Morgunblaðið - 09.05.1992, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1992
Rök gegn aðild íslands að EB
Þriðji hluti
eftir Halldór Guð-
jónsson
Þriðju rök Gunnars fyrir aðild að
EB voru þessi:
3. í þriðju röksemd Gunnars felst
það greinilega að verulegir ágallar
séu á stjórnmálum okkar. Miðstýring
er hér mikil og fijálsræði lítið. Aðild
að EB er ætlað að bæta úr þessu.
Þarna er augljóslega um að ræða
stjórnmálalega ágalla. Það eru
stjórnmál okkar sem hafa ráðið mið-
stýringunni og ófrelsinu. Ætlunin
er þá að aðild að EB breyti ekki
aðeins til betri vegar einstökum
ákvörðunum stjórnmálalegs eðlis
heldur einnig að hún breyti stjórnar-
háttum og stjórnmálunum sjálfum.
Þarna er í fyrsta lagi ljóst að um
raunverulegt framsal fullveldis í
hefðbundnum skilningi er að ræða.
En í öðru lagi felst í þessu það að
íslensk stjórnmál og stjórnvöld hafi
reynst illa og þá að þau hafi ekki
megnað að skoða og greina og ræða
mál og skera úr málum með þeirri
skynsemi sem Evrópumönnum er
lagin. Aðild að EB á sem sé ekki
aðeins að færa okkur skynsamlegar
ákvarðanir í einstökum efnum held-
ur einnig almennan aga í stjórnmála-
lífi okkar yfír höfuð með sama hætti
reyndar og aðildin á í fyrstu röksemd
Gunnars að koma skynsamlegri
reglu og aga á efnahagslíf okkar í
heild.
Þarna hljóta að vakna strax efa-
semdir um að þau stjórnmál sem við
búum við geti tekið í eitt skipti svo
afdrifaríka ákvörðun sem þá að
ganga í EB. Ef stjórnmál okkar
hafa búið okkur óhagkvæma mið-
stýringu og illbærilegt ófrelsi þá er
það vegna þess að þau hafa ekki
megnað að skoða og greina nánustu
aðstæður og skilyrði samfélags okk-
ar. Það verður sem sé að fría stjórn-
málum okkar vits fremur en gruna
þau um græsku. En það er á viti
stjórnmálanna sem allur þungi verð-
ur hvíla við svo einstæða og sérstaka
ákvörðun sem innganga í EB er.
Ef það er ætlunin að aðild að EB
verði til þess að laga stjómmál okk-
ar erum við í raun að biðja um að
aðrir komi vitinu fyrir okkur í stjórn-
málalegum efnum í heild og þá í
öllum málefnum sem stjórnmál okk-
ar taka til en það eru öll efni sem
okkur eru sameiginleg. Eru nokkrar
líkur á því að stjórnmál sem hafa
verið svo óviturleg að búa okkur
alvarlegt ófrelsi og þrúgandi mið-
stýringu geti af viti beðið aðra að
koma vitinu fyrir sig? Er líklegt að
slík stjómmál geti farið að því viti
sem þannig er komið fyrir þau?
Svörin við þessum spurningum
blasa líklega við í því að núverandi
ríkisstjórn virðist helst líta á umræðu
um EB sem dagskrármál. Þegar
ráðherrar segja að aðild að EB sé
ekki á dagskrá eiga þeir vafalaust
fyrst og fremst við það að stjórnin
hafi ekki tekið ákvörðun um að
sækja um aðild og hafi enn engin
áform um að taka slíka ákvörðun.
En í því að leggja stöðugt áherslu
á þessi dagskrármál sín kemur
stjórnin sér hjá að skoða málin sjálf
og hindrar aðra í að ræða þau.
Málin sjálf, þ.e. hver áhrif þátttöku
í EB yrðu og hvernig við þeim
mætti bregðast, em þó að stofni til
hin sömu og þau mál sem ráðast
af aðild að EES sem augljóslega er
á dagskrá. Eins og mál annarra
EFTA-landa hafa þróast virðist
„Ef það er ætlunin að
aðild að EB verði til
þess að laga stjórnmál
okkar erum við í raun
að biðja um að aðrir
komi vitinu fyrir okkur
í sfj órnmálalegum efn-
um í heild og þá í öllum
málefnum sem stjórn-
mál okkar taka til en
það eru öll efni sem
okkur eru sameigin-
leg.“
samningurinn um ÉES að minnsta
kosti leiða til þess að við verðum í
fyrirsjáanlegri framtíð að taka
ákvörðun um það hvort við viljum
sækja eftir aðild að EB ef hann
gerir þá ekki óhjákvæmilegt að við
reynum að fylgja grönnum okkar
eins og venjulega og eltum þá inn
í EB. Með því að neita að ræða efnis-
atriði aðildar að EB hafna stjórnvöld
því að gera það eina skynsamlega
sem við getum gert nú þegar ekki
er enn kominn tími til ákvarðana sem
þó blasa við í fyrirsjáanlegri fram-
tíð. Ef það er rétt að þróun EB
muni hvernig svo sem fer ráða mestu
um þau skilyrði sem við munum búa
við í framtíðinni — og sannfæringin
um þetta er undirstaða jafnvel aðild-
arinnar að EES — þá er reyndar
nauðsyn að ræða EB ítarlega alveg
án tillits til þess hvort við hyggj-
umst sækja um aðild eða ekki.
