Morgunblaðið - 09.05.1992, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAI 1992
28
Borgíirstjórn felur fé-
lagsmálaráði að fjalla
um vanda bágstaddra
BORGARSTJÓRN samþykkti í fyrrakvöld að fela félagsmálaráði
að fjalla um vanda bágstaddra einstaklinga í borginni og selja
fram tillögur til að bregðast við honum. Tillagan var lögð fram
í framhaldi af umræðum sem spunnust um tillögu Alfreðs Þor-
steinssonar um að Félagsmálastofnun yrði falið að undirbúa stofn-
un og rekstur skýlis, þar sem bágstöddum yrði úthlutað matarg-
jöfum.
Alfreð sagði að svo virtist sem
raunveruleg fátækt væri til staðar
í Reykjavík. Allstór hópur einstakl-
inga stæði fyrir utan kerfið og nyti
ekki þeirrar aðstoðar sem Félags-
málastofnun hefði upp á að bjóða.
Hér væri um að ræða einstæð gam-
almenni, vegalausa unglinga og
utangarðsfólk.
Þessir einstaklingar fengju ekki
mat reglulega og brýnt væri að
Félagsmálastofnun kæmi til skjal-
anna, hugsanlega í samvinnu við
kirkjuna eða líknarfélög, og starf-
rækti skýli, þar sem úthlutað yrði
matargjöfum til bágstaddra.
Nokkuð skiptar skoðanir voru um
það á fundinum hvernig best væri
að haga aðstoð við bágstadda.
Kristín Ólafsdóttir lagði til að fé-
lagsmálaráði yrði falið að fjalla um
vandann og setja fram tillögur til
að bregðast við honum og var það
samþykkt samhljóða.
Samþykkt um sljórn Reykjavíkurborgar:
Tillögu um endurskoðun
vísað frá í borgarstjórn
TILLÖGU Elínar G. Ólafsdóttur um að samþykkt um stjórn Reykja-
víkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar yrði tekin til endurskoð-
unar var vísað frá á fundi borgarsljórnar í fyrrakvöld. Frávísunin
var studd þeim rökum að samþykktin byggði á lýðræðislegum regl-
um sem reynst hefðu vel.
í tillögu Elínar var talað um að þyrfti mál sem ágreiningur væri
sérstaklega þyrfti að taka á þremur um í borgarráði fyrir og afgreiða á
atriðum. Kveða yrði á um skyldu undan fundargerðum einstakra
borgarstjómar til að efna til at- nefnda og ráða á borgarstjórnar-
kvæðagreiðslu um einstök mál ef fundum.
tíundi hluti kosningabærra borg- í frávísunartillögu sem Katrín
arbúa eða þriðjungur borgarfulltrúa Fjeldsteð flutti fyrir hönd borgar-
æskti þess. Taka yrði af tvímæli fulltrúa Sjálfstæðisflokks kom fram
um að fundir tiltekinna nefnda og að stjórnkerfi borgarinnar væri
ráða borgarinnar yrðu haldnir í virkt og lýðræðislegt og hefði reynst
heyranda hljóði og auglýstir í sam- Reykvíkingum vel. Tillagan væri
ræmi við gildandi reglur og að taka því óþörf.
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson.
Mmntust félaganna, sem fórust fyrir 50 árum
HÓPUR bandarískra skipveija af bandaríska
varðskipinu Hammilton, sem fórst við Garðskaga
1942 eða fyrir réttum 50 árum, kom til íslands
til þess að minnast slyssins, en skipið varð fyrir
tundurskeyti þýsks kafbáts. Hátt á þriðja tug
skipveija fórust, en fjölda manns var bjargað
af íslenzkum fiskibátum sem komu á slysstað.
Hinir bandarísku félagar afhjúpuðu í fyrradag
minningarskjöld um þá sem fórust við Garð-
skagavita, en héldu að því búnu með varðskipinu
Óðni á slysstað, þar sem fram fór minningarat-
höfn. Með í ferðinni voru nokkrir af bjargvættum
Bandaríkjamannanna, sem vörpuðu blómum í
sjóinn, eftir að prestur hafði farið með bæn.
Þrjár sýningar á Kjarvalsstöðum
Margrét Zóphóníasdóttir sýnir glerlistaverk í vesturforsalnum.
Á KJARVALSSTÖÐUM standa nú
yfir þrjár ólíkar sýningar sem eiga
að standa til 17. maí.
í vestursal stendur yfir sýning á
grafíkverkum eftir japanska sam-
tímalistamenn. Þessi sýning kemur
í kjölfar sýningar á japanskri nútíma-
list sem var í safninu í fyrrasumar.
Á grafíksýningunni eru verk eftir
listamenn víðsvegar í Japan og eru
verkin bæði hefðbundin japönsk
myndgerð og viðfangsefni úr nútím-
anum.
Þá stendur yfir sýning á teikning-
um Kjarvals. Eru það hluti þeirra
verka sem Kjarval ánafnaði Reykja-
víkurborg á sínum tíma auk verka
sem safnið hefur eignast á síðustu
árum.
Þriðja sýningin sem nú stendur
yfir á Kjarvalsstöðum, er sjöunda
ljóðasýningin í samvinnu við Ríkisút-
varpið. Nú eru til sýnis ljóð Kristjáns
Karlssonar. Eru ljóðin stækkuð upp
og límd á veggi eða glugga, eins og
um myndverk væri að ræða.
Auk þessara sýninga, er sýning á
glerlistaverkum Margrétar Zóphóní-
asdóttur í vesturforsal. Þeirri sýn-
ingu líkur um helgina.
Nissan srórsQningar
flhuregri. SauOárhröhi
Heflavlh og Reghjavlh.
Nú um helgina veröur
stórsýning á Nissan
bílum frá kl. 14-17
á fjórum stöðum á
landinu, Sigurði
Valdimarssyni
Akureyri, íþróttahúsinu
Sauðárkróki,
IMI55AN
Frábær verð
Verðdæmi: Nissan
Sunny stallbakur SLX
1BOO cc 4ra dyra
16 ventla vél,
4ra þrepa sjálfskipting,
aflstýri, samlæsingar á hurðum,
rafdrifnar rúöur, upphituð sæti
og margt, margt fleira
Staðgreiðsluverð er kr. 1.014.000
Bílakringlunni Keflavík
og að Sævarhöfða 2
Reykjavík. Á Akureyri
verðurt.d. boðið
uppá reynsluakstur
Nissan Patrol diesel
—-----—