Morgunblaðið - 17.03.1992, Page 15

Morgunblaðið - 17.03.1992, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1992 en gæðin hvað kemur fyrir augu og eyru fjölmiðlanotenda.“_ Ennfremur segir Lárus Ýmir um Menningarsjóðinn: „Þá datt ein- hveijum það glapræði í hug að láta greiða hluta af kostnaði við Sinfó- níuhljómsveit íslands úr honum.“ Einn kvikmyndaleikstjórinn enn, Eiríkur Thorsteinsson, ritaði langa grein í Morgunblaðið 7. þessa mán- aðar: Hann segir meðal annars: „Menningarsjóður útvarpsstöðva var settur á stofn árið 1985 að frumkvæði Félags kvikmyndagerð- armanna. Sjóðurinn var hugsaður sem mótvægi við mjög aukið erlent sjónvarpsefni (tilkoma Stöðvar 2 var þá á næsta leiti) ein einnig sem mótvægi við óeðlilega hutdeild sjón- varpsins í framleiðslu á innlendu dagskrárefni." Hvergi örlar á þessu viðhorfí í umræðu alþingismanna um Menn- ingarsjóðinn enda er þessi fullyrð- ing út í hött. Enginn hefur fyrr lýst því viðhorfi að hlutdeild Sjón- varpsins í framleiðslu innlends dag- skrárefnis sé óeðlilega mikil. Öllu þessu má í stuttu máli svara þannig, að Menningarsjóði útvarps- stöðva var aldrei ætlað að þjóna Félagi kvikmyndagerðarmanna eða vera þess sjóður. Þessu til staðfest- ingar er vísað til 11. gr. útvarps- laga um heimildir stjórnar sjóðsins til úthlutunar. IV. í Morgunblaðinu 7. febrúar sl. var vitnað í menntamálaráðherra, Ólaf G. Einarsson. Þar sagðist ráð- herra hafa greitt núgildandi út- varpslögum atkvæði á sínum tíma, þótt hann væri ekki meðmæltur ákvæðum um sjóðinn, til þess að hægt væri að afgreiða lögin. Ráð- herra kvaðst vera að koma á fót nefnd til þess að endurskoða út- varpslögin og myndi hún m.a. end- urskoða ákvæði laga Menningar- sjóðsins. Þá sagði menntamálaráð- herra að sér þætti núgildandi ákvæði sjóðsins ekki eðlileg og til greina kæmi að leggja hann niður. I framhaldi af því þyrfti þó að kom- ast að því hvemig Sinfóníuhljóm- sveitin yrði Qármögnuð, þar sem 25% af rekstrarfé hennar kæmi úr menningarsjóðnum. Rekstur Sinfóníuhljómsveitar ís- lands verður að tryggja með öðrum hætti en skattlagningu á auglýsing- ar. Sinfóníuhljómsveitin var um þriggja áratuga skeið nánast í fóstri hjá Ríkisútvarpinu sem enn hefur sterkar taugar til hljómsveitarinn- ar. Starfsemi hennar er ómetanleg- ur og sjálfsagður hluti menningar- lífs þjóðarinnar. Eðlilegast væri þó að Ríkisút- varpið hefði fijálsan samningsrétt við hljómsveitina. I umfjöllun um Menningarsjóð útvarpsstöðva ber allt að sama branni. Ef einhveijar vonir hafa verið við hann bundnar liggur fyrir að þær hafa brugðist eftir 6 ára reynslu. Að áliti yfirstjórnar Ríkisútvarps- ins era markmiðin skýr, það er að leggja höfuðáherslu á vandaða inn- lenda dagskrárgerð og leitast við að koma henni sómasamlega til allra landsmanna. Af framansögðu má ráða að bet- ur myndi takast að rækja þetta hlutverk ef skattheimta til Menn- ingarsjóðs útvarpsstöðva legðist af. Höfundar: Hörður Vilhjálmsson er fjármálustjóri Ríkisútvarpsins og Elfa Björk Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri þess. Úthlutað úr sjóðnum Þjóð- hátíðargjöf Norðmanna ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkj- um þessa árs úr sjóðnum Þjóðhá- tíðargjöf Norðmanna. Norska stórþingið samþykkti í tilefni ell- efu alda afmælis Islandsbyggðar 1974 að færa íslendingum eina milljón norskra króna að gjöf í ferðasjóð. Samkvæmt skipulags- skrá sjóðsins skal ráðstöfunar- fénu, vaxtatekjum af höfustóln- um, sem er varðveittur í Noregi, varið til að styrkja hópferðir Is- lendinga til Noregs. Styrkir vora fyrst veittir úr sjóðn- um 1976 og fór nú fram sextánda úthlutun. Ráðstöfunarfé sjóðsins var að þessu sinni 815.593 krónur. Styrkumsóknir voru 49, en sam- þykkt var að styrkja eftirtalda aðila: Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis, 7. bekk Sólvallaskóla á Selfossi, Starfs- mannafélag Trésmiðjunnar Stíg- andi hf., starfsmenn Bókasafns Kópavogs, undirbúningshóp að „Bréf er brú milli landa“, Hamra- hlíðarkórinn, grunnskólanemendur í norsku og Hjálparsveit skáta í Reykjavík. (Fréttatilkynning) ' I FRÁBÆRT! Fyrir þá sem gera kröfur! Funahöfða 19, Reykjavík, sími 685680 UM URVAL AF DYNUM? iu vali og með frágongi eftir þínu höfði. Hér eru nokkur dæmi um verð á óklæddum svampdýnum: /QOkg/m* Mjög mjúkur svampur „Eggjabakkadýna Heilsuyfirdýna, loftræstirog einangrar. Einstökfjöðrun i // VERÐ VERÐ BREIDD VERÐ 7.371,- 75 cm 4.830,- 9.828,- 1 1.410,- 80 cm 5.152,- 12.636,- 14.670,- 90 cm 5.796,- 16.848,- 1 9.560,- 110 cm 7.084,- 22.464,- 26.080,- 1 60 cm 10.304,- ells ess ViS útbúum aS sjálfsögSu dýnuver og klæSum meS áklæði af lager eSa tillögSu efni. Bjóðum einnig upp á hundruö mismunandi áklæða með pöntunarjojónusfu okkar. inTU INN OG KYNNTU ÞÉR ÚRVAUÐ. LYSTADUN-SNÆLAND hf Skútuvogi 11, símar 814655 og 685588. Sendum í póstkröfu um land allt FEIN ski ufvólín sein er soi höiuiud fyi ir (jifsvoc)€)i SUh>3 > lOlbytjnt • W.9MI M IStgll II17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.