Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 Minning: Kristín Sólveig Sveinbjörnsdóttír Mér brá mikið þegar Jóna Björk vinkona mín hringdi í mig aðfara- nótt sunnudagsins 8. mars og sagði mér að mamma sín lægi þungt hald- in á Borgarspítalanum. En við reyndum að vera vongóðar og báð- um góðan guð um að allt færi vel. En þegar Jóna hringdi í mig á sunnudagsmorgninum og tilkynnti mér að mamma sín væri dáin, hafði ég fátt að segja en hugurinn reikaði. Mér fannst þetta óréttlátt og skildi ekki lífið. Af hverju hún, allt- af svo hress, alltaf svo fín og fal- leg. Hennar tími gat ekki verið kom- inn. Maður spyr og spyr spuminga á slíkri stundu, en það er fátt um svör. Þetta er eitthvað sem við eig- um ekki að skilja og fáum ekki að skilja og við verðum að sætta okkur við það. Ég er búin að vera heimagangur í Lálandi á heimili Stínu frá því ég var sjö ára gömul og á ég þaðan margar góðar minningar. Ég og dóttir mín fengum að eyða síðasta sumarleyfi Stínu hér á jörðu með henni og fjölskyldu hennar á ^tallorka síðastliðið sumar. Þaðan eigum við mæðgur margar ánægjulegar minningar. Mér er það minnisstætt að á kvöldin þegar við sátum öll saman upp á herbergi hjá Stínu og Grétari að tala saman og jafna okkur eftir sólbaðsleguna voru dóttir mín, Halldóra Sif, og dóttur- dóttir Stínu, hún Salóme, alltaf í prinsessuleik og vitanlega klæddu þær sig í náttkjólana og blússumar hennar Stínu og skreyttu sig með viðeigandi perlufestum og fíneríi. Og svo sannarlega vom þetta sönn ' "prinsessuföt, því Stína leit alltaf út eins og prinsessa og þá mynd geymi ég í hjarta mínu. Ég bið góðan guð að styrkja fjöl- skyldu hennar á þessari sorgar- stund. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Ur Spámanninum.) Ásta Björk Benediktsdóttir. Hvað er á bak við íjallið? Þessi spuming þvælist gjaman fyrir barn- inu og þótt vit og þroski aukist með árunum halda svipaðar spumingar áfram að áreita okkur. Hvað er á bak við tjaldið sem skilur milli lífs og dauða? Dauðinn er okkur alltaf sama ráðgátan og við emm alltaf jafnilla undir það búin að mæta honum. Hann kemur oft sem lang- þráður vinur þegar jarðvistin er orð- in óbærileg vegna sjúkleika, þreytu eða aldurs. En oft birtist hann jafn- óvænt og sviplega og nú hefur gerst. Og við spyrjum enn: Hver ræður því hvenær tímaglas okkar tæmist? Af hvetju er fólk á besta aldri kall- að svo óvænt til starfa á öðmm sviðum tilvemnnar? En það verður fátt um svör. Við félagar í ITC-deildinni Kvisti kveðjum hér félaga okkar, Kristínu Toólveigu í veinbjörnsdóttur, sem Kveðja: Oktavía Ól. Thorarensen Fædd 1. febrúar 1914 Dáin 25. febrúar 1992 X Hún frú Oktavía Ólafsdóttir Thorarensen er látin. Mig langar að minnast hennar sem elskuiegs vinar og nágranna. Hún var ljúfust og myndvirkust þeirra allra. Þó að hún hefði ekki alltaf úr svo miklu að spila af ver- aldlegum auði var hún alltaf rík. -fíún var flott, fín og fyrirtak. Guð blessi minningu hennar. Andrea Oddsteinsdóttir. starfaði með deildinni um árabil. Hún gekk í deildina í nóvember 1978 er Málfreyjusamtökin, eins og þau hétu þá, voru ung að árum hér á landi. Hún var ákaflega virkur félagi, var einn af frumkvöðlunum, og sparaði ekki krafta sína, en þá voru nóg verkefni hjá samtökunum fyrir starfsfúsar hendur og hug. Hún haslaði sér strax völl í stjórn Kvists, var fyrst ritari og síðar for- seti, auk fjölmargra annarra starfa er hún vann fyrir deildina. Hún var ákaflega ósérhlífin og leysti öll verk sín af hendi af stakri nákvæmni og vandvirkni. Um það vitna m.a. gull- fallegar fundargerðir hennar frá þeim tíma er hún var ritari deildar- innar, skrifaðar með snyrtilegri og fallegri rithönd hennar. Kristín starfaði af áhuga að útbreiðslustörf- um fyrir málfreyjusamtökin, átti meðal annars þátt í stofnun deilda, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti