Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992
31
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Söfnin styrkja sjálfs-
vitund þjóðarinnar
Frá aldaöðli hefur söfnunar-
hneigðin fylgt manninum;
viljinn til að varðveita minjar og
vitneskju um liðna tíð; vitneskju
um þróun mannkynsins og sam-
, félagsins. Söfn af ýmsum gerð-
um, sem geyma margs konar
menningarleg verðmæti og minj-
' ar um fyrri tíma lífs- og atvinnu-
, hætti, hafa lengi verið eins konar
5 gluggi líðandi stundar til for-
* tíðar; til menningar, lista og lífs-
hátta liðinnar tíðar þar sem ræt-
ur samtímans liggja.
Alþjóðadagur safna hefur
minnt þjóðir heims á gildi og
mikilvægi þess að varðveita
sögulegar minjar og verðmæti.
íslenzk söfn tóku í fyrsta sinn
þátt í safnadeginum 18. maí síð-
astliðinn. Af því tilefni höfðu
nokkur söfn opið hús þar sem
gestir gátu skyggnzt að tjalda-
baki og fylgst með þeim störfum
sem þar eru unnin. Það fer vel
á því að slíkur safnadagur verði
árlegur viðburður sem styrki
tengsl þjóðarinnar við þær ræt-
ur, sem söfnin varðveita. Söfn
hafa átt undir högg að sækja
um athygli fjöldans á öld auglýs-
inga og ljósvaka. Það er því mik-
ilvægt að virkja þær kynningar-
leiðir, sem heyra til líðandi
stundu, sjónvarp, útvarp og
prentmiðla, í þágu safnanna, að
ógleymdum skólunum, sem nýta
söfnin sem hjálpartæki við upp-
fræðslu.
Hugmyndin að Þjóðminjasafni
íslands, sem er elzt stórra ís-
lenzkra minjasafna, varð til í
grein Sigurðar Guðmundssonar
málara í Þjóðólfi árið 1862. Til-
efnið var fornminjafundur úr
sögualdarkumli hjá Baldursheimi
við Mývatn 1860-61. Safnið
telst stofnað með bréfi stiftsyfir-
valda í febrúar 1863 og hét upp-
haflega Forngripasafn íslands.
Þjóðskjalasafn íslands — siðar
Landsskjalasafn — varð til með
tilkynningu landshöfðingja árið
1882 en fest í sessi með reglu-
gerð árið 1900. Listasafn ís-
Iands, sem um tíma var eins
konar deild í Þjóðminjasafni, rek-
ur rætur til málverkagjafar til
landsins árið 1885. Fyrsta verk
safnsins eftir íslenzkan mann var
höggmynd Einars Jónssonar,
„Útilegumaðurinn". Safnið var
gert að sjálfstæðri stofnun með
lögum árið 1961.
Á þessari öld hafa margs kon-
ar söfn bætzt í íslenzka safna-
flóru, meðal annars byggðasöfn,
sem efnt hefur verið til víða um
landið, Árbæjarsafn í Reykjavík,
sjóminjasafn í Hafnarfírði,
læknaminjasafn í Nesstofu, vísir
að síldarminjasafni í Siglufirði
svo eitthvað sé nefnt af mörgu
tiltæku. í fjörunni á Akureyri er
varðveitt ein heildstæðasta
býggð fyrri tíma á íslandi. Elzta
húsið, Laxdalshús, er frá árinu
1795, en Nonnahús og fleiri frá
síðustu öld. Svo að segja hvar-
vetna á landinu er vaknandi við-
leitni til að varðveita söguleg og
þjóðleg verðmæti, sem styrkja
sjálfsvitund þjóðarinnar.
Tækni nútímans, einkum í
ijarskiptum og samgöngum, hef-
ur fært þjóðir heims í túnfót
hver annarrar. Ört vaxandi utan-
aðkomandi áhrif eru óhjákvæmi-
leg. Þar ofan í kaupið breytir ný
þekking, ný tækni og ný viðhorf
þjóðfélagi okkar hraðar og meir
en við gerum okkur í fljótu bragði
grein fyrir. Tæki, sem nýtt voru
fram yfir síðari heimsstyijöld í
landbúnaði og sjávarútvegi eru
safngripir í dag. Ýmiss konar
lífsmáti, sem var algengur langt
fram á tuttugustu öldina, er nán-
ast úr sögunni. Það er því meira
en tímabært að taka til hendi við
minja- og þjóðháttasöfnun frá
tiltölulega nýgengnum tíma.
