Morgunblaðið - 26.05.1992, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAI 1992
27
Tíu tilboð bárust í
framleiðslu ÁTVR
TÍU TILBOÐ bárust í framleiðslutæki, vöruheiti og uppskriftir
ATVR, en tilboðin voru opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins í
gær. Hæsta tilboð nam 17 rnilljónum, 425 þúsundum og 500 krón-
um, en það lægsta var 4,761 milljón. A næstu dögum verður ákveð-
ið við hvaða tilboðshafa verður
Hæsta tilboðið átti Kristín Stef-
ánsdóttir. Næstu tilboð voru: Hall-
dór Kristjánsson 16 milljónir, 425
þúsund og 500 kr., Rek-ís hf.
15.425.500, Kristján G. Halldórs-
son 14.425.500, Elding Trading
13.425.500, Tryggvi Hallvarðsson
12 milljónir, 310 þúsund, Helgi
G. Sigurðsson 10,5 milljónir, Jónco
8,2 milljónir, Delta hf. 5,1 milljón
samið.
og Sproti hf. 4,761 milljón.
Pálmi Jónsson hjá Innkaupa-
stofnun sagði í samtali við Morg-
unblaðið að á næstu dögum yrði
farið yfir tilboðin og þau borin
saman. Greiðsluskilmálar væru
mismunandi og fjármálaráðuneyt-
ið og ÁTVR tækju ákvörðun um
við hvern yrði samið. Litið væri
svo á að öll tilboðin væru bindandi.
Morgnnblaðið/Þorkell
Félagsmiðstöðin að Hraunbæ 105 er byggð við Hraunbæ 103 þar sem
íbúðir aldraðra eru.
Ný félagsmiðstöð
aldraðra í Hraunbæ
Ný félagsmiðstöð aldraðra að Hraunbæ 105 var aflient af bygginga-
raðilum sl. föstudag og mun starfsemi hefjast þar innan skamms.
Félagsmiðstöðin er tólfti staðurinn þar sem boðið er upp á opið
félags- og tómstundastarf fyrir aldraða í borginni.
Að Hraunbæ 105 verður boðið upp
á ýmsa þjónustu s.s. hádegisverð,
fót- og hársnyrtingu, leikfimi og
hreyfiþjálfun og aðstoð við böðun.
Opið verður virka daga. Byggingin
er á einni hæð og leggst upp að
háhýsinu Hraunbæ 103, íbúðum
aldraðra. Byggingafélag Gylfa og
Gunnars h.f. sá um byggingu húss-
ins. Áætlaður heildarkostnaður við
félagsmiðstöðina með búnaði og frá-
gangi lóðar er um 87,5 milljónir
króna.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Þessa dagana er unnið að kappi við gerð smábátahafnarinnar í Grófinni og áætlað er að verkinu verði
lokið í ágúst.
Keflavík;
Ný smábátahöfn í Grófinni
Keflavík.
FRAMKVÆMDIR vegna hafnar
fyrir smábáta í Grófinni standa
nú sem hæst og sagði Pétur Jó-
hannsson hafnarstjóri að ætlunin
væri að ljúka við fyrsta áfanga
hafnarinnar í ágúst og þá yrðu
84 legupláss við flotbryggjur.
Auk þess yrði 20 m löndunar-
kantur og upptökubraut í nýju
höfninni. Það er fyrirtækið Hag-
virki-Klettur sem vinnur við
hafnargerðina en það átti lægsta
tilboðið í verkið, 39,7 milljónir,
sem var um 60% af kostnaðar-
áætlun.
Pétur sagði smábátaeigendur á
Suðurnesjum og þá sérstaklega í
Keflavík hefðu verið orðnir lang-
þreyttir á að hafa stöðugt áhyggjur
af bátum sínum en með tilkomu
hafnarinnar í Grófinni yrðu bátar
þeirra í öruggu vari í nánast hvaða
veðri sem væri. Dýpið við bryggj-
urnar verður 2,5-3 m þannig að
skútueigendur gætu einnig nýtt sér
aðstöðuna.
Þegar hafa liðlega 50 umsóknir
borist um legupláss í nýju höfninni
og sagði Pétur að þær væru að
meirihluta frá heimamönnum sem
margir hverjir væru nú með báta
sína í öðrum höfnum. Þá eru mann-
virki í eigu bæjarins staðsett við
nýju höfnina þar sem ætlunin er
að koma upp beitinga- og geymslu-
aðstöðu fyrir smábátaeigendur.
Petur sagði að hægt yrði að stækka
höfnina og ef farið yrði í gerð ann-
ars áfanga kæmu 100 legupláss til
viðbotar þeim 84 sem nu væn unn-
ið að.
-BB
Tónleikar í Norræna húsinu
LISA Ponton lágfiðluleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleik-
ari halda tónleika í Noræna húsinu miðvikudaginn 27. maí kl.
20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Max Reger, Darius Millhaud og
Henri Vieuxtemps.
Lisa Ponton fæddist í Kank-
akee, Illinois í Bandaríkjunum árið
1965. Hún lauk B.M. prófi (Bac-
'helor of Music) í lágfiðluleik frá
Curtis Institute of Music 1986 og
M.M. prófi
(Master of
Music) frá Juill-
iardskólanum
1989. Þá hefur
hún verið verið
við framhalds-
nám við tónlist-
arháskólann í
Köln. Hún hefur
m.a. hlotið
styrki úr Rubin-
stein-sjóðnum og Naumburg-
sjóðnum. Lisa hefur komið fram á
ýmsum hátíðum í Bandaríkjunum
og Þýskalandi, s.s. tónlistarhátíð-
inni í Aspen og Rheinisches Musik-
fest í Köln. Hún hefur leikið í út-
varpsupptökum fyrir West-
Lisa Ponton.
Deutscher Rundfunk og Hessische
Rundfunk.
Sólveig Anna er Akureyringur.
Hún steig fyrstu skrefin á tón-
listarbrautinni hjá Ragnari H.
Ragnar á ísafírði en stundaði nám
við Tónlistarháskólann á Akureyri
allt til ársins 1979, lengst af hjá
Philip Jenkins.
Sólveig Anna
var nemandi
Halldórs Har-
aldssonar í Tón-
listarskólanum í
Reykjavík og
lauk hún píanó-
kennaraprófi frá
þeim skóla í SÓJvei Anna
. 1 Jónsdóttir
Bandarikjunum
árin 1984-1987 þar sem aðal-
kennari hennar var Nancy Weems.
Sólveig Anna býr nú í Reykjavík
og starfar við kennslu og píanóleik.
FJOLSKYLDUBILL
VOLVO
Bifreið sem þu qeturtreyst!
400 línan frá Volvo er hönnuð fyrir nútímafjölskyldur. Fólk sem vill
traustan og rúmgóðan fjölskyldubil sem um leið hefur alla kosti
sportbíls. Kraftur, sportlegt útlit og öll hugsanleg þægindi prýða 400
línuna frá Volvo. Sem dæmi um staðalbúnað má nefna: 106 hestafla
vél, álfelgur, vökvastýri, plusssæti, samlæsingu, rafdrifnar rúður og
spegla, upphituð framsæti, hljómflutningstæki og margt fleira. Ef þú
ert i vafa um hvort þú átt að fá þér sportbíl eða fjölskyldubíl,.fáðu þér
þá hvorttveggja, fáðu þér Volvo 440 eða 460!
Verðið erfrábært eða frá
1.368.000 kr.
staðgœitt, kominn á götuna!
FAXAFENI8 • SIMI 91 -68 58 70