Morgunblaðið - 29.03.1992, Side 21

Morgunblaðið - 29.03.1992, Side 21
? MORGUNBLAÐIÐ , MENIMINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 C 21 Exizt Fyrirtaks tónleikar. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Sannfærandi ROKKSVEITIN Exizt hélt sína fyrstu tónleika í núver- andi mynd á Púlsinum fyrir skemmstu. Þar var troð- fullt hús og tónleikarnir afbragðsvel heppnaðir. Exizt er í þá mund að senda frá sér breið- skífu, sem er fyrsta í röð marga slíkra, ef marka má sveitarmenn, en ekki bar á öðru á Púlsinum en sveitin hefði úr nógu af frambæri- legum lögum að moða. Áheyrendur fylltu Púlsinn og fengu mikið fyrir sinn snúð, því sveitin var með geysigott hljóðkerfi, ljós og tilheyrandi. Ekki skemmdi svo að Exizt var gríðarþétt og sannfærandi. Báru þó af gítarleikari sveitarinnar, Guðlaugur Falk, sem vonlegt er, og söngvarinn Eiður Öm Eiðsson. Exizt hyggst á frek- ara tónleikahald næstu vikur, til að búa landsmenn undir væntanlega breiðskífu, sem kemur að öllum líkindum út í næsta mánuði. FYRIRTAKS RISAEÐLA LÍTIÐ hefur borið á Risaeðlunni undanfarið, en sveitin hélt tónleika fyrir skemmstu á Tveimur vin- um. Þar mátti glöggt sjá að sveitin er enn að bæta sig. Risaeðlan vinnur nú að því að kom sér á framfæri ytra, en í sumar er væntanlegur upptöku- stjórinn Roli Mosiman til að taka upp með sveitinni' breiðskífu, sem ætlunin er að reyna að koma á fyrir- tæki ytra. Þangað til vinna sveitarmeðlimir að nýjum lögum. Tónleikarnir í Tveimur vinum voru ekki ýkja vel sóttir, enda margt annað á seyði þetta kvöld, en sveit- in spilaði samt eins og hún ætti lífíð að leysa. Frammi- staða sveitarinnar var fyr- irtak utan að heldur var röddun kauðsk. Einnig skemmdi að hljómur í saln- um var einkennilega botn- laus sem skekkti tónmynd sveitarinnar allverulega. Hvað sem því líður verður gaman að heyra hvað kem- ur út úr samstarfi sveitar- innar við Roli Mosiman, sem hefur annars helst unnið með þyngstu sveitum og hráustu sem völ er á. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Risaeðlan Breiðskífusmíð framundan með Roli Mosiman til kynningar ytra. — DÆGURTONLIST Hvad er ad gerast í Karíbahafif FOLK ar, því hann er á förura til Kúbu þar sera hann hyggst taka upp næstu breiðskífu sína. lubbi og Rúnar Július- son fóru til Los Angeles fyrir skemmstu að spila á vegum íslendinga- félagsins þar í borg, en næsta ut- anfor Bubba verður í byrjun að fer eftir Atna Matthiawon apríl, hann Ml Kúbu með Christian Falk og Guðlaugi Briem að taka upp grunna að næstu sólóskífu með þar- lendum tónUstarmönhum. Einnig verður með í för Friðrik Þór Friðriksson, sem liyggst kvikmynda Kúbudvölina. Bubbi segir Kúbuförina gamlan draum, en hann hafi löngum daðrað við suður-ameríska tónlist, eins og heyra megi á plöt- um hans í gegnum tíðina. „Upphaflega ætlaði ég að fara til Brasilíu, en það hefur lengi blundað í mér að taka upp plötu með suður-amerískum grunni. Á minningartónleikunum um Guðmund Ingóilsson kom ég fram með háif- gerðri salsasveit og bak- sviðs var ég að ræða við Tómas R. Einarsson um að mig langaði tii Brasilíu. Tómas stakk þá upp á að ég færi frekar til Kúbu og tveimur dögum síðar var þetta allt komið í gang.