í táknmáli Völuspár, sem
speglar heimsmynd forfeðra okk-
ar er námu þetta land á níundu
öld, rís lífsins tré, askur Ygg-
drasils, í miðju alheimsins. Undir
rótum asksins, trés lífsins, er
Urðarbrunnur, lærdómsbrunnur
genginnar tíðar. Þar sátu „meyj-
ar margsvitandi", Urður, Verð-
andi og Skuld, og réðu örlögum
manna í jarðlífi. Undir lífstré
nútíma menntunar, þekkingar,
vísinda og tækni er Urðarbrunn-
ar fortíðar, er geymir saman-
safnaða reynslu alda og kyn-
slóða. Þar liggja rætur alls þess
sem áunnizt hefur. í samansafn-
aðri reynslu kynslóðanna krist-
allast Úrður, Veðandi og Skuld
hverrar tíðar, sem ráða að vissu
marki örlögum þjóða og einstakl-
inga.
Táknmál Völuspár má gjarnan
verða nútíma íslendingum, sem
lifa tíma hraðfara breytinga,
hvati til þess að varðveita og
vernda menningararfleifð okkar,
tungu og þjóðleg sérkenni, þar á
meðal Jistir og minjar genginnar
tíðar. Á tímum samruna Evrópu-
ríkja, sem hefur út af fyrir sig
ýmsa og ótvíræða kosti, er mikil-
vægt — og mikilvægara en ella
— að efla sjálfsvitund okkar sem
þjóðar og íheldni á menningar-
arfleifð okkar og minjar, sem
söfnin varðveita að hluta' til. Við
skulum því sýna söfnum okkar
verðskuldaða ræktarsemi.
Raðstefna um ríkissjóðsvandann:
Erfitt að ná jafn-
vægi í ríkisfjár-
maluma
FJÁRMÁLARÁÐHERRA segir
markmið ríkisstjórnarinnar um
að ná jafnvægi í ríkisfjármálum á
tveimur árum hafi gengið sam-
kvæmt áætlun á fyrsta starfsári
stjórnarinnar en það verði erfið-
ara að fylgja þeim árangri eftir.
Það sé m.a. vegna nýgerðra kjara-
samninga og óróleikans innan
Alþýðuflokksins. Þá segir hann
verulegan ágreining vera innan
stjórnarflokkanna um einstök
atriðinu í frumvörpunum um
skattlagningu eigna og eigna-
Borgarstjórn:
Tillaga um
kaup á fær-
anlegum
leikskóla
athuguð
BORGARSTJÓRN sam-
þykkti sl. fimmtudag að vísa
tillögn borgarfulltrúa
Kvennalistans um kaup á
færanlegu húsi til afnota
fyrir Dagvist barna, til
stjórnar Dagvistar barna til
frekari skoðunar.
I tillögunni er gert ráð fyrir
að liúsinu yrði komið fyrir á
þeim stað í borginni þar sem
brýnust þörf væri fyrir aukn-
ingu á Ieikskólaplássum í
haust.
í greinargerð með tillögunni
segir að færanlegt hús hafi
fyrir skömmu verið tekið í
notkun við leikskólann Ægis-
borg í vesturbæ Reykjavíkur
og hafi það mælst vel fyrir.
þessu an
tekna. Hins vegar sé mikilvægt
að kalla fram það réttlæti sem í
skattlagningunni felist þar sem
annar sparnaður sé skattlagður
það mikið. Varla sé verjandi að
láta þá sem eiga mikið af skulda-
bréfum og sparifjárinnistæðum
sleppa við að greiða skatt af þeim
eignum. Mikilvægt sé þó að taka
ekki svo hröð skref í skattlagning-
unni að peningalegur sparnaður
dragist saman.
Þetta kom fram á ráðstefnu um
ríkissjóðsvandann sem Landsmála-
félagið Vörður, skattanefnd Sjálf-
stæðisflokksins og Samband ungra
Sjálfstæðismanna boðuðu til um sl.
helgi.
