Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 Johannes Andreasen Færeyski píanóleikar- inn Johannes Andrea- sen á Háskólatónleikum FJÓRÐU Háskólatónleikar misserisins verða miðvikudaginn 18. mars í Norræna húsinu og hefjast kl. 12.30 að venju. Að þessu sinni er um einleikstónleika að ræða og mun færeyski pianólcikarinn Johannes Andreasen leika verk eftir Chopin, Schumann, Kristian Blak og Sun- leif Rasmussen. Kristian Blak og Sunleif Rass- mussen eru meðal helstu tónskálda í Færeyjum. Kristian er Dani, fædd- ur 1947 og menntaður i Háskólanum í Árósum. Hann hefur búið í Færeyj- um síðan 1974 og hefur ætíð verið sérlega virkur á sviði djassins. Á síð- ustu árum hefur hann fengist mest við að semja stofutónlist_ og verk fyrir sinfóníuhljómsveitir. Á tónleik- unum á miðvikudaginn verður flutt píanóverkið „Ile“ sem samið var árið 1987. Sunleif fæddist 1961 og var á unga aldri athafnasamur í framúr- stefnudjassi en samband hans við Blaðaljós- myndasýning framlengd VEGNA mikillar aðsóknar og fjöl- margra óska hefur verið ákveðið að framlengja ljósmyndasýningu Blaðamannafélagsins og Blaða- ljósmyndarafélagsins, „Blaðaljós- myndir 1991“, um viku, eða fram til sunnudagsins 22. mars nk. Á sýningunni, sem er í Listasafni ASÍ við Grensásveg, eru um 100 bestu blaðaljósmyndirnar frá liðnu ári, en þær voru valdar úr hópi nær 400 innsendra mynda. 20 ljósmynd- arar eiga myndir á sýningunni en af efnisflokkum má nefna frétta- myndir, íþróttamyndir, portrett, dag- legt líf, skop, myndraðir og opinn flokk. Atla Heimi Sveinsson á miðjum síð- asta áratug kveikti mjög áhuga hans á að semja nútímatónlist. Frá 1988 hefur hann verið við nám í Kaup- mannahöfn. Verkið sem flutt verður eftir Sunleif heitir „Sum hin gylta sól“ (1. þáttur) sem samið var á þessu ári og er lagræna efnið tekið úr gömlu færeysku sálmalagi. Eftir Chopin verða leiknir fjórir Mazurkar, Op. 24, og einnig verður flutt Allegro opus 8 eftir Schumann. ■ TÓNLISTARSKÓLAR Kópa- vogs og Garðabæjar halda sam- eiginlega tónleika 18. mars kl. 19.00 í Kirkjuhvoli í Garðabæ og 20. mars kl. 19.00 í Tónlistarskóla Kópavogs. Fram koma nemendur í söng og hljóðfæraleik. M.a. verða flutt verk eftir Friðrik Bjarnason, Bach og Hindemith. Luxemborg: Islensk hjón opna fyrir- tæki í nýju iðnaðarhverfi Ásdís Sveinsdóttir og Guðlaugur Guðfinnsson við opnunina á iðnaðar- hverfinu í Merzig. Lúxemborg. Frá Lindu Kristínu. FYRIR skömmu var formlega opnað í Merzig í norður Lúxem- borg nýtt iðnaðarhverfi. Fór opnunin fram með viðhöfn að viðstöddum fjölda boðsgesta, þar á meðal voru tveir ráðherr- ar sem fulltrúar ríkisstjórnar Lúxemborgar. Fyrsta fyrirtæk- ið sem tekur til starfa í um- ræddu iðnaðarhverfi er í eigu íslenskra hjóna, þeirra Guð- laugs Guðfinnssonar og Asdísar Sveinsdóttir. Ber fyrirtækið nafnið Airmec og sér um kaup, sölu og viðgerðir flugvélavarahluta, þ. á m. flug- vélabremsum og hjólum. Auk þess sér Airmec um rekstur, viðhald og leigu á vöruflutningavél fyrir Kabo Air, flugfélag frá Nígeríu, er flýgur aðallega á milli Lúxem- borgar og Nígeríu. Hin nýja skemma Airmec er 1.000 fm að grunnfleti, þar af 140 fm í skrifstofurými. Hjá Airmec starfa nú 12 flugvirkjar og stend- ur til að fjölga þeim er líða tekur á árið. Rekstur skemmunar hófst í byijun desember 1991, en var sem fyrr segir