en búist var við því að þeir hefðu að geyma upplýsingar sem leiða myndu or- sakir slyssins í ljós. Þyrluslysið varð er feija átti starfsmenn frá borpalli Shell á svonefndu Cormorant-vinnslu- svæði í Norðursjónum yfir í íbúð- arpall. Aðeins 200 metrar eru þar á milli. Veður var slæmt á þessum slóðum, hvassviðri og snjókoma, en talsmaður Bristow-þyrlufélags- ins sem átti þyrluna sagði þó að þyrlan, sem var af gerðinni Super Puma, gæti flogið við mun erfið- ari veðurskilyrði en voru á slys- stað. Aðstæður til björgunar voru afar erfiðar sökum hvassviðris og sjávargangs en ölduhæð var 10 metrar. Fimm menn komust í björgunarbát þyrlunnar en brot- sjór hreif einn þeirra frá borði. Var mönnunum bjargað um borð í þyrlu en einum var bjargað mátt- litlum úr ísköldum sjónum tæpri hálfri annarri stundu eftir slysið. Lík sex fundust á floti við slysstað- inn. Meðal þeirra sex sem björguð- ust voru flugstjóri þyrlunnar. Hún var smíðuð 1982 og hafði verið flogið í 12.000 stundir, þar af 300 frá síðustu stórskoðun. Mannskæðasta þyrluslys Bret- lands varð í nóvember 1986 en 45 menn biðu þá bana er Boeing Vertol 234 þyrla steyptist í hafið er hún átti skammt eftir til lend- ingar á Hjaltlandi. -- ♦ ♦ ♦---- Leiðtoga- fundur um Karabak Jerevan. Reuter. LEIÐTOGAR Armeníu og Az- erbajdzhans munu hittast í Kíev, höfuðborg Úkraínu, á fimmtudag til .þess að reyna að leysa deilu landanna um héraðið Nagorno- Karabak, að því er Levon Ter- Petrosjan, forseti Armeníu, sagði í gær. Ter-Petrosjan sagði á fundi með fréttamönnum, að hann og Jagub Mamedov, sem nú gegnir forseta- embættinu í Azerbajdzhan, hefðu samþykkt að ræðast við um málið. Mamedov tók við af Ajaz Mutalibov, sem hrakinn var úr embætti fyrir tíu dögum. I gær hófust átök að nýju í Nag- orno-Karabak, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að íranskir stjórnmálamenn höfðu lýst yfir, að þeir hefðu talið leiðtoga Annena og Azera á að skrifa undir friðarsam- komulag. Þá sökuðu Azerar Armena um að hafa hafið árásir að nýju í grennd við bæina Sjelli, Jelegarala og Abdal-Gulapli. Viðræðumar á fimmtudag munu hefjast skömmu áður en þar byijar fundur forseta allra 11 aðildarland- anna í Samveldi sjálfstæðra ríkja. Reuter Rússar og Kínverjar undirrita landamærasamning Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands (t.v.), og starfsbróðir hans í Kína, Qian Qichen (t.h.), undirrituðu samning um óbreytt landa- mæri ríkjanna í Peking í gær. Kínveijar höfðu haft af því miklar áhyggjur að hrun Sovétríkjanna í fyrra kynni að leiða til þess að Rússar krefðust landsvæða í Kína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.