Morgunblaðið - 24.05.1992, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.05.1992, Qupperneq 28
28 C fii- r> MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 24. MAI 1992 '??;r.Rivr ICíyiAXAVJlV w&ejfflMsmmm. „þuimiáur, \/iS h&hirn ekki HuguéLct- móÓur&kúp,‘ Ást er... \-zi ... spor í rétta átt. TM Reg U.S Pat Olf.—all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate ,BNows*' Þú hefur síðasta orðið og þú segir: Afsakaðu ... HOGNI HREKKVISI „ SrJÓ/M, þAÐ Ek KÖTTU/Z /' KÖFUNARtCÚLUNN! / ' BRÉF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Sannleikurínn um sportkortið Frá Heimi L. Fjeidsted: í síðasta Helgarblaði er haft eftir Einari S. Einarssyni forstjóra Visa- ísland að forystumenn handknatt- leiksdeildar KR hafi brotið við sig trúnað með því að ganga til samn- inga við Kreditkort hf. um útgáfu Sportkorts. Stór orð Einars sem ekki fá staðist. Vegna forsögu málsins og ekki síður vegna þess að Visa hefur um langt árabil stutt dyggilega við bak- ið á íþróttahreyfingunni fór ég sl. vetur á fund Visa-manna varðandi framhald viðræðna um greiðslukort tengt fjáröflun íþróttahreyfíngarinn- ar. Ég átti viðtal við aðstoðarforstjóra Visa-ísland bæði símleiðis og hitti hann á skrifstofu hans. Óskaði ég samstarfs um útgáfu á Sportkorti og var hugmyndin lítt þróuð þá og varð ég ekki var við að „mótaðar hugmyndir“ E.S.E. væru fram komn- ar. Aðstoðarforstjórinn sagði að at- huguðu máli að vilji og áhugi Visa- ísland lægi ekki í því að fjölga kort- höfum, heldur að auka veltuna á hvert kort. Þá óskaði ég eftir að hann tæki við bréfi fyrir mig til stjómar Visa hvar ég „óskaði eftir viðræðum um þetta áríðandi mál við fyrstu hentugleika". Bréf þetta af- henti ég persónulega og var mér tjáð að ég skyldi ekki reikna með skrif- legu svari heldur gæti ég hringt eft- ir næsta stjórnarfund til að móttaka neiið. Bréfinu hefur ekki verið svarað enn þann dag í dag, 18.5. 1992. Þar sem ég sá mikla hagsmuni í húfí hafði ég samband við Kredit- kort hf. og óskaði eftir samstarfí. Þar voru viðtökur allar betri og já- kvæðari og á mörgum fundum og með mikilli vinnu var Sportkortið þróað í það sem það verður í ágúst er það kemur út. Einar S. Einarsson á engan þátt í þeirri þróunarvinnu. Einar talar um í viðtalinu í Helgar- blaðinu að Visa hyggi á útgáfu de- bet-korta sem komi í stað tékka. Það er nákvæmlega það sem Kreditkort kemur til með að gera líka en þá verður sölu- og dreifíngarkerfíð líka fullmótað og obbinn af íþróttahreyf- ingunni kominn með Sportkort því nú þegar eru. um þtjátíu félög búin að skrifa undir samninga við Kredit- kort og fjölmörg eru að ganga frá sínum málum. Allt tal Einars S. Ein- arssonar um trúnaðarbrot er ekki sannleikanum samkvæmt, en vel er skiljanlegt að hann nagi handarbök sín að hafa ekki gripið tækifærið. Hef þessi orð ekki fleiri nema ástæða gefíst til. f.h. handknattleiksdeildar KR HEIMIR L. FJELDSTED Mánagotu 10, Reykjavík Dýrt kíndakjöt Birna G. Bjarnleifsdóttir: Ég vil lýsa undrun minni á þessu hrikalega háa verði á kindakjöti. Kindakjöt hefur alltaf verið ódýrara en nautakajöt en nú kostar kinda- kjötsnitsel 1.798 kr. kílóið en nauta- snitsel 1.497 kr. kílóið. Ég hef verið að leita að lambasnitseli en mér er sagt að ekki sé hægt að hafa það á boðstólum af því það yrði svo dýrt. Það er erfítt að skilja þetta þegar við vitum að óseljanlegt kjötfjall fer sífellt stækkandi hér í landinu. BIRNA G. BJARNLEIFSDÓTTIR Brúnastekk 6, Reykjavík. Góð verk Fri Vilhjálmi Alfreðssyni: í ÞÆTTINUM Bréf til blaðsins 15. apríl sl. birtist bréf eftir Guðna Thorarensen frá Akur- eyri. í því bréfi var ýmislegt rætt um afgreiðslu kaþólsku kirkjunnar varðandi túlkun Biblíunnar. Nú tek ég það skýrt fram að ég er lúterskur maður og vel það. En samt sem áður verðum við að viðurkenna að kaþólska kirkjan hefur unnið mjög góð verk árum saman. Til dæmis vinna þeirra Jósefs- systra hér á íslandi. Ég er gamall þjóðemissinni. Ég er alveg á móti hjónaskiln- aði, getnaðarvörnum og fóstur- eyðingu. Kaþólska kirkjan hef- ur ávallt staðið á móti þessum glæpum gegn mannkyninu. Frelsari okkar bað Pétur postu- la að stofna eigin kirkju á kletti. Það gerði Pétur postuli í Róma- borg. Sú kirkja stendur enn. I baráttu gegn