Morgunblaðið - 26.05.1992, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 26.05.1992, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 26. MAÍ 1992 FRIKIRKJAN OG GUÐFRÆÐIPETURS eftir Einar Eyjólfsson Nokkur umræða hefur átt sér stað að undanförnu um málefni fri- kirkjusafnaðanna. Tilefnið er breyt- ing á gildandi reglum um starfs- svæði þesara safna (nær nú til landsins alls) og þau ummæli bisk- ups að söfnuðirnir hafi nú fengið sömu stöðu og sértrúarsöfnuðir. Þessi orð vöktun nokkra undrun og eilítil sárindi því söfnuðir sem byggja á evangelísk-lútherskum játningargrunni vilja ekki með nokkru móti láta bendla sig við hugtakið sértrú, hvort sem það er notað í því sambandi að hafa stöðu sértrúarsafnaðar eða eitthvað ann- að. Biskupsritari hefur ritað kurteis- lega grein í Morgunblaðið þar sem hann leggur áherslu á samleið frí- kirkjusafnaðanna og þjóðkirkjunnar þrátt fyrir þær breytingar sem átt hafa sér stað á reglum um starfs- svæði safnaðanna. Það var því flestra von að þessi umræða myndi hverfa af síðum dagblaða enda lítt uppbyggileg og illa til þess fallin að gefa' rétta mynd af því sem kirkjunnar þjónar eru að glíma við dags daglega. En þá gerist það í sömu mund og sólin fer að skína að kennari við guðfræðideild HÍ sér sig knúinn til þess að geysast fram á ritvöllinn og birtir grein sem ber yfirskriftina: Er fríkirkjan tímaskekkja? Þarf nokkurn að undra þótt und- irrituðum, presti fríkirkjusafnaðar suður í Hafnarfirði, hafí brugðið við lestur þessarar fyrirsagnar. Átta ár í þjónustu þessa safnaðar og svo birtist þessi líka fyrirsögn á grein eftir kennara við sjálfa guðfræði- deildina, Pétur Pétursson. , Tilefni þess að dr. Pétur skeiðar fram á ritvöllinn er grein sem birt- ist eftir formann fríkirkjusafnaðar- ins í Reykjavík. Ekki ætla ég að blanda mér í þá umræðu. Ég vil hins vegar gera nokkrar athuga- semdir við þá þætti í grein Péturs sem lúta að fríkirkjunum almennt. Dr. Pétur segir í umfjöllun sinni um breyttar skráningarreglur í frí- kirkjusöfnuði: „Að þessu leyti er nú sama tilhögun við skráningu með- lima fríkirkjunnar og utanÞjóðkirkj usafnaða sem sumir eru kallaðir „sértrúarsöfnuðir“ og benti biskup Þjóðkirkjunnar réttilega á þetta, en það virðist hafa farið fyrir btjóstið á fríkirkjumönnum og ruglað suma í ríminu.“ Hér sér fræðimaðurinn ástæðu til þess að hnykkja enn frekar á hugtakinu sértrúarsöfnuður í sömu mund og rætt er um stöðu fríkirkju- safnaða. Ég verð að játa að undrun mín er mikil. Og fræðimennskan heldur áfram á svipuðum nótum þegar hann segir að þessi ummæli biskups hafi ruglað suma fríkirkju- menn í ríminu. Um þessi ummæli verður lítið sagt. Aðeins á þau bent sem dæmi um þá framsetningu sem einkennir grein Péturs og gerir það að verkum að efasemdir vakna um það að grein hans geti talist það fræðilega fram- lag til þessarar umræðu sem vænta hefði mátt af manni í hans stöðu. Trúfræði Hagstofunnar í framhaldi af þessum skrifum fjallar Pétur um svokallaða trúfræði Hagstofunnar. Og í hvetju er trú- fræði Hagstofunnar fólgin að mati höfundar? Jú, hún er fólgin í því að þar sem fríkirkjurnar hvíla á sama játningargrundvelli og þjóð- kirkjan þá hafi það verið eðlilegt og rétt trúfræði af hálfu Hagstof- unnar að taka fólk af skrá fríkirkju- safnaðar og skrá það endanlega í Þjóðkirkjuna ef það flutti