Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992 Sendiherra Kanada á íslandi: Tengdamóðir kymili mér Eddukvæðin — segir Robert E. Pedersen en eiginkona hans er Vestur-Islendingnr ROBERT E. Pedersen sendi- herra Kanada á íslandi var nýlega staddur hérlendis til að kynna sér íslensk málefni og ræða við ráðamenn um ýmis sameiginleg hagsmuna- mál landanna. Robert er einn- ig sendiherra í Noregi og stað- settur í Osló. Eiginkona hans, Geraldine Theresa Pedersen, er Vestur-íslendingur en tengdamóðir hans, Sigríður Guðbjörg Krisljánsdóttir frá ísafirðij fluttist vestur um haf 1926. „Eg er ekki alveg ókunn- ur Islandi og sögu þess því tengdamóðir mín kynnti mér Eddukvæðin og ýmislegt fleira um land og þjóð,“ segir Robert í samtali við Morgun- blaðið. Og sjálfur er hann af norskum ættum þannig að hann telur að hann hafi vart getað fengið ánægjulegri stöðu en þá sem hann hefur nú þar sem fjölskylda hans á rætur að rekja til beggja þessa landa. Robert E. Pedersen er verk- fræðingur að mennt en hefur um þriggja ára skeið starfað við ut- anríkisviðskiptaráðuneyti Kanada með alþjóðleg fjármál sem sérsvið. Þar á undan starf- aði hann víða í sendiráðum Kanada erlendis, m.a. Kína og Japan. Hann var skipaður sendi- herra íslands og Noregs í desem- ber á síðasta ári. „Heimsókn mín til Islands nú er aðallega vegna þess að mér er nauðsynlegt að kynnast sem best ráðamönnum og afla mér þekkingar á landinu," segir Ro- bert. „Þessar tvær þjóðir, ísland og Kanada, eiga margt sameig- inlegt og má þar nefna að báðar eru í Atiantshafsbandalaginu og hafa oftast nær tekið sömu af- stöðu til mála sem fjallað hefur Robert E. Pedersen sendiherra er kunnur landi og þjóð þar sem kona hans er af íslenskum ætt- um. verið um á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Og ekki síst eiga þess- ar þjóðir svipaðra hagsmuna að gæta á sviði fiskveiða og vernd- unar fiskistofna í hafinu kringum þær.“ Hvað sjávarútveginn varðar kemur fram í máli Roberts að Kanadamenn hafa nú þungar og vaxandi áhyggjur af þróun mála rétt utan við 200 mílna lögsögu þeirra undan Nýfundnalandi, þ.e. á Miklabanka, en þar hafa togar- ar einkum frá Spáni og Portúgal stundað rányrkju á fískistofn- um.„Okkar skoðun er sú að um mikla ofveiði sé að ræða, aðalega á þorski, á þessum slóðum og að stofninn sé í mikilli hættu,“ segir Robert. „Sjálfír höfum við brugðist við þessu með því að minnka verulega kvóta á okkar skipum sem haft hefur í för með sér atvinnuleysi á Nýfundnalandi og lokanir frystihúsa á undanför- numn árum. En það gengur hvorki né rekur að fá aðrar þjóð- ir sem veiðar stunda þarna til að viðurkenna vandann eða taka á málum hjá sér.“ Robert segir að næsta skref hjá Kanadamönnum sé að bera þetta vandamál upp á umhverfis- málaráðstefnunni í Ríó sem ha]d- inn verður í ár. Þar ætli Kanada- menn að reyna að fá samþykkta ályktun þess efnis að vernda beri betur en gert hefur verið fiskistofna á úthöfum þar sem þrengt er að þeim eða þeir of- veiddir. „Sjálfír getum við ekkert gert fyrir utan 200 mílna mörkin á Miklabanka og því verðum við að freista þess að bera þetta mál upp á alþjóðlegum vettvangi," segir Robert. I máli Roberts kemur fram að Islendingar hafí stutt við bak- ið á Kanadamönnum í sjávarút- vegsmálum, m.a. hvað varðar San Diego samkomulagið um fiskveiðar á úthöfum og hann vonar að íslendingar haldi áfram þessum stuðningi. „Að mínu mati hefur verið gott samkomu- lag milli þessara landa á undan- förnum áratugum og ég mun kappkosta fyrir mitt leyti að halda því við,“ segir Robert. „Allavega hafa samskipti mín við stjórnvöld hérlendis verið ákaflega ánægjuleg hingað til.