Morgunblaðið - 09.05.1992, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992
47
MITT EIGIÐ IDAHO
B'VER
phoenix
★ ★ ★ ★ „Mynd sem fólk á að sjá.
mynd og líka frumleg, vel gerð og hefur það umfram
flestar myndir í bíó, að geta komið fólki á óvart." -
PRJESSAN
★ ★★ - MBL.
EFTIR LEIKSTJÓRA „DRUGSTORE COWBOY“
Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11. - Bönnuð innan 16 ára.
VIGHOFÐI
Stórmyndin með Robert De Niro
og Nick Nolte.
Sýnd í B-sal
kl. 5, 8.50 og 11.10.
Bönnuð innan 16 ára.
HETJUR
HÁLOFTANNA
Fjörug og skemmtileg mynd
um leikara sem þarf að læra
þotuflug.
Sýnd í C-sal
kl. 5, 7, 9 og 11.
1 1 fagtnclfl
Metsölublaó á hvetjum degi!
Þráskák
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Háskólabíó:
Refskák — „Knight Mo-
ves“.
Leikstjóri Carl Schen-
kel. Aðalleikendur Chri-
stopher Lambert, Diane
Lane, Tom Skerritt,
Daniel Baldwin. Banda-
rísk. Sovereign Films
1992.
Keppni á áskorenda-
móti fyrir heimsmeistara-
einvígið í skák stendur
sem hæst er stórmeistar-
inn Lambért, sigurstrang-
legasti keppandinn, verð-
ur fyrir heldur óskemmti-
legri truflun. Ung og fög-
ur stúlka, aðstoðarmaður
hans, finnst myrt og ber-
ast böndin að Lambert.
Morðinginn lætur ekki
þar við sitja heldur fjölgar
fórnarlömbum hans með
degi hverjum og eru þau
jafnan kvennablómi hinn
mesti. Lögregluniennirnir
Skerritt og Baldwin gruna
skáksnillinginn um
græsku og kemur til sög-
unnar fríðleikskonan og
sálfræðingurinn Lane sem
fær það hlutverk að fylgj-
ast með Lambert. Morð-
inginn, sem bersýnilega
lítur á drápin sem e.k.
skákkeppni, er í daglegu
símasambandi við Lam-
bert og gefur honum ill-
skiljanlegar ábendingar
um næsta ódæði og upp-
hefst nú harla óhugnanleg
þráskák.
Skákheimurimm er
óvenjulegur bakgrunnur
kvikmynda en gæti hins
vegar verið hinn ákjósan-
legasti rammi utanum
þriller sem þennan. Höf-
undar leggja þó furðu lítið
uppúr því spennuþrungna
andrúmslofti sem fylgir
stórmótum og reyndar
skilst manni að Lambert
tefli eins og engill og sé
stikkfrí fyrir álagi voða-
verkanna. Kúnstugt það.
En þrátt fyrir ófáa ann-
marka — því var Lambert
ekki undir stöðugri gæslu
o.s.frv., gengur Refskák
prýðilega upp sem saka-
málamynd af gerðinni
„hver-er-morðinginn“, allt
til lokakaflans þar sem
leikstjórinn skýtur hressi-
lega yfir markið. Þegar
dulunni hefur verið svipt
af morðingjanum — sem
. kemur vissulega á óvart
en er ódýrari lausn en þær
getgátur sem höfundarnir
hafa flækt áhorfandann í
fram að því — reynir hann
að teygja lopann sem mest
hann má í klisjukenndum
bardaga upp á líf og
dauða. Það er að vísu í
anda taflmennskunnar en
allar tilvísanir í þá göfugu
íþrótt eru næsta ómark-
vissar yfir höfuð. Schenkel
er óvenjulegur leikstjóri
sem oft tekst að skapa
magnað andrúmsloft en
því miður á hann það til
að láta stflinn ganga fyrir
öllu öðru, líkt og starfsyst-
ir hans, Kathryn Bigelow
(Blue Steel). Ver gengur
honum að fá vitrænan leik
út úr skondnum leikhópn-
um, enda spurning hvort
honum sé til að dreifa.
Lane stendur sig þó ljóm-
andi vel sem endranær og
þrátt fyrir ýmsa ann-
marka þá lukkast Refskák
sem æsileg afþreying allt
til lokamínútanna.
Charlton, Orton og Horton
Kvikmyndir
Sæbjöm Valdimarsson
Bíóhöllin: Skellum
skuldinni á vikapiltinn -
„Blame it on the
Bellboy" Leiksljóri og
handritshöfundur Mark
Herman. Aðalleikendur
Dudley Moore, Bryan
Brown, Richard Grif-
fiths, Andreas Katsulas,
Patsy Kensit, Alison Ste-
adman, Penelope Wil-
ton, Nronson Pincliot.
Bandarísk. Hollywood
Pictures 1992.
Hér er á ferðinni ein
þeirra gamanmynda sem
byggja á hinum snúnustu
uppákomum og flókinni
atburðarás þar sem mis-
tök og ruglingur skiptast
á í framvindunni. Kenna
engilsaxar þær við screw-
ball og rnundi það æra
óstöðugan að reyna að
lýsa flækjunni. Sögusviðið
er Feneyjar og persónurn-
ar nokkrir hótelgesta þar
að ógleymdum vikapiltin-
um. Enskan hans er ekki
uppá marga fiska enda
gerir hann sig sekan um
hinn alvarlegasta rugling
á gestunum Charlton, Or-
ton og Horton. Því einn
(Brown) drepur fyrir pen-
inga, annar giftur fitu-
keppur (Griffiths) í við-
haldsleit og sá þriðji guð-
svoluð undirlægja (Moore)
í snattferð fyrir húsbónd-
ann.
