Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAI 1992
Meðferðarheimilið Tindar
Sérhæfð meðferð fyrir unglinga í vímuefnavanda
eftir Einar Gylfa
Jónsson
Að undanförnu hefur verið tals-
verð umræða í þjóðfélaginu um
málefni þeirra barna og ungmenna
sem standa höllum fæti og þurfa
sérstakrar aðstoðar við. M.a. hefur
athyglin beinst að unglingum í vímu-
efnavanda. Sumt af því sem sagt
hefur verið um þessi mál er þess
eðlis, að ég tel fulla ástæðu til að
útskýra fyrir almenningi hvernig
meðferðarheimilið að Tindum starf-
ar og hvers vegna meðferðarstarf
af því tagi sem þar fer fram er nauð-
synlegt. Líkt og í öðrum vestrænum
þjóðfélögum hefur vímuefnaneysla
unglinga verið vaxandi vandamál
hér á landi. í öðrum löndum hefur
m.a. verið brugðist við þessu með
því að koma á fót sérstökum með-
ferðarstofnunum fynr yngsta
aldurshópinn. Mér er ekki kunnugt
um að það sé nokkurs staðar talinn
fýsilegur kostur að blanda saman
meðferð unglinga í vímuefnavanda
og fullorðinna alkóhólista. - Þar
með er ég ekki að gera lítið úr ágætri
viðleitni áfengisdeilda ríkisins og
SAA til að hjálpa hluta þessa hóps
meðan ekki voru til sérhæfð úrræði
á þessu sviði. - Það er meira en
áratugur síðan fólk sem starfar að
unglingamálum fór að vekja athygli
á þörfinni fyrir sérstakt meðferð-
arúrræði fyrir 13-18 ára unglinga
í vímuefnavanda. Ymsar stjómskip-
aðar nefndir komust að sömu niður-
stöðu.
í ágúst 1989 ákvað þáverandi rík-
isstjóm að fela Unglingaheimili rík-
isins rekstur meðferðarheimilis fyrir
unga vímuefnaneytendur. Var þetta
gert að fengnum tillögum samstarfs-
nefndar ráðuneyta í ávana- og fíkni-
efnamálum sem hafði kannað þessi
mál rækilega og skoðað ýmsar
mögulegar lausnir. Vel var staðið
að undirbúningi og voru fjórir starfs-
menn sendir til Bandaríkjanna í
starfsþjálfun vegna þessa viðfangs-
efnis. - 3. janúar 1991 komu fyrstu
vistmennimir að Tindum.
Meðferðin á Tindum er í ýmsu lík
____________Brids_______________
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Afmælishátíð Bridsfélags
Reykjavíkur
Afmælishátíð Bridsfélags Reykja-
víkur er nú í sjónmáli. Ljóst er að
þijú af bestu bridslandsliðum heims
sækja okkur heim og spila iandsleiki
við heimsmeistarana okkar. Frá Bret-
landi koma Tony Sowter, Roman
Smolski, Tony Forrester og Andy
Robson. Frá Svíþjóð koma Anders
Morath, Sven-Áke Bjerregard, P.O.
Sundelin og Bjöm Fallenius. Pólska
liðið verður skipað Cezary Balicki,
Adam Zmudzinski, Krzysztof Jassem
og Dariusz Kowalski.
Afmælishátíðin hefst miðvikudag-
inn 27. maí kl. 19.30 með firmasveita-
keppni. Verða spilaðar 10 umferðir,
þijár á miðvikudeginum og sjö á
fimmtudeginum. Byijað verður að
spila kl. 10 fímmtudaginn 28. maí og
áætluð mótslok um miðnætti. Spilað
verður eftir Monrad-kerfi og er öllum
heimil þátttaka.
Keppnisgjald er 12 þúsund kr. á sveit.
Verðlaun eru 150, 100 og 50 þúsund
kr.
Föstudaginn 29. maí verður slagur
risanna. Spilaðar verða þijár umferð-
ir, tuttugu spila leikir.
Laugardaginn 30 maí kl. 10 hefst
fjögurra umferða tvímenningur sem
spilaður verður með Michell-fýrir-
komulagi og er þátttaka öllum opin.
Þar verða útlendingamir að sjálfsögðu
því sem gerist á meðferðarstöðvum
fyrir fullorðna alkóhólista: Athygl-
inni er fyrst og fremst beint að
neysluvandanum, lögð áhersla á
mikilvægi bindindis eftir meðferð,
grunnhugmyndir AA-samtakanna
eru hafðar að leiðarljósi í meðferð-
arstarfínu, stofnanadvölin sjálf er
tiltölulega stutt, meðferðin er blanda
af hópvinnu, einstaklingsmeðferð og
fræðslu og fleira mætti telja.
