Morgunblaðið - 26.05.1992, Side 2

Morgunblaðið - 26.05.1992, Side 2
UACIUl M (iIQ "2 StíGI JAM ,8S "mÖRGUNBLÁÐIÐ ÞRÍÐJUDAGUR 26.' MAÍ1992 Brutust inn og lögðu hendur á húsráðendur ÞRÍR menn um tvítugt réðust inn í íbúð í Hólahverfi í Breið- holti síðdegis í gær og lögðu hendur á húsráðendur. Menn- irnir náðust skömmu síðar og voru þeir undir áhrifum áfeng- is eða annarra vímuefna að sögn lögreglunnar. Grunur leikur á að nágranni hafi sent mennina í þetta „verkefni". Mennirnir þrír réðust inn í íbúð- ina skömmu eftir klukkan fimm. Húsbóndinn var rétt kominn í bað þegar þeir spörkuðu upp hurðinni og drógu hann fram í eldhús, þar sem á hann voru lagðar hendur. Konan reyndi að skakka leikinn en fékk þá högg á andlitið. Eftir skamma stund höfðu mennimir sig á brott en lögreglan handtók þá skömmu síðar og færði í gæslu, þar sem þeir vom enn seint í gærkvöldi. Gert var að sámm húsráðenda á slysadeild. Húsráðendur þekktu ekki þá sem þama vom að verki en gmnur leikur á að um ósætti við nágranna sé að ræða, sem sent hafi mennina. Drög að úthlutunarreglum LÍN: Lán vegna skólagjalda erlendis takmörkuð við framhaldsnám í DRÖGUM meirihluta stjórnar Lánasjóðs islenskra námsmanna að nýjum úthlutunarreglum sjóðsins er lagt til að lán vegna skólagjalda erlendis umfram fenginn styrk verði aðeins veitt til framhaldshá- skólanáms en námsmenn sem leggja stund á grunnháskólanám, s.s. til BA og BS prófs eða sérnám sem ekki verður stundað á íslandi, eigi kost á námslánum á markaðskjörum með venjulegum meðalvöxt- um banka vegna skólagjalda. Morgunblaðið/Jón Stefánsson Lögreglukonur leiða einn árásarmanninn burtu i handjárnum. í tillögunni er einnig gert ráð fyrir að ef árleg skólagjöld við við- urkennda skóla á íslandi séu hærri en kr. 15 þús. kr. skuli veitt lán fyrir umframfjárhæðinni. Saman- lögð lán til námsmanns vegna skólagjalda skulu aldrei verða hærri en 27.000 bandaríkjadalir eða jafn- gildi í annarri mynt. Gert er ráð fyrir að sérstök lán á markaðskjör- um vegna skólagjalda endurgreiðist með jöfnum afborgunum óháð öðr- um námslánum og hefjist endur- greiðsla tveimur árum eftir náms- lok. Heimild til að veita nemendum í Aðalfundur Arness hf: Heildareignir hins sameinaða félags nema 1,7 milljörðum kr. Skuldir nema alls rúmlega 1,2 milljörðum króna AÐALFUNDUR Árness hf. í Þorlákshöfn verður haldinn annað kvöld og þá formlega gengið frá samruna Glettings hf. og Hraðfrystihúss Stokkseyrar hf. í hið nýja félag. Ámes hf. mun ýta úr vör með heildareignir upp á tæplega 1,7 milljarða króna, heildarskuldir upp á rúmlega 1,2 miHjarða króna og kvóta sem nemur ríflega 5.700 tonnum af þorskígildum. Árnes hf. er því níunda stærsta útgerðarfé- Iag landsins. Á aðalfundinum verða lagðir fram rekstrarreikningar Glettings hf. og Hraðfrystihúss Stokkseyrar hf. Þeir sýna að tap varð á rekstri Glettings upp á 17,3 milljónir króna Úrskurður ríkis- skattanefndar: á síðasta ári en góður hagnaður varð af rekstri HS, eða 146,8 millj- ónir króna. Pétur Reimarsson fram- kvæmdastjóri Ámess hf. segir að hagnaðurinn sé einkum til kominn vegna niðurfellinga skulda í nauða- samningum á síðasta ári en þær niðurfellingar námu 149 milljónum króna. Samtals námu rekstrartekjur þessara tveggja félaga á síðasta ári tæplega 1,25 milljörðum króna, þar af 847,8 milljónir hjá Glettingi og 401.9 milljónir hjá HS. Rekstrar- gjöld, án afskrifta, námu hinsvegar 802.9 milljónum kr. hjá Glettingi og 355 milljónir kr. hjá HS. Á aðalfundinum annað kvöld verða fluttar tillögur um sammna hlutafélaganna þannig að hluthafar í Glettingi hf. og HS fá hlutabréf í Árnesi hf. sem gagngjald fyrir hlutafé sitt í fyrrnefndu félögunum. Samtals fá hluthafarnir 210 millj- óna króna hlutafé sem skiptist þannig að hluthafar í Glettingi hf. fá 134,4 milljónir kr., (64%), og hluthafar í HS 57,6 milljónir kr., (36%). Um áramótin var svo boðið út nýtt hlutafé að nafnvirði 50 millj- ónir króna og selt á gengi 1,85. Heildarhlutafé er því 260 milljónir kr. Frá áramótum hefur Ámes hf. haft með höndum fiskvinnslu í Þor- lákshöfn og á Stokkseyri og gerir út sjö báta auk togara sem er í leigu fram á haust í ár. Pétur Reimarsson framkvæmda- stjóri Ámess hf. segir að þótt félag- ið sé mjög skuldsett í upphafi, með langtímaskuldir upp á 858 milljónir og skammtímaskuldir upp á 413 milljónir kr. reikni menn fastlega með því að ná þeim markmiðum sem sett hafa verið um hagræð- ingu og niðurskurð í rekstri. „Við