Morgunblaðið - 09.05.1992, Side 11

Morgunblaðið - 09.05.1992, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992 11 Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Tímarit Máls og menningar. 1. hefti 1992. Ritstjóri: Árni Sigur- jónsson. Frá formi til frásagnar. Munn- menntir, bókmenntasaga og ís- lenskur sagnaskáldskapur 1980- 1990 nefnist grein eftir Gísla Sig- urðsson í Tímariti Máls og menn- ingar. Þetta er löng fyrirsögn og efnið viðamikið. Skoðanir Gísla verða ekki viðraðar að marki hér; aðeins vikið að dálitlum hluta umræðunnar sem m. a. íjallar um gleymsku. Það er rétt hjá Gísia að flest bókmenntaverk eldast illa og verða gleymsku að bráð. Hann tekur dæmi af þeim Þórbergi Þórð- arsyni og Gunnari Gunnarssyni og fullyrðir að sá hópur sé stærri sem les Þórberg en sá sem les Gunnar. „Þórbergur er ennþá lesinn og dáður af öllum fjöldanum," skrifar Gísli, en „Gunnar hefur hins vegar verið settur til hliðar, áhrif hans eru hverfandi." Eg hygg að erfitt muni reynast að skera úr um hvor sé meira les- inn, Þórbergur eða Gunnar. Endurminningar Þórbergs úr Suðursveit hafa unnið á og eru vinsælar eins og Gísli drepur á. Ofvitinn er líklega töluvert lesinn enn, einnig Sálmurinn um blómið. Fjallkirkja Gunnars er sígilt verk og sama er að segja um Aðventu og Svartfugl. Menn hafa jafnvel komið auga á nýstárleik Vikivaka. Vinsældir Þórbergs eiga sér að nokkru leyti skýringu í því að bækur hans eru flestar auðlesnar og fyndnar. Suðursveitarbækurn- ar tilheyra að hluta þeirri bók- menntagrein sem kallast þjóðlegur fróðleikur og var að minnsta kosti á tímabili öruggur söluvarningur fyrir jól. Margt hjá Þórbergi er æðri afþreying. Skáldsögur Gunnars eins og til dæmis Sælir eru einfaldir og Strönd lífsins eru „þungar“ bók- menntir, lýsa glímu við tilvistar- vanda og spyija óvæginna spurn- inga. Eins og títt er um meirihátt- ar bókmenntir eru þær enginn skemmtilestur, en skilja mikið eft- ir hjá þeim sem gefa sig þeim á vald. Lesendum þeirra getur fækk- að um sinn, en tími þeirra kemur alltaf aftur. Það að leika „stórt hlutverk í lestrarreynslu flestra íslendinga" er ekki einungis góður kostur. Það gerðu lengi höfundar sem eru nú sjaldan nefndir þegar miklar bókmenntir ber á góma. Undir það skal tekið að það sé „stórlega varasamt að kenna bók- menntasöguritum, fjölmiðlakynn- ingu eða auglýsingum um hvort skáldverk lifa og komast til les- enda“. Þetta hefur þó allt sitt að segja. Ég efast til að mynda ekki um að þau skáldverk sem skóla- nemendum er gert að lesa og kynna sér rækilega hafa meiri möguleika á því að lifa en þau sem hafna í skúmaskotum. Það er eitt af hlutverkum bók- menntafræðanna að sjá til þess að fleiri bækur séu lesnar og rædd- ar en þær sem mest er látið með hveiju sinni. Jón Ólafsson talar í fyrrnefndu tímaritshefti við Pál Skúlason um heimspeki, bókmenntir og margt fleira. Umtalsefnið er ekki síst gagnrýni Páls á ýmsar stéttir manna sem að hans mati eru ekki nógu ábyrgar. Það kemur ekki á óvart að rithöfundar eru þarna á meðal. Páll telur að heimspeki Dostojevskíjs „hafi verið þver- sagnakennd og oft lauslega grund- uð og standist ekki stranga gagn- rýni“. Páll heldur áfram: „Sama gildir um lífsafstöðu og skoðanir fjölda annarra rithöfunda sem hafa jafnvel ekki skilið að til þeirra eru gerðar — og að þeim ber sjálf- um að gera til sín — kröfur um samkvæmni og heilindi í skoðun- um. Það þarf að spyija um þann lífsskilning sem miðlað er í verkum rithöfunda, því að það er hann, ekki síður en skáldskapurinn sem ber uppi verk hans.“ Páll er hér á nokkuð hálli braut, en þó held ég að rithöfundar eigi að gefa orðum hans gaum. Skoðanir rithöfunda líkt og ann- arra manna hafa stundum reynst haldlitlar, að minnsta kosti þegar um stjórnmál er rökrætt. Sam- kvæmni má vissulega krefjast af rithöfundum, en gæti í vissum til- vikum reynst torvelt því að skáld- skapur byggir að töluverðum hluta Laugavegi 11 - Sími:21675 Björgunarbílar afhentir Fyrir nokkru fengu flug- björgunarsveitirnar í Reykjavík og á Akureyri afhentan sitt hvorn Iveco-björgunarbílinn. Bílarnir eru afar vel útbúnir til björgunarstarfa við okkar erfiðu aðstæður. Létt- leiki, lág gírun, driflæsingar og margt fleira varð til þess að flug- björgunarsveitirnar völdu þessa gerð bíla. Annar bíllinn var prófað- ur nú fyrir nokkru og honum ekið upp á Grímsfjall í Vatnajökli og reyndist hann í alla staði vel í þeirri ferð. Jökullinn er í hröðu framskriði en í þessari ferð var komið fyrir mælingarstöngum fyr- ir jöklafræðinga til að fylgjast með hegðan jökulsins. Á myndinni má sjá báða bílana er þeir voru afhent- ir, Rúnar Jónsson, formann Flug- björgunarsveitarinnar á Akureyri, og Páll Gíslason frá ístraktor, sem er umboðsaðili fyrir Iveco. Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum! á þversögnum lífs og listar. Svo er vert að hafa í huga að kröfur til rithöfunda hafa einkum komið frá ofstækisöflum og nú eru þeir tímar þegar „afstaða“ er litin hornauga nema um sé að ræða eitthvað sem allir eða flestir geta verið sammála um (umhverfis- vernd til dæmis). Ég ætla samt að skilja Pál Skúlason þannig að hann vilji að rithöfundar sem áðrir taki sér tak til þess að átta sig á sjálfum sér og því sem þeir eru að fást við. Það ætti ekki að skaða. Gunnar Gunnarsson Þórbergur Þórðarson SKOUTSALA af heildsölulager frái^fvEjÍ^I Aðeins 4 verð: 990,- 1490,- 1990,- 2490, VISA ELDAST BOKMENNTA- VERK VEL EÐA ILLA?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.