“ Þetta mun í fyrsta sinn sem Robert fær stöðu í Evrópu á ferli sínum innan kanadíska stjórn- kerfísins og hann segir það ánægjulega tilbreytingu að vera nú kominn í starf þar sem ekki þarf að leysa nein aðkallandi vandamál. Heimsklúbbur Ingólfs: F egurð og furður Afríku MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs: „Lokakynning Heimsklúbbsins á ferðum ársins í fjarlægar álfur fer fram á Hótel Sögu á morgun, sunnudaginn 10. maí, kl. 16. Þar mun forstjórinn, Ingólfur Guð- brandsson, segja frá starfsemi klúbbsins og lýsa í stórum dráttum undirbúningi og undirtektum við ferðum síðla sumars og í haust, en nú eru ýtarlegar áætlanir um þær allar komnar út og sumar þeirra nánast uppseldar. Meðal þeirra er listaveislan mikla á Italíu í ágúst og Malaysíu, Borneo, Sin- gapore og Penang í nóvember. Ekki þykir ferðin til Japans í sept- ember síður spennandi, en þá er líka komið við á Filippseyjum, Ta- iwan og í Thailandi. Á kynning- unni á morgun verður þó lögð áhersla á furður Afríku, eins og þær koma fyrir augu ferðamanna í Suður-Afríku, sem að mati þeirra er þekkja, þykir eitt fegursta land heimsins og landsmenn kynna und- ir kjörorðinu „heill heimur í einu landi“, sakir óendanlegrar fjöl- breytni í háttúrunni. Ferðin hefst 7. október á aðal- blómatíma ársins og stendur í 18 daga. Flogið er í einum áfanga frá London til Jóhannesarborgar, þar sem m.a. mestu gullnámur heims- ins eru skoðaðar. Að lokinni dvöl í Jóhannesarborg og heimsókn til höfuðborgarinnar Pretoriu, er haldið í safari -ferð í Kruger-þjóð- garðinn að skoða mestu villidýra- lendur heimsins. Þeir sem reynt hafa, telja það einhveija ánægju- legustu reynslu ævinnar á ferða- lögum. Síðan liggur leiðin suður í sérstæða fjallafegurð Drekafjalla, áður en haldið er til Durban í Natal-héraði, sem er stærsti bað- staður Afríku við Indlandshaf. Eft- ir Qögurra daga hvíldardvöl á Maharani-hótelinu hefst þriggja daga ferðalag eftir „Blómaleiðinni" svonefndu á suðurströnd Afríku, sem þykir ein fegursta akstursleið í heimi. Þar er stansað á mörgum áhugaverðum stöðum, s.s við „Big tree“, eitt stærsta tré heimsins, í strútabænum Oudtshoom, í Kango-hellum, við Skeljaflóa og í blómabænum Calendon. Ferðinni lýkur í Cape Town, Höfðaborg, þar sem Hollendingurinn Jan van Ri- ebeck setti á stofn birgðastöð fyrir Hollenska Austur-Indíafélagið ár- ið 1652, en þar stendur nú ein fegursta borg heimsins undir Borð- fjallinu fræga. Eftir siglingu sína umhverfís jörðina kallaði Sir Francis Drake Góðrarvonarhöfðann „fegursta höfða heimsins". Allt héraðið er sem aldingarður, og þaðan koma sum bestu vín heimsins. Sérstök tilfínning grípur þann sem stendur á suðurodda höfðans, Cape Point, og sér úthöfin mætast, þar sem sægarparnir miklu beittu seglum sínum í leit að sjóleiðinni til Ind- lands. Heimsókn á vínbæina er líka heillandi. Ekkert Iand Afríku er jafnþróað og Suður-Afríka, sem býður auk fegurðar sinnar hinn besta aðbún- að fyrir ferðamenn á ótrúlega lágu verði. Verðlagið fer samt snar- hækkandi og hafa mörg hótel hækkað verð sitt um 50% frá fyrra ári vegna mikillar eftirspurnar og verðbólgu í landinu. Spennandi er að skoða Suður-Afríku einmitt núna á tímum örra breytinga, því að telja verður að aðskilnaðar- stefnan og viðskiptahöftin heyri sögunni til. Fá önnur lönd hefðu þolað það jafnvel og Suður-Afríka, vegna þess hve landið er auðugt af náttúrugæðum og sjálfu sér nóg á flestum sviðum. Áætlun um ferð- ina verður afhent á kynningunni á : 1 % . >.