Samvinna við fjölskýldur
Hins vegar eru áherslurnar á
Tindum í veigamiklum atriðum sér-
stakar og lagaðar að sérþörfum
unglinganna. Þar ber fyrst að nefna
áherslu á samstarf við fjölskylduna.
Fjölskyldan er höfð með í myndinni
frá fyrstu stundu. Þannig mæta for-
eldrar á innskriftarfund í tengslum
við komu skjólstæðingsins. Að lok-
inni greiningu er hafður fundur með
unglingi og foreldrum, þar sem skýrt
er frá niðurstöðum greiningarinnar
og settar fram tillögur um framhald-
ið. í hverri viku er fjölskyldukvöld
þar sem fjölskyldur þeirra unglinga
sem eru í meðferð koma og miðla
hvert öðru af reynslu sinni. Auk
þess er á u.þ.b. 6 vikna fresti sér-
stök fjölskylduvika, en þá koma fjöl-
skyldur unglinganna 5 daga í röð,
hlýða á fræðslufyrirlestra, taka þátt
í umræðum um jafnt almenn mál-
efni sem sértæk atriði sem tengjast
hverri einstakri fjölskyldu. Foreldrar
eru einnig viðstaddir þegar ungling-
urinn útskrifast úr meðferðinni og í
eftirmeðferðinni eru 2 fjölskyldu-
kvöld í mánuði.
Þar sem meðalaldur skjólstæðing
okkar er rúm 16 ár er að sjálfsögðu
mikilvægt að hafa fjölskylduna með
í ráðum í meðferðinni. í mörgum
tilvikum eru tengsl unglingsins við
fjölskylduna orðin afar erfið þegar
hann kemur til meðferðar og því
mikilvægt að bæta þau. í öðrum til-
vikum eru ýmsir aðrir örðugleikar í
fjölskyldunni, auk vímuefnavanda
unglingsins, sem mikilvægt er að
komi upp á yfirborðið svo hægt sé
að takast á við þá. í öllum tilvikum
er þessi áhersla á samstarf við fjöl-
með. Spilað verður í Perlunni og spil-
aðar tváer umferðir á laugardag og
sunnudag. Þátttökugjald er 10 þúsund
krónur fyrir almenna spilara en 7
þúsund fyrir félagsmenn BR, og er
hádegisverður innifalinn á laugardag.
Glæsileg verðlaun eru í boði. Fyrir
fyrstu verðlaun eru 120 þúsund kr.,
önnur verðlaun 90 þúsund, þriðju verð-
laun 75 þúsund kr. þá 50 þúsund, 30
þúsund, 20 þúsund, 15 þúsund og
fyrir 8. sætið verða 10 þúsund kr.
verðlaun.
Skráning í bæði þessi mót er hafin
hjá Bridssambandinu og eru félagar
BR og aðrir sem áhuga hafa beðnir
að tilkynna þátttöku hið fyrsta en það
mun auðvelda mótshöldurum skipu-
lagningu mótsins.
Lokahóf afmælishátíðar Bridsfélags
Reykjavíkur verður í ráðhúsinu á
sunnudagskvöldið en þar verða afhent
verðlaun fyrir keppnir hátíðarinnar.
Frá Skagfirðingum
Spilað var í einum riðli síðasta
þriðjudag, í eins kvölds tvímennings-
keppni deildarinnar. Úrslit urðu (efstu
pör):
Hjálmar S. Pálsson - Hólmsteinn Arason 268
Höskuldur Gunnarsson - Erlendur Jónsson 245
RagnarJónsson-JónS. Ingólfsson 227
Ásthildur Sigurgísladóttir - Lárus Amórsson 223
Kjartan Jóhannsson - Helgi Hermannsson 222
ÁrmannJ.Lárusson-ÓlafurLárusson 222
Spilað verður næstu tvo þriðjudaga
í Drangey, en Sumarbrids hefst mánu-
daginn 18. maí í Sigtúni 9.
skyldurnar nauðsynleg til að létta á
þeirri sektarkennd sem gjaman
þjakar foreldra unglinga í vímuefna-
vanda og glæða hjá fjölskyldunum
trú á að hægt sé að vinna sig útúr
þeim vanda sem við blasir.
Uppeldi og kennsla
Á Tindum fer ekki einungis fram
vímuefnameðferð, heldur er veruleg
áhersla lögð á hinn uppeldislega
þátt. Skjólstæðingar Tinda byijuðu
að neyta vímuefna á barnsaldri og
vegna neyslu sinnar hefur mikilvægt
þroska- og mótunarskeið í lífi þeirra
farið forgörðum. Sérhæfð meðferð
fyrir unglinga í vímuefnavanda hlýt-
ur að taka sérstakt mið af þessu og
leggja áherslu á einstaklingsbundinn
stuðning, aga og reglur ásamt
fræðslu og leiðbeiningum varðandi
mikilvæga þætti unglingsáranna.