leggjum upp með svipaða stöðu og reiknað var með í upphafí en síðan á eftir að koma í ljós hvern- ig til tekst," segir Pétur. sérnámi erlendis lán er þrengd og nær aðeins til námsmanna sem náð hafa 20 ára aldri og ennfremur að um sé að ræða a.m.k. tveggja ára skipulegt nám sem ekki verði stund- að á íslandi. Haldnir voru fundir í hagsmuna- nefnd Stúdentaráðs, samstarfs- nefnd námsmannahreyfínganna og stjórn LÍN á sunnudag. Að sögn Elsu Valsdóttur, varafulltrúa Stúd- entaráðs i stjórn LÍN, óskuðu full- trúar námsmanna eftir upplýsing- um um forsendur niðurskurðarins og að fá röksemdir fyrir þeim út- reikningum sem meirihluti stjómar hefur sett fram. Þá var farið fram á lögfræðilega greinargerð vegna ákvæða um námsframvindu og hugsanleg brot á jafnréttislögum, um að meðlag verði talið til tekna og um áform um að hætta lánveit- ingum þegar um er að ræða laun- að, starfstengt nám. Síðdegis í gær var svo haldinn stjómarfundur í LÍN þar sem full- trúar námsmanna lögðu fram at- hugasemdir við einstakar greinar í drögum meirihlutans. Honum lauk um kvöldmatarleytið í gær og hefur annar fundur verið boðaður seinni- partinn í dag. ♦ ♦ ♦ íkveikja á veitingastað TILRAUN til íkveilqu var gerð á veitingastaðnum Apríl í Hafnarstræti 5, í Reykjavík í gær. Steinolíu hafði verið hellt á húsbúnað á efri og neðri hæð hússins en eldurínn náði ekki að breiðast út. Þegar að var komið hafði eldurinn komist að gosvél, sem tengd er vatni. Vatnsslangan bráðnaði og vatnið slökkti eldinn. Rannsóknar- lögreglan fer með rannsókn málsins. Jákvæð áhrif á verð hluta- bréfa útgerða REIKNAÐ er með að úrskurður ríkisskattanefndar í kvótamálinu muni hafa jákvæð áhrif á verð hlutabréfa hjá útgerðarfélögum. Sigurður B. Stefánsson fram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkað- ar íslandsbanka segir að fræði- lega séð hljóti úrskurðurínn að hafa jákvæð áhrif því hann felur í sér að félögin geti sýnt fram á skattalegt tap með kaupum á kvóta. Friðrik Jóhannsson fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarfé- lagsins segir einnig að áhrifin verði jákvæð því félögin geti frestað skattgreiðslum með kaupum á kvóta. Hvað varðar önnur áhrif úrskurð- ar ríkisskattanefndar má nefna að hann kemur til með að hækka að- stöðugjöldin sem sveitarfélög inn- heimta af útgerðarfélögum. Þar sem aðstöðugjöld eru reiknuð sem ákveðin prósenta af rekstrarkostn- aði og útgerðarfélögum ber nú að skrá kvótakaup sem rekstrarkostn- að munu greiðslur til sveitarfélaga aukast. Samkvæmt lögum mun hámarksprósentan nema 1,3% en flest sveitarfélög innheimta nú á bilinu 0,33-0,85% í aðstöðugjöld af útgerðarfélögum. Sjá nánar á bls. 26. Skaut út um bílglugga á 12 ára barn: Miðaði allt í einu byssu o g skaut - segir Pjóla Bjamadóttir sem varð fyrir skotinu ÓKUNNUR maður skaut úr loftriffli út um bílglugga að tólf ára telpu á reiðhjóli í Hafnarfirði á sunnudagskvöldið og hæfði hana í lærið. Telpan bólgnaði mikið en áverkinn var þó ekki talinn hættulegur. Telpan heitir Fjóla Bjarnadóttir. Hún segir að hún og þrír vinir hennar hafi veifað til tveggja manna í bíl er ók framhjá þeim þegar annar þeirra miðaði allt í einu byssu að þeim og hleypti af. „Ég fékk skotið í fótinn rétt fyrir ofan hnéð og það var heldur sárt,“ segir Fjóla. Fjóla var að hjóla ásamt félög- um sínum við beitingarskúra á móts við tanka Hlaðbæjar á hafn- arsvæðinu í Hafnarfirði, þegar litlum bláleitum fólksbíl af óvissri tegund, líklega hlaðbaki með gamlar númeraplötur, var ekið að þeim. Þegar bömin höfðu mætt bílnum teygði ökumaður- inn, sem talinn er um eða undir tvítugu, hönd út um gluggann og skaut úr loftbyssu að Fjólu og ók svo áfram. Skotið kom í læri Fjólu skammt ofan við hné sem bólgnaði mikið og marðist undan því. Fjóla komst heim til sín ásamt félögum sínum og það- an var hún flutt á slysadeild og lögreglu tilkynnt um atburðinn. Skotmaðurinn hafði ekki náðst í gær. Fjóla segir að kúlugat sé á læri hennar eftir skotið og nokk- uð mar allt í kringum það. „En ég kem til með að ná mér alveg eftir þetta og sárið hefur lagast mikið frá því á sunnudagskvöld," segir hún. Morgunblaðið/Þorkell Fjóla Bjarnadóttir, frei myndinni, stendur hér á tveimur vinum sinum á stað sem skotárásin vs hafnarsvæðinu í Hafna Vinir hennar eru þau í Reynisson og Elín Gróa jónsdóttir en þau ásamt: Guðmundssyni urðu vit atburðinum. ’A innfelldu inni sést sárið eftir skot

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.