Morgunblaðið - 26.05.1992, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAl 1992
Reuter
Chamlong Srimuang leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Tælandi kemur
til þingfundar í gær í fylgd lögreglu.
Tæland:
Suchinda fer huldu
höfði eftir afsögn
Stjórnarskrá landsins breytt til að
takmarka völd forsætisráðherra
Bangkok. Reuter. Daily Telegraph.
ÞINGIÐ í Tælandi samþykkti í
gær stjórnarskrárbreytingar er
miða að því að takmarka völd
forsætisráðherra og öldunga-
deildar þingsins. Breytingarnar
eru gerðar í kjölfar skotárásar
hersins á stjórnarandstæðinga
Demirel
á fundi
með Jeltsín
Moskvu. Reiiter.
SULEYMAN Demirel forsætis-
ráðherra Tyrklands átti í gær
viðræður við Borís Jeltsín Rúss-
landsforseta um deilur Armena
og Azera út af héruðunum Nag-
orno-Karabakh og Nakhítsjevan.
Eftir fund þeirra sagði Demirel
að deilurnar yrði að leysa með
samningum en ekki vopnavaldi.
Viðræður deiluaðila til þessa hafa
reynst árangurslausar og jókst
spenna á landamærum sovétlýð-
veldanna fyrrverandi stórum í síð-
ustu viku. Tyrkir hétu bræðraþjóð
sinni, Azerum, þá stuðningi vegna
deilna um Nakhítsjevan en Rússar
eru skuldbundnir Armenum með
nýgerðum varnarsamningi hluta
samveldisríkjanna. Gejdar Alíjev,
leiðtogi Nakhítsjevan, lýsti einhliða
yfir vopnahléi í héraðinu á laugar-
dag og sagðist við það tækifæri
andvígur því að íranskir friðar-
gæsluliðar tækju við eftirliti á land-
amærunum við Armeníu.
sem mótmældu völdum Suchinda
Kraprayoons forsætisráðherra í
síðustu viku en herinn setti hann
í það embætti í vetur. Talið er
að Suchinda hafi fyrirskipað
skotárásina.
Suchinda baðst lausnar á sunnu-
dagsmorgun og var ávarp sem tekið
hafði verið upp á myndband sent út
í sjónvarpi. Þar lýsti hann hryggð
sinni yfir manntjóninu og sagðist
vilja sýna pólitíska ábyrgð með því
að segja af sér. Orðrómur um að
hann hefði flúið land hefur ekki
fengist staðfestur.
Tvær umræður fóru fram á met-
tíma á tælenska þinginu um stjórn-
arskrárfrumvörpin. Voru þau sam-
þykkt með 533 atkvæðum gegn
engu en breytingarnar öðiast ekki
gildi fyrr en að lokinni þriðju um-
ræðu sem ráðgerð er 10. júní.
Þúsundir stjórnarandstæðinga
efndu til mótmæla við þinghúsið í
Bangkok og kröfðust þess að Suc-
hinda og helstu yfirmenn hersins
yrðu látnir svara til saka fyrir skotá-
rás á stjórnarandstæðinga í Bang-
kok fyrir viku. Af opinberri hálfu
hefur verið sagt að 46 manns hafi
týnt lífi en fjölmiðlar fullyrða að
þeir hafi verið margfalt fleiri. Hefur
verið birtur iisti með nöfnum 343
manna sem saknað er. Eitt síðasta
verk Suchinda var að undirrita til-
skipun þar sem her og lögreglu var
veitt nokkurs konar syndakvittun
fyrir skotárásina. Stjórnarandstæð-
ingar á þingi sögðust í gær myndu
reyna að ógilda þá ákvörðun hans.
í gær var talið líklegast að eftir-
maður Suchinda yrði Meechai Ruec-
hupan aðstoðarforsætisráðherra.
Moldova:
Varalið
29
tallað til vopna
Moskvu. Reuter.
