Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.03.1992, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 '196, 197, 198, 199 .. i wfrt © 1991 Jim Unger/Distributed by Universal Press Syndicate Vaknaðu, pabbi. Viltu ekki appelsínudjús ...? BRÉF TYL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Taimlækningar-kommúnismi og Sjálfstæðisflokkurinn Frá Karli Guðlaugssyni: EFTIR að Hvíta bók ríkisstjórnar- innar hafði verið kynnt þótti sýnt að taka átti á „fortíðarvandanum". Satt og rétt er það að margt mátti betur fara en því miður hefur margt af því sem ríkisstjórnin hefur gert til að leysa vandann einkennst af þekkingarskorti. Ástæðan er að mínu mati einföld. í stað þess að hafa samráð við fagfóik og þá sem hafa þekkingu á málaflokkum sem tekið hefur verið á eru hugmynda- fræðingar og möppudýr ríkisstjóm- arinnar án faglegrar þekkingar að búa til sparnaðartillögur. Mörg dæmi er hægt að nefna og er reynd- ar efni í aðra grein. Það nægir að nefna að í menntamálum hefur lítið verið leitað til starfsfólks skólanna. Vegna komandi samninga hins op- inbera við ríkisstarfsmenn hefur lítið verið rætt við BSRB (einhliða lítils- virðandi yfirlýsingar í fjölmiðlum). í heilbrigðismálum hefur lítið samráð verið haft við starfsfólk á sjúkrahús- um. í málefnum LÍN hefur lítið sam- ráð verið haft við nemendur og svona mætti lengi telja. Ein af ambögum ríkisstjórnarinn- ar eru lög sem varða þjónustu tann- lækna við sjúklinga 6-16 ára. Málið einkennist af svo mikilli vanþekk- ingu á forvörnum og tannheilsu, svo ekki sé minnst á almenn mann- réttindi, að ástæða er til að skrifa um það í Morgunblaðið. í nýju lögun- um er skólabörnum í Reykjavík skylt að leita tannlæknaþjónustu á ríkis- reknum tannlæknastofum ef þau ætla að fá endurgreitt frá hinu opin- bera! Hér verður ekki lagt mat á gæði vinnunnar, gæði efnanna, gæði tækjanna, sem notast er við, svo ekki sé minnst á rekstrarkostnað. Hitt þykir mér verra að fá ekki að ráða hvert ég fer með barnið mitt þegar ég leita tannlæknaþjónustu. Síðustu mánuði hafa sumir sjálf- stæðismenn verið fastir í fortíðar- hyggju og sumir gengið svo langt að ljalla um hrun kommúnismans í austri að jaðrar við þráhyggju. Er ekki kominn tími til að Sjálfstæðis- flokkurinn einbeiti sér að því að ryðja úr vegi kommúnisma nútímans á íslandi (vonandi ekki framtíðar) og beiti sér fyrir því að fólk fái frelsi til að velja á jafnréttisgrundvelli hvar það njóti þjónustunnar en að öðrum kosti verði ríkisrekstri á tann- læknastofum í Reykjavík hætt fyrir fullt og allt. Ég treysti tannlæknum Kæru ritstjórar Morgunbiaðsins. VIÐ undirrituð erum búlgörsk hjón og höfum búið hér á landi síðustu tvö árin. Dóttir okkar litla er fædd hér í Reykjavík. Fyrir ári birti blað ykkar grein um okkur fjölskylduna þar sem við sögðum frá lífi okkar í Búlgaríu og hér í nýja landinu, og þið þekkið því vel sögu okkar. Við erum mjögþakk- lát íslenskum yfirvöldum sem hafa hjálpað okkur til að aðlagast íslensku samfélagi. Ástæðan fyrir því að við skrifum bréf þetta er heilsa föður okkar (tengdaföður). Fyrir ári varð hann fyrir alvarlegu slysi, mjaðmarliður hans brotnaði er veggur féll á hann. Skurðlæknar í Búlgaríu settu tvo nagla í mjöðm hans en því miður eru þeir ekki rétt staðsettir og hafa því valdið að annar fótur hans er styttri. Við sýndum íslenskum lækn- um röntgenmyndir af mjöðm hans og skoðun þeirra er sú að hann muni þurfa á gervilið að halda. Við höfum heyrt að gerviliður kosti um kr. 250 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem uppskurðurinn er líka kostnaðarsamur. Því miður getum (fagmönnum með þekkingu) miklu betur en ríkinu til að reka tann- læknastofur og tölfræðilegar stað- reyndir frá Akueyri, þar sem fólk réð því sjálft til hvaða tannlæknis það leitaði fyrir þessi ólög, sýna að tannheilsa bama þar er síst verri en bama sem fara til skólatann- lækna í Reykjavík. KARL GUÐLAUGSSON, tannlæknanemi Hlyngerði 7 Reykjavík við ekki stutt föður okkar fjárhags- lega því við fjölskyldan höfum