Morgunblaðið - 09.05.1992, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992
Gróðrarstöðin Lambhaga:
Salatið ræktað á færibandi
í gróðrarstöðinni Lambhaga við
Vesturlandsveg hefur verið tekin
upp sú nýbreytni að rækta salatp-
Benedikt Sigurðsson, sem staðið
hefur fyrir undirskriftasöfnuninni,
segir að flestir sem skrifað hafi
undir listana séu þeirrar skoðunar
að ekki sé nóg að breyta Austur-
stræti í göngúgötu á ný heldur verði
jafnframt að gera eitthvað fyrir
götuna.
„Margir hafa talað um hugsan-
lega yfirbyggingu auk þess sem
hugmyndir hafa verið um að koma
upp mörkuðum og annars konar
löntur við lýsingu á færibandi all-
an ársins hring. Ræktunin tekur
31 dag frá því fræ er sett í pott
sölustarfsemi í göngugötunni. Vin-
sældir Kolaportsins sýna að fólk
vill hafa markaðsstarfsemi í mið-
bænum,“ segir Benedikt.
Hann segir nauðsynlegt að skipu-
leggja miðbæinn í heild, ekki bara
einstök svæði innan hans. „Allt er
þetta spuming um að taka ekki
skammtímahagsmuni fram yfir
framtíðarskipulag borgarinnar en
þar eru göngugötur stór þáttur,"
segir Benedikt.
og þar til salatið kemur tilbúið til
pökkunar á enda færibandsins.
Sala á salatinu hófst nú í byrjun
vikunnar, en Agæti sér um dreif-
ingu á þvi í verslanir.
Að sögn Hafbergs Þórissonar eig-
anda Lambhaga er kostnaður við
þann tækjabúnað sem þarf til rækt-
unarinnar um 10 milljónir króna, en
hann segir að mögulegt sé að rækta
á þennan hátt allt það grænmeti sem
ræktanlegt er í pottum.
Ræktun salatsins hefst með því
að fræ eru sett í potta úr sáningar-
vél og það er síðan haft í myrkri í
þrjá daga. Síðan eru pottarnir settir
á ræktunarborð með 12 þúsund lux
birtu yfir. Eftir að hafa verið þar sjö
daga þá er plöntunum komið fyrir á
færibancfihu þar sem þær standa í
áburðarvatni í 21 dag með lýsingu
yfir. Að þeim tíma liðnum eru plönt-
urnar komnar á enda færibandsins
og eru þá tilbúnar til pökkunar.
Hafberg sagði að aðferð þessi sem
er ný hér á landi hefði verið þróuð
í nokkur ár á hinum Norðurlöndun-
um, og nýta mætti þá óhemjumiklu
orku sem væri hér á landi í þessu
skyni ef hún fengist á viðráðanlegu
verði.
20.000 undirskriftir:
Vilja að Austurstræti
verði göngugata á ný
NÆRRI 20.000 manns hafa skrifað undir lista þar sem farið er fram
á að Austurstræti verði gert að göngugötu á ný. Austurstræti var
opnað í tilraunaskyni fyrir bílaumferð 1. desember sl. og er fyrirhug-
að að endurskoða fyrirkomulagið 1. júní.
VEÐURHORFUR / DAG, 9. MAI
YFIRLIT: Milli Svalbarða og Norður-Noregs er 973 mb lægð og önnur
álíka yfir Skandinavíu. Hreyfast báðar austsuðaustur. 1.023ja mb hæð
er yfir Grænlandi.
SPÁ:Norðlæg átt, kaldi um austanvert landið en víðast hægari um land-
iö vestanvert. Bjart veður um mestallt land en þó dálítil él við norðaust-
urströndina. Kalt áfram og víða næturfrost, en allt að 8 stiga hiti syðst
á landinu um hádaginn.
VEÐURHORFUR AIÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG: Hægviðri og bjartviðri um mestallt landið, þó
ef til vill smáél við norðausturströndina.
HORFUR Á MÁNUDAG: Hægviðri og bjartviðri norðanlands og austan
en heldur vaxandi austanátt suðvestanlands þegar líður á daginn, og
þykknar upp. Kalt báða dagana og víða næturfrost.
Svarsimi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
TÁKN:
D Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
' Vindörín sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
•* * #
* * * * Snjókoma
* * *
■j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
\J Skúrir
*
V
Él
— Þoka
— Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
-j- Skafrenningur
[T Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hití veður
Akureyri Reykjavík 1 3 léttskýjað léttskýjað
Bergen 6 skýjað
Helsinki 12 skýjað
Kaupmannahöfn 10 skúr
Narssarssuaq +4 skýjað
Nuuk +1 léttskýjaö
Óslö 11 skúr
Stokkhólmur 14 léttskýjað
Algarve 22 heiðskírt
Amsterdam 11 skýjað
Barcelona 20 mlstur
Berl/n 16 rigning
Chicago vantar
Feneyjar 23 heiðskírt
Frankfurt 20 skýjað
Glasgow 8 haglélas.klst.
Hamborg 9 skúr á s. klst.
London 13 hálfskýjað
LosAngeles vantar
Lúxemborg 10 skýjað
Madríd 22 léttskýjað
Malaga 23 léttskýjað
Mallorca 25 léttskýjað
Montreal vantar
New York vantar
Orlando vantar
Parte 15 skýjað
Madetra 18 skýjað
Róm 22 heiðskírt
Vín 22 skýjað
Washington vantar
Winnipeg vantar
Morgunblaðið/Sverrir
Hafberg Þórisson garðyrkjumaður við salatplönturnar sem koma
tilbúnar til pökkunar eftir 21 dag á færibandinu.
