Morgunblaðið - 09.05.1992, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992
MI5 njósn-
ar um IRA
BRESKU’leyniþjónustunni MI5
hefur verið falið að afla gagna
um hryðjuverkastarfsemi írska
lýðveldishersins (IRA) en lög-
reglan hefur haft þann starfa
hingað til. Kenneth Clark, inn-
anríkisráðherra Bretlands,
sagði í gær að leyniþjónustan
bvggi yfir mikilli reynslu og
þekkingu eftir áralangt starf
að því að fyrirbyggja hryðju-
verk á alþjóðavettvangi og yrði
sú þekking nú notuð til þess
að reyna að draga vígtennurnar
úr IRA.
Walesa vill
meiri völd
LECH Walesa Póllandsforseti
hvatti til þess í þingræðu í gær
að forsetanum yrði fært aukið
framkvæmda-
vald og sagði
að sníða ætti
embætti hans
að franskri
fyrirmynd.
Walesa sagði
að pólska
þjóðin horfðist
nú í augu við
stöðnun og stjómleysi vegna
valdabaráttu milli þingsins og
minnihlutastjórnar Jans
Olszewskis. Á miðvikudag
felldi þingið fjárlagafrumvarp
stjórnarinnar.
*
Ihaldsmenn
vinna sigur
BRESKI íhaldsflokkurinn vann
stórsigur í bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningum sem fram
fóru í fyrradag. Þegar einungis
var eftir að telja atkvæði í
tveimur sveitarstjómum höfðu
íhaldsmenn fengið 3.780 menn
kjörna í 207 bæjar- og sveitar-
stjómum í Englandi, Skotlandi
og Wales. Bætti flokkurinn við
sig 309 sætum frá síðustu
kosningum fyrir fjómm árum.
Úrslitin eru áfall fyrir Verka-
mannaflokkinn sem tapaði nú
364 sveitarstjórnarmönnum.
Hlaut íhaldsflokkurinn 45% at-
kvæða, Verkamannaflokkurinn
30% og Ftjálslyndir 19% en
þeir unnu einnig á, bættu við
sig 63 sætum. Leiðtogar Verk-
amannaflokksins kenndu
dræmri kjörsókn um ófarir sín-
ar en hún var nánast sú sama
og endranær eða um 40%. i
einni sveit í suðurhluta Wales
var hún þó aðeins 1,5%.
Ómælanlegur
efnahagsvandi?
LEWIS Preston, forseti Al-
þjóðabankans, segir að enginn
geti gert sér fulla grein fyrir
efnahagsvanda fyrrum sovét-
lýðvelda en þó væri nú talið að
þau þyrftu á a.m.k. 34 milljarða
dollara efnahagsaðstoð (rúm-
lega 2.000 milljarða ÍSK) að
halda á næsta ári til þess að
mæta brýnustu þörfum. Ríki
heims hafa héitið Rússum 24
milljarða efnahagsaðstoð á
þessu ári en að sögn Prestons
er áætlað að önnur samveldis-
ríki þurfí um 20 milljarða doll-
ara aðstoð í ár.
37 bíða bana
í uppþotum
KYRRÐ var komin á í Afríku-
ríkinu Malawi í gær eftir fjög-
urra daga uppþot gegn harð-
stjórn Kamuzu Banda forseta
þar sem a.m.k. 37 manns biðu
bana. Flestir féllu er lögregla
hóf skothríð á þúsundir manna
sem mótmæltu harðstjórn
Banda með verkföllum. Banda
hefur stjórnað með harðri hendi
í Malawi í 28 ár en hann er
talinn vera 93 ára gamall.
N agor no-Karabakh:
Síðasta vígi
Azera fallið
Moskvu. Reuter.
SVEITIR Armena í Nagorno-
Karabakh gerðu í gær mikla
árás á síðasta vígi Azera í hér-
aðinu þrátt fyrir vopnahléið,
sem undirritað var samdægurs
í íran. Að sögn azerska varnar-
málaráðuneytisins voru bar-
dagarnir mjög blóðugir en ekki
var vitað nákvæmlega um
mannfall.
