Morgunblaðið - 09.05.1992, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992
5 herb. ígamla miðbænum
Til sölu falleg 5 herb. íbúð á 3. hæð í góðu steinhúsi.
Stofa, 4 svefnherb., eldhús og gott baðherb. með
sturtu. Nýlegt tvöfalt verksmgler. Nýtt þak. Góð sam-
eign. Mikið útsýni. Laus fljótlega. Verð 6,1 millj.
Upplýsingar veittar í síma 629041, og hjá
Huginn, fasteignamiðlun,
Borgartúni 24, sími 625722.
011 RH 01 07H L*RUS Þl VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri
L I IQUhlw/v KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteigimasali
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Rétt vestan borgarmarkanna
Glæsilegt raðhús á vinsælum stað. Húsið er á tveimur hæðum með
innb. bílskúr um 280 fm. Fullb. u. tréverk. Langtímalán um kr. 8,0
millj. fylgir. Ýmiskonar eignaskipti möguleg.
Fyrir smið eða laghentan
í suðurenda á 3. hæð við Álftamýri 4ra herb. íb. 98,5 fm nettó. Tvenn-
ar svalir. Vélaþvottahús. Góður bílskúr. Mjög gott verð.
Úrvalsíbúð með sérinngangi
3ja herb. íb. tæpir 70 fm á 1. hæð við Hraunbæ. Allar innréttingar
og tæki af vönduðustu gerð. Vélaþvottahús og gott gufubað í sam-
eign. Húsið er nýmálað að utan.
Glæsilegt endaraðhús - eignaskipti
Vel byggt raðhús um 240 fm á þremur hæðum 6-7 svefnherb. Tvenn-
ar svalir. Séríbúð má gera á 1. hæð. Stór og góður bílskúr. Eigna-
skipti möguleg.
Stór og góð með langtímaláni
Sólrík 3ja herb. íbúð 86,4 fm nettó á 3. hæð við Rofabæ. Sólsvalir.
Ágæt nýmáluð sameign. Mikil og góð lán að meirihluta 40 ára húsnlán.
Skammt frá Hlemmtorgi
Stór og góð 2ja herb. kjib. í reisulegu steinhúsi. Með lítilli breytingu
má gera íb. 3ja herb. Sanngjarnt verð.
í Vogunum - hagkvæm skipti
Vel byggt og vel með farið steinhús, ein hæð, 165 fm, auk bílsk. 5
svefnherb., 2 stofur m.m. Skrúðgarður. Eignaskipti möguleg.
Við Hulduland - tilboð óskast
5 herb. íb. á 2. hæð 120 fm. Sérþvottahús. Bilskúr fylgir. Yfirstand-
andi endurbætur utanhúss. Útsýnisstaður.
• • •
Opið í dag kl. 10-16.
Komið á skrifst. og fáið
teikningar, söluskrá og
allar nánari upplýsingar.
ALMENNA
fASTEIGHASAlAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
ÓÐAL fyrirtækjasala
Skeifunni 11A, 3. hæð,
® 682600
Sölumaður: Magnús Jóhannsson,
lögmaður: Sigurður Sigurjónsson hrl.
Seljendur athugið!
Vegna endurnýjunar í söluskrá biðjum við þá, sem
eru með fyrirtæki á skrá hjá okkur, að hafa samband
sem allra fyrst. Við seljum þitt fyrirtæki fljótt og vel.
Kaupendur athugið!
Höfum á skrá mörg mjög góð fyrirtæki, bæði stór og
smá. Látið okkur finna rétta fyrirtækið fyrir ykkur.
Við þjónum ykkur með ánægju.
Matvöruverslun
Vorum að fá i sölu mjög
öfluga matvöruverslun i góðu
hverfi. Mikil velta.
Söluturn - myndbönd
Vorum að fá í einkasölu sölu-
turn og myndbandaleigu í
stóru ibhverfi með mikla
veltu.
Sportvöruverslun
Vorum aðfá i einkasölu sport-
vöruverslun íverslunarkjama.
Sólbaösstofa
Erum með i sölu fallega sól-
baösstofu miðsvæðis í Rvík.
Þægilegur rekstur.
Matsölustaður
Vorum að fá í einkasölu veit-
ingahús og „pub“. Staðurinn
er einn sá huggulegasti á
Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Miklir möguieíkar.
Efnalaug
Nýleg efnalaug til sölu í einu
af úthverfum Rvikur. Fyrirtæki
á uppleið.
Sýnishorn úr söluskrá
• Söluturnar
• Myndbandaleigur.
• Bflasölur.
• Vínveitingahús.
9 Matsölustaður.
• Matvöruverslanir.
• Tískufataverslanir.
• Fiskbúðir.
• Sólbaðsststofur.
• Samlokugerð.
Vantar - vantar
Höfum kaupendur að heild-
sölum, matvælaframleiðslu-
fyrirtækjum og öðrum góðum
og sérhæfðum fyrirtækjum.
Opið mánudag til föstudags
frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 12-15
Metsölublaó á hverjum degi!
