Morgunblaðið - 24.05.1992, Síða 18

Morgunblaðið - 24.05.1992, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ MEIMIMINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992 v í ... il'jt>Aff!ivrirVroRigiM/WJt 9 uki/, i:;‘^u?r*— 18 C ----f— UTANGARÐSMENN voru ein helsta rokksveit íslands- sögunnar, en þó liggur ekki eftir sveitina nein plata sem nálgast að fanga kraftinn sem geislaði frá henni á tónleik- um. Fyrir stuttu komust menn þó yfir upptökur af tónleika- ferð sveitarinnar um Svíþjóð sem jafnvel stendur til að gefa út. Utangarðsmenn fóru í tón- leikaferð um Norðurlönd 1981, en þá þegar var sveitin að detta í sundur vegna ólíkra skoð- ana sveitarmanna á pólitík, tónlist og hlutverki sveitarinnar. Bubbi Morthens, sem er áfram um að gefa upptökurnar út, segir að tog- streitan innan sveitarinnar geri þessar upptökur kraftmeiri og ferskari en ella. Fyrir stuttu kom út á geisladisk fyrsta plata sveitar- innar, Geislavirkir, en hann segist helst af öllu vilja að næsta útgáfa verði diskur með þessum tónleika- upptökum. „Það er ekkert mál að fara í hljóðver og græja þessar upptökur fyrir útgáfu. Mér finnst þessar upptökur vera það besta sem eftir Utangarðsmenn liggur og ég vildi að menn minntust Utangarðs- manna eins og þeir voru á tónleik- um. Þetta væri þá nýtt efni með sveitinni, nýir Utangarðsmenn." MLÁNIÐ hefur ekki beint leikið við Happy Mondays, því sveit- inni hefur gengið 01 a að ljúka við vænt- anlega breiðskífu sína. Astæðuna má rekja til methadonfíknar Shauns Ryders, en eins og þeir muna sem sáu sveitin f MH á sínum tíma eru sveit- armenn gefnir fyrir slík efni. Shaun hefur nú tekið sig á og stefnir að því að taka upp söng á plötuna nýju í næsta mánuði. MÁÐUR hefur hér verið getið um Hróarskeldu- hátíðina, en það er víðar sem safnast er saman til tónleika- halds. Helstu há- tíðir á Bretlands- eyjum verða Re- ading- hátíðin, þar sem Public Enemy, PIL, EMF, Nirvana, Nick Cave, Síð- an skein sól og Júpíters koma fram, og Glaston- bury-hátíðin, þar sem kostur gefst á að sjá Pri- mal Scre- am, Cart- er USM, Televi- son, The Shamen, Lou Reed, Morrissey, Youssou N’Dour, PJ Harvey og The Fall, með- al annarra. Ekki má svo gleyma Donington-hátíð- inni, en þar verður Iron Maiden aðalnúmerið. MLÍTIÐ hefur farið fyrir Ringo Starr undanfarin ár, utan að hann tróð upp í Simps- ons. Ringo hefur þó ekki setið auðum höndum, því hann er í þá mund að senda frá sér breiðskífu og hyggur á tónleikaferð um heiminn. Með honum í þeirri ferð verða engir aukvisar, því hann er búinn að ráða í sveitina Dave Edmunds, Joe Walsh, Todd Rund- gren og Nils Lofgren. DÆGURTÓNLIST Hverjir lenda ífimmta helvíti? Furðujuglar með félagsþörf MÖRGUM hættir til að setja alla suður-amer- íska tónlist undir sama Þeir sem á annað borð leggja triA hlustir komast þó fljótt á snoð- ir um að í álfunni þríf- ast fleiri tónlistarafbriði en tölu verður á komið í fljótu bragði. Þar á meðal er kólumbísk cumbia-tónlist, sem er á efa með líflegustu og skemmtilegustu dans- tónlist sem völ er á. Harmonikkan er uppi- staðan í cumbia, ekki síður en grúi ásláttar- hljóðfæra. Þeir sem hug hafa á að kynna sér cumbia skyldu næla sé í disk með cumbiu- meistaranum Lisandro Mesa, sem leiðir sveit sína eins og herforingi og syngur eins og engill. MINNINGAR- TÓNLEIKAR MEÐ sérstæðari hljóm- sveitum hér á landi er fjöllisLisveitin Inferno 5. Sú sveit hefur starfað árum saman, þó ekki hafi komið frá henni nema neðanjarðarkassettur, og tónleikar sveitarinnar og gj ömingar jafnan vakið athygli og umtal. í vænd- um er að Inferno 5 gæg- ist upp á yfirborðið, því sveitin er í þá mund að senda frá sér breiðskífu, aukinheldur sem In- feraomenn eru á förum með sitt músíkalíska en- vangelíum tii Finnlands og Rússlands í sumar. Eins og segir í upphafi er Inferno 5 skipað listamönnum úr öllum átt- um