um land. ITC-samtökin eru þjálfunarsam- tök einstaklinga sem þjálfa m.a. sjálfa sig í mannlegum samskiptum, fundarsköpum og að tjá sig á mæltu máli. Það er því eðlilegur gangur að félagar haldi út í þjóðfélagið til starfa á öðrum sviðum er þeir hafa fengið næga þjálfun innan samtak- anna. Og þá leið fór Kristín einnig. Hún kvaddi Kvist vorið 1989 og gekk til starfa á öðrum sviðum. ITC-deildin Kvistur vill þakka henni góð og óeigingjöm störf fyrir deild- ina öll árin sem hún starfaði þar. Mér koma í hug orð Spámannsins: „Þú skalt ekki hryggjast þegar þú skilur við vin þinn, því það sem þér þykir vænst um í fari hans getur orðið þér ljósara í §ar- veru hans, eins og íjallgöngumaðurinn sér fjallið best af sléttunni.“ Fyrir hönd Kvists vil ég sem for- seti deildarinnar votta eiginmanni Kristínar, aldraðri móður, börnum og fjölskyldu innilega samúð allra Kvistarkvenna. Megi sá sem öllu ræður styrkja þau í sorg þeirra. Gróa Ormsdóttir. Hún Stína er dáin. Við áttum bágt með að trúa okkar eigin eyrum þegar hringt var til okkar að morgni sunnudagsins 8. mars og okkur tjáð að Stína væri látin. Þessi lífsglaða kona sem við höfðum verið að skemmta okkur með kvöldið áður. Við sem kynntumst henni erum rík. Rík af minningu um góða stúlku sem ávallt var glöð og kát. Okkur er það ljúft að minnast margra stunda sem við áttum saman en minnumst sérstaklega þess er við fórum saman haustið 1988 á fram- andi slóðir til Tyrklands, þess minn- umst við með mikilli ánægju. Grétar minn, Sveinbjöm, Jóna Björk og Margrét, ykkar missir er mikill en eitt er víst að minningin um góða elskulega og glaðlynda eiginkonu og móður mun létta ykk- ur erfiðar stundir. Megi góður guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Þökkum Stínu fyrir allt sem hún gaf okkur. Gunnar og Gunna. Við Kristín vomm vinkonur. Þeg- ar ég hugsa til baka framkallast margar myndir í huganum úr sam- skiptum okkar Kristínar, þær eru misjafnlega skýrar, eftir langan tíma, en allar em þær bjartar og ljúfar. Ung kona kemur nokkuð reglu- lega í meðhöndlun á hárgreiðslu- stofuna þar sem ég er að læra, myndin sýnir einstaklega glæsilega og glaðlega, fallega unga konu. Stundum fá dæturnar, Margréta og Jóna Björk að koma með. Síðan em 25 ár, og við höfum átt vináttusam- band síðan. Fyrsta íslandsmeistarakeppnin í hárgreiðslu var haldin árið 1971, þar erum við mættar sem keppandi og módel. Þetta þýddi að við urðum að æfa 2-3 í viku í um 3 mánuði og þegar nær dró fór allur okkar tími í undirbúninginn. Kristín var kjörin í þetta hlutverk, hún var ekki aðeins með rétta hárið fyrir slíka keppni, heldur hafði hún þá fegurð og þann kvenlega glæsileika sem til þurfti. Hún var keppnismann- eskja í eðli sínu og var það ekki síður henni en mér mikilvægt að vel tækist til. Það var því sterk heild, módel og keppandi, sem til leiks fóra. Þremur ámm seinna tókum við Kristín þátt í Norðurlandakeppninni fyrir íslands hönd, sem haldin var í Kaupmannahöfn. Þar áttum við saman ánægjulega, en að vísu stranga, daga ásamt mökum okkar. Árið 1976 fæðist þeim Kristínu og Grétari yndislegur sonur, Svein- bjöm Snorri, og vom þá sólargeisl- arnir þeirra orðnir þrír. Þegar vinir hittast reglulega verð- ur umræðuefnið oft börnin. Kristín var eins góð móðir og hægt er að vera, vildi börnum og eiginmanni allt það besta. Sorgin og söknuðurinn eru mikil á stundum sem þessum, en reynum að hugsa um þann dag þegar við verðum öll saman á ný. Við vinkon- uraar vomm stundum að grínast á föstudagsmorgnum og sögðum: „Stelpur þegar við verðum allar komnar á elliheimilið saman, hætt- um við ekki að halda okkur til.