Allir unglingar sem dvelja á Tind-
um eiga kost á keniislu 4 daga vik-
unnar og er kennslan sniðin að þörf-
um hvers og eins. Margir unglingar
í vímuefnavanda standa höllum fæti
gagnvart skólanum og sumir þeirra
eru raunar dottnir út úr skólakerf-
inu. Því er þessi þáttur afar mikil-
vægur, ekki einungis fyrir þá sem
eru á grunnskólaaldri, heldur einnig
hina sem eldri eru og þurfa leiðsögn
Á námsefni grunnskólans.
Eftirmeðferð
Þótt dvölin á Tindum taki einung-
is 10-14 vikur, spannar meðferðin
engu að síður yfir mun lengri tíma,
allt að ári. Að lokinni meðferðinni
að Tindum tekur við eftirmeðferð í
6-9 mánuði. Unglingurinn mætir 4
daga vikunnar til að byija með, en
síðan fækkar skiptunum eftir því
sem frá líður. í eftirmeðferðinni er
unglingurinn studdur til að takast á
við hið daglega líf allsgáður, auk
þess sem hann nýtur stuðnings og
felagslegs samneytis við hina ungl-
ingana sem eru að feta sömu braut
og hann sjálfur. Eftirmeðferðin er í
Síðumúla 13, í sama húsi og skrif-
stofa Unglingaheimilisins og Ungl-
ingaráðgjöfin.
Guðmundur Páll Arnarson og
Þorlákur Jónsson urðu að Iáta
sér lynda annað sætið í íslands-
mótinu í tvímenningi þrátt fyrir
góða stöðu fyrir síðustu umferð-
ina. Guðmundur Páll var sann-
spár þegar hann sagði síðustu
tvær umferðirnar vera hin raun-
verulegu úrslit - hinar 29 um-
ferðirnar væru bara undirbún-
ingsvinna. Þeim félögum tókst
hins vegar ekki að fylgja þessu
eftir og töpuðu mótinu með
minnsta mun.
Einar Gylfi Jónsson
„Mér er ekki kunnugl
um að það sé nokkurs
staðar talinn fýsilegur
kostur að blanda saman
meðferð unglinga í
vímuefnavanda og full-
orðinna alkóhólista.“
Dýrt úrræði
Það er óumflýjanlegt að meðferð
á unglingum í vímuefnavanda sé
hlutfallslega dýrari en meðferð full-
orðinna alkóhólista. Eins og frá var
greint hér að framan þurfa ungling-
ar ýmis sérstök úrræði sem kosta
peninga, unglingameðferðin krefst
meiri mannafla og meðferðareining
fyrir unglinga þarf helst að vera
mun minni en meðferðareining fyrir
fullorðna. Leitast er við að hafa
hópinn sem dvelur á Tindum hveiju
sinni ekki stærri en 8-10 einstakl-
inga. Ástæður þessa eru fyrst og
fremst þær, að skjólstæðingarnir eru
svo ungir og þurfa verulega ein-
Bridsfélag Reykjavíkur
Magnús Olafsson og Björn Ey-
steinsson hafa nú örugga forystu í
tvímenningnum en nú er lokið 29
umferðum af 35.
Staðan.
Bjöm Eysteinsson - Magnús Ólafsson 186
SigfúsOrnÁmason-JónHjaltason ' 160
Ragnar Magnússon - Páll V aldimarsson 151
Sverrir Ármannsson - Matthías Þorvaldsson 132
GunnlaugurKristjánss.-HróðmarSigurbjöms. 120
Símon Símonarson - Sverrir Kristinsson 113
BemódusKristinsson-GeorgSverrisson 106
GylfiBaldursson-SigurðurB.Þorsteinsson 95
Hæsta skor síðasta kvöldið:
SigfúsÖrnÁmason-JónHjaltason 70
Guðmundur Baldursson - Guðbjöm Þórðarson 63
BemódusKristinsson-GeorgSverrisson 61
Bjöm Eysteinsson - Magnús Ólafsson 45
Bridsfélag hjóna
Nú er 10 umferðum af 11 lokið í
sveitakeppninni og er staða efstu
sveita þannig:
Sveit stig
Drafnar Guðmundsdóttur 198
Ólafíu Þórðardóttur 184
Huldu Hjálmarsdóttur 183
Dóru Friðleifsdóttur 172
Eddu Thorlacius 168
Gróu Eiðsdóttur 164
Hinn 19. maí verður síðasta umferð
spiluð og er það jafnframt síðasta
spilakvöld vetrarins. Laugardaginn
23. maí verður aðalfundur félagsins
og árshátíð haldinn í Naustinu og
hefst kl. 17 stundvíslega, upplýsingar
veitir Aðalheiður í síma 42075 og
Júlíus í síma 22378.
