Morgunblaðið - 09.05.1992, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992
40
Kveðjuorð:
Ásgeir Beinteins■
son píanóleikari
Fæddur 30. september 1929
Dáinn 5. apríl 1992
Við fráfall Ásgeirs Beinteinsson-
ar getur manni orðið vant þeirra
orða sem spanni til fulls öll þau
hugrenningatengsl og minningar
sem upp í hugann koma eftir nær-
fellt fjörutíu ára kynni. En andlát
hans kom ekki á óvart. Hann var
búinn að berjast hetjulega við bana-
mein sitt í meira en ár; og kannski
var aðdragandinn að dauða hans
enn lengri, ef tekið er með í reikn-
inginn allt það sem lamað getur
löngun manna og lífsþrótt í mót-
streymi tímans og tíðarandans.
Sumir menn læra ekki að dansa
eftir því skrýtna hljómfalli og að
ýmsu leyti var hann einn af þeim.
Eg kynntist honum skömmu eftir
að þann kom heim frá tónlistamámi
á Ítalíu haustið 1955. Það var í
gegnum sameiginlega vini tónlistar-
innar. Eitt hið fyrsta sem ég tók
eftir í fari hans var það, hvað hann
var í rauninni dulur og ómannblend-
inn, þrátt fyrir langa dvöl erlendis.
Hann var fjarri því að hleypa hveij-
um sem var inná sig, og hann var
í rauninni mikill aristókrat bæði að
eðlisfari og vegna uppeldis. Líklega
er óhætt að segja, að hann hafi
haft músíkalskan smekk hvers og
eins að drjúgum mælikvarða á það
hvort hann teldi það ómaksins vert
að kynnast viðkomandi eða um-
gangast hann að nokkru ráði. Og
það er varla rangari mælikvarði en
hver annar.
Við heimkomuna haustið 1955
hélt hann einleikstónleika og hlaut
geysigóða dóma. Sumir höfðu við
orð að Chopfn-túlkun hans væri á
heimsmælikvarða og á næstu árum
kom hann oft fram, m.a. með Sin-
fóníuhljómsveit íslands og nokkrum
sinnum sem meðleikari söngsveita,
en hliðraði sér hjá því að leika með
ærið misjöfnum einsöngvurum; þar
setti hann takmörk.
Á þessum árum voru stór verk-
efni fyrir klassíska píanista ekki
eins mörg og síðar hefur orðið, og
þótt undarlegt kunni að virðast, þá
var Ásgeir ekki mjög umfram um
að skapa sér slík tækifæri. Það var
engu líkara en hann hefði óbeit á
frægð. Hann hóf fljótlega píanó-
kennslu og stundaði hana meðan
kraftar leyfðu. Árum saman kenndi
hann við Tónlistarskólann í Reykja-
vík, en einnig á Akranesi um skeið,
auk þess sem hann stundaði mikla
einkakennslu um áratugi og hefur
í tímans rás verið leiðbeinandi
margra þeirra sem nú eru þekktir
píanistar. Þess vegna er það, að
þeim er nú tekið að fækka sem
minnast hans sjálfs sem píanista
frá þeim árum er hann var uppá
sitt bezta, því að aldrei var gefin
út nein hljómplata með píanóleik
hans, og ég efast um að mikið af
slíku hafi varðveist í hljóðritunum.
Má vera, að Ríkisútvarpið eigi þó
eitthvað varðveitt. Sjálfur á ég ein-
hvers staðar upptöku með túlkun
hans á Dvorák, minnir mig, tekna
við léleg skilyrði sumarið 1972. Þá
mun hann hafa leikið í eitthvert
síðasta sinn opinberlega.
Þegar ég kynntist Ásgeiri Bein-
teinssyni fyrst, fannst mér hann
bera með sér blæ suðrænnar menn-
ingar, bæði til orðs og æðis. Það
rifjast upp fyrir mér, að hann gekk
þá gjaman með ítalska alpahúfu,
en lagði hana þó brátt af, því að
honum þótti hún vekja óþarfa at-
hygli í höfuðstað sjötta áratugarins;
ég sá hann aldrei setja upp höfuð-
fat síðar, sama hvernig viðraði.