Það gegnir augljóslega allt öðru
máli að taka smátt og smátt ákvarð-
anir um að áðlagast siðum og fyrir-
ÞAÐ ER UM HELGINA
sem er opið hús hjá okkur í Innval
laugardag kl. 11-16 og sunnudag kl. 13-16
PROFIL
einingareldhús -15% verðlækkun til 15. maf. PROFIL
innréttingaeiningar eru á lægra verði en þú átt að venjast,
og það er ekkert slakað á kröfum um gæði.
BIGA
sérsmíðaðar gæðainnréttingar í eldhús og á bað. 600 litir
og óteljandi valkostir. Ekkert eidhús er eins og baðinn-
réttingarnar fjölbreyttar og óvenjulegar.
GEBA
þýskar gæðainnréttingar búnar öllum hugsanlegum þægindum
ÍSLANDSSTIGINN
frá sænsku stigaverksmiðjunni Trátrappor ab hefur slegið f
gegn á íslandi. Hagastætt verð og fjölbreytt úrval. Hver stigi
er framleiddur eftir teikningu. 125 íslandsstigar hafa nú selst.
LUXLINE
nýja fataskápalínan okkar er einstök. Allir skápar eru sér-
smíðaðir. Hurðir eru á nýjum hjólabrautum og eru sniðnar
eftir þfnum málum. Margvfslegt útlit m.a. speglar.
HÖNNUNARVERÐLAUN
Hannið ykkar eigin BIGA baðinnréttingu og vinnið
BLOMBERG HMN227 örbylgjuofn að verðmæti kr.
31.500.oo Vinningshafí verður valinn úr hópi kaupenda
þann 31. maf n.k.
SERVERSLUN MEÐINNRETTINGAR OG STIGA
NÝBÝLAVEGI 12, SÍMI 44011
myndum annarra eftir því sem til-
efni og tækifæri gefast. Vafalaust
er ýmislegt í reglum og siðum EB
á einstökum sviðum og í einstökum
málum sem við gætum vel sætt okk-
ur við eða jafnvel tekið fegins hendi.
Við að skoða slík efni eitt af öðru
og taka afstöðu til þeirra hvers um
sig veittum við þeim vonandi einmitt
þess konar athygli sem réttarríki er
skylt að veita ákvörðunum og lög-
gjöf. Jafnvel þótt fyrirfram væri
gefið að við felldum okkur í einstök-
um efnum undir fyrirmyndir og
ákvarðanir EB gæfi sjálfstæð um-
fjöllun okkar um þær fótfestu fyrir
raunverulegri framkvæmd hverju
sinni og leiddi þá beinna en annars
til raunverulegrar fylgispektar við
það sem ákveðið væri. Það er einkum
í slíkri nákvæmri umfjöllun um skyn-
samleg og skynsamlega afmörkuð
efni sem helst væri að vænta lífvæn-
legra úrbóta í stjórnmálalífi okkar.
Þannig getum við haft Evrópumenn
og ákvarðanir þeirra til fyrirmyndar
ekki aðeins í þeim einstökum efnum
sem fyrir liggja hveiju sinni heldur
einnig í almennum aðferðum og
sjónarhornum sem almennt leiða til
skynsamlegs árangurs.
Þriðja röksemd Gunnars er greini-
lega þungur áfellisdómur um stjórn-
mál okkar en hún er einnig nokkuð
mótsagnakennd. Aðild að EB er
samkvæmt henni ætlað að ráða bót
á miðstýringu og ófrelsi. En EB er
reyndar sjálft mjög miðstýrt og vald
þess breytir ákvörðunum í aðildaríkj-
unum og reyndar einnig í ríkjum sem
hafa viðskipti við EB en standa utan
þess. Það er einmitt þetta síðasta
sem veldur því að það lítur þannig
út fyrir okkur að við verðum beitt
nauðung ef við stöndum utan EB.
Þannig er ljóst að ákvarðanir EB
skerða frelsj okkar jafnvel þótt við
stöndum utan þess. Aðild okkar að
EB breytir líklega litlu um flestar
ákvarðanir þess þannig að af ákvörð-
ununum hlytist nákvæmlega sama
frelsisskerðing og hlýst ef við stönd-
um utan þess eða enn meiri. Aðild
að EB virðist þannig heldur líkleg
til að auka en minnka miðstýringu
og ófrelsi.
