Morgunblaðið - 09.05.1992, Qupperneq 31
U\M
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992
31
Aðalfundur Rastar:
Bændur ættu að
leita réttar síns
Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit.
ROST, Samtök um eflingu landbúnaðar og byggðar í landinu hélt
fyrsta eiginlega aðalfund sinn í Laugaborg síðastliðinn sunnudag.
Norðurland:
Hafnir sameinast um
mengunarvamimar
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Starfsmenn norðlenskra hafna kynntu sér í gær hvernig fást á við
mengun í sjó af völdum olíu og var farið með varðskipinu Ægi út
á Pollinn þar sem sýnd var notkun flotgirðinga.
HAFNIRNAR á Norðurlandi
munu í sameiningu kaupa meng-
unarvarnarbúnað, sem gert er
ráð fyrir að kosti um 10 milljónir
króna. Fljótlega verður farið að
leita tilboða í búnaðinn og er
gert ráð fyrir að hann verði tilbú-
inn til notkunar næsta haust. Með
tilkomu búnaðarins verður bætt
úr brýnni þörf, en fram til þessa
hafa hafnirnar elcki verið vel
tækjum búnar til að bregðast við
mengunaróhöppum í höfnum.
Fyrirhugað er að koma upp
mengunarvarnarbúnaði við fjór-
ar hafnir á Norðurlandi. Starfs-
menn hafnanna á svæðinu kynntu
sér m.a. meðferð flotgirðinga og
fleytiefna á námskeiði sem þeir
sóttu á Akureyri í gær.
Guðmundur Sigurbjörnsson hafn-
arstjóri á Akureyri sagði að hafnim-
ar á Norðurlandi myndu koma sér
sameiginlega upp mengunarvarnar-
búnaði, en um er að ræða 22 hafn-
ir frá Hvammstanga í vestri til
Vopnafjarðar í austri. Þessar hafnir
ætla sér að reka búnaðinn sameigin-
lega, en þær teljast til sama svæðis
hvað þessi mál varðar.
Fljótlega verður leitað tilboða í
búnaðinn sem fyrirhugað er að
kaupa, en þar er um að ræða flot-
girðingar og fleytiefni sem notuð
eru þegar upp koma óhöpp vegna
olíumengunar. Ekki er fyllilega ljóst
hvað búnaðurinn mun kosta, en
lausleg kostnaðaráætlun hljóðar upp
á um 10 milljónir króna. Umhverfis-
ráðuneytið greiðir 75% kostnaðar,
en hafnirnar sameiginlega 25%.
Reiknað er með að hlutur hafnanna
verði um 2,5 milljónir króna og
munu þær greiða í hlutfalli við íbúa-
fjölda á hveijum stað. Þannig má
Sauðárkrókur:
gera ráð fyrir að Akureyrarhöfn
muni greiða um 1,2 milljónir, en
minnstu upphæðimar koma í hlut
smæstu hafnanna og er gert ráð
fyrir að t.d. Grímseyingar og Bakk-
firðingar greiði um 10 þúsund krón-
ur vegna kaupa á búnaðinum.
Mengnarvamarbúnaði verður
komið fyrir í ijórum höfnum á Norð-
urlandi og verður landshlutahöfn á
Akureyri þar sem mesti búnaðurinn
verður til staðar, svæðishafnir verða
á Sauðárkróki, Sigiufirði og Þórs-
höfn. Á Akureyri er gert ráð fyrir
að verði um 300 metra flotgirðing,
en við hinar hafnirnar þijár verða
til staðar um 120 metra langar girð-
ingar. Komi upp mengunaróhöpp
við þær hafnir þar sem ekki er til
búnaður verður hann fluttur á milli
og munu þá einn til tveir starfsmenn
fylgja búnaðinum, en þeir munu
verða þjáifaðir í að fást við slík
óhöpp.
í gær var haldið námskeið á
Akureyri þar sem mönnum var
kynnt hvemig fást á við mengun í
höfnum af völdum olíu og sóttu það
30 manns sem starfa við hafnimar
á Norðurlandi. Farið var með varð-
skipinu Ægi út á Pollinn þar sem
sýnd var notkun flotgirðinga og
fleytiefnabúnaðar, sem notaður er
við að ná upp olíu úr sjó.
„Það er óhætt að segja að ástand-
ið verður allt annað þegar við höfum
yfir að ráða þeim búnaði sem fyrir-
hugað er að kaupa og mér finnst
menn vera jákvæðir fyrir þessum
hlutum. Þetta er skynsamleg leið
til áð eignast þennan búnað,“ sagði
Guðmundur.
Undirbúningur að byggingu
þjónustuíbúða fyrir aldraða
Sauðárkróki.
Á síðastliðnu hausti, þann 8. október, skipaði bæjarstjórn Sauðár-
króks nefnd til að vinna að undirbúningi þjónustuíbúða fyrir aldr-
aða. I nefndinni áttu sæti Ilalldór Þ. Jónsson, formaður nefndarinn-
ar, Jón Karlsson, ritari, og Sæmundur Á. Hermannsson.