En það var fleira sem manni
fannst framandi í fari hans og lífs-
viðhorfum. Hann hafði í rauninni
alist upp í vemduðu umhverfi sem
barn, því hann var astmasjúklingur
í æsku þótt hann ynni sem betur
fer bug á því ofnæmi í tímans rás.
En sökum þess hversu heilsuveill
hann hafði verið ungur, og þar af
leiðandi losnað við líkamlega
áreynslu og brauðstrit, þá vissi
hann varla hvað h'fsbarátta var fyrr
en hann kom heim frá námi. En
þá kynntist hann henni líka, þótt
hann skildi hana e.t.v. aldrei til
fulls og væri máski of mikill Iista-
maður í eðli sínu til að gaumgæfa
hana nema sem allra minnst. Hann
átti svo vissulega þau auðævi sem
mölur og ryð granda ekki, og stund-
um var sá innri gróður ótæpilega
vökvaður gullnum tárum þeirra
þrúgna sem vaxa í yl og anganblæ
suðrænna landa.
Mér fannst hann alla tíð vera
einskonar suðrænn gestur hér norð-
urfrá, sem hefði komið hingað og
orðið hér innlyksa fyrir illa glettni
örlaganna. Má vera að hann hafí
gert rangt í því að setjast ekki að
ytra strax að loknu námi. Hann fór
þó oft og iðulega í utanlandsferðir,
stundum í aðrar heimsálfur, og kom
jafnan endurnærður til baka. Hann
vildi flytja sumarið að sunnan heim
með sér. Á meðan hann hafði stór-
an suðurglugga á íbúð sinni rækt-
aði hann þar fjölbreyttar blómateg-
undir af mikilli natni. Myndlistar-
áhugi hans var líka mikill, og held
ég mér sé óhætt að segja, að þá
tegund listar hafí hann metið næst
tónlistinni, enda er hvorug þessara
listgreina háð viðjum breytilegra
þjóðtungna. Hann talaði oft um alla
þá myndlist, sem hann hafði séð á
Italíu og víðar, myndlist frá ólík-
ustu menningarskeiðum.
Ásgeir var á skólaárum sínum
mikill námsmaður, og einkum lágu
tungumál vel fýrir honum. Heim-
kominn var hann iðulega fylgdar-
maður erlendra ferðahópa vítt og
breitt um landið. Tungumálahæfi-
leikann átti hann ekki langt að
sækja, frekar en tónlistargáfuna
reyndar, því að afí hans var sá
mæti maður sr. Bjarni Þorsteinsson
á Siglufirði, latínumaður mikill, en
mun þó lifa í sögunni öðru fremur
fyrir umfangsmikla þjóðlagasöfnun
sína og kirkjulega helgisöngva.
Með Ásgeiri Beinteinssyni er
genginn einn af ágætustu lista-
mönnum okkar, en ekki síður mik-
ill mannkostamaður sem þeir
kynntust bezt sem umgengust hann
að staðaldri. Hann var allra manna
trygglyndastur og hjálpsamastur,
eftir því sem í hans valdi stóð.
Hann var mjög orðheldinn og
manna þagmælskastur, ef honum
var trúað fyrir því sem ekki átti
að fara lengra. Hann var róman-
tískur að upplagi, og það var í sam-
ræmi við þá tónlist sem hann dáði
hvað mest. En hann var líka mjög
skemmtinn, og gat á góðum stund-
um verið allra manna kátastur.
Þegar hann nú er genginn, þá sakna
ég þess, að svo illa skyldi til takast
að við hittumst aldrei á erlendri
grund, þrátt fyrir þennan langa
kunningsskap. Og þegar ég rifja
upp kynnin, þá var það heldur ekki
oft sem hann lék á hljómborðið fyr-
ir okkur gesti sína. Hann þurfti
þess ekki; og við fórum aldrei fram
á slíkt, það var eins og það væri
ekki viðeigandi. Samt er ekki nema
rúmt ár síðan ég heyrði hann leika
á píanóið í síðasta sinn. Hann var
þá orðinn veikur maður. Hann lék
það undurfagra stef úr 147. kant-
ötu Bachs, sem engum getur
gleymzt.
Slá þú hjartans hörpustrengi,
hrær hvem streng sem ómað fær...
