Morgunblaðið - 26.05.1992, Síða 26

Morgunblaðið - 26.05.1992, Síða 26
2é Rithöfundasamband Islands MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992 Vonandi verða margir fallegir dagar í starfínu — segir Þráinn Bertelsson nýkjörinn formaður „Það er fallegur dagur núna þegar ég tek við þessu starfi og vonandi verða margir fallegir dagar í því starfi,“ sagði Þráinn Bertelsson, nýkjörinn formaður Rithöfundasambands íslands, í samtali við Morgunblaðið í gær. Þráinn var kosinn formaður sam- bandsins á aðalfundi þess í Nor- ræna húsinu 23. maí síðastliðinn. Hann fékk 116 atkvæði en mót- frambjóðandi hans Sigurður Pálsson fékk 96 atkvæði. Einar Kárason, fráfarandi formaður, Steinunn Sigurðardóttir, vara- formaður, og Andrés Indriðason, meðstjórnandi, gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Eftir aðalfundinn er stjóm Rit- höfundasambandsins þannig skipuð að Þráinn Bertelsson er formaður eins og áður segir, Ingibjörg Har- aldsdóttir, Siguijón Birgir Sigurðs- son (Sjón) og Þórarinn Eldjám em meðstjórnendur og Pétur Gunnars- son og Vigdís Grímsdóttir em vara- menn. Hinn nýkjörni formaður sagði í samtali við Morgunblaðið að sér lit- ist prýðilega á starfið og hann hlakkaði til að takast á við það. „Sambandinu fylgja margar ágætar hefðir og fyrir í stjórn situr hópur af mjög góðu og hæfu fólki sem mér fínnst spennandi að vinna með. Þráinn Bertelsson formaður Rit- höfundasambands Islands. Það kemur þá með reynsluna og kjölfestuna. Og vonandi, eins og engir tveir era eins, fylgja einhveij- ar breytingar nýjum formann. Hveijar þær verða verður bara að koma í ljós svona smátt og smátt og hvað varðar einhver stefnumál þá hefur ekki ennþá verið haldinn fyrsti stjórnarfundur og mér fínnst eðlilegt að bíða með allar yfirlýsing- ar þangað til að honum loknum,“ sagði Þráinn. Þráinn var spurður að því hvort honum fyndist ekki erfítt að taka við starfínu með tilliti til þess að stjómin hefði mælt með mótfram- bjóðanda hans. „Nei, það fínnst mér ekki því ég þekki held ég alla í stjóminni, að vísu mismunandi mikið, og þetta er ágætis fólk og vill Rithöfundasambandinu ekkert nema allt það besta. Þó það hafi verið fylgjandi Sigurði var það búið að lýsa yfir þeim stuðningi áður en að mitt nafn var nefnt svo ég get alls ekki tekið það sem svo að það ágæta fólk sé eitthvað á móti mér,“ sagði hann. Aðalfundurinn samþykkti álykt- un til stuðnings Ragnheiði Davíðs- dóttir. Hún hljóðar svo:„Aðalfundur Rithöfundasambands íslands, hald- inn 23 maí 1992, lýsir að gefnu tilefni stuðningi við Ragnheiði Dav- íðsdóttur vegna þeirra átaka sem orðið hafa í Menntamálaráði og flestum er kunnugt af fréttum. Rit- höfundar ítreka að stjórnmálaflokk- ar jafnt sem aðrir verði að virða til fullnustu rétt hvers manns til skoð- ana sinna og afstöðu. Jafnframt varar aðalfundurinn við öllum áformum um að leggja niður Bóka- útgáfu Menningarsjóðs nema að vandlega athuguðu máli.“ Úskurður ríkisskattanefndar í kvótamálinu: Aðstöðugjöld hjá sveitarfélögum hækka Hefur jákvæð áhrif á verð hlutabréfa útgerðarfélaga ÁHRIF úrskurðar ríkisskattanefndar í kvótamálinu eru m.a. þau að aðstöðugjöld útgerðarfélaga til sveitarfélaga hækka. Einnig mun úrskurðurinn hafa jákvæð áhrif á verð hlutabréfa útgerðarfélaga. Og vegna ummæla formanns Stéttarsambands bænda í sunnudags- blaði Morgunblaðsins um helgina er rétt að taka fram að ríkisskatta- nefnd kvað upp úrskurð um kaup og sölu framleiðsluréttar í landbún- aði fyrir ári síðan. Var greint frá þeim úrskurði í Morgunblaðinu þann 31. maí í fyrra. Hvað varðar aðstöðugjöld sveit- arfélaga em rekstrarútgjöld fyrir- tækja lögð til gmndvallar aðstöðu- gjaldastofni en síðan borguð ákveð- in prósenta af rekstrarútgjöldum í aðstöðugjöld til sveitarfélaga. Sam- kvæmt lögum má þessi prósenta nema hæst 1,30%. Sveitarfélög leggja yfírleitt minna hlutfall á út- gerðarfélög eða á bilinu 0,33%- 0.85% á stærstu útgerðarstöðunum. Með úrskurði ríkisskattanefndar ber að flokka kvótakaup sem rekstrarkostnað og því meir sem útgerðarfyrirtæki kaupir af kvóta því meir