Nefndin hefur nú lokið störfum og hefur afhent bæjan-áði „Grein-
argerð um störf og tillögur nefndarinnar", og verða tillögurnar lagð-
ar fyrir bæjarstjórnarfund næstkomandi þriðjudag.
Sigurður Líndal lagaprófessor
fylgdi úr hlaði skýrslu sem hann
hefur unnið að undanfarin fjögur
ár og nefnist „Stjórnkerfi búvöru-
framleiðslunnar og stjórnskipan ís-
lands,“ og sagt hefur verið frá í
Morgunblaðinu.
Uppistaðan í þessum félagsskap
eru bændur sem fóru illa út úr
kvótaskiptum á sínum tfma og fóm
að tilmælum stjórnvalda og drógu
úr framleiðslu sjálfviljugir og einnig
þeir sem breyttu mjólk- og eða
sauðfjárbúmarki í nautakjötsbú-
mark, sem stjórnvöld gerðu sér lítið
fyrir og felldu út með einu penna-
striki.
í máli Sigurðar Líndal kom fram
að þeir inenn sem urðu fyrir slíku
á sínum tíma ættu hiklaust að leita
réttar síns fyrir dómsstólum.
Stjórn Rastar skipa nú Ámundi
Loftsson, Lautum, Reykjadal, Sig-
fús Jónsson, Söndum, Miðfirði og
Kári Þorgrímssson, Garði II, Mý-
vatnssveit. Benjamín
Samkvæmt tillögum nefndar-
manna gera þeir ráð fyrir að stofn-
að verði félag eldri borgara á Sauð-
árkróki, og verði eitt af markmiðum
félagsins að standa að byggingu
þjónustuíbúða fyrir þessa íbúa bæj-
arins.
Til þess að ná þessu markmiði
er boðað til almenns kynningar-
fundar í Safnahúsinu á Sauðárkróki
mánudaginn 4. maí nk. kl. 17.30,
en þar verða frummælendur þeir
Ásgeir Jóhannesson úr Kópavogi
og Gunnar Björnsson frá Bæ, en
þessir tveir hafa báðir komið veru-
lega að byggingarmálum aldraðra
á Reykjavíkursvæðinu.
Nefndin gerir ráð fyrir, að þegar
félag eldri borgara hefur verið
stofnað gangist Sauðárkróksbær
fyrir stofnun byggingarfélags í
samvinnu við félagið, en markmið
byggingarfélagsins verði að und-
irbúa o g byggja á Sauðárkróki þjón-
ustuíbúðir fyrir aldraða; að ráðstafa
þeim íbúðum sem byggðar verða
með sölu kaupleigu eða leigu til
eldri borgara; að vera eignaraðili
að þeim íbúðum sem ekki verða
seldar; að kaupa, endurselja eða
endurleigja þær íbúðir sem losna;
að aðstoða þá sem selja vilja íbúðir
sínar til kaupa á ibúðum hjá félag-
inu.
Þá gerði nefndin tillögur um und-
irbúning og framkvæmdir, stað-
setningu bygginga og um fjár-
mögnun og rekstur.
Nefndin leggur áherslu á að íbúð-
irnar séu vel staðsettar, þær verði
vandaðar en án íburðar og við hönn-
un verði þess gætt að fyrirfram
ákveðinn rammi um byggingar-
kostnað ráði hönnun, en hönnun
ráði ekki byggingarkostnaði.
Morgunblaðið/Rúnar >ór
Tölvutæki opna nýja verslun
Tölvutæki opnuðu nýlega stærstu verslun landsins á sviði skrifstofu-
tækja og tölvubúnaðar, á Furuvöllum 5. Þar verða á boðstólum skrif-
stofutæki af öllum gerðum, skrifstofuhúsgögn, tölvur og tölvuþjón-
usta, eins og netbúnaður og uppsetning á hugbúnaði og fleira auk
rekstrarvara, símar og símstöðvar. Þá rekur fyrirtækið öfluga viðgerð-
arþjónustu. Fyrirtækið keypti stærstan hluta hússins við Furuvelli og
á efri hæð þess mun Tölvufræðslan verða til húsa frá og með næsta
hausti, en Tölvutæki eiga hlut í Tölvufræðslunni. Á myndinni eru
eigendurnir, Jón Magnússon, Katrín Hermannsdóttir, Jón Ellert Lárus-
son, Svandís Jónsdótir, Rúnar Sigurðsson, Guðrún Jónsdóttir og Lár-
us Jónsson.
- BB.
MYNDLISTASKOLIN N
Á AKUREYRI
Myndlistaskólinn á Akureyri auglýsir inntöku
nýrra nemenda í fornámsdeild veturinn
1992-1993.
Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu skólans,
Kaupvangsstræti 16.
Allar nánari upplýsingar veittar í síma
96-24958.
Umsóknarfrestur er til 26. maí.
Skólastjóri.