íslensku barnabókaverðlaunin:
Benjamín dúfa verðlaunasaga
Morgunblaðið/Þorkell
Ármann Kr. Einarsson afhendir Friðriki Erlingssyni verðlaunaféð.
Aftar sést Olafur Ragnarsson formaður stjórnar Verðlaunasjóðsins.
FRIÐRIKI Erlingssyni, þrítugum
Reykvíkingi, voru veitt Islensku
barnabókaverðlaunin 1992 við
hátíðlega athöfn í Laugarnes-
skóia í fyrradag. Við verðlauna-
afhendinguna sungu nemendur
skólans og félagar úr skólalúðra-
sveitinni léku nokkur lög. Verð-
launasagan ber heitið Benjamín
dúfa og var hún valin úr 30 inn-
sendum handritum. Verðlaunin
eru nú afhent í 7. sinn.
Ólafur Ragnarsson, formaður
stjórnar Verðlaunasjóðsins, afhenti
Friðriki fyrsta eintak bókarinnar
og skrautritað viðurkenningarskjal
sjóðsins. Þar segir dómnefnd að
Benjamín dúfa sé nýstárleg og
áhrifamikil saga úr íslenskum veru-
leika sem jafnframt sé spennandi
og þaulhugsuð af hálfu höfundar.
Hann dragi persónur sínar skýrum
dráttum, komi átakamikiu efni tii
skila af einstakri nærfærni og tak-
ist að skapa einkar trúverðuga og
læsilega sögu fyrir börn og ungl-
inga. Ármann Kr. Einarsson af-
henti Fnðriki 200.000 kr. verðlaun-
afé og Ólafur G. Einarsson, mennt-
amálaráðherra, ávarpaði viðstadda
og óskaði verðlaunahöfundinum til
hamingju með sigurinn.
Til Islensku barnabókaverðlaun-
anna var stofnað árið 1985 en að
þeim standa bókaforlagið Vaka-
Helgafell, fjölskylda Ármanns Kr.
Einarssonar, Barnabókaráðið, ís-
landsdeild IBBY-samtakanna og
Barnavinafélagið Sumargjöf.
Friðrik Erlingsson, höfundur
verðlaunasögunnar að þessu sinni,
hlaut viðurkenningu Námsgagna-
stofnunar fyrir bókina Afi minn í
sveitinni árið 1987 og hefur auk
M.a. verður tískusýning frá
„Stórum stelpum", dans og söngur
og snyrtivörugjafir verða á boðstól-
um og happdrættisvinningar. Verði
þess fengið styrk frá stofnuninni
til að skrifa framhald af henni. Að
öðru leyti hefur hann ekki látið að
sér kveða á ritvellinum.
hagnaður af mæðradagsskemmtun-
inni, rennur hann til stuðnings Soff-
íu Hansen, sem berst fyrir því að
fá dætur sínar heim frá Tyrklandi.
Mæðradagsskemmtun
til styrktar Soffíu Hansen
Mæðradagsskemmtun verður haldin sunnudaginn 10. maí á Hótel ís-
landi og opnar húsið klukkan 14, en skemmtunin hefst klukkan 15.
Kynnir verður Rósa Ingólfsdóttir, og dagskrá er sögð fjöreytt í frétta-
tilkynningu, sem Félag íslenskra snyrtisérfræðinga hefur sent frá sér.
ÍQaisDsS dudíÐ
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 639. þáttur
Halldór Kristjánsson frá
Kirkjubóli miðlar okkur enn af
fróðleiksbrunni sínum:
„Heill og sæll Gísli!
Fáein orð okkar á milli. Ég
held að það sé málvenja í Grinda-
vík að tala um Þorbjörninn.
Menn vinna í Þorbirninum. Fóst-
urdóttir mín er í Grindavík með
fjölskyldu sína svo að ég heyri
stundum hvernig þar er talað.
Svo er það barðinn og táin. Á
mínum bæ urðu lepparnir tii eins
og Kristín [Gunnarsdóttir] lýsir
fyrir þér. Þeir voru bara nefndir
leppar, hvorki íleppar né illeppar.
Það sem fyrst var pijónað var
kallað miðja eða stykki. Svo voru
prjónaðir endar sem Kristín nefn-
ir rassa. Síðar var heklað utan
um leppinn, tvær umferðir held
ég venjulega. Þetta er mér minnis-
stætt síðan ég var að læra að
pijóna. Það gekk víst í basli og
svo kvað faðir minn:
Dugir lítt við leppapijónið litli karlinn,
mörg ein lykkjan finnst þar fallin.
Kona mín er frá Sandhaugum
í Bárðardal. Þar var talað um
barða. Og þar var venja að fitja
upp á öðrum endanum, aukið í
eftir þörfum og tekið úr þegar
komið var á hinn endann. Hún
telur að venja hafi verið að hafa
leppinn eða barðann mjórri undir
ilinni en hælnum og táberginu.
Þá virðist mér eðlíiegt að hællinn
hafi verið snubbóttari en táin. Og
hafi verið venja að fitja upp á
hælnum var verkinu lokið með því
að pijóna tána á barðann.
Bestu kveðjur."