Það eru einmitt þeir strengir sem
halda áfram að óma. Þeir eru sam-
ofnir minningunni um mikinn Iista-
mann og góðan dreng.
Ásgeir Beinteinsson var fæddur
í Hafnarfirði 30. september 1929,
og voru foreldrar hans hjónin Bein-
teinn Bjarnason útgerðarmaður og
Þórunn Sigríður Ágústsdóttir Flyg-
enring. Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri vorið
1950, hóf nám við Tónlistarskólann
í Reykjavík sama haust og lauk
þaðan prófí vorið 1951. Hann
stundaði nám í píanóleik erlendis
næstu fjögur árin, fyrst einn vetur
í Hamborg, en síðan í Róm, þar sem
hann dvaldisttil hausts 1955. Hann
varð síðan píanóleikari og tónlistar-
kennari að ævistarfi.
Hann lézt á Landspítalanum 5.
apríl 1992, og fór bálför hans fram
nokkrum dögum síðar, í kyrrþey,
að hans eigin ósk.
Elías Mar.
Kynni okkar Ásgeirs hófust er
við störfuðum saman við Tónlistar-
skólann á Akranesi um nokkurra
ára skeið. Þau kynni urðu ekki að-
eins að vinskap okkar Ásgeirs, hann
varð brátt vinur allrar fjölskyldunn-
ar, kennari barnanna og sífelld
hjálparhella stækkandi fjölskyldu
ERFIDRYKKJUR
Perlan á Öskjuhlíð
pbkun sími 620200
upp frá því. Ljúft er að minnast
öðlingsins Ásgeirs Beinteinssonar.
Ásgeir fæddist í Hafnarfírði 30.
september 1929, sonur hjónanna
Beinteins útgerðarmanns þar
Bjarnasonar og konu hans, Þórunn-
ar Sigríðar Agústsdóttir Flygen-
ring. Föðurforeldrar Ásgeirs voru
Bjarni Þorsteinsson, sóknarprestur,
þjóðlagasafnari og tónskáld á Siglu-
firði og kona hans, Sigríður Lárus-
dóttir Blöndal; móðurforeldrarnir
Ágúst Flygenring útgerðarmaður
og skipstjóri í Hafnarfirði og hans
kona, Þórunn Stefánsdóttir Flyg-
enring. Ásgeir lést í Landspítalan-
um 5. apríl sL eftir árslanga bar-
áttu við ógnvaldinn krabbamein.
Ásgeir hóf ungur píanónám.
Stúdent varð hann frá Menntaskól-
anum á Akureyri 1950 og lauk
burtfararprófí í píanóleik frá Tón-
listarskólanum í Reykjavik strax
vorið eftir. Við þann skóla naut
hann kennslu Árna Kristjánssonar
samtals um þriggja ára skeið.
Framhaldsnám erlendis stundaði
Ásgeir á árunum 1951-55. Fyrsta
veturinn við Tónlistarháskólann í
Hamborg hjá Eduard Erdman. Hið
raka Hamborgarloft átti illa við
Ásgeir, sem frá barnæsku var veill
fyrir asma. Hann leitaði því suður
á bóginn og nam síðustu þrjú árin
hjá þekktum kannara, prófessor
Rudolf Caporoli í Róm. Að auki
sótti Ásgeir sumarnámskeið píanó-
snillingsins þekkta Edwins Fischer
í Sviss 1953 og 1954. Heim kominn
gerðist Ásgeir kennari við Tónlist-
arskólann í Reykjavík og kenndi
um lengri eða skemmri tíma nokkr-
um af helstu píanóleikurum og pían-
ókennurum þessa lands, þeim sem
nú eru á miðjum aldri.