Síðasti Fokkerinn kem-
ur til landsins í dag
Flugleiðir efna til hátíðar á Reykjavíkurflugvelli
Anisterdam, frá Grími Gíslasyni frcttaritara Morgunblaðsins.
FJÓRÐA og síðasta Fokker 50 flugvél Fiugleiða var afhent félaginu
í gær við hátíðlega athöfn í Fokker-verksmiðjunum á Schiphol-flug-
velli. Vélinni verður flogið til Vestmannaeyja í dag. Síðan mun Reyk-
víkingum gefast kostur á að skoða nýju vélarnar á Reykjavíkurflug-
velli. í dag fer síðasta Fokker F 27 flugvél Flugleiða í sitt síðasta
áætlunarflug, er það til Isafjarðar klukkan hálf fjögur. Vélar af þess-
ari gerð hafa þjónað félaginu í aldarfjórðung.
Þegar nýja vélin hafði verið af-
hent í gær klippti Kristinn Olsen
fyrrverandi flugstjóri á borða við
inngang vélarinnar og gestir fengu
að skoða hana. Kristinn er heiðurs-
gestur við afhendingu á þessari vél
en hann var fyrsti flugmaðurinn til
að lenda í Vestmannaeyjum en mót-
tökuathöfn vegna nýja Fokkersins
verður einmitt í Vestmannaeyjum.
Vélinni verður flogið frá Amsterdam
í Hollandi til Vestmannaeyja og er
áætlað að hún lendi þar klukkan 13
í dag. Margrét Johnson, eklqa Arnar
Johnson forstjóra Flugfélags ís-
lands, mun ausa hana vatni og gefa
nafnið Valdís.
Með komu Valdísar til landsins
lýkur endurnýjun á flugflota Flug-
leiða og verður meðalaldur flugvéla
þess þá eitt ár og fjórir mánuðir,
sem er lægsti meðalaldur flugvéla
hjá félagi í alþjóðlegu áætlunarflugi.
Af þessu tilefni efna Flugleiðir til
hátíðar við Hótel Loftleiðir eftir að
vélin kemur þangað, eða milli klukk-
an 15 og 17. Fjórar Fokker 50 flug-
vélar Flugleiða fljúga hópflug yfir
Reykjavíkurflugvelli og Boeing þot-
urnar fljúga í lágflugi yfir Reykjavík
í upphafi hátíðarinnar. Gestum gefst
síðan kostur á að skoða Fokker 50
flugvélarnar að utan sem innan.
Léttar veitingar verða í boði.
10 mánaða fangelsi fyr-
ir fimm fíkniefnabrot
SAKADÓMUR í ávana- og fíkniefnamálum hefur dæmt 35 ára
gamla konu í 10 mánaða fangelsi fyrir aðild að fimm fíkniefnamál-
um, meðal annars vegna milligöngu um sölu á 6 Vi kílói af hassi
frá byrjun árs 1986 fram á sumar 1987 í einu umfangsmesta hass-
máli sem komið hefur upp hér á landi og snerist um innflutning á
um 65 kg af hassi til landsins í málningardósum. Þáttur konunnar
í málinu snerist um mismikla milligöngu við sölu á fyrrgreindu
6 Vi kílói. Tveir menn sem taldir voru aðalmenn í málinu voru
ákærðir árið 1990 og er dóms yfir þeim að vænta í sumar.
Einnig var konan sakfelld fyrir
að hafa flutt 4,1 kíló af hassi inn til
landsins frá Kaupmannahöfn í maí
1989 og fyrir að hafa tiltekinn dag
árið 1989 keypt 10 grömm af kóka-
íni. Hún hætti við að neyta efnisins
Ungling-
ur á 107
km hraða
Lögreglan mældi ungling á
stóru mótorhjóli á 107 km hraða
í fyrrakvöld.
Ókumaðurinn var á Miklubraut við
Grensásveg þegar til hans sást. At-
vikið átti sér stað kl. 20.07.
en fleygði því. Þá var hún sakfelld
fyrir tvo ákæruliði sem snerust um
vörslu í skamman tíma á um það bil
100 grömmum af hassi.
Mál þessi voru dæmd sem hegn-
ingarauki við eldri dóm þar sem kon-
unni hafði verið gert að sæta 4 mán-
aða fangelsisvist.
Málið dæmdi Ásgeir Friðjónsson
sakadómari og við ákvörðun refsing-
arinnar var tekið tillit til þess að
konan hefur horfið frá óreglu og
tekið upp betri háttu og einnig til
þess að milliganga hennar um sölu
á hassinu í stóra hassmálinu sem
fyrst var nefnt, var mismikil og allt
að því að vera óveruleg. Til frádrátt-
ar 10 mánaða fangelsisvist koma 46
dagar sem hún sat í gæsluvarðhaldi
meðan á rannsókn málanna stóð.
Ákæra á hendur konunni vegna
þessara mála var gefin út í júlí 1990
en dómsmeðferð málsins tafðist að
sögn dómara vegna samfelldra anna
hans við önnur mál.
Þrotabú ÍSNO:
Fiskurinn til sölu
LANDSBANKI íslands hefur aug-
lýst til sölu eldisfisk úr þrotabúi
ISNO hf. sem bankinn yfirtók sem
veðhafi við gjaldþrot fyrirtækis-
ins. Búsljórar hafa auglýst aðrar
eignir fyrirtækisins.
Fiskurinn sem Landsbankinn vill
selja er seiði og seiðaeldisstöðinni á
Öxnalæk í Ölfusi og seiði og eldislax
undir 1 kg þyngd í eldisstöðinni í
Lónum í Kelduhverfi.