Morgunblaðið - 29.03.1992, Síða 17
MORtíUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992
C 17
þyrlum, sprengjuflugvélum og efna-
vopnum Frakka. Viet Minh hófu
gerð þeirra og mér skilst að harður
jarðvegurinn í Cu Chi sé tilvalinn
til jarðgangagerðar. Þar með tókst
að hafa samgöngur milli þorpa og
forða sér undan frönsku hermönn-
unum.
Þegar Viet Cong óx fiskur um
hrygg um 1960 var drifið í að end-
urbæta gömlu göngin og grafin ný
á svæðinu. Þvi var langmestur hluti
Cu Chi-héraðs á valdi Víet Cong.
Þeir gerðu magnaðar árásir þaðan
og þar var njósnamiðstöð þeirra.
Hin fræga Tet-árás á Saigon 1968
var skipulögð frá Cu Chi.
Suður-víetnamski herinn átti í
vök að verjast og Víet Congar sýndu
þá ofdirfsku að halda stórbrotna
sigurhátíð í miðbæð Cu Chi í miðju
stríðinu. S-víetnamski herinn hafði
ekki roð við þeim og styrkur þeirra
var ein meginástæðan fyrir því að
Johnson Bandaríkjaforseti ákvað
að hefja fyrir alvöru þáttöku Banda-
ríkjamanna í stríðinu.
Ekki tókst að finna göngin en
það var deginum Ijósara að það var
þörf að hafa gát á svæðinu. Eitt
fyrsta verk Bandaríkjamanna var
því að reisa stóra bækistöð í Cu
Chi-héraði. Það var kaldhæðnis-
legra en tárum taki að án þess
þeir vissu voru göng Viet Conga
undir henni. Það liðu mánuðir áður
en 25. herdeildin komst að því hvers
vegna var alltaf verið að skjóta á
þá í tjöldunum á nóttunni.
Þá hófust æðisgengnar sprengju-
árásir á svæðið til þess að svæla
Víet Conga út. En ekki tókst að
staðsetja göngin. Til að reyna að
koma í veg fyrir að birgðir og vist-
ir bærust til Víet Cong voru hrís-
gijónaakrar sviðnir, skóglendin
rudd, íbúar fluttir eða reknir úr
þorpum í grenndinni. Bandarílqa-
menn vörpuðu eitri á svæðið úr lofti
og sprautuðu bensíni og napalmi á
gróðurinn. En þegar ofsahitinn frá
þeim blandaðist heitu hitabeltisloft-
inu mynduðust skúraský, regn
steyptist niður og slökkti eldana og
í göngunum voru Víet Congarnir
heilir á húfi.
Þegar Bandaríkjamenn reyndu
að nota hunda þjálfaða til að hafa
upp á leyniinngöngum, svömðu
Víet Congar með því að sáldra pip-
ar út um allt til að villa um fyrir
hundunum. Þeir þvoðu sér með
bandarískum sápum sem voru með
lykt sem hundarnir tengdu vitan-
lega ekki óvininum. Og það sem
úrslitum réði var að hundrarnir
gátu ekki heldur fundið leyni-
sprengjur og drápust í þúsundatali.
Þá var farið að senda menn inn í
þá fáu staði sem höfðu fundist.
Þeir gengu undir nafninu „tunnel
rats“ og varð óskaplegt mannfall á
báða bóga.
En áfram vora Viet Congar í
göngunum og leifturárásum þeirra
linnti ekki. Þegar B-52 sprengjuvél-
ar vora látnar sprengja svæðið
sundur og saman upp úr 1970 tókst
loks að eyðileggja göngin. En það
var um seinan, Bandaríkjamenn
voru á leið út úr stríðinu og göngin
höfðu skilað hlutverki sínu.
Víet Congar sem bjuggu í
göngunum lifðu við aðstæður sem
ímyndunarafl mitt nær ekki að
skilja. Mannfall var mikið eins og
grafreitur skammt frá ber vott um.
Einhvers staðar las ég að af 16
þúsund gangamönnum hafi 10 þús-
und látist. Að auki var tala
óbreyttra borgara sem stríðsmenn
beggja drápu annað hvort fyrir
misskilning eða trylling mjög há.