Armenska fréttastofan Pro
Armenia staðfesti árásina og
sagði, að hún hefði verið gerð til
að þagga niður í eldflauga- og
stórskotaliðsvopnum Azera í bæn-
um Shusha, sem er aðeins í fárra
km fjarlægð frá Stepanakert, höf-
uðstað Nagorno-Kara’oakhs.
Héldu Armenar uppi mikilli skot-
hríð á hann í fyrrinótt en réðust
síðan til atlögu í birtingu.
Levon Ter-Petyrosjan, forseti
Armeníu, og Yagub Hamedov,
starfandi forseti Azerbajdzhans,
undirrituðu vopnahléssamninginn
í Teheran í gær en hann tekur
raunar ekki formlegt gildi fyrr en
næsta föstudag. Ætla íranskir eft-
irlitsmenn og fulltrúar RÖSE,
Ráðstefnunnar um öryggi og sam-
vinnu í Evrópu, að fylgjast með
framkvæmd samningsins en sam-
kvæmt honum verður aflétt við-
skiptabanni á Nagorno-Karabakh.
Iransstjórn hefur reynt að miðla
málum í deilu Azera og Armena
og í gær undirritaði hún vináttu-
samning við bæði ríkin. Þá var
einnig samið um gassölu írana til
þeirra beggja og önnur viðskipti.
Reuter.
Aftaka úti á götu
Lögreglumaður skýtur til bana leyniskyttu úr röðum múslima á götu úti í bænum Brcko í Bosníu í gær.
Leyniskyttan hafði tekið þátt í árás á bílalest serbneskra flóttamanna í norðurhluta Bosníu.
Töfðu repúblikanar fyrir lausn gíslanna í Iran?:
Upptökur á samtölum Reagans
og Irana finnast í New York
New York. Reuter.
BANDARÍSKA alríkislögregl-
an, FBI, hefur afhent rann-
sóknarnefnd fulltrúadeildar
< • »■- ■
"'í ' ý
s* 11
Reuter
Endeavour til bjargar gervihnetti
Nýrri geimskutlu Bandaríkjamanna, Endeavour, var skotið á loft
frá Canaveralhöfða á fimmtudag. Sex karlmenn og ein kona í áhöfn
geimskutlunnar hafa það hlutverk að bjarga geryihnetti sem fór út
. af braut sinni í um 370 km hæð yfír jörðu og stýra honum inn á
réttan sporbaug í um 36.000 km hæð yfir Brasilíu. Þetta er í fyrsta
sinn sem geimskutlu er skotið á loft í Bandaríkjunum síðan geim-
skutlan Challenger fórst í flugtaki 1986.
Bandaríkjaþings upptökur af
leynilegum hlerunum á sam-
tölum sem sögð eru vera meðal
annars á milli Ronalds Reagans,
þáverandi forsetaframbjóðanda
repúblikana, og íransks manns.
Upptökurnar geta hugsanlega
skorið úr um hvað sé hæft í
ásökunum þess efnis að repú-
blikanar hafi talið írönsk stjórn-
völd á að sleppa ekki bandarísk-
um gíslum sem voru í haldi í
Teheran fyrr en að loknum for-
setakosningum árið 1980.
Um er að ræða tíu klukkustunda
langar upptökur á segulböndum
sem hafa verið geymd í vöruhúsi
í New York í rúman áratug. Þau
fundust í fyrri hluta aprílmánaðar.
Að sögn heimildarmanna innan
FBI hafði leit að segulböndunum
staðið í þijár vikur samfleytt og
tóku 80 alríkislögreglumenn þátt
í henni. Heimildarmennirnir upp-
lýstu ekki um efni samræðnanna
á segulböndunum.
Kosningabarátta forsetafram-
bjóðenda repúblikana og demó-
krata 1980 snerist að miklu leyti
um lausn bandarískra gísla í Te-
heran. Gíslarnir voru leystir úr
haldi á sömu stundu og Reagan
sór embættiseið sem forseti
Bandaríkjanna.