formlega opnuð 31. janúar 1992. Arimec var stofnað árið 1983 og upphaflega var fyrirtækið með samningsbundin tímabil um við- hald og viðgerðir flugvéla víða. Til að mynda hafði Guðlaugur yfir- umsjón með ráðningu flugvirkja og sá um DC8-vélar Amarflugs í Jedda og Alsír frá maíbyijun til nóvemberloka 1986. Jafnframt leigði Airmec út flugvirkja til hinna ýmsu flugfélaga. Vorið 1988 réðist Guðlaugur i að setja upp verkstæði í gamalli hlöðu en hlað- an reyndist of lítil þegar fyrir opn- un. Hófst þá undirbúningur bygg- ingar skemmunnar sem nú hefur formlega verið tekin í notkun. Kurdaföt send til Tyrklands SÍÐASTA fatasendingin frá ís- landi er nú á leið til Kúrdanna og voru sjö bílar staddir í Ung- verjalandi í gærmorgun. Starfs- menn hjálparstofnana í Tyrk- landi hafa óskað eftir fatnaði fyrir þá sem orðið hafa að yfir- gefa heimili sín vegna jarð- Frank Zappa- ráðstefna Alla Zappa samtökin á íslandi verða með opið hús á Púlsinum í kvöld, þriðjudaginn 17. mars. Allir þeir sem áhuga hafa á því sem Frank Zappa hefur gert eru hvattir til að mæta. Fólk úti á landsbyggð- inni sem vill kynna sér starfsemi samtakanna getur haft samband við Sverri Tynes. Frank Zappa ráð- stefnan hefst kl. 21.00 á Púlsinum og er aðgangur ókeypis. skjálftanna þar sl. föstudag. Sljórn Hjálparstofnunar kirkj- unnar ákvað að þrír bílanna færu með farm sinn til jarð- skjálftasvæðanna. Búið er að dreifa langmestum hluta fatnaðarins frá íslandi meðal Kúrda á íjallasvæðunum í Norður- írak. Hafa starfsmenn hjálpar- stofnunar dönsku kirkjunnar stjórnað því verki ásamt fulltrúum Kirkjuráðs Miðausturlanda. Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálp- arstofnunar kirkjunnar hefur und- anfarna daga dvalist meðal Kúrda og kynnt sér ástandið þar. I gærmorgun barst hjálpar- stofnunum í Evrópu beiðni frá Kirkjuráði Miðausturlanda um að útvega fatnað fyrir þá sem orðið hafa illa úti á jarðskjálftasvæðun- um í austurhluta Tyrklands. Sjö bílar frá hjálparstofnun dönsku kirkjunnar voru þá staddir í Ung- veijalandi með fatnað frá íslandi sem fara á til Kúrda og var ákveð- ið að senda þijá bílanna með sam- tals 42 tonn til Tyrklands. Verða þeir komnir á miðvikudag til jarð- skjálftasvæðanna kringum bæinn Ercinzan. ----» ♦ ♦---- Sýnikennsla um sölutækni FYRIRTÆKIÐ Vitund verður með stutta sýnikennslu um sölutækni á morgun, miðvikudag 18. mars klukkan 15 til 16,30 í þingstofu A á Hótel Sögu. Helstu efnisþættir dagskrár verða undirbúningur sölu, kynning vörunnar, ráðgjafahlut- verk sölumanns, samningatækni og lokaárangur. Sigurbjörg Magnús- dóttir - Minning Fædd 23. október 1890 Dáin 6. mars 1992 Já, móðursystir mín, Sigurbjörg Magnúsdóttir — Bagga frænka — er dáin. Foreldrar hennar eignuðust ekki fleiri börn en þessar tvær dætur, og við Magnea — Malla — dóttir hennar erum bæði einbimi, svo að við höfum nánast verið sem systkini. En foreldrar þessara systra voru Magnús Hallsson og Jónína Jónsdóttir. Bagga fæddist í Götu, litlu býli í nánd við Garða á Álftanesi. í tvö ár, eða þar um bil, var fjölskyldan á Akranesi og þar fæddist móðir mín, Halla. Síðan var aftur flutt á sömu slóðir í Garða- hreppi og rétt eftir aldamótin inn í megin-þéttbýli Hafnarfjarðar. Árið 1911 giftist Bagga innfædd- um Hafnfirðingi, af Auðunsætt, Magnúsi Kristjánssyni, vegagerðar- verkstjóra. Bræður