« . ■■.!§ j|| Íii& J|ff| 11 Fiðluleikararnir f.v. Heiðrún Gréta Heiðarsdóttir, íina Þöll Jónsdótt- ir og Kristín Benediktsdóttir. Þrennir tónleikar í Islensku óperunni TÓNLISTARSKÓLINN í Reykja- vík heldur þrenna tónleika í Is- lensku qperunni næstu daga og eru þeir burtfararpróf fiðluleik- aranna Heiðrúnar Grétu Heið- arsdóttur, Imu Þallar Jónsdóttur og Kristínar Benediktsdóttur frá skólanum. Sunnudaginn 10. maí kl. 14.00 leikur íma Þöll Jónsdóttir Rómönsku í F-dúr op. 50 eftir Beet- hoven, Sónötu nr. 3 í d-moll op. 108 eftir Brahms, Vetrartré eftir Jónas Tómason og La Primavera og L’Estate eftir Vivaldi. Steinunn Birna Ragnarsdóttir leikur með á píanó og strengjasveit skipuð nem- endum í skólanum aðstoðar undir stjórn Guðnýjar Guðmundsdóttur. Mánudaginn 11. maí kl. 20.30 leikur Heiðrún Gréta Heiðarsdóttir við undirleik Snorra Sigfúsar Birg- issonar píanóleikara Fjögur róm- antísk lög op. 75 eftir Dvorák, Ciacconu úr Partítu nr. 2 í d-moll eftir J.S. Bach, Sónötu fyrir fíðlu og píanó eftir Leos Janácek og Sónötu nr. 7 op. 30 fyrir fíðlu og píanó. Þriðjudaginn 12. maí kl, 20.30 leikur Kristín Benediktsdóttir við undirleik Kristins Arnar Kristins- sonar píanóleikara Sónötu í e-moll K. 304 eftir Mozart, Moto perpetuo eftir Novácek, Sónötu í c-moll op. 45 eftir Grieg og Pólska kaprisu eftir Bacewicz. Einnig leikur hún Konsert nr. 1 í a-moll fyrir fíðlu Úr safari-ferð í Kruger-þjóð- garðinum í Suður-Afríku. Hótel Sögu, ásamt lukkumiða, en hann gildir sem happdrættismiði í ferðahappdrætti, sem allir gestir á ferðakynningum Heimsklúbbsins eru þátttakendur í, og verður dreg- ið í lok kynningarinnar um ferða- vinning að upphæð kr. 150.000. Aðgangur að kynningunni er ókeypis en kaffíveitingar seldar við inngang." (Fréttatilkynning) og hljómsveit eftir J.S. Bach og aðstoðar strengjasveit skipuð nem- endum í skólanuin. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Gunnar Dal. Bók eftir Gunnar Dal VÍKURÚTGÁFAN hefur gefið út bók eftir Gunnar Dal, sem heitir Hin vísindalega heims- mynd . Bókin, sem er 71 blaðsíða, skipt- ist í 11 kafla: Hvað var fyrst, Stóra- sprengja, Vetrarbrautir, Vetrar- brautin, Er líf á öðrum hnöttum?, Hvað er ljós?, Sólkerfið, Hvað er svarthol?, Hvað er efni?, Hvernig breytist efni í líf? og Framtíð heims- ins. Þetta er 46. bók Gunnars. Árið 1983 kom út bókin Heimsmynd okkar tíma 1983. Bókin Hin trúar- lega heimsmynd kom út 1990, Heimsmynd listamanns, upphaf skáldskapar og lista 1991 og heims- mynd heimspekinnar 1991. Síðar á þessu ári er svo fyrirhuguð útgáfa á enn einni bókinni í þessum flokki: Heimsmynd sagnfræðinnar. Bókin Hin vísindalega heims- mynd er unnin í Prentsmiðjunni Odda hf.. -----»-■♦ ♦ Bæklingur um sumarstarf BÆKLINGURINN „Sumarstarf fyrir börn og unglinga 1992“ er kominn út og er honum dreift til allra aldurhópa í skólum Reykjavíkurborgar um þessar mundir. í bæklingi þessum er að finna upplýsingar um framboð félaga og borgarstofnana á starfi og leik fyrir börn og unglinga í borginni sumarið 1992. Starfsþættir þeir sem um getur í bæklingnum eru fyrir aldurinn 2-16 ára. Flest atriði snerta íþrótt- ir og útivist en einnig eru kynntar reglulegar skemmtisamkomur ungs fólks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.