staklingsumönnun. Sumir þeirra
vistast á Tindum gegn vilja sínum
og gerir meðferð slíkra skjólstæð-
inga að sjálfsögðu sérstakar kröfur
til starfsfólksins. - Vissulega væri
hægt að setja á fót tiltölulega ódýra
meðferðareiningu með mörgum
plássum og lítilli mönnun. Slík með-
ferðareining gerði þær kröfur til
skjólstæðinganna að þeir hefðu ein-
lægan áhuga á að stunda meðferð-
ina, þyrftu litla sem enga einstakl-
ingsmeðferð og ekki væri mikið svig-
rúm til að telja þeim hughvarf sem
hygðust hlaupast á brott úr meðferð-
inni. Fljótlega myndi slík meðferðar-
stofnun þróast út í að sinna fyrst
og fremst ungu fóki (20-30 ára).
Verst staddi hópurinn yrði útundan
af þeirri einföldu ástæðu að það
væri ekki til mannafli til að sinna
honum. Þeir sem telja sig geta sinnt
þessum verst stadda hópi unglinga
á umtalsvert hagkvæmari hátt en
við gerum á Tindum eru einfaldlega
að blekkja sjálfa sig.
Hvers vegna Unglingaheimili
ríkisins?
En því skyldi Unglingaheimili rík-
isins sjá um þessa meðferð? Hvers
vegna ekki SÁÁ eða áfengisdeildir
ríkisins sem hafa langa reynslu af
áfengismeðferð? — Að mínu mati
eru meginrökin fyrir því að
Unglingaheimili ríkisins reki sér-
hæfða meðferð fyrir unglinga í
vímuefnavanda eftirfarandi:
1. 13-18 ára unglingar eru á
bamaverndaraldri og heyra þar af
leiðandi undir barnaverndarlög. Þeir
sem eru undir 16 ára eru ekki sjálf-
ráða og þarf að hafa sérstakt sam-
ráð við barnaverndaryfirvöld varð-
andi vistun þeirra á meðferðarstofn-
_ unum. Auk þess hafa barnaverndar-
yfirvöld sérstakar skyldur gagnvart
unglingum til 18 ára aldurs.
Unglingaheimili ríkisins er sam-
kvæmt reglugerð sérstakt meðferð-
arúrræði fyrir þennan aldurshóp. —
Þetta er hin lagalega hlið sem ég
hygg að staðfesti það viðhorf þorra
fólks, að börnum og ungmennum í
vanda beri sérstök umönnun og það
sé óeðlilegt að hafa þennan aldurs-
hóp í meðferð með fullorðnu fólki.
2. Unglingaheimili ríkisins sam-
anstendur af 5 meðferðardeildum,
auk Tinda eru það Unglingaráðgjöf-
in sem sinnir göngudeildarmeðferð,
Móttökudeildin sem sinnir bráðavist-
unum og rannsóknarvistunum, Með-
ferðarheimilið Sólheimum 7 sem
sinnir langtímameðferð og Sambýlið
Sólheimum 17 þar sem unglingar
sem ekki geta dvalið heima hjá sér
fá stuðning. Auk þess hefur stjórnar-
nefnd Unglingaheimilisins faglegt
eftirlit með meðferðarheimilinu að
Torfastöðum og er samvinna milli
Torfastaða og annarra deilda
Unglingaheimilisins um málefni ein-
stakra skjólstæðinga. Loks er að
geta náins samstarfs við Einholts-
skóla, sem er sérskóli fyrir unglinga
sem standa höllum fæti í skólakerf-
inu og sinnir skjólstæðingum
Unglingaheimilisins sérstaklega.
Innan þessara meðferðareininga er
löng reynsla af meðferð unglinga í
vanda og nýtast þessi úrræði skjól-
stæðingum Tinda á margvíslegan
hátt.
Gott samstarf
Að lokum er vert að geta þess,
að frá upphafi hefur verið lögð
áhersla á gott samstarf við alla þá
sem tengjast meðferðarmálum ungl-
inga í vímuefnavanda með einhveij-
um hætti: Félagsmálayfirvöld,
barnavemdarnefndir, lögreglu, skól-
ana, barna og unglingageðdeild, hús
Rauða krossins, áfengisdeildir ríkis-
ins, Vímulausa æsku og SÁÁ. Að
mínu mati er samstarf þessara aðila
afar mikilvægt og er það einlæg von
mín að það megi eflast og dafna í
framtíðinni.
Höfundur er forsijóri
Unglingaheimilis ríkisins.
BILASYNINGIDAG KL. 10-14
Komiö og skoöið 1992 árgeröirnar af MAZDA !
SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK S.61 95 50