Morgunblaðið - 26.05.1992, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJÚDAGUR 26, MAÍ 1992
Sorphirða og hollustuvernd
Gagnrýni svarað
eftir Hermann
Sveinbjörnsson
Föstudaginn 8. mal sl. birtist
grein í Morgunblaðinu eftir Svein
Aðalsteinsson, viðskiptafræðing,
um sorphirðumál þar sem sett er
fram hörð gagnrýni á málsmeðferð
ríkisvaldsins og opinberra stofnana.
Gagnrýni höfundar beinist mest
gegn Hollustuvernd ríkisins og ósk-
ar stofnunin þess vegna eftir að
koma eftirfarandi ábendingum og
skýringum á framfæri við höfund-
inn og lesendur Morgunblaðsins.
1. Um fjárhagslegan stuðning
ríkisins
Sorphirða og sorpeyðing eru al-
farið á vegum sveitarfélaganna í
landinu erida hljóta þau mál ætíð
að vera óhjákvæmilegur hluti af
mannlífi og atvinnustarfsemi á
hveijum stað. Mér er ekki kunnugt
um að ráðherrar eða stofnanir hafi
nokkurn tíma gefið í skyn að ríkið
ætti að bera nokkuð af þessum
kostnaði. Hins vegar hefur ríkið
komið með óbeinum hætti að þess-
um málum með upplýsingamiðlun,
stefnumörkun og reglugerðasmíð.
Einnig hefur verið rætt um aðstoð
ríkisins til að koma á laggirnar leið-
um til fjármögnunar og lánafyrir-
greiðslu vegna stórverkefna á þessu
sviði. Að þessu leyti hefur ríkið,
með Umhverfisráðuneytið í farar-
broddi, stóraukið allan, beinan
stuðning við þetta málefni upp á
síðkastið.
2. Um „ódýrasta" valkostinn
og vilyrði Hollustuverndar
Greinarhöfundur heldur því fram
að Vestmannaeyingum hafi verið í
lófa lagið að leysa sorpvanda sinn
á einfaldari og ódýrari hátt en ella
vegna linkindar Hollustuverndar
ríkisins varðandi viðmiðanir og
kröfugerð um útlosun mengandi
efna. Það er fjarstæða að Hollustu-
vernd gefi fyrirfram vilyrði af
nokkru tagi um að einhver búnaður
verði einhvem tímann samþykktur.
Það verður að hafa í huga að íslend-
ingar eru um þessar mundir að taka
risaskref fram á við í þessum mál-
um. Opin og ófullkomin brennsla
er til vansa og er mikilvægt að
hraða því að slík eyðingaraðferð
hverfi. Uppbygging nútímalegra
sorpeyðingarstöðva hefur gengið
allt of hægt hér á landi. í því sam-
bandi telur Hollustuvernd mikil-
vægt að uppbyggingaráform séu
ekki kæfð í upphafi með ósveigjan-
legum kröfum. Því fer fjarri að
stofnunin hafi lagt blessun sína
yfir „ódýrasta valkostinn" í þessu
tilfelli. Mikilvægast er í þessu sam-
bandi að lítil áhætta er tekin þar
eð auðvelt er að bæta við hreinsi-
búnaðinn síðar ef þörf krefur. Skrif
greinarhöfundar um þetta atriði eru
annars ruglingsleg, því ýmist talar
hann um að væntanlega stöð í Vest-
mannaeyjum verði „án fullkomins
hreinsibúnaðar" eða „án hreinsi-
búnaðar".
3. Um kröfur til lítilla
bæjarfélaga
Höfundur vísar til svara eða
skoðunar af hálfu Hollustuverndar
í þá veru að ekki sé mögulegt að
’gera kröfur á þessu sviði til lítilla
og ijárvana bæjarfélaga. Þessi til-
vitnun endurspeglar e.t.v. að
nokkru leyti alkunnar staðreýndir
í þjóðfélaginu varðandi lög og reglu-
gerðir annars vegar og framfylgd
þeirra hins vegar. Það er að sjálf-
sögðu mögulegt að gera ítrustu
kröfur um mengunarvarnir hvar
sem er á landinu í samræmi við lög
og reglugerðir, séu hlutaðeigandi
aðilar tilbúnir að takast á við ljár-
hagslegar, félagslegar og pólitískar
hliðar á slíkum málum. Dæmi um
slíkt eru fiskimjölsverksmiðjur, sem
mjög víða hafa starfað með undan-
þágu frá gildandi reglum um
mengunarvamir. Hollustuvernd
hefur sætt sig við þá staðreynd að
úrbætur á þessu sviði verði að koma
í áföngum, svo sem við endurnýjun
tækjabúnaðar. Einnig er augljóst
að §alla verður um hvert mál sér-
staklega miðað við staðhætti og
veðurfar. Með því móti eru meiri
líkur til að ná fyrr árangri fyrir
takmarkað Ijármagn.