Víet Cong lærðu af reynslunni
hvernig þeir gætu gert göngin
leynileg og að erfitt yrði að finna
þau. Hlerar, sem þeir sópuðu yfir
laufblöðum eða jarðvegi, eru á
hvetju strái. Yfir aðra voru settar
tijágreinar, við sumar dyr voru sett-
ar sprengjur. Leynileg vatnsleiðsla
var byggð frá fljótunum. Þeir leiddu
reykinn frá eldhúsunum langar leið-
ir og gerðu sérstakan útbúnað svo
gas, reykur eða vatn kæmist ekki
frá einum stað til annars innan
ganganna. Sums staðar voru meira
að segja rafmagnsljós. Innréttaðir
vora stórir svefnskálar, eldunarhús,
fyrirlestrasalir og kennslustofur.
Aðeins hluti ganganna hefur ver-
ið endurbyggður. Samt fannst mér
meira en mikið til um. Þau vinda
sig niður og gegnum hæðirnar tugi
metra ofan í jörðina. Göngin sjálf
era með öllu óupplýst og þar sem
þau eru víðust eru þau 1,2 m á hæð
og 80 sm breidd milli veggja.
Menn geta haft sínar skoðanir á
Viet Cong og gerðum þeirra á sín-
um tíma, rétt eins og aðrir hafa
sínar skoðanir á því sem her Suður-
Víetnam og Bandaríkjamenn að-
höfðust. En eftir að hafa farið inn
í þessi göng sannfærðist ég um eitt;
sannfæring þeirra sem við þessar
aðstæður bjuggu og háðu sína bar-
áttu, hlýtur að hafa verið óbilandi
og trú þeirra á að þeir berðust fyr-
ir réttum málstað.
Við lögðum af stað upp, ég hafði
ekki þrek til að leika hetju og fara
niður á þriðju hæðina, ég vissi ég
réði ekki við hlutverkið. Skóla-
krakkarnir fetuðu sig að því er virt-
ust áreynslulaust af stað. Ég átti
fullt í fangi með mig á leiðinni upp.
Ég svalg í mig loftið þegar Dung
lyfti hleranum frá og ég sté upp í
skjannabirtu dagsins. Dung sópaði
laufblöðum yfir hlerann. Engin
ummerki sáust. Og þó var handan
hlerans heill heim'ur. Vitnisburður
um hugvit, snilld og kærleika,
grimmd og stríð.
Fornleifarannsóknir gefa til
kynna að víetnamska þjóðin
hafí verið til fyrir þúsundum ára
og lifað aðallega í fenjaskógum
Rauðár. Goðsögnin segir þá afkom-
endur dreka, Lac Long Quan og
fjallaálfsins Au Co. Au Co verpti
eitt hundrað eggjum og úr þeim
sprangu út hundrað manneskjur,
fimmtíu þeirra héldu með föður sín-
um til strandar, hin urðu um kyrrt
í fjöllunum. Víetnamar eru afkom-
endur þeirra sem héldu til strand-
ar. Drekabörnin komu á fót akur-
yrkjuríki í dqlum Rauðár og Svartár
í grennd við þar sem nú er Hanoi.
Elsti sonurinn stýrði hinu forna
konungsríki Van Lang. Þetta var
fyrir þijú þúsund áram og Kínveij-
ar fóru snemma að heija á ríkið
og alla sína tilveru hefur Víetnam
orðið að beijast fyrir sjálfstæði sinu
til að veijast erlendri ásælni. Kín-
veijar náðu völdúm árið 111 f. Kr.
og ráðskuðust þar í þúsund ár. Oft
voru gerðar tilraunir til að koma
þeim frá og konur stóðu fyrir tveim-
ur þeim frægustu og kraftmestu
þó að þær enduðu með því að fara
út um þúfur. Sú fyrri stóð yfir 40-43
e. Kr. er systurnar Trung leiddu
baráttuna af hetjuskap og síðan
árið 248 er sú tápmikla valkyija
Trieu Thi þeysti á sínum hvíta fíl
gegn óvinaheijunum. Menn segja
sögurnar af djarflegri framgöngu
þessara kvenna eins og atburðirnir
séu nýliðnir. Það var ekki fyn- en
árið 944 að JSIgo Quyen og iieijum
hans tókst að reka Kínveija af land-
inu. Stöðug ásókn útlendinga hélt
áfram og á seinni tímum hafa Víet-
namar verið undir franskri og jap-
anskri stjórn og um afskipti Banda-
ríkjamanna ætti ekki að þurfa að
hafa mörg orð.