Og hér gæti þá verið komin
skýringin á því, hvað myndhverfa
orðtakið að prjóna tána á (í)
barðann merkti. Umsjónarmaður
breytti letri nokkurra orða í bréfi
Halldórs.
★
Sigríður Rósa Kristinsdóttir á
Eskifirði, ættuð af austurströnd
Eyjafjarðar, „austurlandinu", eins
og við Út-Eyfirðingar kölluðum
það, hringdi til mín vegna spurn-
ingar minnar um að „pijóna tána
á (í) barðann". Hún þekkir vel
orðið barði (=íleppur), og í henn-
ar ungdæmi var hvort tveggja,
hæll og tá, pijónað á barðann í
eiginlegum skilningi. Hana rámar
í að móðir hennar hafi sagt að
nú væri kominn tími til (eða ekki
úrhættis) að pijóna tána á barð-
ann, en segist ekki átta sig á
hvað þetta hafi táknað í óeigin-
legri merkingu, það er sem mynd-
hverft orðtak.
Sigríður Rósa var mjög óánægð
með málfar í ríkisútvarpinu, rás
eitt, og hvernig myndi þá hið visna
tréð, ef svo væri um það græna?
★
Þistill kvað (sjá 634. þátt):
Fritz Leutschner aus Laibach, ein Krieger,
lachelnd ritt Galopp auf Tiger.
Als sie flitzten von hinnen
war Fritz schon darinnen
und teufelisch grinste der Tiger.
Beygingafræðin hefur nú um
langt skeið þokað hér í þáttunum,
og ég þykist sjá að við svo búið
megi ekki standa. í fyrirsögn að
fréttatilkynningu hér í blaðinu á
dögunum stóð ómyndin „silfur-
spónar" í staðinn fyrir „silfur-
spænir“. Ég ætla þó ekki að koma
að þessum beygingaflokki alveg
strax, heldur taka i-stofna næst,
og halda þannig hefðbundinni röð.
í i-stofnum bregður svo við,
að þar eru bæði karlkyns- og
kvenkynsorð. Ég var víst löngu
búinn að segja, að öll sterk hvor-
ugkynsorð væru a-stofnar nema
fé. Nú, nú. I-stofnar þekkjast á
því, að fleirtalan í nefnifalli endar
á ir í báðum kynjum. Munur kynj-
anna kemur hins vegar strax fram
í þolfalli fleirtölu. Þá heldur kven-
kynið r-inu, en karlkynið missir
það. Á þessu hefur margur nú-
tímamaður ruglast. Ekki veit ég
hversu oft til dæmis ég hef séð
og heyrt Flugleiðir gert karl-
kyns, rétt eins og blessaðir menn-
irnir, sem þar vinna, væru orðnir
„flugleiðir", það er leiðir á því að
fljúga. En geymum þetta. Lítum
heldur á karlkynsorð í i-stofna-
flokki. Þau geta verið svolítið
lúmsk. Eins og kunnugt er, þarf
mikla hæfileika til að skipta öllu
í þrennt, og nú ætla ég að reyna
að greina karlkyns i-stofna niður
í þrjá flokka. Hins vegar sniðgeng
ég í þetta sinn þann vanda, hve-
nær i er í endingu þgf. et. þess-
ara orða og hvenær ekki. Umsjón-
armaður hefur fyrr haft nokkra
tilburði að glíma við þann vanda.
En þrískiptingin verður þannig:
1) Þau orð sem enda á s í eignar-
falli eintölu, dæmi gestur. 2) Þau
sem enda á ar í ef. et., dæmi
vinur og 3) þau sem fá j-inn-
skeyti í þgf. ft., til dæmis vegg-
ur. Slík orð eru vís til að enda
ýmist á s eða ar í ef. et. Sjáum
þá beyginguna í heild: Gestur -
gest - gesti - gests; gestir -
gesti - gestum - gesta. Vinur -
vin - vin(i) - vinar; vinir - vini
- vinum - vina. Veggur - vegg
- vegg - veggjar (veggs); vegg-
ir - veggi - veggjum - veggja.
Eins og gestur beygjast til
dæmis: bolur, brestur, bugur,
glæpur, grarnur (=konungur),
grípur, grís, guð, halur (=mað-
ur), hamur, hvalur, hvellur,
kippur, krytur, (sbr. nágranna-
krytur), lýður, nár (=lík), pyttur,
smiður, svanur og valur.
Eins og vinur beygjast til dæm-
is: bragur, bur (=sonur), burð-
ur, fundur, hlutur, hugur, mat-
ur, sauður og staður.
Eins og veggur beygjast til
dæmis: beður (=hvíla), bekkur,
belgur, berserkur, byr, bær,
drengur, drykkur, gnýr, her,
hryggur, hylur, kækur, leggur,
lækur, mergur, seggur, styrk-
ur, vængur, ylur og þefur.
Sýnist nú umsjómarmanni ráð
að geyma kvenkynsorð í i-stofna-
flokki.
★
P.s. í síðasta þáfetti varð rímorð
„rí-morð“. Beðist er velvirðingar
á þessum mistökum.