“ Við ætluðum líka að rifja upp gamla góða daga og hlæja mikið. Skarð Kristínar verður aldrei fyllt. Við söknum hennar óumræðilega mikið. Elsku Grétar, Sveinbjörn Snorri, Jóna Björk, Margrét og tengdasyn- ir, megi minningin um hve góð hún Kristín var styrkja ykkur. Guð varð- veiti ykkur öll. Hanna Kristín Guðmundsdóttir. Sunnudaginn 8. marz sl. bárust okkur þau sorgartíðindi að vinkona okkar úr ITC, Kristín S. Svein- björnsdóttir, hefði látist þá um nótt- ina. Fréttin var þvílíkt reiðarslag að hún var sem högg - kona á besta aldri hrifm frá fjölskyldu, ættingjum og vinum. Við stöndum alltaf jafn berskjölduð gagnvart slíkri frétt. Kristín var ein af þeim fáguðu glæsilegu konum sem geislaði af gleði og ljúfmennsku. í samtökum okkar ITC naut hún sín vel, því hæfileikar hennar og persónutöfrar vom slíkir, að hún náði vel til allra. Þegar hugsað er til baka verða allar stundir með Kristínu ánægju- stundir. Störf innan ráðsstjórnar og ferðir vítt og breitt um landið á vegum ITC em sem perlur í ljósi minningannna. Um leið og við þökkum Kristínuy yndislegar samvemstundir biðjum við algóðan Guð að varðveita hana. Við vottum eiginmanni, börnum og öllum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Hulda G. Sigurðardóttir, Halla Gísladóttir. Oft hefur þörfín verið fyrir að tjá sig en nú er nauðsyn að mér fannst þegar ég opnaði Morgunblaðið 10. mars sl. Mér brá óneitanlega við og tár komu fram í augu mín, ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég las að góð kunningjakona mín væri látin. Þessi fallega, lífsglaða kona sem ég kynntist í ITC fyrir u.þ.b. 12 ámm. Minnist ég þess þegar ég fór á minn fyrsta fund sem Málfreyju- deildin Kvistur hélt en Kristín var í þeirri deild. Ég gekk inn í fundar- salinn skjálfandi í hnjánum og hjart- að hamaðist í brjósti mér yfir þeirri tilhugsun að kannski þyrfti ég að segja eitthvað fyrir framan þessi andlit er vom þarna. Kristín var þarna með verkefni og dáðist ég strax að framkomu og fasi þessarar konu þar sem hún flutti mál sitt af öryggi og með alveg sérstökum virðuleik sem Kristín bjó yfír alla tíð. Það eru ekki margir sem ég þekki sem komu eins fagmannlega og virðulega fyrir í ræðustól og Kristín. Seinna gekk ég í þessi sam- tök og fékk þá ánægju að kynnast Kristínu og vinna með henni. Við vomm saman í mörg ár í Málfreyj- unum (ITC) eins og það hét þá. Við sátum saman í mörgum ráðum og nefndum. Kristín var gædd mikilli starfsorku svo geislaði af henni, vann verk sín af alúð og samvisku- semi og hafði ætíð lausn á erfíðum málum. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að njóta starfskrafta Kristín- ar í þessum félagssamtökum sem við vomm saman í. Seinna þegar ég varð landsforseti fór ég þess á leit við Kristínu að hún tæki að sér stórt verkefni en þá var Kristín ákveðin í að hætta í ITC og helga sig meira fjölskyldu sinni. Það virti ég því það vita allir sem eru í ein- hverjum félagssamtökum að það er mjög tímafrekt og fjölskyldan verð- ur oft útundan. Eg fékk þó að leita til hennar með margskonar spurn- ingar varðandi félagsstarfíð, gat hún alltaf ráðlagt eitthvað gott. Því segi ég aftur að ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Kristínu og fengið að njóta félagsskapar hennar. Ég veit að það em margir sem syrgja þessa glæsilegu konu og þá sérstaklega fjölskylda hennar. Guð gefí ykkur styrk í sorg ykkar, en verið þakklát fyrir að hafa fengið þessi ár með Kristínu. Þú sæla heimsins svalalind ó, silfurskæra tár er allri svalar ýta kind og ótal læknar sár. Æ hverf þú ei af huga mér þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber þótt blæði hjartans sár. (Kristján Jónasson.) Inger Steinsson. MannsæVi er í raun sandkorn hinnar miklu strandar lífsins. Og oft kemur það fyrir að sjór gengur svo langt upp á land, öllum að óvör- um, að menn fá ekkert að gert. Dregið hefur fyrir sólu í Lálandi 23. Sorgin hefur knúið dyra. En senn nálgast veraldar vorið: við von- um að þá muni birta yfír bæ, að þá muni grasið gróa, að fuglar muni fljúga yfír sæ, að sólin muni skína á móa. I hvert