Eftir sigur kommúnistaheijanna
1975 var Víetnam því sem næst
lokað land fyrir Vesturlandamönn-
um í áratug. Aftur á móti vorú tíð-
ar gesta- og ráðgjafakomur frá
kommúnistalöndum. Þetta var farið
að breytast, ofur hægt þó, áður en
hrun kommúnismans hófst fyrir
alvöru í Austur-Evrópu og Sovét-
ríkjunum. Síðan hefur kannski ekki
orðið alger kúvending en nú sækj-
ast Víetnamar eftir að fá Vestur-
Iandafólk í hóp- eða einstaklings-
ferðir og uppbygging er að hefjast
til að gera aðstöðu fyrir ferðamenn
samkeppnisfæra. Þeir stefna að því
að um aldamót komi árlega, um ein
milljón ferðamanna. Þessi þjóð er
iðjusöm með afbrigðum, verklagin
og útsjónarsöm svo það tekst ugg-
laust.
Víetnamar, sem flúðu eftir að
stríðinu lauk, flykkjast nú í heim-
sóknir. Sumir ætla að setjast að og
þeim er misvei tekið og þeir segja
að stjórnvöld líti þá homauga. En
það koma fleiri; margir bandarískir
hermenn sem gegndu herþjónustu
leita nú aftur. Ég hitti þijá þeirra
á „Saigon Floating Hotel“ og við
sátum saman kvöldstund. Þeir voru
hugnanlegir og sjarmerandi menn,
miðja vegu milli fertugs og fimm-
Gestir boðnir velkomnir.
Fínir krakkar með nýárshúfur.
Grafreitur þúsunda Víet Conga skammt frá Cuchi.
Markaðsmynd frá Ho Chi Minh.
tugs. Tveir þeirra særðust og voru
fluttir heim nokkrum mánuðum eft-
ir þeir komu en einn var í tvö ár.
Þeir fyrrnefndu eru. kvæntir sömu
konunum og þegar þeir fóru til
Víetnam en sá sem lengst var sagði
að hjónaband sitt hefði endað með
skilnaði nokkram áram eftir hann
kom heim.
eir reyndu að skýra fyrir mér
og sjálfum sér af hveiju þeir
hefðu komið aftur og hvað Víetnam
hefði verið á sínum tíma. Þeir vora
að vitja fortíðar og reyna að sætta
sig við hana. „Við áttum það sam-
eiginlegt þegar við héldum hingað
að við vildum drepa alla komma sem
við kæmumst í tæri við. En að öðru
leyti vissum við ekkert nema að
Víetnam var hinum megin á hnett-
inum,“ sagði einn og hinir kinkuðu
kolli og bættu við: „Við vissum
ekkert um sögu lands né þjóðar,
menningu, hugsunarhátt, hefðir og
venjur. Við kærðum okkur kollótta,
höfðum engan áhuga á því.“ Flestir
voru fullir af heift og fyrirfram
mótuðum skoðunum. Margir þoldu
loftslagið illa og landið víða erfitt
yfírferðar enda þeir gjörókunnugir
og enginn hafði hugmynd um
hvemig ætti að heyja stríð í þessu
umhverfi sem var gerólíkt öliu sem
þeir höfðu þekkt. Þeir bölvuðu land-
inu, annar hver maður virtist vera
kommi og þar með svikari og mat
lítils fórnir þeirra og frelsishugsjón.
Þeir skildu hvorki upp né niður,
Víet Congar voru hryðjuverkamenn
og kommar og óskiljanlegt að nokk-
ur styddi þá. „Við héldum að við
værum góðu gæjarnir, og okkur
fannst vanþakklætið glæpsamlegt.
Fyrir hveija vorum við eiginlega
að drepast,“ sagði sá sem lengst
var.
Flestir Bandaríkjamannanna
komu sér fljótlega upp „mini“-eigin-
konu. Sjálfsagt er einhvers staðar
til tala um hve mörg þúsund börn
þeir gátu. Langflestir héldu sig við
eina konu og voru ekki að valsa á
milli. Gleðikonur í þeim skilningi
sem þekkist víða annars staðar voru
teljandi á fingrum sér.
Þegar menn héldu á braut höfðu
margir beðið varanlegt tjón á sálu
sinni og þeir áttu í erfíðleikum með
að taka upp fyrri lífsháttu, þjáðust
af martröð, sektarkennd, ofsóknar-
æði og þunglyndi.