borgar það í aðstöðugjöld til viðkomandi sveitarfélags. Þórður Skúlason framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra sveitarfélaga segir að auknar tekjur til sveitarfélaga séu af hinu góða en bendir jafn- framt á að sveitarfélög hafi kapp- kostað í gegnum tíðina að hafa álögur á sjávarútveginn í lágmarki og á sumum stöðum hafí sveitarfé- lög staðið sameiginlega með útgerð- um að kvótakaupum. Þegar skoðuð em aðstöðugjöld einstakra sveitarfélaga á útgerðar- félög kemur í ljós að þau em lægst á höfuðborgarsvæðinu. í Reykjavík nema þau 0,33% og einnig í Hafnar- firði, Garðabæ og Kópavogi. Á Akureyri nema þessi gjöld 0,75% og hið sama gildir um Sauðárkrók, Ólafsfjörð og Dalvík. í Vestmanna- eyjum hinsvegar nema gjöldin 0,33%, á Höfn í Hornafirði 0,40% og á ísafirði 0,65%. Úrskurður rík- isskattanefndar var í máli útgerðar- félags á ísafirði og hefur hann í för með sér að aðstöðugjöld viðkom- andi félags fyrir gjaldárið 1990 hækka um 400.000 krónur. Jákvæð áhrif á hlutabréfamarkað Reiknað er með að úrskurður rík- isskattanefndar hafí jákvæð áhrif á verð hlutabréfa í útgerðarfélögum, a.m.k. fyrsta kastið, en reynslan sýni að nokkurn tími líði þar til áhrifin koma fram á markaðnum. Sigurður B. Stefánsson fram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka segir að fræðilega séð hljóti þetta að hafa jákvæð áhrif á verð hlutabréfanna því úrskurðinn feli í sér að útgerðarfélögin geta sýnt fram á skattalegt tap með kaupum á kvóta. „Það að geta gjaldfært kvótakaup sem rekstrar- kostnað þýðir frestun á skatt- greiðslum þéssara félaga þar til kaupin sýna arð,“ segir Sigurður. Friðrik Jóhannsson framkvæmd- astjóri Fjárfestingarfélagsins tekur undir það sjónarmið að þessi úr- skurður ríkisskattanefndar muni hafa jákvæð áhrif á verð hlutabréfa í útgerðarfélögum. „Það liggur fyr- ir að með úrskurðinum verður út- koman hjá útgerðarfélögum hag- stæðari en hún var og þau geta frestað skattgreiðslum með kvóta- kaupum,“ segir Friðrik. Hann á ekki von á að bréfin hækki strax í verði einkum þar sem hlutabréfa- markaðurinn í heild er í lægð þessa daganna. Hvað varðar spurninguna um veðhæfí kvóta í framhaldi af úr- skurði ríkisskattanefndar mun það vera staðreynd að bankar hafa ekki tekið veð í kvóta fyrir lánum, né heldur Fiskveiðasjóður. Hins vegar mun algéngt í skuldabréfum sem hafa veð í skipum að þar sé ákvæði sem kveður á um að ekki megi ráð- stafa kvóta skipsins nema með vit- und veðhafa. Reinhold Kristjánsson lögfræðingur Landsbankans segir að kannski megi líta á fyrrgreint ákvæði sem óbeint veð í kvóta en hinsvegar beri að líta á að Lands- bankinn hefur ekki gert mikið af því að taka veð í skipum m.a. vegna þeirrar óvissu sem ríkt hefur í kvót- amálum. Þegar úrskurður í framleiðsluréttarmáli Vegna ummæla Hauks Halldórs- sonar formanns Stéttarsambands bænda í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins um helgina þess efnis að úrskurður ríkisskattanefndar geti haft áhrif á kaup og sölu á fram- leiðslurétti í landbúnaði má nefna að ríkisskattanefnd hefur þegar úrskurðað í slíku máli. í frétt Morg- unblaðsins þann 31. maí í fyrra er greint frá þessum úrskurði undir fyrirsögninni „Kaup á fullvirðisrétti Morgunblaðið/KGA Helga Þórdís Guðmundsdóttir leikur á píanó við opnun sýningar Sotheby’s og Barnaheilla í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sextán hundruð manns komu á tveimur dögum — sýningu Sotheby’s og Barnaheilla SÝNING á verkum þeim sem uppboðsfyrirtækið Sotheby’s mun bjóða upp á vegurn félagasamtakanna Barnaheilla, hefur dregið að sér ná- lægt sextán hundruð gesti á þeim tveimur dögum sem sýningin hefur verið opin, að sögn Sigríðar Ingvarsdóttur, fulltrúa Sotheby’s á ís- landi. Áætlað er að sýningunni, sem er í Ráðhúsi Reykjavíkur, ljúki í dag, en vera kann að hún verði framlengd. Uppboðið verður haldið á Hótel Sögu, sunnudaginn 31. maí. „Það er ekki útilokað að sýningin verði framlengd fram að uppboð- inu,“ sagði Sigríður. Hún sagði enn- fremur að mikils áhuga hefði gætt frá innlendum jafnt sem erlendum