En miðstýring út af fyrir sig er
ef til vill ekki svo slæm. Ef yfirhöfuð
er þörf samræmingar, samvinnu og
samstöðu er eitthvert miðstjórnar-
vald óhjákvæmilegt. Það sem veldur
ágöllum miðstýringar er ekki það
eitt að stjómað er frá miðju heldur
það að miðstjórnarvaldið hefur til-
hneigingu til að einangrast og fjar-
lægast menn og málefni á þeim vett-
vangi sem það tekur til. Það er sem
sé tilhneiging til Qarstýringar og
firringar manna og málefna sem
gerir miðstýringu óhagkvæma og
illþolandi og veldur því ófrelsi að
menn á vettvangi verða að lúta fyrir-
mælum sem þeir sjá enga skynsemi
í og gætu aldrei átt hlutdeild í að
gefa. Það er greinilegt að hættan á
og af fjarstýringu og firringu eykst
með fjarlægð bæði í rúmi og tíma
og enn í skipulagi eða fjölda milliliða
í stjórnun. Full aðild að EB færir
ákvörðun enn fjær okkur í tíma,
rúmi og stjórnskipulagi en stjórnvöld
okkar sjálfra hafa gert.
Það eru meira að segja allar likur
á að aðild að EB færi okkar eigin
stjómvöld íjær okkur en þau eru nú.
Full aðild að EB krefðist þátttöku
Halldór Guðjónsson
stjórnvalda okkar í störfum stofnana
EB og sú þátttaka drægi án efa til
sín mikið af athygli og starfskröftum
stjórnvalda og þau hefðu að sama
skapi minni áhuga og krafta til að
sinna innanlandsmálum. Stjórnvöld
okkar hefðu trúlega tilhneigingu til
að fella innanlandsmál undir sjónar-
mið stjórnmálaþátttöku sinnar í EB.
Ferðakostnaður ríkisstjórnarinnar
ber nú þegar vott um hve nærtækt
þetta er. Samskipti stjórnmála-
manna okkar við erlenda valdamenn
eru þegar orðin þáttur í lýðhylli
þeirra hér heima og efni til kjörfylg-
is. Full þátttaka í öllum störfum EB
gæti vel valdið margföldun á umsvif-
um æðstu stjórnvalda okkar og firrt
þau okkur einfadlega vegna atork-
unnar sem í það færi og vegna fjar-
vista ráðamanna.
Það sem skiptir máli um kosti og
ókosti miðstýringar og fjarstýringar
er greinilegt hve vel valdinu í miðj-
unni tekst úr fjarlægð að skoða og
greina mál á vettvangi og koma
ákvörðunum fram þar. Það nægir
ekki að miðstjórnin hafi getu til að
vinna úr málum sem berast til henn-
ar heldur verður hún að hafa trygg-
ingu fyrir því að leita eftir því að
mál berist til hennar til úrvinnslu.
Verðum við aðilar að EB verða það
stjórnvöld okkar sem bera boð frá
okkar vettvangi til ákvörðunar
stofnana EB. Það verður sem sé á
valdi okkar eigin stjórnvalda hvað
af málum okkar verður á dagskrá
hjá EB og þá þannig að almenning-
ur hér heima hefur litla möguleika
til að fylgjast með dagskránni og
enga möguleika til að hafa áhrif á
hana nema gegnum stjórnvöld hér.
En eins og áður var getið telja stjórn-
völd hér dagskrármál vera alfarið
sitt ákvörðunarefni. Þegar stjórnvöld
hér segja að mál sé ekki á dagskrá
þá er það ekki á dagskrá og stjórn-
völd loka eyrunum fyrir því sem
umbjóðendur þeirra hafa að segja.
Þegar stjórnvöld okkar hafa tekið
sér bólfestu í Brussel þurfa þau ekki
einu sinni að loka eyrunum. Æmt
Reykvíkinga eða Húsvíkinga heyrist
alls ekki til Brussel. Núverandi mið-
stýring hér og ófrelsi stafar af því
að þetta æmt virðist ekki einu sinni
heyrast við Lækjartorg og Austur-
völl. Ef stjórnvöld heyra orð almenn-
ings þá er fulljóst að þau eru ráðin
í að hafa þau að engu.
Höfundur er dósent viðHáskóla
Islands.
Dansverkið Færeyskt ferða-
tívolí frumsýnt í Tjarnarbíói
FRUMSÝNT verður í Tjarnar-
bíói Færeyskt ferðatívolí sem er
samheiti yfir þijú dansverk eftir
þrjá íslenska danshöfunda. Það
er Iistdanshópurinn Uppspuni
sem stendur að sýningunni en
hann samanstendur af þremur
íslenskum dönsurum og danshöf-
undum, Lilju Ivarsdóttur, Katrínu
Ólafsdóttur og Mörtu Rúnarsdótt-
ur, en alls koma fram fimm dans-
arar í sýningunni.
Færeyskt ferðatívolí verður sýnt
alls fímm sinnum. Frumsýning eins
og áður segir sunnudaginn 10. maí
en önnur sýning verður fimmtudag-
inn 14. maí, síðan föstudaginn 15.
maí, laugardaginn 16. maí og loka-
sýningverður sunnudaginn 17. maí.
Sýningarnar hefjast allar kl.
20.30.
1'
I
I
I