4. Um stefnu varðandi
sorpbrennslur
Greinarhöfundur gagnrýnir Holl-
ustuvemd ríkisins harðlega fyrir
„ábyrgðar- og stefnuleysi" varðandi
skort á kröfum eða viðmiðunar-
mörkum fyrir sorpbrennslur.
Mengunarvarnareglugerð nálgast
þetta mál frá hinni hliðinni, þ.e. út
frá umhverfisgæðum og styrk
óæskilegra efna í umhverfinu. í því
sambandi skipta staðsetning og
veðurfar mjög miklu máli þegar um
loftmengun er að ræða. Þess vegna
er algengt að útlosunarstaðlar séu
ekki settir fyrr en reynsla hefur
sýnt hver þynning í umhverfi verð-
ur með mismunandi hreinsibúnaði.
Nútímalegar sorpbrennslur eru að
þessu leyti á nokkurs konar tilraun-
astigi her á landi. Útlosunarmörk
verða ákveðin þegar mælingar hafa
staðfest virkni hreinsibúnaðar og
með hliðsjón af þynningu og dreif-
ingu. Hollustuvernd álítur það ekki
ábyrga stefnu að festa útlosunar-
mörk um of á þessu stigi þegar
hreyfmg er loks að komast á þessi
mál. Slík stefna getur hins vegár
augsýnilega komið illa niður á um-
Hermann Sveinbjörnsson
„Hollustuvernd álítur
það ekki ábyrga stefnu
að festa útlosunarmörk
um of á þessu stigi þeg-
ar hreyfing er loks að
komast á þessi mál. Slík
stefna getur hins vegar
augsýnilega komið illa
niður á umboðsmönn-
um ákveðins búnaðar
sem sniðinn er að kröf-
um sem gilda í öðrum
löndum.“
boðsmönnum ákveðins búnaðar sem
sniðinn er að kröfum sem gilda í
öðrum löndum.
5. Um velmegun umboðsmanna
og þjóðarinnar
í upphafi greinar sinnar vitnar
höfundur í nefndarálit um að sorp-
hirðumál á íslandi væru þjóðinni til
vansa. Hollustuvernd ríkisins getur
tekið fullkomlega uadir það sjónar-
mið. Ástæða þess hve aftarlega við
höfum lengi staðið í þessum efnum
er þó ekki að skort hafí á lög eða
reglugerðir eða mótaða afstöðu við:
komandi stofnana. Ástæðan er sú
GÍTARKÉNNSLA
fyrir ALMENNiNG, einkatímaiT]
HLJÓÐMÚRINN
r
BNSTÖKU
VE3§i
Hlaðnar aukabúnaði!
* CAPO tölvukerfi.
* Rafmagnsdæla fyrir eldsneytisáfyllingu.
* AM / FM útvarp með kassettu.
* Lottkæling í húsi.
* Sóllúga.
* Loftpressa með kút.
* Gott varahluta- og verkfærasettt.
Hafið samband við sölumenn okkar, sem
veita fúslega allar nánari upplýsingar.
Sparið MILLJÓNIR oo veliið HYUNDAI
Okkur er sönn ánægja að geta nú boðið belta- og
hjólagröfur frá risafyrirtækinu HYUNDAI á
ótrúlega hagstæðuverði.
HYUNDAI gröfurnar eru gæðaframleiðsla með
þrautreyndum vélbúnaði, svo sem: CUMMINS
dieselvélum, ZFdrifbúnaði, KAWASAKI vökva-
dælum og TOSHIBA vökvalokum.
Sýningarvél er í landinu og við getum nú afgreitt
STRAX frá Evrópulager HYUNDAI í Hollandi:
BELTAGRÖFUR, 13,21 og 29 tonn
H JÓLAGRÖFUR, 12 og 19 tonn.
Varahlutamiðstöð HYUNDAI er í Evrópu.