sinn er við félagar hittum Kristínu mætti okkur bros og vel- vild. Alltaf var bjart yfír henni og stutt í gamansemi. Við gátum því ekki trúað þeirri harmafregn, að hennar hinsti dagur væri að kveldi kominn, að hið skæra ljós væri slokknað. Oft vill það verða að stór og sterk- leg tré láta undan skyndilegum veðurofsa, oft vill það verða að runn- ar svigna-undan sterkum vindi, oft vill það verða að rós garðsins fölnar á eini hélunótt. En rósin, göfugust blóma, skilur samt eftir sig minn- ingu um fegurð, um ilm, um fersk- leika. Minningu sem varðveitist um ókomna tíð. Rómverjar hinir fornu sögðu oft á stundum sem þessum: Capit omn- ia tellus, que qenuit. Nemo futuror- um prescius esse potest. - Allt sækir í jörðu: hún gaf og hún tekur við. Enginn getur vitað örlög sín fyrir. - Þetta eru orð lífsins. Við félagamir viljum færa fjöl- skyldunni, Lálandi 23, okkar inni- legustu samúðarkveðjur, og þá sér- staklega til félaga okkar Svein- bjarnar Snorra. Megi ykkar spor á hinni miklu strandlengju lífsins verða vegur til bjartari framtíðar. Megi hin bjarta minning Kristínar Sveinbjamardóttur verða ykkur lýs- andi_ viti um ókomna tíð. Olafur Reynir Guðmundsson, Jón Eðvald Malmquist. Þegar þau hörmulegu tíðindi bár- ust mér, að Steina Veiga föðursyst- ir mín hefði látist snögglega langaði mig til að skrifa nokkur orð í minn- ingu hennar. Þennan sama dag hafði ég ákveð- ið að heimsækja hana og hitta þar ömmu mína sem þar var stödd og hún hafði hugsað svo vel um sl. misseri eins og alltaf. í mínum huga var Stína Veiga sú manngerð sem ekki verður á vegi manns oft á lífsleiðinni. Hún var ósérhlífnasta og yndislegasta kona sem ég hef kynnst. Hún var glæsileg og bjó elnnig yfír svo mik- illi innri fegurð. Hún var sú feg- ursta fyrirmynd sem nokkur gæti hugsað sér að eiga. Alltaf var hún tilbúin með opnum örmum að gefa ef henni fannst aðrir þyrftu á að halda. Það var alltaf gott að vera nálægt henni, hún hafði svo margt að gefa og aldrei var húmorinn langt undan. Það er alltaf erfítt að skilja og sætta sig við þegar manneskjur í blóma lífsins hverfa yfír móðuna miklu. Megi góður Guð gefa fjölskyld- unni styrk á þessum erfíðu tímum, og elsku amma, þú hefur þurft að ganga í gegnum mikla sorg, Guð veri með þér. Sigríður Friðjónsdóttir. Sól skín að öllu jöfnu ekki sunnan megin á Laugaveginum, kaupmenn þar þurfa ekki að færa til varning úr gluggum sem þolir ekki hita né birtu. Vegfarendur ganga gjarnan yfír á nyrðri hlutann til að njóta ylsins af sólu á góðviðrisdögum, en svo er ekki um alla. Þeir ótal mörgu sem einu sinni fengu að kynnast viðmótinu hennar Stínu fundu fyrir sól og hlýju sunnan megin einnig. Hver sá sem kom inn í úraverzlun- ina á Laugavegi 62 og átti sam- skipti við Stínu fór út betri maður. Framkoma hennar við viðskiptavin- ina var einstök, Stína hlóð upp geyma glaðlyndis og gáska. Logn- molla, deyfð eða doði varð víðsfjarri í návist hennar og þeim sem sjaldan stekkur bros gengu á braut með bros á vör og hlátur í hjarta. „Já, Stína var mannbætir í orðsins fyllstu merkingu." Ég fyllist þakklæti fyrir starf mitt þegar samskipti við jafn fallega persónu og Stínu átti í hlut, þau eru mörg skiptin sem ég hef arkað inn í búðina til Gilberts vegna atvinnu minnar svo og til þess eins að rabba, slá á létta strengi og að fá að hlæja við smitandi hlátur Stínu. Það ríkti einstakt andrúms- loft á þessum litla vinnustað þar sem sannir vinir unnu saman og auðsjá- anlega virtu og mátu hvort annað af verðleikum. Laugavegurinn er í senn ríkari og fátækari, ríkari fyrir störf hennar þar og fátækari fyrir hvarf hennar. Ég votta eiginmanni, bömum, móður hennar, tengda- bömum og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þormar Ingimarsson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort Ijóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.