Virkustu ár Ásgeirs sem píanó-
leikara var áratugurinn frá
1955-65. Frumraun hans var ein-
leikstónleikar á vegum Tónlistarfé-
lagsins í Austurbæjarbíói 17. októ-
ber 1955 með metnaðarfullri efnis-
skrá: Chacconnunni í d-moll eftir
Bach-Busoni, Waldsteinsónötu
Beethovens, þremur prélúdíum eftir
Debussy og etýðum op. 10 nr. 1
og 12 eftir Chopin. Morgunblaðið
greinir frá þessum tónleikum á
baksíðu daginn eftir undir fyrir-
sögninni „Hrifning" ásamt því, að
tónleikarnir verði endurteknir þá
um kvöldið. Nokkrum dögum síðar
birtist gagnrýni í Alþýðublaðinu,
þar segir: „Hin stórglæsilega Etude
Revolutionaire var leikið [sic] með
miklum glæsibrag. Það leynir sér
ekki að Ásgeir Beinteinsson hefur
hlotið tónlistargáfuna í vöggugjöf,
smekklegur flutningur efnisskrár-
innar bar þess órækt vitni...
(Alþbl.26/10 1955). Auk þess að
halda nokkra sjálfstæða píanótón-
leika á þessum árum kom Ásgeir
fram sem einleikari með Sinfóníu-
hljómsveit íslands í jafn ólíkum
verkum og píanókonsert
Tsjækovskíjs í b-moll, Rapsody in
Blue eftir George Gershwin og
fímmta píanókonsert Beethovens.
Um flutning Ásgeirs í síðastnefnda
verkinu ritaði Jón Þórarinsson í
Morgunblaðið: „Ásgeir Beinteins-
son lék einleikshlutverkið í konsert-
inum með ágætri tækni og þeim
tilþrifum, mýkt og innlifun, sem
þetta mikla verk krefst (Mbl. 9/12
1961).“
Vitnað er í ofangreind ummæli
til að sýna, að leikir sem lærðir
voru á einu máli, að með Ásgeiri
Beinteinssyni væri fram kominn
sérlega glæsilegur og áhugaverður
flytjandi. En hvað olli því að ekki
logaði lengur en raun bar vitni á
kyndli þessa efnilega listamanns?
Ásgeir var ekki þeirrar gerðar, að
hann þyldi til langframa álag kon-
sertpallsins. Á honum sannaðist,
að hinir fágætustu tónlistarhæfi-
leikar nægja ekki einir og sér til
langlífís á tónleikapalli. Jafnvel svo
ágætt sambland gáfna og hæfileika
sem Ásgeir hafði; háþróað hryn-
og formskyn, óvenju næm stílkennd
og innsæi í tónlist, hreyfíleikni, ein-
lægur tónlistaráhugi og dugnaður
í ströngu námi dugðu ekki til að
yfirvinna helsta veikleika hans,
sviðsbeyginn, þennan óvin sem óx
og varð brátt sterkari en þessi við-
kvæmi en hæfileikaríki maður fékk
við ráðið. Þessi veikleiki batt ásamt
öðru, sem á eftir fylgdi, enda á
feril hans sem einleikara. í leik
hans vantaði þó hvorki skap né
átök. Sá einleikari sem endist er
líklega sú manngerð, sem sameinar
einshvers konar flókið jafnvægi
milli tónlistargáfna og persónu-
leikaþátta. Ásgeir hafði vísast allt
sem til þurfti, nema hörku hins
sterka egós. Það er þeim mun
raunalegra fyrir þá sök, að á list-
ræna sviðinu hafði hann meira að
gefa en margur sá er „lengra hefur
náð“ samkvæmt almennu mati á
frama og afrekum á listasviðinu.
Oftast er erfítt að átta sig á hvað
er orsök og hvað afleiðing í lífi fólks
og hegðun, jafnvel þeirra sem við
teljum okkur þekkja vel. Ég hygg
þó að áfengisneysla Ásgeirs, sem
vissulega fór úr böndunum er á leið
ferilinn, hafí í upphafi fremur verið
afleiðing þeirrar erfíðu glímu, sem
hann átti í við eigin viðkvæmni og
innri spennu, heldur en frumorsök
þess að hann hvarf af þeirri braut
sem hann hafði markað sér og átti
svo brýnt erindi við. Um 1970 varð
Ásgeir fyrir heilablóðfalli. Þótt hann
jafnaði sig að miklu leyti varð hann
aldrei samur og fyrr. Minni hans,
sem mun hafa nálgast afburða-
minni fyrir áfallið, beið hnekki þótt
ekki ylli neinum erfiðleikum í dag-
legum samskiptum né venjubundn-
um störfum.