Að sjálfsögðu verður
ekki komist hjá því að upp
komi hinar spaugilegustu
kringumstæður í öllu
þessu húllumhæi og per-
sónurnar flestar spaugi-
legar og aldeilis prýðilega
leiknar. Það sem á vantar
er hinsvegar bragðmeira
og einfaldlega fyndnara
handrit. Það glittir oft í
góðan breskan húmor og
fléttan í sjálfu sér síst lak-
ari en í mörgum myndum
af þessu sauðarhúsi, svo-
sem Oscar svo nærtækt
dæmi sé tekið. Moore,
Katsulas og einkum Grif-
fiths hitta naglann á höf-
uðið í farsaleiknum og
Kensit er sannkallað
augnakonfekt. Léttleikinn
er fyrir hendi en hlátras-
köllin vantar svo úr verður
fljótgleymd meðalmynd.
En að líkindum er óhætt
að leggja nafn handrits-
höfundarins/leikstjórans
Hermans á minnið sem
fæst hér við sitt byijenda-
verk.
REGNBOGINN SÍMI: 19000
Safnahúsið á Sauðárkróki:
Selabyssa á sýningu
Saudárkróki.
NÝSTÁRLEG sýning var í
Safnahúsinu á Sauðár-
króki dagana 11. og 12.
apríl. Þar voru sýndar yfir
hundrað byssur af ýmsum
stærðum og gerðum og var
merkasti gripurinn tví-
mælalaust hin fræga sela-
byssa Jóns Ósmanns ferju-
manns sem lengst af starf-
aði við Vesturós Héraðs-
vatna og greiddi mönnum
leið yfir þetta mesta vatns-
fall héraðsins. Er byssa
Jóns í eigu Byggðasafnsins
í Glaumbæ og varðveitt
þar en safnið lánaði hana
góðfúslega á sýninguna.
Það er Skotfélagið Ós-
mann sem stóð fyrir sýning-
unni í Safnahúsinu en félag-
ið er áhugamannafélag um
skotvopn og skotveiðar. Fé-
lagið var stofnað í maí ’91
og er þetta stærsta og viða-
mesta verkefni félagsins til
þessa.
í samtali við Jón Pálmason
og Sigurð Guðjónsson sem
mest unnu að undirbúningi
sýningarinnar kom fram að
mönnum hefði gefist kostur
á að skoða að minnsta kosti
tólf framhlaðninga og sex til
sjö stærri selabyssur auk
ýmissa nýrri og smærri skot-
vopna. Sögðu þeir Jón að auk
selabyssu Jóns Ósmanns sem
er að stærð núrner fjögur,
hefði verið bakhlaðin byssa
Morgunblaðið/Björn Bjömsson
Jón Pálmason t.h. og Sigurður Guðjónsson með tvær af
byssum Jóns Ósmanns.
einnig númer fjögur sem sem
Jón hafði keypt skömmu fyr-
ir dauða sinn en sú byssa
ber nafnið Rimmugýgur og
var nefnd í selsblóði.
Þeir Sigurður og Jón
sögðu að sýning þessi hefði
vonandi verið upphafið að
því að félagið safnaði saman
og sýndi fleiri byssur og
væri meiningin að efna til
sérsýninga t.d. á framhlaðn-
ingum eða tvíhleypum.
Félagar í Skotfélaginu
Ósmann eru nú um þijátíu
og formaður er Smári Har-
aldsson.
- BB.
■ SVIFDREKAFÉLAG
Reykjavíkur verður með
opið hús í félagsheimili sínu
milli klukkan 11 og 18
sunnudaginn 10. maí nk.
Svifdrekafélag Reykjavík-
ur (SDFR) verður einnig
með firmakeppni sem verður
í nágrenni félagsheimilisins.
Keppnin verður á Úlfarsfelli
eða Hafrafelli (háð veðri).
Keppt verður í marklendingu
og í beinu framhaldi lending-
ar er drukkið Selzer í kapp
við tímann. Búast má við
miklum tilþrifum keppenda.
Firmakeppnin hefst um kl.
12.30 á sunnudaginn. Að
firmakeppni lokinni verða
svifdrekar í eigu félags-
manna sýndir og gefst kost-
ur á að skoða allar kynslóðir
svifdreka einnig verða sýndir
vélknúnir svifdrekar. I fé-
lagsheimilinu verður kaffi og
Selzer á boðstólum og geta
þeir sem áhuga hafa sest og
horft á myndbönd með svif-
drekamyndum. Einnig er
hægt að ræða við flugmenn
og kennara félagsins um
svifdrekaflug. Námskeið í
svifdrekaflugi verður haldið
í maí. Það hefst föstudaginn
15. maí 1992 kl. 20 með
kynnmgarfundi. Svifdreka-
flug er kennt á námskeiði á
vegum SDFR og tekur um
eina viku að ná 1. stigi í
svifdrekaflugi. Þeir sem
áhuga hafa geia fengið nán-
ari upplýsingar um nám-
skeiðið og hvernig hægt er
að læra svifdrekaflug á opna
húsinu á sunnudaginn.