„Það getur verið að við höfum
einhvers staðar í undirmeðvitund-
inni dáðst að klókindum og baráttu-
þreki Víet Conga,“ sagði einn. „En
þá voru þeir að gera okkur vit-
lausa. Það var alveg sama hvað við
gerðum, þeir voru alltaf feti fram-
ar. Margt má skilja seinna. Þeir
voru að berjast fyrir sjálfstæði síns
lands, þótt við gerðum ekki mikið
með þá hugsjón þá. Ef við hefðum
þekkt sögu þeirra hefðum við vitað
að þeir höfðu verið undirokuð þjóð,
fengið sjálfstæði, misstþað, endur-
heimt það og ætluðu sér að fá það
aftur og sameina landið. Fáeinum
árum áður höfðu þeir háð frelsis-
stríðið við Frakka. Fæstir okkar
óbreyttu kunnu skil á því. Og þeir
voru auðvitað á heimavelli. Mórali
suður-víetnamska hersins var af-
leitur og raunar fylgdu margir Viet
Cong á laun. Óraunveraleiki þessa
tíma og óhugnaður sló okkur út af
laginu. Það varð sálarslítandi til
lengdar að lifa lífinu hvern dag eins
og hann væri sá síðasti."
Sá þeirra sem var lengst átti
„mini“-eiginkonu hér. Hinir eignuð-
ust vinkonur sem þeir höfðu auð-
heyrilega ekki gleymt en hvorugur
hefur reynt að fínna þær. Sá þriðji
átti eiginkonu heima. A þeim tíma
fannst honum hann elska báðar
jafnt, hann gat ekki verið án
víetnömsku konunnar. Hún gerði
honum lífíð ögn bærilegra þegar
hann fékk frí frá því að drepa menn.
Og hann gat ekki hugsað sér að
missa konuna sem beið hans heima
og skrifaði honum bréf í hverri viku.
„Bréf hennar leyfðu mér að ímynda
mér að allt væri eðlilegt. Hún var
að segja frá sínu ofurhversdagslega
lífi og ég reyndi að vera þátttak-
andi í því,“ sagði hann.
Hann segir að þannig hafi verið
flesta. Víetnömsku_konu rnar
héldu í þeim lífínu og sýndu þeim
tryggð og ástúð f vitfirringunni
miðri. „Það var ekki bara líkam-
legt,“ segir hann og styður hönd
undir kinn. „Það var að vita af
henni og finna þessa óendanlegu
blíðu þegar ég kom reiður, kolr-
uglaður og hafði séð félaga mína
drepna eða særða í kringum mig.“
Hann segist telja að allmargir
bandarískir hermenn sem- skráðir
eru týndir búi í fullu fjöri í Víet-
nam, þeir hafi valið þann kost og
og hann hallist að því að sumir
þeirra hafí hreinlega þurrkað út
fortíð sína sem Ameríkanar.
„Mini“-eiginkonan eignaðist barn
þeirra, stúlku, um það leyti sem
hann fór. Hann langaði að gefa
henni loforð um að seinna kæmi
hann að sækja þær. Hann segist
hafa þjáðst af samviskubiti gagn-
vart henni og ekki síður bandarísku
eiginkonunni. Hann sendi henni
peninga fyrsta árið, en eftir að
stríðinu lauk var það ekki mögu-
legt. Hann hefur leitað hennar en
frétt það eitt að hún hafí flúið sjó-
leiðina og hver afdrif hennar urðu
veit hann ekki. Hann segir: „Ég
býst við að þær séu dánar. Ættingj-
amir hafa aldrei heyrt frá henni.
Víetnamar sem komust í burt hafa
yfirleitt tök á að láta vita af sér.
Frá henni hefur ekkert heyrst.“
Hann leit undan og ræskti sig,
snýtti sér og hreytti út úr sér: „Það
sem ég þarf núna er góð grát-
skvetta.“ Hann stóð upp og hraðaði
sér að lyftunni. Hann kom ekki
aftur niður. Við sátum þögul eftir,
ég kláraði kaffí og líkjör og kvaddi,
rölti út úr lúxus Fljótandi hótels
yfir á Saigon Mini.
Allar götur voru fullar af prúð-
búnu fólki, drekar og skrímsl döns-
uðu, krakkar hlupu um með papp-
írshúfur með bandarískum áletrun-
um, kínveijar sprengdir og skæða-
drífa af marglitum pappírsflyksum
spýttist úr þeim. Það var nýárs-
kvöld og hátíð í bæ.
Nú er að vaxa upp kynslóð í
Víetnam sem þekkir ekki stríð nema
af frásögnum og bókum. Megi það
verða svo.