Fjármálaráðherra, Friðrik Soph-
usson, segir yfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar hafa verið nauðsynlega til
lausnar kjaradeilunni en hún auki
hallann á þessu ári og torveldi gerð
fjárlaga fyrir komandi ár. „í öðru
lagi er því ekki að leyna að aðdrag-
andi að flokksþingi Álþýðuflokksins
í næsta mánuði og sá órói sem ríkir
í flokknum hefur tafíð fjárlagaund-
irbúninginn. Afstaðan til stefnu rík-
isstjórnarinnar ( ríkisfjármálum hef-
ur notuð sem bitbein. Einstakir ráð-
herrar hafa jafnvel verið sakaðir um
að vilja ganga að velferðaríkinu
dauðu þegar þeir hafa réttilega bent
á að það geti ekki verið tilgangur
velferðarþjóðfélagsins að ríkið geri
allt fyrir alla án tillits til aðstæðna
og efnahags. Þótt ekki sé ástæða til
að gera of mikið úr innbyrðiságrein-
ingi samstjórnarflokksjns getur
niðurstaða flokksþingsins auðvitað
haft áhrif á stjórnarsamstarfið og
þann árangur sem því var ætlað að
ná,“ segir Friðrik Sophusson.
Einnig sé ljóst næsta skref í sam-
drætti ríkisútgjalda verði ekki tekið
án þess að hrófla við háværum skipu-
lögðum sérhagsmunahópum sem eigi
sterk ítök á Alþingi. Því kunni að
reynast erfiðleikum bundið að ná
breiðri samstöðu um vissar aðgerðir.
Morgnnblaðið/KGA
Frá vinstri: Ragnar Halldórsson stjórnarformaður ÍSAL og í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar,
Páll Ólafsson, forstöðumaður Byggingardeildar Landsvirkjunar og í undirbúningsnefnd ráðstefnunn-
ar, Vífill Oddsson, formaður Verkfræðingafélags Islands, Valdimar K. Jónsson formaður undir-
búningsnefndar ráðstefnunnar, og Lára Pétursdóttir frá Ferðaskrifstofu íslands, sem veitti ráðgjöf
vegna ráðstefnuhaldsins.
Ráðstefna um varnir gegn náttúruhamförum:
3 milljónir manna látist í
hamförum síðustu 20 ár
ALÞJÓÐARÁÐSTEFNA um viðbúnað og varnir gegn náttúruham-
förum verður haldin hér á landi dagana 28. og 29. maí nk. Ráðstefn-
una sækir fólk frá 10 þjóðlöndum utan íslands og alls verða flutt
29 erindi. Verkfræðingafélag íslands gengst fyrir ráðstefnunni en
það á 80 ára afmæli á þessu ári. Áætlað er að um þijár milljónir
manna hafi látist af völdum náttúruhamfara síðustu tvo áratugi.
Sameinuðu þjóðirnar haf valið þennan áratug sem „alþjóðlegan
áratug til að draga úr afleiðingum náttúruhamfara".
Ráðstefnan verður sett í Odda Meðal gestafyrirlesara er Har-
fimmtudaginn* 28. maí kl. 9. Þá aldur Sigurðsson, prófessor í jarð-
flytur Þorsteinn Pálsson, sjávarút-
vegs- og dómsmálaráðherra ræðu.
Á ráðstefnunni verður einkum íjall-
að um þijá þætti sem snerta varn-
ir eða fást við afleiðingar náttúru-
hamfara, þ.e. jarðvísindi, verkfræði
og hagfræði, og hefur þremur virt-
um vísindamönnum verið boðið að
halda yfirlitserindi hver á sínu sviði.
fræði við háskólann á Rhode Island
í Bandaríkjunum.
Haraldur heldur erindi um jarð-
vísindi, Scott Steedfhan fjallar um
verkfræðiþáttinn og Mary B. And-
erson fjallar um hagfræði- og
tryggingaþáttinn, en þau tvö síð-
arnefndu eru frá Bretlandi.
Auk þess flytja erindi m.a. Ragn-
ar Stefánsson jarðeðlisfræðingur,
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur,
Páll Berþórsson veðurfræðingur,
Hörður Halldórsson frá Norrænu
eldijallastöðinni og Guðjón Peter-
sen frá Almannavörnum ríkisins.
Valdimar Kr. Jónsson prófessor,
formaður undirbúningsnefndar
ráðstefnunnar, sagði m.a. á fundi
þar sem ráðstefnan var kynnt, að
lífs- og eignatjón af völdum nátt-
úruhamfara hefði aukist vegna
vaxandi fólksfjöida og þéttari
byggða. Áætlað hefði verið að síð-
ustu tvo áratugina hefðu um 3
miiljónir manna látist í heiminum
vegna náttúruhamfara og á sama
tíma hefði eignatjón verið um 6.000
milljarðar króna.
Skattur á fjármagnstekjur:
Leiðir óhjákvæmilega
af sér að vextir hækki
-segir Stefán Pálsson bankastjóri Búnaðarbankans
BREYTING á skattalögum sem fæli í sér skatt á fjármagnstekjur,
leiðir óhjákvæmilega af sér vaxtahækkun að mati Stefáns Pálssonar
varaformanns Sambands íslenskra viðskiptabanka.