Undirritaður þekkir leik Ásgeirs
svo til eingöngu af nokkrum upp-
tökum, sem hann gerði fyrir Ríkis-
útvarpið á þessum ámm. Synd að
þær skuli ekki fleiri, því vinna í
upptökusal virðist hafa átt mun
betur við Ásgeir en hin beina
áhætta tónleikasalarins. Sem ég er
að rita þessi orð hljómar í eyrum
mér Chopin-prógram, líklega hljóð-
ritað um 1960: g-moll ballaðan,
fimm etýður, og scherzóið op. 34 í
cís-moll. Þessi flutningur hlýtur að
vera meðal þess besta sem Ásgeir
gerði. Það er eitthvað óvenju raf-
magnað og spennuhlaðið við þenn-
an leik, nánast hvergi dautt augna-
blik. Öll hámörk virðast tímasett á
nákvæmlega réttum músíkölsku
augnablikum; tæknin ekkert vanda-
mál og „hin breiða syngjandi lína“
vissulega á sínum stað. Þegar að
því kemur að gerður verður safn-
diskur með leik íslenskra píanista
þessara kynslóðar hlýtur leikur
Ásgeirs Beinteinssonar að skipa
sinn sess á þeim diski. Um er að
ræða óvenju lifandi minjar þar sem
er tónlistarflutningur genginna
kynslóða. Því má ekki bregðast, að
Ríkisútvarpið geymi vel hljóðritanir
fyrstu kynslóða íslenskra einleik-
ara.
Sá er þetta ritar kynntist Ásgeiri
ekki fýrr en stærstu umbrotin í lífi
hans voru að baki, að mestu. Sá
Ásgeir sem ég þekkti var fjarri því
að vera bitur manneskja, þvert á
móti var hann einhver jákvæðasti
og umburðarlyndasti maður sem ég
hef kynnst; virtist í betra jafnvægi
og sátt við sjálfan sig, lífíð og með-
bræðurna en flestir aðrir. Hann
naut orðið lífsins án skilyrða: Tón-
listar, fegurðar náttúrunnar, jafnvel
lítilla ómerkilegra hluta; mest af
öllu þó þess að koma færandi hendi
og gleðja aðra. Kannski var hann
einn af sigurvegurunum í lífinu
þrátt fyrir allt. Ásgeir var víða
heima, víðförull málamaður sem
naut þess mjög að ferðast. Ítalíuár-
in höfðu gert hann að aðdáanda
ítalskrar menningar og málið talaði
hann vel. Ef það var eitthvað sem
Ásgéir hataði þá var það helst að
ræða um sjálfan sig og eigin hagi,
enn síður hafði hann skemmtun af
því að ræða ófarir annars fólks.
Ummhyggja hans og áhugi á vel-
ferð vina var hins vegar einlægur.
Það sýndu hringingar hans og
heimsóknir þegar eitthvað bjátaði á
í fjölskyldunni. Ég þekki enga sem
Ásgeiri kynntust, sem ekki var hlýtt
til hans.
Sambýlismaður Ásgeirs og vinur
um árabil var Sturla Tryggvason.
Hann reyndist Ásgeiri trygg stoð
þar til yfir lauk._
Líklega hefði Ásgeir kunnað mér
litlar þakkir fyrir skrif um sig lát-
inn. Áf meðfæddu umburðarlyndi
hefði hann þó látið gott heita að
ég fengi að þjóna eigin lund í þeim
efnum. Við Kristín og börnin sökn-
um hans.
Þórir Þórisson,
tónlistarkennari.
t
INGILEIF ÁRNADÓTTIR
fyrrum húsfreyja á Stóra Ármóti,
Hraungerðishreppi,
lést fimmtudaginn 7. maí sl.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Búnaðarsamband Suðurlands.
t
Ástkær bróðir okkar og mágur,
JÓN GÍSLASON,
Álftröð 7, Kópavogi,
lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 8. maí.
Halldór Gfslason, Sigurborg Jakobsdóttir,
Gunnþóra Gísladóttir,
Stefán Gíslason.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁGÚSTA EBENESERDÓTTIR,
Hlíf, ísafirði,
áður til heimilis á Brunngötu 12,
andaðist í Fjóröungssjúkrahúsinu, ísafirði, aðfaranótt 6. maí.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.