aðeins eina fyrirvinnu og borgum háa húsa- leigu. I þeirri von að einhveijir íslend- ingar sjái sér fært að veita okkur fjárhagslegan stuðning svo við get- um hjálpað föður okkar, skrifum við þetta bréf. Faðir okkar og tengda- faðir sem er aðeins 50 ára gamall hefur ætíð verið hinn mesti dugnað- arforkur til vinnu, en getur nú varla hreyft sig og er því mjög langt niðri. Við vitum ekki hvort uppskurðir af þessu tagi em gerðir í Búlgaríu, en þó að svo væri treystum við skurð- læknum þar ekki eftir þessi mistök sem þeim varð á. Kæru ritsjórar, við yrðum afar þakklát ef bréf þetta kæmi fyrir sjónir íslenskra lesenda, og enn þakklátari ef einhver vildi ljá okkur lið. Bankareikningur okkar er 0515- 14-300213 (Tatiana Dimitrova Kt. 120769-2009). BORISLAV PETKOV TATIANA DIMITROVA Staðarseli 8, Reykjavík. Hjálparbeiðni Víkveiji skrifar HÖGNI HREKKVÍSI Fréttir um, áð hópur ungra manna, sem búnir vora hnúa- járnum hafi ráðizt inn í dansskóla og veitzt þar að starfsmanni með þeim afleiðingum, að hann var flutt- ur á sjúkrahús vekja óhug. Hvað veldur því, að hópur íslenzkra ung- menna fremur slíkan verknað? Hvar kemst þetta unga fólk yfir hnúa- járn? Er þau seld hér? Era þau flutt inn? Era þau smíðuð hér? Þetta er orðið annað ísland og önnur Reykjavík en áður var. Eru þetta áhrif sjónvarpsmenningarinn- ar? Spurningar sem þessar verða stöðugt áleitnari. Reykjavík er að fá á sig meiri og meiri stórborgar- brag og sú þróun er á margan hátt neikvæð. xxx Aþessu ári verður Finnur Jóns- son listmálari 100 ára. Sl. laugardag opnaði Listasafn Islands mikla sýningu á verkum hans. Væntanlega verður sú sýning til þess, að Islendingar nútímans geri sér grein fyrir, hve mikill listamað- ur er hér á ferð. Sá skilningur hef- ur ekki alltaf verið til staðar. Fyrir nokkrum árum gaf Almenna bóka- félagið út bók um Finn Jónsson. Þar komst Frank Ponzi listfræðing- ur m.a. svo að orði: „Ef draga má lærdóm af ævi listamanna er ferill Finns Jónssonar sígfilt dæmi. Hann minnir óneitan- lega á hin fornu sannindi að venju- lega hljóti brautryðjendur á sviði lista misskilning, afskiptaleysi og jafnvel gleymsku að launum fyrir verk sín... Jafnvel þótt Finnur Jóns- son hafi seint og um síðir hlotið uppreisn æru var það ekki fyrr en tiltölulega nýlega, á síðasta fjórð- ungi ævi listamannsins, sem fagnar nú sínu nítugasta og öðru aldurs- ári, að frumafrekum hans var fyrst veitt athygli fyrir alvöra og sýndur skilningur og viðurkenning." XXX Og síðar í þessum bókarkafla segir Frank Ponzi: „Úr því vitað var, að Finnur Jónsson hafði verið virkur meðal framúrstefnu- listamanna í Evrópu á þriðja ára- tugnum og var auk þess eini ís- lenzki listamaðurinn, sem hafði slíka reynslu að baki var honum árið 1970 boðin þátttaka í alþjóð- legu Evrópa 25-sýningunni í Strasbourg. Tvö dæmigerð verk frá þessu skeiði, Óður til mánans og Örlagateningurinn, vora sýnd og vöktu strax mikla hrifningu hjá gagnrýnendum. í grein frá 25. maí 1970 getur listgagnrýnandi París- arblaðsins Le Figaro verkanna sér- staklega og segir þau „í ætt við verk konstrúktívista, en öllu mann- úðlegri, eftir íslendinginn Jónsson“, samhliða því, sem hún getur verka eftir Kandinsky, Klee og Léger. Nú mundu menn aftur listamanninn og orðstír hans hjá Sturm forðum daga barst söfnum, sýningarsölum og stofnunum erlendis á ný. Stuttu síðar komu ógrynnin öll af fyrir- spurnum og sýningarboðum, auk þess sem hann hlaut heiðursnafn- bætur og boð um að gerast heiðurs- félagi í virtum listaakademíum ... Heima fyrir kviknaði áhugi á lista- manninum að nýju ... Arið 1973 hlaut listamaðurinn, þá orðinn 81 árs, heiðurslaun listamanna frá Al- þingi. Yfirlitssýning á verkum hans var svo haldin í Listasafni íslands árið 1976. Sama árið veitti forseti íslands Iistamanninum fyrir hönd þjóðarinnar stórriddarakross hinnar íslenzku fálkaorðu.“ Eins og af þessum orðum má sjá er það vel þess virði að heimsækja Listasafn Islands og skoða verk þessa merka listmálara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.