kommúnisma víða um heim hefur kaþólska kirkjan verið í forustu. Þetta er ekki hægt að segja um lút- ersku kirkjuna, til dæmis í Austur-Þýskalandi á sínum tíma. Páfínn er foringi kaþólsku kirkjunnar og svo mun verða áfram. Við skulum ekki gleyma Jóni Arasyni biskupi og sonum hans sem voru teknir af Iífi vegna trúarskoðunar sinnar. VILHJÁLMUR ALFREÐSSON Efstasundi 76, Reykjavík Víkveiji skrífar egar harðnar í ári og atvinnu- leysi eykst, það er í svokölluð- um efnahagslægðum, sem ganga yfir skerið okkar eins og aðrar lægðir, hefur brottflutningur fólks. frá landinu jafnan verið meiri en aðflutningur. Svo var til dæmis árin 1989 og 1990. Hins vegar fluttust hingað um 1.000 manns síðastliðið ár umfram burtflutta. Ástæðan var ekki sú að forn landlýsing, „þar drýpur smjör af hvetju strái“, væri ný orðin. Atvinnuástandið var ein- faldlega enn ótryggara á hinum Norðurlöndunum, en þar höfðu nokkrar þúsundir mörlanda, senni- lega tugþúsundir, sezt að um lengri eða skemmri tíma af ýmsum ástæð- um. En það sækja fleiri til eylandsins yzt á Ránarslóðum en mörlandar af Norðurlöndum. í frumvarpi til laga um veitingu ríkisborgararétt- ar, sem Alþingi fékk til meðferðar undir þinglausnir voru 62 nöfn nýrra íslendinga. Rættur þeirra liggja í svo að segja öllum heims- hornum eða nánar til tekið í 26 löndum í nær öllum heimsálfum. xxx Ekki er hægt að segja að um- sóknir um íslenzkan ríkis- borgararétt komi frá einu ríki frem- ur en öðru þetta árið. Dreifingin er mikil. Asíuríki eru enginn eftir- bátur Evrópuríkja. Nánar tiltekið eru þessir nýju landar fæddir í eftir- töldum rikjum, samkvæmt viðkom- andi þingskjali: Filipps.eyjum (11), Bandaríkjunum (9), íslandi (7), Kína (4), Færeyjum (3), Þýzkalandi (2), Englandi (2), Danmörku (2) Belgíu (2), Júgóslávíu (2), Tælandi (2) og einn í eftirtöldum löndum: Sýrlandi, Spáni, N-írlandi, Hondúr- as, Indónesíu, Búlgaríu, Tansaníu, Frakklandi, Finnlandi Grænlandi Bahamaeyjum, Indlandi, Prúss- landi, Máritíus og Póllandi. Þrátt fyrir efnahagslægðir og ýmsa meinta íslenzka annmarka, sem stjórnarandstöðuþingmenn fimbulfamba um dægrin löng og ströng, lengist sífellt árvisst „frum- varp til laga um veitingu ríkisborg- araréttar11. XXX Víkveiji dagsins dregur ekki úr viðvörunum hagspekinga um alltof mikla eyðslu í viðskiptum við umheiminn, umfram verðmæti út- flutnings, hrikalegan ríkissjóðs- halla, erlenda skuldasöfnun, hag- vaxtarstöðnun og atvinnuleysi. En það er alltaf sól að skýjabaki. Eftir eins árs setu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar standa sterkar líkur til stöðugs gengis, lágrar verðbólgu og lækkandi vaxta. Að baki eru kjarasamningar á almennum vinnu- markaði sem festa þjóðarsáttina frá 1990 í sessi sem og þann árangur í hjöðnun verðbólgu og stöðugleika í efnahagslífí sem henni heyrir til. Það er að vísu brekka eftir, og hún brött, að umtalsverðum efna- hagsbata. Við verðum að laga þjóð- arbúskap okkar og starfsumhverfi atvinnuvega okkar að markaðsbú- skap helztu viðskiptasvæða okkar, beggja megin Atlantsála, til að tryggja samkeppnisstöðu og vaxt- armöguleika atvinnugreina okkar. Við verðum að laga landbúnað og sjávarútveg okkar að eftirspurn búvöru og nýtingarþoli fiskistofn- anna; sækja þann afla, sem stofnan- ir gefa, með minni tilkostnaði og vinna í verðmætari vöru. Við verð- um að tryggja viðskiptastöðu okkar út á við, eins og að er stefnt með EES-samningunum, sem þýða hag- stæðara sjávarvöruverð. Við verð- um að skapa okkur stöðu til að breyta óbeizlaðri orku vatnsfalla og jarðvarma okkar í störf, verðmæti og lífskjör - í ríkara mæli en nú er gert. Með öðrum orðum við verðum að byggja upp þjóðfélag þar sem menntun, hæfni og framtak ein- staklinganna skila jafn miklum verðmætum á hvern vinnandi þegn og þar sem bezt tekst til annars staðar í veröldinni. Það er eina leið- in til að tryggja kostnaðarlega und- irstöðu æskilegrar velferðar og lífs- kjara. Við höfum samanburð af hag- kerfum sósíalismans í Austur-Evr- ópu, þar sem efnahagur fólks og þjóða er í ijúkandi rúst, og sam- keppnisríkja V-Evrópu og N-Amer- íku. Og reynslan er ólygnust, þótt „meðvitaðir marxistar" vilji fela hana í orðaflóði og þrætulist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.