Ráðgjöf - Sala - Þjónusta
Skútuvogur 12A- Reykjavík - S 812530
HYUNDAI
VÖKVAGRÖFUR
að sveitarfélögin í landinu hafa sett
önnur verkefni í forgang við gerð
fjárhagsáætlana þar til nú á allra
síðustu árum.
Nú þegar ljóst er að ekki dugir
lengur að sópa undir teppið og
umfangsmikil verkefni á þessu sviði
blasa við, eru þeir eflaust nokkrir
sem gera sér vonir um tækifæri
fyrir sjálfa sig í því sambandi. Verða
þá hinir ólíklegustu menn allt í einu
miklir eldhugar á sviði umhverfis-
verndar og sé ég ekkert rangt við
það. Greinarhöfundur klykkir út
með því að lýsa áhyggjum sínum
yfir spádómum um vaxandi fátækt
á íslandi, og spyr hvort slík öfug-
þróun geti stafað af því að íslend-
ingar séu „síféllt að bisa við að fínna
upp hjólið“. Sú samlíking er ijarri
lagi að mínu áliti, enda er það miklu
fremur að íslendingar veki aðhlátur
fyrir að vera einum of ginnkeyptir
fyrir nýjungum og tækniframförum
af ýmsu tagi þar á meðal hjólum
og ýmsum tækjum á hjólum. Nú
þegar skuldasöfnun og offjárfest-
ingu þjóðarinnar verður að linna
er einmitt nauðsynlegt að ítrustu
hagsýni sé gætt við stórar ijárfest-
ingar og að byggt sé upp í hveiju
tilfelli í samræmi við þarfir og að-
stæður. í því sambandi verður að
hafa velmegun þjóðarinnar en ekki
umboðsmanna erlendra fyrirtækja
að leiðarljósi.
Uppsetning sorpbrennslustöðvar
af þeirri gerð sem fyrirhuguð er í
Vestmannaeyjum er stór ákvörðun
fyrir ekki stærra bæjarfélag enda
er um að ræða fjárfestingu upp á
u.þ.b. 100 milljónir króna. Það er
því eðlilegt að bæjaryfirvöld leiti
hagkvæmustu lausnar sem völ er á
og sem jafnframt uppfyllir sett
markmið og kröfur. Hollustuvernd
álítur að sú stöð sem áformað er
muni uppfylia kröfur um mengun-
arvarnir og að stöðin verði fram-
farastökk sem nemur áratugum
miðað við fyrra ástand. Hollustu-
vernd hefur frá upphafi fagnað
framtaki Vestmannaeyinga. Stofn-
unin lítur á það sem skyldu sína
að vinna með heimamönnum og
leita raunhæfra lausna í stað þess
að bíta sig fasta í innfluttar kröfur
á þessu sviði. Á þann hátt álitur
stofnunin að best verði að þoka
úrbótum áleiðis með nauðsynlegum
hraða til að efla velmegun og vellíð-
an þjóðarinnar.
Höfundur er formaður stjórnar
Hollustuverndar ríkisins.
---;--♦----------
Greina- og
bókaskrá-
in „Missio
Nordica“
ÚT ER komin í Uppsala í Svíþjóð
bóka og greinaskráin Missio
Nordica. Um er að ræða sam-
vinnuverkefni í vegum NIME
(Nordic Institute for Missionary
and Ecumenical Research) sem
er samnorræn stofnun er fjallar
um kirkjuleg og trúarleg mál-
efni.
Missio Nordica kemur út einu
sinni á ári, nú í annað sinn. Mark-
mið útgáfunnar er að safna á einn
stað upplýsingum um allar bækur,
greinar og sérúgáfur á Norðurlönd-
unum, er fjalla um starfsemi trúar-
hreyfinga kirkjunnar, kristniboðs-
félaga og trúarbragðafræðilegar
rannsóknir sem gerðar eru. Að
gagnasöfnun vinnur einn skrá-
setjari í hveiju hinna 5 norðurlanda
Danmörku, Svíþjóð, Noregi, íslandi
og Finnlandi. Verkinu er stjórnað
af Háskólabókasafninu við Árósar-
háskóla. Árósarháskóli hefur einnig
komið á fót tölvuvæddum gagna-
grunni í tengslum við útgáfu Missio
Nordica. Er sá grunnur öllum op-
inn. Hér á landi hefur sr. Þórhallur
Heimisson fræðslufulltrúi Þjóð-
kirkjunnar á Austurlandi unnið að
gagnasöfnun og samskiptum við
NIME. Veitir hann allar nánari
upplýsingar um útgáfuna og gagna-
grunninn.