aðilum á þeim 40 verkum sem boðin verða upp. „Áhugasamir aðilar hafa haft samband við okkur, þar á meðal erlend söfn, til dæmis í Svíþjóð. em frádráttarbær á móti seldum rétti,“ og segir þar að þessi úrskurð- ur rfkisskattanefndar gangi gegn túlkun ríkisskattstjóra. Forsaga þessa máls er sú að bóndi norður í landi seldi Framleiðn- isjóði landbúnaðarins á árinu 1988 annarsvegar 75 ærgildi í fram- leiðslurétti og hinsvegar 50 ær fyr- ir samtals 837.500 krónur. Á móti keypti hann 86 ærgildi framleiðslu- réttar í mjólk fyrir 900.000 krónur. Mismuninn 62.500 gjaldfærði bónd- inn í landbúnaðarskýrslu sinni. Skattstjóri gerði athugasemdir við þessar færslur og boðaði í bréfí til bóndans tekjufærslu á selda fram- leiðsluréttinum, niðurfellingu frá- dráttar vegna keypts framleiðslu- réttar og eignfærslu keypts réttar fyrir 900.000 krónur. Þetta var gert í samræmi við álit ríkisskatt- stjóra þess efnis að kaup á fram- leiðslurétti búvara annarar bújarðar séu kaup á fasteignatengdum rétt- indum og teljist kaup á eign sem beri að eignfæra á fasteignamats- verði. Bóndinn kærði til ríkisskatta- nefndar og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að aðalkröfu hans bæri að taka til greina. í rökstuðningi nefndarinnar segir m.a.: „Hinn keypti fullvirðisréttur felst í verð- ábyrgð ríkisvaldsins á tilteknu framleiðslumagni...Byggist réttur þessi á búvörulögunum, reglugerð- um samkvæmt þeim og samningum Stéttarsambands bænda við ríkis- valdið um búvömframleiðsluna. Afmarkast rétturinn í tíma af þess- um samningum. Hafa slíkir samn- ingar verið gerðir til ákveðins tíma en ekki hefur legið fyrir slíkt af- markað heildartímabil þeirrar verð- ábyrgðar sem í fullvirðisrétti þess- um felst þannig að tækt sé að skipta gjaldfærslu keypts réttar á slíkt tímabil með ömggum hætti. Þá er engum sérstökum ákvæðum til að dreifa um meðferð fullvirðisréttar í skattskilum." Síðan kemst ríkis- skattanefnd að þeirri niðurstöðu sökum þess sem að framan segir beri að taka gjaldfærslu bóndans til greina þar sem hvorki skatt- stjóri né ríkisskattstjóri hafi sýnt fram á hvernig meðferð hins um- deilda atriðis skuli háttað eða að gjaldfærslan hafí verið bóndanum óheimil. Einnig hafa einstaklingar og safnar- ar sýnt þessu áhuga,“ sagði Sigríð- ur. Hún telur ástæðuna fyrir þeim mikla áhuga sem verkin hafa vakið vera að hluta til þá, að þarna séu bestu listamenn þjóðarinnar að láta sín bestu verk, auk þess sem mál- staðurinn hljóti að hitta menn í hjart- astað. Helmingur söluvirðis verkana mun renna til sjóðs sem ætlað er að styrkja rannsóknir á högum barna er eiga undir högg að sækja. Listamennirnii* gefa hálft andvirði verka sinna, og Sotheby’s gefur alla vinnu, uppboðslaun og annan til- kostnað við uppboðið. Mælst er til þess að þeir sem hug hafa á að bjóða í verkin skrái sig hjá Sotheby’s eða Bamahjálp, og mun þá hveijum bjóðanda verða úthlutað númer. Þó geta þeir einnig boðið, sem ekki hafa skráð sig áður. ---------------- Kærður fyr- ir tilraun til nauðgunar KONA kærði mann um þrítugt fyrir tilraun til nauðgunar á sunnudagsmorgun. Atvikið átti sér stað á heimili hennar í mið- borginni. Kona hafði fengið manninn, sem hún var lítillega kunnug, til að aka sér heim úr samkvæmi en hann fékk að koma með henni inn undir því yfirskyni að hann þyrfti að nota síma. Þegar inn var komið otaði hann hnífi að konunni, afklæddist og læsti íbúðinni en mun hafa farið af staðnum án þess að koma fram vilja sínum við konuna. Lögreglan var kvödd til og maðurinn var síðar handtekinn og hafður í haldi vegna yfirheyrslna en var ekki úrskurðað- ur í gæsluvarðhald, samkvæmt upp- lýsingum RLR. ------♦ ♦ ♦ Með fíkniefni á víðavangi FJÖGUR ungmenni voru tekin með fíkniefni í fórum sínum í Kópagvogi um helgina. Lögreglan hafði fundið svokallað lón, sem er áhald til fíkniefnaneyslu, falið á víðavangi i austurbænum, fylgdist með staðnum og handtók ungmennin þegar þau vitjuðu um áhaldið. í fórum unglinganna, sem voru flest 18 ára, fannst smáræði af hassi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.