út fyrir starfssvæðið. Nú er það svo að ég er innilega sammála höfundi að ekkert sé eðli- legra en það að fríkirkjumaður sem flytur út á land og getur ekki leng- ur nýtt sér þjónustu síns gamla safn- aðar gangi I Þjóðkirkjuna. Sam- kvæmt lögum um trúfélög er það hins vegar einstaklingurinn sjálfur sem sækir um aðild að Þjóðkirkj- unni. Að Hagstofan eða einhver opinber aðili geri það fyrir hann og að honum óspurðum er brot á lögum um trúfélög og hvort sem okkur lík- ar betur eða verr verðum við öll að lúta þeim lögum sem í gildi eru á hvetjum tíma. Trúfræði Hagstof- unnar breytir þar engu um. í þessu sambandi er rétt að geta þess að fyrst þegar fríkirkjusöfnuð- irnir hreyfðu þessu viðkvæma máli var þeirra ósk sú að finna einhveija VERZLUNARSKOLI ÍSLANDS OPIÐ HUS laugardaginn 30. maí 1992 kl. 14-18 Nýútskrifuðum grunnskólanemum og abstandendum þeirra er sérstaklega bobib ab koma og kynna sér skólann, námsefni og félagslíf. VERZLUNARSKOLI ISLANDS færa leið til þess að koma í veg fyrir að fólk dytti endanlega af skrám sinna safnaða t.d. við tíma- bundinn búferlafluttning af starfs- svæði sinna safnaða. Af hálfu yfii'valda virtust öll tor- merki á því að hægt væri að koma málefnum safnaðanna til betri veg- ar. Það var fyrst er við að ráði lög- fræðinga vitnuðum til laga um trú- félög að yfirvöld tóku við sér. Það má því segja að þetta mál hafi tekið nokkuð aðra stefnu en til var ætlast í upphafi vegna þess að enginn var til viðræðu við okkur um stöðu safnaðanna í breyttu sam- félagi. Ný guðfræði? Einar Eyjólfsson En höldum áfram með grein Pét- urs. Hann ræðir um hinar sögulegu forsendur fyrir stofnun fríkirkju- safnaðanna og bendir á að þar liafi búið að baki m.a. óánægja með veitingavald prestakalla og uppreisn gegn hinu danska valdi í lok síðustu aldar. Bendir síðan á að þegar mál Þjóðkirkjunriar voru færð til betri vegar með lögum árið 1907 og full- veldi landsins 1918 hafi grundvöll- urinn fyrir hinni pólitísku fríkirkju- hreyfingu verið hruninn. Þetta hrun hafði hins vegar frí- kirkjusöfnuðirnir í Reykjavík og Hafnarfirði staðið af sér og segir um ástæður þess: „Þessi hefð á sér sennilega að mestu leyti rætur í trygglyndi ákveðinna fjölskyldna við kirkju sína.“ Það er erfitt að trúa því að það skuli vera kennari við guðfræði- deildina sem lætur slíkt frá sér fara um ástæður þess að evangelísk-lút- her skur söfnuður skuli lifa og dafna? Eigum við þá ekki lengur að trúa því að það sé Kristur sjálfur sem vöxtinn gefur söfnuði sínum? Ekki lengur að trúa því að kirkja sé hið mannlega andsvar við fagnaðarer- indinu, vakið af heilögum anda Guðs? Já, nú fínnst mér guðfræðin held- ur betur vera að breytast frá því sem ég lærði af virðulegum lærifeðr- um í guðfræðideild fyrir ekki svo löngu síðan. Þess má svo geta að forsendurnar fyrir stofnun fríkirkjusafnaðar í Hafnarfirði voru nokkuð aðrar en ætla má af orðum Péturs. Söfnuður- inn var stofnaður árið 1913 en þá höfðu hin nýju lög um prestkostn- ingar tekið gildi. Það var óánægja með niðurstöðu prestkostninga í Garðaprestakalli hinu gamla ásamt deilum um hvort kirkja ætti að rísa í Hafnarfirði sem varð þes valdandi að söfnuðurinn var stofnaður. Fríkirkjufólk hafði síðan for- göngu um það að fyrsta kirkjan var byggð í Hafnarfirði og vígð í árslok 1913. Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafn- „Ástæða þess að ég birti þessar athugasemdir er sú að „fríkirkja“, þetta hugtak sem dr. Pétur bregður á leik með í grein sinni, er alls ekk- ert hugtak í mínum huga heldur söfnuður fólks sem leggur mikla alúð í störf sín í þágu kirkjunnar.“ arfirði tók aldrei upp almennar prestkosningar því safnaðarfólkið hafði komið auga á ókosti þeirra. Það fyrirkomulag sem hafnfirskt fríkirkjufólk hefur haft við val á presti hefur nú fyrir stuttu síðan verið tekið upp í Þjóðkirkju íslands. Aðstoð og velvild í lok greinar sinnar segir Pétur: „Sú aðstoð og velvild sem biskupar og yfirstjórn Þjóðkirkjunnar hafa sýnt fríkirkjusöfnuðum er dæmi um raunverulegt fijálslyndi og víðsýni." Hér er undarlega að orði komist. Hvernig getur aðstoð og velvild ver- ið dæmi um fijálslyndi og víðsýni. Er aðstoð við annað fólk og velvild nokkuð annað en kristileg skylda. „Verið með sama hugarfari og Jesús Kristur." Víst erum við þakklát, fríkirkju- fólk, að hafa notið aðstoðar og vel- vildar yfirstjórnar kirkjunnar. Ég held hins vegar að fæst okkar hafi tengt það við fijálslyndi og víðsýni og það efast ég um að yfirmenn kirkjunnar hafi gert. I þessu sambandi vil ég reyndar minna á að þessi aðstoð og velvild hefur verið gagnkvæm milli frí- kirkjusafnaðanna og Þjóðkirkjunn- ar. Þjóðkirkjufólk hefur talsvert mikið leitað þjónustu í fríkirkjum, rétt eins og fríkirkjufólk hefur notið þjónustu í Þjóðkirkju. Ekki veit ég til að nokur hafi mælt það á hvorn hallar í þessari gagnkvæmu aðstoð og þjónustu, nema dr. Pétur hafi nú loksins fundið það út að það halli sérstaklega á okkur fríkirkju- fólkið. Orð hans í lok greinarinnar benda allavega til þess að okkut' beri að vera sérstaklega þakklát. Agsborgarjátningin Varðandi alla þessa umræðu um fríkirkjusöfnuðina sem sannarlega hefur tekið leiðinlega stefnu er ástæða til að undirstrika enn og aftur að fríkirkjurnar hvíla á sama játningargrundveli og Þjóðkirkjan. Hin svokallaða Ágsborgaijátning er höfuðjátning lútherskra manna. 7. grein þeirrar játningar íjallar um kirkjuna: „Ein heilög kirkja mun ávallt vera til, en kirkjan er söfnuð- ur heilagra, þar sem fagnaðarerind- ið er kennt hreint og sakramenntun- um er veitt rétt þjónusta. Til að sönn eining ríki í kirkjunni er nóg að menn séu sammála kenningu fagnaðarerindisins og um þjónustu sakramenntanna. En ekki er nauð- synlegt, að alls ■ staðar séu sömu mannasetningar eða helgisiðir eða kirkjusiðir, sem menn hafa sett, eins og Páll postuli segir: Ein trú, ein skíni, einn Guð og faðir allra ...“ í þessari grein er lögð á það áhersla að það sé predikun fagnað- arerindisins og rétt þjónusta sakra- mentanna sem öllu máli skipti. Mannasetningar geta hins vegar verið með mismunandi hætti. Um mannasetningar segir Pétur einmitt í grein sinni að sóknarskipan Þjóðkirkjunnar sé hagræðingar- atriði. Nákvæmlega hið sama á við um nýja reglugerð um skráningu í fríkirkjusöfnuði. Hún er hagræðing- aratriði og til þess sett að koma í veg fyrir að fólk sé tekið af skrám safnaða sinna án eigin vitundar. Það má minna á í þessu sam- bandi að breytingar á sóknarskipan pg prestaköllum innan Þjóðkirkju íslands hafa ekki alltaf gengið hjóðalaust fyrir sig og oft hafa til- finningar fólksins í söfnuðunum fengið að ráða. Hingað til hefur enginn haft hugmyndaflug til þess að tala