Reagan hefur þvertekið fyrir að
hafa reynt að tefja fyrir lausn gísl-
anna. Hann kveðst þvert á móti
hafa reynt að stuðla að því að
þeir yrðu leystir úr haldi. Varafor-
setaefni Reagans í forsetakosning-
_unum 1980 var George Bush, nú-
verandi Bandaríkjaforseti.
Heimildarmennirnir kváðust
ekki geta gefið skýringu á því
hvernig á því stæði að FBI hefði
hlerað símtök forsetaframbjóðand-
ans, en þeir töldu líklega skýringu
vera þá að viðmælandi Reagans
hefði verið undir eftirliti alríkislög-
reglunnar. Yfirheyrslur rannsókn-
arnefndarinnar liefjast í næsta
mánuði.
Mikill fjárlagahalli í Noregi
Ósló. Rcuter.
HALLINN á fjárlögum norska ríkisins verður 34% meiri á
fjárlagaárinu en búist hafði verið við eða sem nemur um 370 millj-
örðum ÍSK. Er aðalástæðan minni tekjur af olíusölu en miklu
meiri útgjöld vegna atvinnuleysisbóta.
í fjárlagatillögum stjórnarinnar
frá því í desember var gert ráð
fyrir, að olíufatið seldist á 20,4
dollara en í raun hefur það verið
18,7 dollarar og engin hækkun
fyrirsjáanleg. Er þessi tekjumissir
næstum eina ástæðan fyrir aukn-
ingu fjárlagahallans og aðrar
fjárlagaspár standast nokkurn
veginn. Almennt stafar fjárlaga-
hallinn hins vegar af miklum út-
gjöldum og tilraunum stjómvalda
til að draga úr atvinnuleysi en það
er nú nærri 5,6% og það mesta
frá stríðslokum.
Búist er við, að fjárfesting í
öðrum iðnaði en olíuiðnaði minnki
um 2% á árinu en Sigbjörn John-
sen fjármálaráðherra sagði, að
stefnt væri að 25% aukningu olíu-
vinnslunnar á tímabilinu 1991 til
’96. Vegna þess meðal annars er
staðið við fyrri spár um 2,5% hag-
vöxt árlega fram til 1996 og allt
bendir til, að greiðslujöfnuðurinn
vérði áfram hagstæður.
Kosningar á
Filippseyjum:
Herinn hót-
ar uppreisn-
armönnum
valdbeitingn
Manila. Reuter.
YFIRMAÐUR hers Filippseyja,
Lisandro Abadia hershöfðingi,
skipaði í gær hermönnum sínum
að vera hlutlausir í kosningunum
í landinu á mánudag og sagði
að herinn myndi beita valdi ef
uppreisnarmenn reyndu að
trufla þær.
Þetta eru fyrstu fijálsu kosning-
arnar í landinu frá 1969. Kosninga-
baráttan hefur farið fremur frið-
samlega fram en óttast er að blóð-
ug átök kunni að blossa upp á kjör-
dag.
Þetta eru viðamestu kosningar
sem efnt hefur verið til á Filippseyj-
um. 80.000 manns eru í framboði
til 17.000 embætta, allt frá forseta-
embættinu til sæta í héraðsráðum.
Sjö frambjóðendur eru í forseta-
kosningunum og samkvæmt skoð-
anakönnunum virðist enginn þeirra
hafa náð afgerandi forystu. Coraz-
on Aquino forseti er ekki í fram-
boði en hún styður Fidel Ramos,
fyrrverandi varnarmálaráðherra.
Helstu keppinautar hans eru Mir-
iam Santiago, fyrrverandi dómari,
Ramon Mitra, forseti þingsins, og
auðjöfurinn Eduardo Cojuangco,
sem er sagður hafa verið einn af
helstu stuðningsmönnum Ferdin-
ands Marcos, fyrrverandi einræðis-
herra landsins. Ekkja hans, Imelda
Marcos, hefur lítið fylgi, ef marka
má kannanir.