sem hefur sett mark sitt á atferli sveitarinnar í ' gegn um árin. Ýmist eru uppá- komur sveitar- innar tón- leikar, út- gáfu- starfsemi eftir Ámo Matthíasson eða gjömingar og Inferno- menn hafa blandað saman ýmsum listformum hveiju sinni í anda þeirrar stefnu sveitarinnar að ná til sem flestra tjáningarforma. { stuttu spjalli sögðu þeir Ómar Stefánsson og Þorri, meðlimir sveitarinn- ar, að Infemo 5 hefði hald- ið sína fyrstu tónleika 1984 í Nýlistásafninu og þá hefði Inferno 5 Germanskur draugataktur og antik elektróník. Morgunblaðiö/Þorkel I ætlunin verið að halda eina tónleika á ári. „Svo voru menn inni í skúr til að taka upp fyrir sjálfa sig og til að láta ganga á milli vina og kunningja." Ómar, sem áður rak sveitina Bruna BB og al- ræmd var, kom frá Berlín 1986. Hann segist strax hafa séð að inn í Inferno- hópinn þyrfti hann að kom- ast og í framhaldi af því var ákveðið að setja saman margmiðlagerninga. Þá varð tónlistin að mestu til fyrir þá og leikin af bandi, enda í svo mörgu að snúast þar sem spilað var á öll skynfæri. Samhliða gern- ingunum þróaðist innan sveitarinnar önnur gerð tónlistar og aðgreind. Sú þróun tók á sig mynd 1989 þegar sveitinni bauðst að fara utan. Þá var tónleika-. deildin endurreist og æf- ingar teknar upp, en ann- ars segjast þeir lítið gefnir fyrir slfkt og ekki æfa nema tónleikar séu framundan. Það hafa því orðið allmiklar breytingar á tónlist Inferno 5 frá upphafí; „áður fyrr var tónlistin rytmísk og fmmstæð með áherslu á slagverk; greindist síðan Iög með trommusetti, þungum germönskum draugatakti, og léttari lög með trommu- maskínu með þunglyndis- legri rödd. Eftir því sem leti okkar jókst og við feng- um fleiri og dýrari leikföng hefur tónlistin orðið meira handspiluð elektróník. Við höfum lagt áherslu á að hafa með elektróníkinni handspilaða tónlist; konga- trommur, klarinett og fleiri náttúruleg hljóðfæri. Það má kalla þétta antik elektr- óník. Þetta er eiginlega hugguleg síbylja." Fyrsti geisladiskur sveit- arinnar, sem hlotið hefur nafnið Huggun, er væntan- legur í sumar. Þeir félagar segja að vinna við diskinn hafi tekið um tvö ár, en lög af disknum verði leikin á tónleikum sveitarinnar í Finnlandi og Rússlandi í sumar og á tónleikum hér á landi. „Á disknum verða dæmi um þa tónlist sem við höfum spilað í gegn um árin, en nokkuð önnur áferð er á nýrri lögunuip, enda meira í þeim unnið og í betri tækjum.“ Hinn langi aldur Inferno 5 segja þeir enga tilviljun; „við erum allir sérvitringar og furðufuglar með vissa félagsþörf í listinni, og það heldur okkur saman. Þetta er líka eins og hjónaband, þar sem mikið er rifísl en það hangir saman á þijósk- unni.“ Kæruleysisleg Ham. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir FYRIR tveimur árum eða svo voru Risaeðlan og Ham á hvers manns vörum og voru geysiiðnar við tón- leikahald. Undanfarið hef- ur aftur á móti lítið borið á sveitunum og því margur haldið þær allar. Sönnun þess gagnstæða var í Hótel Borg fyrir stuttu á minn- ingartónleikum um Benny Hill, þar sem Eðlan og Ham minntu á sig. Sveitirnar tvær héldu tón- leikana sameiginlega og léku fyrir fullu húsi. Ham hefur staðið í viðræðum við erlend fyrirtæki undanfarið, en er þó alltaf að semja ný lög og nokkur slík voru viðr- uð í Borginni. Sveitin var venju fremur kæruleysisleg, en gaman var að sjá þunga- rokkara stilla sér upp fyrir framan sveitina í upphafi og flösuþeyta af kappi, sem sýnir að vinsældir Ham ná víðar en margan grunar. Risaeðlan hefur einnig verið að svipast um ytra, en sveit- in hefur tekið því rólega á meðan. Það var þó ekki að merkja, því þó Eðlumar hefðu verið stirðar til að byrja með batnaði sveitin eftir því sem má leið og í lokin var hún sveitin hreint út sagt frábær. Ljósmynd/Björg Svemsdóttir Fróbær Risaeðlan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.