um tímaskekkju í sambandi við slíkar deilur, miklu fremur verið talað af virðingu um tilfinningar fólksins. Það er ekki ætlun mín að hafa þessar athugasemdir öllu lengri. Ástæða þess að ég birti þessar athugasemdir er sú að „fríkirkja", þetta hugtak sem dr. Pétur bregður á leik með í grein sinni er alls ekk- ert hugtak í mínum huga heldur söfnuður fólks sem leggur mikla alúð í störf sín í þágu kirkjunnar. Ef eitthvað er ekki tímaskekkja eru það störf þessa fólks, metnaður þess velvild og hlýja. Þetta fólk á ekki skilið að fá hina köldu kveðju sem felst í framangreindri fyrirsögn á grein Péturs. Gleymum því ekki að það er við- kvæmt að íjalla um málefni ein- stakra safnaða og það er ekki sama hver á penna heldur. Ósjálfrátt hljóta menn að gera miklar kröfur til manna sem valdir eru til fræðistarfa við Háskóla þjóð- arinnar á sviði guðfræði og þjóð- félagsfræði þegar um málefni kirkj unnar er að ræða. Höfundur er fríkirkjuprestur í Hafnarfirði. Auknir möguleikar fyrir íslensk fyrir- tæki í þróunarsamstarfi Evrópuþjóða Á 10. ráðherrafundi Evreka sem haldinn var í Tampere í Finnlandi 22. maí sl. var ákveðið að Ungverjaland bættist í hóp hinna 19 Evr- ópuþjóða sem standa að samstarfinu. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra sat fundinn fyrir íslands hönd. Hann sagði mikilvæg- asta árangur fundarins fyrir ísland vera sú áhersla sem lögð var á samstarf lítilla og stórra fyrirtækja. Lítil íslensk fyrirtæki fengu þar með möguleika á að vinna að rannsókna- og þróunarverkefnum með stórfyrirtækjum Evrópu og árangurinn yrðu nýir sóknarmögu- leikar og nýjar afurðir. Menntamálaráðherra sagðist telja að rann- sókna- og þróunarsamstarf eins og því er háttað innan Evreka gæti í framtíðinni orðið íslensku atvinnulífi til mikils gagns. Ráðherrarnir staðfestu einnig að 102 ný rannsókna- og þróunarverk- efni fengju aðild að Evreka. Velta þeirra er áætluð um 46 milljarðar ísl. kr. íslendingar eru þátttakendur í þremur verkefnanna. Þau íjalla um samræmt upplýsingakerfi, raf- eindabúnað í fiskirækt og þróun keramiks í iðnaði. Megineinkenni Evreka er rann- sókna- og þróunarsamstarf sem stundað er að frumkvæði fyrirtækja innan aðildarríkjanna. Fjármögnun þeirra er í höndum fyrirtækjanna sjálfra eða innlendra fjármögnunar- aðila í hverju landanna fyrir sig. Árangur verkefnanna skilar sér því venjulega í nýjum framleiðsluvörum eða endurbættum tækjabúnaði. Á undanförum árum hafa lítil og miðl- ungsstór fyrirtæki tekið aukinn þátt í samstarfinu. Mörg þeirra hafa verið brautryðjendur í nýjung- um og eru því kærkomnir sam- starfsaðilar stórra fjölþjóða fyrir- tækja. ísland hefur átt aðild að Evreka samstarfinu síðan 1986 og á núna hlut í 9 verkefnum. íslendingar eiga þar með aðild að hlutfallslega flest- um verkefnum, sé miðað við íbúa- fjölda landanna. Viðamest þeirra er Halios — fiskiskip 10. áratugar- ins. Það er unnið að þróun íjöl- margra samverkandi þáttum fiski- skipa, s.s. rafeindabúnaði, öryggis- búnaði og hönnun. Samstarfsaðilar íslands að Halios eru fyrirtæki í Frakklandi og Spáni. íslensku fyrir- tækin eru m.a. Marel hf., Björgun- arnetið Markús hf. auk Háskóla íslands. Ráðherrafundinum í Tampere lauk með því að Frakkar tóku að sér formennsku í Evreka til eins árs. 1« i:; í f t

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.