Morgunblaðið - 09.05.1992, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAI 1992
19
Svar frá siðanefnd BÍ
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá siðanefnd Blaða-
niannafélags íslands með ósk um
birtingu:
Haukur Holm, fréttamaður Bylgj-
unnar, gerir í Morgunblaðinu 7.-
maí athugasemdir við niðurstöðu
og vinnubrögð siðanefndar Blaða-
mannafélags íslands vegna svokail-
aðs Sandgerðismáls. í málinu kærir
Barnaverndarráð nokkra starfs-
menn fjölmiðla fyrir umfjöllun um
viðkvæmt deilumál um forsjá barns.
Kvartanir Hauks eru einkum tvær.
Önnur er sú að honum hafi ekki
verið kunnugt um að hann væri
meðal hinna kærðu fyrr en úrskurð-
ur nefndarinnar féll. Hin er sú að
siðanefndin hafi ekki gefið honum
kost á að gera grein fyrir máli sínu
eins og henni beri að gera sam-
kvæmt siðareglum.
Um fyrra atriðið er þess að geta
að í upphaflegri kæru Barnavernd-
arráðs var Sigurveig Jónsdóttir
fréttastjóri kölluð ein til ábyrgðar
fyrir fréttaflutningi Bylgjunnar. Á
hinn bóginn er það hefð í blaða-
mennsku, sem kæranda er ókunn-
ugt um, að blaðamaður beri sjálfur
ábyrgð á því sem hann sendir frá
sér sem frétt þótt yfirmenn hans
beri á því endanlega ábyrgð. Þar
með er galli á kærunni. Siðanefnd
■ EFTIRFARANDI ályktun var
samþykkt á fundi stjórnar BSRB
7. maí 1992: „Stjórn BSRB krefst
þess að efnt verði til þjóðarat-
kvæðagreiðslu um hugsanlega aðild
íslands að Evrópsku efnahags-
svæði, EES. Á 36. þingi BSRB var
samþykkt að beina þeim tilmælum
til ríkisstjórnar og Alþingis að þjóð-
aratkvæðagreiðsla fari fram áður
en endanlegar ákvarðanir verði
teknar í þessu afdrifaríka máli sem
varðar þjóðina alla.“
tekur með ýmsu móti á slíkum göll-
um á kærum. Stundum leiðbeinir
hún kærandanum. Hún er ekki
dómstóll með þeim föstu reglum
sem fylgja opinberu réttarfari, held-
ur einungis nefnd sem stéttarfélag
hefur kosið sér til að vera til nokk-
urrar leiðsagnar í störfum stéttar-
innar. í máli Barnaverndarráðs lét
néfndin sér nægja að líta á megin-
efni kærunnar — fréttaflutning
Bylgjunnar — og kallaði síðan þá
til ábyrgðar sem hana bera sam-
kvæmt hefðum í blaðamennsku.
Um síðara atriðið er þess að geta
að í þessu máli, eins og stundum
áður, fór siðanefnd þá leið að æskja
skriflega greinargerða frá hinum
kærðu fjölmiðlum í stað þess að
kalla alla þá sem hlut áttu að máli
á fund nefndarinnar. Þegar þetta
er gert gengur nefndin að því vísu
að öllum sem málið er skylt á við-
komandi fjölmiðli sé fullkunnugt
um kæruna, og eins um svarið við
henni af hálfu fjölmiðilsins. Jafn-
framt gengur hún að því vísu að
fréttamenn þekki sjálfir hefðir
stéttar sinnar um ábyrgð í starfi.
Skriflegt svar Sigurveigar Jóns-
dóttur fyrir hönd fréttastofu Bylgj-
unnar er meðal annars greinargerð
fyrir vinnubrögðum Hauks Holm.
Með þessu svari Sigurveigar lítur
nefndin svo á að ákvæðum 6. grein-
ar siðareglna um greinargerð af
hálfu kærða hafi verið fúllnægt. Á
hinn bóginn er nefndinn ljóst að vel
má færa rök að því að hún hefði
átt að kalla Hauk Holm á sinn fund.
En að fengnu svari fréttastofu
Bylgjunnar er vandséð hveiju það
hefði breytt um úrslit málsins.
Fyrir hönd siðanefndar,
Halldór Halldórsson,
varaformaður.
ÞAKKIR
Þakkir tjái ég vinum og velunnurum,
rithöfundum og öðrum ármönnum fagurra lista,
fjölmiðlum, forleggjara mínum og Mosfellíngum,
sem tóku höndum saman um að gera mér dagamun
á afmceli mínu 23. apríl 1992.
Halldór Laxness
Stýrimannaskólanemar
(úr fiskimannadeild)
útskrifaðir 1967
Ákveðið er að hittast á næstunni í tilefni skólaslita skólans
22. maí. Hringið og tilkynnið þátttöku til einhvers eftirtalinna
aðila: Gunnars í síma 92-68370, Bubba í síma 91-73494 eða
Guðfinns í síma 98-33744.
SKIPUIAG
Í GARÐINUM
Stanislas Bohic, garða-
hönnuður veitir ókeypis
ráðgjöf hjá okkur um
helgina laugardag og
sunnudag kl. 14-18.
Verið velkomin.
Opið alla daga frá kl. 9-22.
Sími 68 90 70
Sýningar í Háskólabíói
laugardag 9. maí, sunnudag 10. maí og mánudag 11. maí.
Aðgangur ókeypis!
Heimildarkvikmynd ífjórum hlutum um sögu átgerðar og
sjávarútvegs íslendinga frá árabátaöld fram á okkar daga.
1. hluti - Frá árum til véla (-1918) Kl. 16:30
2. hluti - Bygging nýs íslands (1920 -1950) Kl. 17:40
3. hluti - Baráttan um fiskinn (1950-1989) Kl. 18:45
4. hluti - Ár í útgerð (1989) KL 19:50
ERLENDUR SVEINSSON
SIGURÐUR SVERRIR PÁLSSON
ÞÓRARINN GUÐNASON
VILHELM G. KRISTINSSON
. . LIFANDIMYNDIR H.F.fyrir
LANDSSAMBAND
ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA
Handrit, stjórn:
Kvikmyndagerð:
Hljóð: . ......
Þulur: ........
Framleiðsla:
tíj/ :'w