“ Bubbi segir að ifkast hefði hann getað ferigið góða undirleikara nær en Bubbi Löngum daðrað við suður-ameríska iónlist á Kúbu, en hann hafí lang- að til að fara til Kúbu frá því hann var smápatti. „Ég á mér ýmsar hetjur á Kúbu, sem ég vil heim- sækja og fá áritanir hjá. Mig hefur reyndar langað tíi Kúbu frá því ég las bók Magnúsar Kjartanssonar um Kúbu sem smástrák- ur.“ Bubbi segir að ætlunin sé að fara utan, æfa í viku og eyða síðan viku » upp- tökur. Það stendur til að taka upp grunna af fjórtán ! IJósniyndAprií Svcinsdöttir lögum á seinni vikunní, „og það þýðir átján tíma vinnu á dag“, segir Bubbi og hlær. Platan verður síðan kláruð í Svíþjóð í hljóðveri Christians Falks, sem oft. hefur unrrið með Bubba áður. UENDUR- ÚTGÁFA er blómleg um þessar mundir og á árinu verða nokkrar af perlum rokksögunnar endurútgefnar á geisladisk- um. Meðal þeirra diska sem út verða gefnir á næst- unni eru tveir safndiskar á vegum Smekkleysu sm. hf. Vænt- anleg er safnplata með Þey, sem á verða 12 lög, og önnur plata með Purrki Pillnikk, sem á verða 32 lög. Þegar hafa útgefendur ytra sýnt því áhuga að gefa út þar og gengið verður frá samning- um um útgáfu í Bandaríkjun- um og Evrópu á næstu vik- um. Rokkkeyrsla með afbrigðum Lydon & Co. FIMMTÁN ár eru liðin síðan sú sveit sem samein- aði allt það ókræsilegasta í pönkinu, Sex Pistols, lagði upp laupana. í kjöl- farið hurfu meðlimir sveitarinnar sjónum að mestu, allir nema einn. Eftir að Sex Pistols leyst- ist upp bar mest á forðum söngvara sveitar- innar. Johnny Rotten, sem kastaði Rotten-nafninu og tók upp sitt fyrra nafn John Lydon. Hann stofnaði sveit- ina Public Image Ltd., eða bara Pil, og hefur gefíð út hverja fýrirtaks skífuna af annarri í gegnum árin, nú síðast That Was is Not. Á That What is Not eru Lydon og félagar á svipuð- um slóðum og á síðustu breiðskífum sveitarinnar, en rokkkeyrslan er heldur meiri en áður, þó með dans- innskoti og hornaflokki. Textarnir eru beittir að hætti Johns Lydons, og í upphafslagi plötunnar skýt- ur Lydon inn bút fra Sex Pistols dögunum sem hluta af uppgjöri hans við fortíð- ina, sem hann hefur ekki viljað ræða of mikið. Hann segist reyndar búinn að fá sig fullsaddan af öllum lyg- unum í kringum Sex Pistols og lofar að fletta ofan af öllu saman í bók sem hann er með í smíðum. Hvað sem öðru líður er John Lydon löngu búinn að sýna að hann hefur sitthvað fram að færa í tónlist og þó dómar um nýju skífuna séu jafn ólíkir og þeir eru margir, allt frá ömurlegt í frábært, er ljóst að hann hefur enn hæfíleikann til að stuða fólk og koma því á óvart; sumum þægilega en öðrum illilega. UALLLANGT er liðið síðan heyrst hefur í rokkhetjunni Bruce Springsteen. Hann hefur eytt síðustu þremur árum í að setja saman vænt- anlega breiðskífu, Lucky Town, en ekki var því verki fyrr lokið en Bruce brá sér í hljóðver aftur og tóku upp aðra breiðskífu, Human To- uch á sex vikum. Plöturnar verða gefnar út samtímis, en sagan á bak við plöturnar tvær er að Bruce fór í hljóð- ver til að taka upp viðbótar- lag á Lucky Town og komst í slíkan ham að hann gat ekki stoppað. Heimildir herma að seinni platan sé öllu rokkaðri en sú fyrri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.