Morgunblaðið - 09.05.1992, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Vinnuafköst þín gætu verið
slök núna eða þú verið kæru-
laus með heilsu þína og mat-
aræði. Heimavinna gæti hent-
að þér í dag. Njóttu öryggis
heimilisins.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú munt eiga góða stund í
vændum í dag hvað varðar
rómantík og áhugamál. I góð-
um hópi mun kunningi þinn
gera þér tilboð, sem þú skalt
ekki taka mark á.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 5»
Heimilisverk og innkaup bera
hæst hjá þér í dag. Þú þarft
að hugsa um framavonir þín-
ar. Gerðu ekki óraunverulegar
kröfur, aðeins það sem þér
er kleift.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
I dag muntu upplifa gleði
vorsins. Njóttu útiveru. Ekki
hlusta á kæruleysislegt tal í
kvöld en vertu kurteis.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Gættu hófs í gjafakaupum.
Þú þarft ekki að gefa dýrar
gjafir til að gleðja vini þína.
Notaðu persónuleika þinn.
Meyja
(23. ágúst - 22. septcmber)
Þetta er góður dagur til að
eyða í góðra vina hópi. Ekki
gleyma þér í ástarævintýri,
haltu þér á jörðunni. Þú gæt-
ir gefíð loforð sem þú getur
ekki staðið við.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þér er betra að vinna á bak
við tjöldin að takmarki þínu
hvað varðar framavonir. Ekki
þvaðra um hluti fyrr en þeir
eru orðnir staðreynd.
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Að starfa í vinahópi gæti ver-
ið gaman í dag. Gættu þín á
að vera ekki of eftirlátur.
Fréttir koma úr fjarlægð.
Gerðu ferðaáætlun.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember)
Gerðu þér grein fyrir réttri
stund og stað til að fjalla um
framamál þín. Þér hættir til
að hafa of mörg jám í eldinum
núna. Einbeittu þér að einu
verkefni í einu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Sumum hættir til að ýkja í
dag, en þú ættir að eiga
ánægjulegan dag og ánægju-
leg samtöl við vini. Leyfðu
hári þínu að vaxa örlítið.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Eyðsla þín þarf að taka enda
núna. Fjármálin þurfa sér-
stakrar aðgætni við. Láttu
ekki ginnast á útsölum.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú hefur áhrif á aðra með
eldmóði þínum. Þú átt góðan
dag í vændum en reyndu að
vera ekki of tilfinninganæm-
ur. Rómantíkin blómstrar.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvól. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staðreynda.
DÝRAGLENS
! SEGDU /yiéfí EJctcT\ I A£> Þsrr/j v£££>! e/m ) 1 AD Þessoai . y \HELQUA1... j / £VCNA NUf Þú AEFUs' 1 VtTAO UM þeS&A • \kEPPNli'/HAÞSAg V//cOej { —^ •“-' s ..Oð£6 SEAi \ Só/Z AB> VE/SÐA \ f ALDREI FEOFH4 - ) KjfOKKS &/C/CJAy
v—
T — \ _
í
?£/c>
IzíL T$m. GRETTIR
TOMMI OG JENNI
LJÓSKA
SMÁFÓLK
fIM SORRVI >
TOOK 50 L0NG..
I WA5 FIXIN6
MY Q06 A
VERY SPECIAL
. DINNEK.. /
Mér þykir leitt hvað ég var lengi ... ég var að búa til alveg sérstakan
málsverð handa hundinum minum ...
Ég held að ég sendi hann til
baka.
________Brids___________
Umsjón ArnórG.
Ragnarsson
Sumarbrids í Reykjavík
ÁRLEGUR Sumarbrids í
Reykjavík, á vegum Brids-
sambands íslands, hefst
mánudaginn 18. maí. Spilað
verður í húsi Bridssambands-
ins að Sigtúni 9. Umsjónar-
menn Sumarbrids í ár, verða
Ólafur og Hermann Lárus-
synir.
Fyrirkomulag verður með þó
nokkru breyttu sniði en verið
hefur undanfarin ár. Til að
byija með verður boðið upp á
Mitchell-fyrirkomulag (tví-
menningur) á mánudögum,
riðlakeppni á þriðjudögum og
fimmtudögum (með gamla lag-
inu) og Mitchell-fyrirkomulag
á laugardögum (tvímenningur).
Á mánudögum opnar húsið
kl. 18 og stefnt verður að upp-
hafi spilamennsku um kl. 19.
Á þriðjudögum og fimmtudög-
um opnar húsið kl. 16.30 og
hefst spilamennska á hveijum
riðli um leið og hann fyllist.
Síðasti riðill fer af stað um kl.
19. Á laugardögum opnar hús-
ið kl. 13 og stefnt verður að
upphafi spilamennsku um kl.
13.30.
Síðar í sumar verður boðið
upp á hraðsveitakeppni (4 spil-
arar) þar sem hver keppni tek-
ur 3 kvöld. til stendur einnig
að bjóða upp á barometer-
keppni á laugardögum, þar sem
keppendur verða fyrirfram
skráðir og spil forgefin. Keppn-
isgjaldi verður stillt í hóf og
verður það sama og verið hefur
í allan vetur, kr. 500 á spilara.
í gangi verður stigakeppni milli
einstakra spilara og sérstök
verðlaun veitt í lok sumars.
Hugsanlegt er að helja spila-
mennsku fyrr að deginum,
komi fram óskir frá spilurum
þar að lútandi. Veitt verður
aðstoð við myndun para á
staðnum, svo enginn þarf að
óttast að hann fái ekki félaga
til samstarfs.
Þriðjudaginn 19. maí verður
Sumarbrids því miður ekki spil-
aður í Sigtúni, heldur í Drang-
ey við Stakkahlíð (sunnan meg-
in við Miklubraut, á móts við
Tónabæ), vegna spilamennsku
í Sigtúni.
Verum öll með frá upphafí
í Sumarbrids 1992. Kynnumst
nýjum andlitum og tökum þátt
í skipulögðum keppnisbrids.
Nýtt fólk er velkomið til spila-
mennsku. Nánari upplýsingar
veitir Ólafur í s. 16538.
(Fréttatilkynning.)
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
í fjögurra þjóða keppni í Can-
nes í Frakklandi í vor kom þessi
staða upp í viðureign franska al-
þjóðlega meistarans Giles Miral-
Íes(2.470) og enska stórmeistar-
ans Julians Hodgsons(2.545),
sem hafði svart og átti leik. Hvít-
ur lék síðast 21. Ddl-d5? og setti
á hrókinn á a8, en hefði betur
látið það ógert:
21. - Dxg5! 22. Dxa8 - Dh6 23.
h3 - De3+ 24. Khl - Dxg3! 25.
hxg4 — Be5 26. Kgl — Dh2+
27. Kf2 - Bg3+
og hvítur gafst upp þar sem hann
hafði skiljanlega ekki lyst á að
virða fyrir sér stöðuna eftir 28.
Ke3 - Dh6+.?