FORSETI Moldovu kallaði varalið
hersins til vopna á sunnudag til
að berjast gegn því, sem hann
kallaði hernaðarofbeldi samveld-
ishersins og Rússa. A laugardag
skoruðu slafneskir aðskilnaðar-
sinnar í landinu á fyrrverandi
hermenn í skriðdreka- og stór-
skotaliðssveitum að gefa sig fram
til herþjónustu og virðist nú
stefna í stórátök á milli rúmenska
meirihlutans og slafanna.
Rússneska fréttastofan Itar-Tass
sagði, að Mircea Snegúr, forseti
Moldovu, hefði auk þe'ss að kalla til
varaliðið gert ráðstafanir til að
tryggja fjármögnun hersins og
vistaflutninga og skipað sjálfan sig
yfirmann hans og öryggismála í
landinu. Moldovar saka Rússa, sem
stýra nú 14. sovéska hernum, um
að standa vörð um rússneska minni-
hlutann, sem vill aðskilnað frá
Moldovu, og hafa meðal annars beð-
ið Sameinuðu þjóðirnar ásjár.
Yfírmenn 14. hersins segjast vera
hlutleysir í'átökunum en viðurkenna,
að skriðdrekar og annar vopnabún-
aður hafi lent i höndum aðskilnaðar-
sinna. Á laugardag hvöttu slafarnir,
aðallega Rússar, alla fyrrverandi
hermenn til að taka þátt í aðskilnað-
arstríðinu og standa nú fylkingarnar
gráar fyrir járnum hvor gegn ann-
arri. Moldova var áður hluti af Rúm-
eníu en Stalín innlimaði hana í upp-
„Hinn mikli fjöldi flóttamanna frá
Haítí hefur leitt til hættulegs og
óviðráðanlegs ástands," sagði Judy
Smith, talsmaður Bandaríkjaforseta.
„Við eigum ekki annarra kosta völ
en að láta þá snúa við.“
Flóttamannastraumurinn hefur
aukist verulega á undanförnum vik-
um vegna versnandi lífskjara á Ha-
ítí en fólkið hefur verið flutt í í
hafl síðara stríðs. Slafarnir búa aust-
an Dnestr-fljóts en það svæði var
aftur fært undir Moldovu en hefur
aldrei verið í Rúmeníu. Auk slafanna
er svo tyrkneskur minnihluti í Ga-
gauzía-héraði i Moldovu og krefst
hann einnig aðskilnaðar.
bandaríska flotastöð í Guantanamo-
flóa á Kúbu en því var hætt á
fimmtudag í síðustu viku.
Judy Smith sagði að tilskipunin
um að láta bátana snúa við hefði
verið nauðsynleg en talsmenn mann-
réttindahreyfinga sögðu að þeir sem
sneru aftur til Haítí myndu sæta
ofsóknum yfirvalda.
Bandaríkin:
Bátafólkinu snúið við
Kennebunkport, Maine. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað bandarísku
strandgæslunni að láta Haítíbúa, sem reyna að flýja á bátum, snúa
við til heimalandsins.
Rússland:
Hafna stjórnmálaaf-
skiptum Gorbatsjovs
Moskvu.^ Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétrílganna, leitast
nú við að hasla sér völl í rússneskum stjórnmálum en Borís Jelts-
ín, forseti Rússlands, og forystumenn kommúnista virðast stað-
ráðnir í að koma í veg fyrir að honum takist það.
Gorbatsjov flutti í síðustu viku
fyrstu ræðu sína í Rússlandi frá
því hann sagði af sér sem forseti
í desember. Þar lýsti hann því
meðal annars hvernig hann hefði
þurft að kljást við harðlínukomm-
únista og herinn á valdatínia sín-
um til að láta draum sinn um
endalok kalda stríðsins rætast.
Fjölmiðlar í Moskvu fjölluðu
ekkert um ræðuna og Rússar, sem
fréttaritari Reuters ræddi við,
kærðu sig kollótta um hana.
„Hann er búinn að vera. Hveijum
er ekki sama um skoðanir hans?“
og „Hann er bara að réttlæta
sjálfan sig vegna þeirra hörmunga
sem hann hefur leitt yfir okkur,“
voru dæmigerð viðbrögð
Moskvubúa.
