Morgunblaðið - 26.05.1992, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.05.1992, Qupperneq 20
20 1JI<1 (1 KIAl SÖttí ÍAM !iL' JlUöAO T MÖRGUNBLAÐÍÐ’þRÍÐJUDAGÚr'~2G~. MAÍT992' IURVALI Tíminn er kominn til að huga að framkvæmdum i görðum og við sumarhúsið. Hjá okkur er úrval, verð og gæði sem fáir keppa við. IGIRÐINGAR- STAURAR Girðingarstaurar í úrvali - galvanhúðaðir járnstaurar, gegnvarðir tréstaurar sívalir og kantaðir - báðar gerðir yddaðar. Auk þess rekaviðarstaurar. VÍR OG VÍRNET Túngirðingarnet, 5, 6 og 7 strengja, galvanhúðuð. Lóðanet, galvanhúðuð og plasthúðuð. Vírlykkjur, stagavír, 4 strekkjarar og vírlásar. Zinkhúðaður gaddavír. RAFGIRÐINGAR Notkun rafgirðinga hefur aukist með hverju ári hér á landi. Höfum HOTLINE- spennugjafa og úrval rafgirðingaefnis. Notkun randbeitingar eykur nýtingu beitilands. MR búðin • Laugavegi 164 símar11125 24355 10 km HLAUP Skógartilið - Vatnsmýrarvegur - Hringbraut - Kaplaskjólsvegur - Frostaskjól - Keilugrandi - Eiðsgrandi - Ánanaust - Mýrargata - Tryggvagata - Kalkofnsvegur - Skúlagata - Rauðarárstigur - ’'Miklabraut - Langahlið - Skógarhlið Heilsuhlaup Krabbameinsfélags Islands 1992: Allir með! eftir Ólaf Þorsteinsson Á laugardaginn kemur, 30. maí kl. 12 á hádegi, stendur Krabba- meinsfélag íslands fyrir fimmta Heilsuhlaupi sínu undir kjörorðinu „Betri heilsa". í Reykjavík er hlaupin hefðbund- in leið þar sem vegalengdir eru 2 km, 4 km og 10 km fyrir lengra komna. Hlaupið hefst við hús fé- lagsins í Skógarhlíð 8 og því lýkur þar. Á síðasta ári var efnt til sams konar hlaups á Egilsstöðum og á Akureyri hefur verið hlaupið tvisv- ar. Á þessu vori bætist Höfn í Homafirði í hópinn. Þátttakan í hlaupinu hefur þrefaldast á þeim fjórum ámm sem fyrir þeim hefur verið staðið, en í fyrsta hlaupinu hlupu 40Ó manns. Á Akureyri og Egilsstöðum hefur þátttakendum einnig verið boðið upp á göngu og hjólreiðar. Samstarfs- og styrktaraðilar að þessu sinni verða: Flugleiðir hf., Sól hf. og Tóbaksvamanefnd, en þessi 23. vika ársins verður sérstök átaksvika, sem hlotið hefur heitið „Vika hins hreina lofts", með margs konar viðburðum sem heijast með Heiisuhlaupinu. Þess má geta að 31. maí er al- þjóðlegur reyklaus dagur. SIMANUMER HÉÐINN i GARÐASTÁL STÓRÁSI6 SÍMI 91-652000 PÓSTHÓLF15 210 GARÐABÆ = HÉÐINN = SMIÐJA STÓRÁSI6 • GARÐABÆ • SlMI 652000 • FAX 652570 Hönnun • smíöi • viögeröir- þjónusta Framkvæd hlaupsins hefði verið óhugsandi án aðstoðar ýmissa aðila, sem ævinlega hafa sýnt mikinn velvilja og áhuga. Ég vil sérstaklegá nefna Fijálsíþróttasambandið, Lög- regluna, Hjálparsveit skáta, Rás 2 Ríkisútvarpsins, bæjarfélög og fleira. Meðfylgjandi er kort af hlaupa- leiðum í Reykjavík. Faðir læknisfræðinnar, Hippókr- ates, fullyrti að íþróttir væm óholl- ar, þrátt fyrir það að hetjur fomald- ar kepptu við rætur Ólympsfjalls. 2500 ámm síðar em sérfræðingar sammála um það, að öll hreyfing er holl, svo lengi sem hún er innan skynsamlegra marka. Sá hópur fólks hér á landi og annars staðar, sem hefur það fyrir sið að hreyfa sig reglulega, fer stækkandi. Það em margar ástæður fyrir því að fólk velur hlaup og skokk, m.a. þær að um er að ræða ódýmstu, einföldustu og áhrifa- ríkustu hreyfinguna. Hér má minna á að hlaup (þ.e. langhlaup þar sem hlaupnir em nokkrir kflómetrar) er allra íþrótta best fallið til iðkunar fram eftir öll- um aldri. Þetta skýrist af því að hlaupararnir ná góðum árangri mun lengur og hrakar mun minna með auknum aldri en raunin er í öðmm íþróttagreinum. í þessu sambandi má einnig minna á að fáar íþrótta- greinar skila jafnfljótt mælaniegum árangri og hlaup. Menn geta byrjað að hlaupa á miðjum aldrei og stöð- ugt verið að bæta sig, gagnstætt því sem við á um flestar aðrar íþróttagreinar. Fæstum dytti t.d. í hug að búast við miklum árangri af því að hefja hástökksæfingar um fertugt! Það er aldrei of seint að byrja að hlaupa. Því geta allir verið með! Ég vil hvetja sem flesta lands- menn til þess að ganga, skokka, Ólafur Þorsteinsson hlaupa, hjóla og vera með Krabba- meinsfélaginu á laugardaginn kem- Höfundur er viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags íslands. -------» ♦----------- Sýnir í Gall- eruÚmbru SÝNING á verkum Guðnýjar Magnúsdóttur myndlistarmanns verður opnuð miðvikudaginn 27. maí nk. í Galleríi Úmbru, Bern- höftstorfu, kl. 17. Á sýningunni verða sýnd nýleg skúlptúrverk unnin í leir. Guðný hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Nú stendur yfir sýning á verkum hennar í Gall- eríi ísland, Haag, Hollandi. Sýningin í Galleríi Úmbru verður opin þriðjudaga til laugardaga kl. 12-18, sunnudaga kl. 14-18, lokað mánudaga. Sýningin stendurtil 16. júní. BHM mótmælir breyt- ingnm á lögnm LIN MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Banda- lagi háskólamanna: Framkvæmdastjóm Bandalags háskólamanna mótmælir harðlega þeim breytingum sem nýlega voru gerðar á lögum um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna bæði því er varðar endurgreiðslur og úthlutun- arfyrirkomulag. Stjómin telur veru- lega hættu á að hvort tveggja leiði til aukins misréttis. Framkvæmda- stjórnin ítrekar fyrri yfirlýsingar um að sjóðurinn verði skipulagður með þeim hætti að markmið hans um jöfnun á aðstöðu til náms verði jafnan haft í öndvegi. Nú á tímum er almennt viðurkennt að lífskjör og afkoma fara öðru fremur eftir menntunarstigi þjóða. Því er hætt við að aðgerðir sem valda því að ungt fólk hverfur frá námi eða hættir við fyrirætlanir um háskóla- nám hafi neikvæð áhrif á lífskjör þjóðarinnar er fram Iíða stundir. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.