Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 14
w
AF SPJÖLDUM GLÆPASÖGUNNAR/Ian Brady var siðferðilega sjúkur
_______og heillaöur af kvalalosta nasistaveldisins í Þýskalandi._
Eftir að hafa flekað Myru Hindley varð hún trygg hjákona hans og fús
14 c
MÖRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAl 1992.
takandi í siðspilltum draumórum hans
Morðin í mýrlendinu
f JANÚAR 1961 sá Myra Hindley, hlédræg 19 ára stúlka af lágstétt-
um frá Gorton hverfinu í Manchester, Ian Brady í fyrsta sinn í
mötuneytinu hjá Millwards efnagerðinni. Brady, dökkhærður og sið-
ferðilega sjúkur, var heillaður af kvalalosta nasistaveldisins í Þýzka-
landi og var að lesa Mein Kampf eftir Hitler yfir hádegisverðinum.
Hann hafði engan tíma til að gefa Hindley gaum, en í dagbók sína
skráði hún lofgjörð um mannkosti þessa þungbúna unga manns.
„Ian var í svartri skyrtu og leit frábærlega út ... Ég elska hann,“
skrifaði hún. Og í desember 1961 skrifaði hún: „Húrra! f dag eigum
við okkar fyrsta stefnumót. Við ætlum í bíó.“ Hann fór með hana
að sjá mynd um réttarhöldin I Niirnberg. Brady innsiglaði tilhug-
alíf þeirra með því að fleka hana með fagmannlegum tilburðum á
heimili ömmu hennar þennan sama dag. Upp frá því var Hindley
trygg ástkona hans og fús þátttakandi í kvalalosta- og sjálfspísla-
draumórum hans. Þau tóku klámmyndir hvort af öðru og söfnuðu
þeim í albúm.
Brady varð fljótt leiður á þessu
og taldi Hindley (sem hann kallaði
„Myru Hess“ til heiðurs lostapynt-
arans og fangavarðarins Irmu
Grese, sem starfaði við útrýmingar-
búðir nasista) á að aðstoða hann
við að fá böm og unglinga til þátt-
töku í hættulegri leik. I júlí 1963
hvarf Pauline Reade, 16 ára stúlka
frá Gorton. Hún bjó í nágrenni við
David Smith, mág Hindleys, og
fannst síðar myrt í mýrlendi
skammt fyrir utan borgina. í nóv-
ember hvarf John Kilbride, 12 ára,
og sjö mánuðum síðar var öðrum
12 ára skólapilti, Keith Bennett,
rænt og hann myrtur. Vegna þess
hversu sláandi líkt var að morðun-
um á Reade og Bennett staðið taldi
lögreglan næsta víst að morðinginn
eða morðingjamir væm hinir sömu
í báðum tilfellum. Enn sem komið
var stóð lögreglan þó ráðþrota enda
vom skötuhjúin Ian og Myra þá
óskrifað blað á spjöldum glæpasög-
unnar.
Morð á tíu ára stúlku, Lesley
Ann Downey, 26. desember 1964
var næsta mál sem lögregluyfirvöld
fengu til meðferðar. Síðar kom í
ljós að Ian og Myra voru þar að
verki, en þau höfðu farið með stúlk-
una, sem hafði verið á jólasýningu,
á heimili Bradys við Wardle Brook
Avenue í Hattersley, og neytt hana
til að sitja fyrir nakin meðan teknar
vom af henni klámmyndir. Segul-
bandsupptaka skráði angistaróp
skólastúlkunnar rétt áður en hún
var kyrkt. í bakgrunni hljómuðu
Hinn siðspillti morðingi Ian Brady
ur, Myra Hindley.
„The Little Drummer Boy“ og „Jolly
St. Nicholas". Þessi ógnvekjandi
upptaka var síðar lögð fram sem
fyrsta sönnunargagn saksóknara í
réttarhöldunum yfir Brady og
Hindley.
Skötuhjúin biðu í tíu mánuði áður
en Brady valdi næsta fórnarlamb
sitt. í október 1965 hitti hann 17
ára pilt, Edward Evans, á krá í
Manchester og tældi þennan unga
mann, sem álitinn var samkyn-
og hjákona hans og samverkamað-
hneigður, með sér heim á Wardle
Brook Avenue. Þar kórónaði Brady
fólskuverk sín með því að mölbijóta
höfuðkúpu unga mannsins með
handöxi að viðstöddum David
Smith, sem Brady hafði látið Hind-
ley sækja. „Þetta er búið,“ skríkti
Brady. „Þetta er það subbulegasta
sem við höfum gert. Venjulega þarf
aðeins eitt högg.“
Morðið á Evans var ekki framið
„til gamans“ að sögn Bradys síðar,
heldur til að veita Smith „fræðslu"
um morð. Vafalítið hefur Brady
einnig viljað bendla Smith við glæp-
inn. Hann rétti furðu lostnum svila
sínum öxina rétt eftir morðið svo
fingraför hans væru á skaftinu.
Líkinu var svo pakkað í plast og
borið upp á loft meðan Brady og
Hindley hlógu hæðnishlátri og
sögðu hvort öðru brandara.
Smith fylltist viðbjóði á því sem
fyrir augu bar, kvaddi, og fór heim
til að segja konu sinni, Maureen,
frá verknaðinum. Ungu hjónin
ákváðu að réttast væri að hringja
í lögregluna, sem brá skjótt við.
Lögreglumenn flýttu sér heim til
Bradys og fundu iíkið þar sem
Smith hafði sagt það vera. Tvær
ferðatöskur fullar af ýmiskonar
klámgögnum og upptakan frá
morðinu á Downey fundust í
geymsluskáp í Manchester Central
járnbrautarstöðinni. Ljósmynd af
Hindley þar sem hún stóð við
grunna gröf Johns Kilbridge í
Saddleworth mýrlendinu hjálpaði
lögreglunni við að finna líkin af
Downey og Kilbridge.
Réttarhöldin yfir Brady og Hindl-
ey hófust í Chester 19. apríl 1966,
og dómari í málinu var Fenton Atk-
inson. Hundruð blaðamanna frá
sjónvarpi og blöðum fylltu réttarsal-
inn til að fylgjast með morðingjun-
um og hlusta á ógnvekjandi segul-
bandsupptökuna. Hinn 6. maí voru
Ian Brady og Myra Hindley fundin
sek um morðin á Evans og Down-
ey. Brady var einnig fundinn sekur
um morðið á Kilbridge. Þau voru
bæði dæmd til lífstíðar fangelsis-
vistar.
SÝNING Á SUMARHÚSGÖGNUM
EYJASLÓÐ 7 REYKJAVÍK s.91-621780
í TJALDVÖGNUM
Einfaldari UPPSETNING
Frábært VERÐ og
GREIÐSLUKJÖR
HANNAÐIR á íslandi
fyrir ÍSLENSKAR aðstæður
1/4 _.
á HoHkamper ASTRO tjaldvögnum
Brensubúnaður, 13" felgur, sterk galvaniseruð stálgrind, með
fáeinum handtökum má breytaASTRO í bílakerru.
Greiðslukjör:
50 þús. út,
rest afb. í 2 ár.
Innifalið: Tjaldvagn, innitjald,
stórt fortjald og botn*
Kaupauki:
2 tjaldstólar
fyrir þá sem staðfesta
pöntun um helgina.
Opið laugard. 10 - 17 og sunnud. 12-16
*Skráningarkostn. ekki innifalinn.