Jeltsín fer ekki leynt með óvild
sína í garð Gorbatsjovs. „Okkur
hefur verið gert ljóst að forsetinn
lítur á það sem móðgun við sig
ef við veitum starfi Gorbatsjovs
of mikla athygli," sagði ritstjóri
blaðs, sem hefur stutt Jeltsín.
Stjórnmálamenn í Moskvu segja
að rússneski forsetinn sé óánægð-
ur með að Gorbatsjov skyldi hafa
verið tekið sem háttsettum emb-
ættismanni er hann heimsótti
Þýskaland, Japan og Bandaríkin
nýlega.
Heimildarmaður sagði að Jelts-
ín hefði brugðist reiður við þegar
honum hefði verið sagt fyrr í
mánuðinum að Gorbatsjov útilok-
aði ekki afskipti af rússneskum
stjórnmálum. „Ég talaði við hann
í níu tíma um þetta og hann var
sammála mér um það væri
ómögulegt!“ á Jeltsín að hafa
sagt.
Stjórnarerindrekar segja að
forsetinn óttist ekki að Gorbatsjov
kunni að reynast hættulegur
keppinautur um völdin. „Ég tel
að honum fínnist það auðmýkj-
andi að umheimurinn lítur enn á
Gorbatsjov sem leiðtoga þótt hann
njóti lítils eða einskis fylgis heima
heima fyrir,“ sagði einn þeirra.
Nokkrir blaðamenn í Moskvu
segja að Gorbatsjov eigi á hættu
að embættismenn veiti fjölmiðlum
upplýsingar, sem gefi til kynna
að hann hafi ekki verið jafn sak-
laus af aðild að valdaráninu í
ágúst eins og hann hafi látið í
veðri vaka. Rússneskir fjölmiðlar
birtu um helgina viðtal við einn
af valdaræningjunum, Valentín
Pavlov, fyrrverandi forsætisráð-
Míkhaíl Gorbatsjov
herra, sem hélt því fram að Gorb-
atsjov hefði vitað um valdaráns-
samsærið frá byrjun. Forsetinn
fyrrverandi hefði svikið sam-
starfsmenn sína, sem hefðu lýst
yfir neyðarástandi og sent her-
menn til Moskvu „til bjarga hon-
um sjálfum".
Harðlínukommúnistar eru mun
harðorðari í garð fyrrverandi leið-
toga síns. Nefnd sem þeir skipuðu
fyrr á árinu komst að þeirri niður-
stöðu nýlega að Gorbatsjov hefði
á rúmlega sex ára valdatíma sín-
um frá 1985 „þjónað hagsmunum
Bandaríkjanna, með aðgerðum
sem miðuðu að einhliða afvopnun
Sovétríkjanna". Gorbatsjov var
einnig sakaður um að hafa gerst
brotlegur við stjórnarskrána með
því að valda „alþýðunni, einingu
Sovétríkjanna og vörnum landsins
óbætanlegu tjóni".
Aðstoðannenn Gorbatsjovs
telja þó að Rússar láti hann njóta
sannmælis þegar fram líða stundir.
Renault 2 1
N e v a d a
Glæsilegur fjórhjóladrifinn skutbíH í fullri stærð
Renault Nevada er glæsilegur, rúmgóður, fjórhjóladrifinn skutbíll
með miklum aukabúnaði. Vélin er fjögurra strokka línuvél, 1995
cc, 120 hö með beinni innsprautun. Innréttingin er hlýleg og falleg.
Rúður eru rafdrifnar og samlæsing er fjarstýrð. Farangursrými er
stækkanlegt í 1,5 m3 og getur verið 1,75 cm á lengd. Sjálfstæð,
slaglöng fjöðrun er á öllum hjólum. Framdrif og læsanlegt afturdrif
gerir hann öflugan í ófærð og spameytinn í daglegum akstri.
Verð kr. 1.589.000,- *
' Verð með ryövörn og skráningu samkvæmt verölista í maí
1992 (8 ára ryövarnarábyrgð og 3 ára verksmiöjuábyrgö)
Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1 - Sími 686633
Renault - Fer á kostum