hans tveir vom þeir Símon lóðs, sem var elstur systkinanna, og svo Gísli. Systurnar vom eftir aldursröð María, Guðrún og Herdís. En Magnúsi varð ekki langra líf- daga auðið. Hann dó árið 1915 úr taugaveiki, aðeins 34 ára gamall, og mánuði síðar andaðist faðir hans, Kristján Auðunsson, úr sama sjúk- dómi. Þá varð stórt skarð fyrir skildi. Magnea — Malla áðurnefnd — fór til móðurforeldra sinna, en Bagga fékk annars staðar inni, orðlögð fyrir afköst og ósérhlífni að hveiju sem hún gekk. Næstu verulegu breytingar urðu á þriðja tug aldarinnar. Magnús, faðir Böggu, féll frá eftir langvar- andi veikindi, ekkja hans, Jónína, kom inn á heimili foreldra minna, en mæðgurnar, Bagga og Malla, hófu samveru og fluttust til Reykja- víkur. Þótt nú sé liðinn æði langur tími frá þeim flutningi, vom þær alltaf miklir Hafnfirðingar í anda. Árið 1927 giftist Bagga aftur og var sá maður elstur allmargra systkina frá Stokkseyri, Bjarni Guðmundsson. Bræður hans tveir vom þeir Valdimar Bjarni og Sigur- bjartur Ágúst, en systurnar voru Guðmunda María, Viktoría, dó ung, Sigríður, Svanhvít og svo sú yngsta og eina þessara systkina sem er á lífi, Margrét, gift Karli Ágústssyni. Malla gekk einnig í hjónaband og var maður hennar Gísli Oskar Guðmundsson. Þessi tvenn hjón keyptu svo íbúð í Hlíðunum, sem þau hugðust búa í í sameiningu og styðja hvert annað. Bjarni hafði verið 30 ár á sjó, jafnan vélamaður, enda snillingur við hverskonar vélar og járnsmíði, og var heiðraður einn sjómannadag- inn. Síðan vann hann önnur 30 ár í smiðju Rafmagnsveitu Reykjavík- ur. En nokkuð fljótlega fór mikið að hvíla á Möllu. Maður hennar féll frá, og Bjarni, þessi iðjusami og lagni maður, mátti búa við algjört iðjuleysi síðustu 13 ár ævi sinnar, vegna máttleysis vinstra megin. Hann lést 1988. Langt var frá því að Bagga gæti fylgt honum til graf- ar, eins og heilsa hennar var þá orðin. Já, Bagga frænka var sjúklingur í mörg ár. Þá var hún oft með bænarorð á vörum og hygg ég að óvíða finnist einstaklingur sem lifir í eins nánu og persónulegu sam- bandi við guðdóminn eins og hún gerði. Grundvallaratriðið taldi hún frið- þæginguna. Þó kannski ekki fyrst og fremst friðþægingardauðann, heldur nálgaðist hugur hennar eink- um andstæðurnar sem dregnar eru fram m.a. í sálmi Valdimars Briem: Hann ptrum reifa fast er vafinn í frelsi barna pðs svo þú sért hafinn. Og enn áhrifameiri og eftirminni- legri líking: Hann þína tötra tók á sig, að tign guðs dýrðar skrýði þig. Ef að Bagga frænka ætti ekki skilið að skrýðast „tign Guðs dýrð- ar“, þá veit ég svo sannarlega ekki hvert það væri. Mér er minnisstætt hundrað ára afmæli Böggu. Hve frítt gamal- menni hún var og sú birta og heið- ríkja sem var yfir svipnum. Síðustu mánuðina af sinni löngu ævi lá hún á Borgarspítalanum, lengst á deild B-4, og í því sam- bandi bað Malla mig að flytja þakk- ir til Pálma V. Jónssonar læknis og þegar komið var á deild A-6, er það Guðrún Halldórsdóttir deild- arhjúkrunarfræðingur og að lokum er það B-5, en þar er ekki einum fremur en öðrum þakkað og alltaf er að sjálfsögðu vandi að nefna nöfn í svona tilfellum. En Malla er sem sagt mjög þakklát fyrir alla þá hjúkrun og umönnun sem þessi háaldraða móðir hennar fékk á þessari stofnun. Magnús Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.