Nýtt frumvarp um eignar- og
eignatekjuskatt felur í sér, að bank-
ar verðd að senda viðskiptavinum
sínum yfirlit yfir skattskyldar
vaxtatekjur og sundurliða skulda-
bréfanafnvexti í vexti og verðbæt-
ur. „Við höfum gert athugasemdir
við þetta því með þessu er verið að
leggja aukna vinnu á bankana.
Þetta hefur í för með sér kostnað,
m.a. vegna forritunar í Reiknistofu
bankanna. Því er óhjákvæmilegt að
þetta leiði til einhverrar vaxtahækk-
unar. Auk þess er bönkunum einum
ætlað' að senda út eins konar launa-
seðla en það eru ýmis sparnaðrform
sem ekki eru í bönkunum. Hvað
með spariskírteini ríkissjóðs? Hvað
með verðbréfasjóðina?,“ sagði Stef-
áns Pálsson, við Morgunblaðið.
Samkvæmt frumvarpinu verður
afnuminn réttur til skattafsláttar
vegna innleggs á húsnæðissparn-
arðarreikninga í bönkum og spari-
sjóðum. „Húsnæðissparnaðarreikn-
ingum var komið á með lögum fyr-
ir nokkrum árum og það hefur tek-
ið fólk nokkurn tíma að átta sig á
þessu sparnaðarformi. En á síðstu
tveimur árum hafa innlegg á þessa
reikninga aukist, m.a. vegna þess
að bankarnir fóru að auglýsa þá.
Við erum þar í samkeppni við kaup
á hlutabréfum sem veita svipaðan
afslátt af tekjuskatti. Mér finnst
ákaflega varhugaveret að bjóða
valkost og taka hann síðan aftur
þegar menn eru að átta sig á að
hann er hagstæður. Þarna er enn
eitt dæmi um að yfirvöld lofa einu
í dag og taka það af á morgun og
það er merkilegt að menn skuli allt-
af leyfa sér að vera í svona skolla-
leik,“ sagði Stefán.
Hann sagðist telja að fara verði
mjög varlega í að breyta skattakerf-
inu og skattleggja tekjur og eignir
sem sem hafa verið skattfijálsar til
þessa. „Það má benda á að menn
fóru ekki að hafa trú á sparnaði
fyrr en verðtryggingin kom til sög-
unnar, og enn er það ákaflega tak-
markaður hópur sem hefur trú á
sparnaði. Það má einnig benda á
að um 60% innistæðna í bankakerf-
inu er í eigu fólks sem er 60 ára
og eldra og þessi skattur lendii' á
þeim sem eiga sparifé. Ég held að
það sé mikilvægast fyrir hveija þjóð
að fólk hafi trú á sparnaði þannig
að hægt sé, með raunhæfuni hætti,
að draga úr lántökum erlendis. Mér
finnst að þarna sé verið að kosta
miklu til að ná frekar litlum sköttum
í ríkissjóð. Þetta er ákaflega flókið
og dýrt kerfi til að afnema skatt á
verslunar og skrifstofuhúsnæði,“
sagði Stefán Pálsson.
Mývatn:
Umsókn um rekstur
útsýnisbáts á vatninu
Skiptar skoðanir meðal heimamanna
EINKAAÐILI hefur lagt inn umsókn til sveitarstjórnar Skútustaða-
hrepps um rekstur útsýnisbáts á Mývatni í sumar. Rekstraraðilinn
hyggst halda uppi ferðum milli Skútustaða og Reykjahlíðar og bjóða
einnig upp á útsýnisferðir um vatnið. Umsóknin hefur verið lögð
fyrir Náttúruverndarráð til umsagnar. Að sögn Sigurðar Rúnars
Ragnarssonar, sveitarstjóra, munu vera skiptar skoðanir meðal
heimamanna um slíkan rekstur.
Samkvæmt umsókninni er ráð-
gert að reksturinn heíjist 1. júní
nk. og standi fram eftir sumri.
Sigurður Rúnar kvaðst líta svo á
þetta mál að það yrði kærkomin
búbót í ferðaþjónustunni á staðnum.
Hins'vegar væru skiptar skoðanir
meðal heimamanna um hvort rekst-
urinn væri æskilegur út frá sjónar-
miðum náttúruverndar. „Menn sjá
ekki alveg hvar þessi þróun myndi
enda, þ.e.a.s. ef einn fær leyfi til
slíks reksturs,“ sagði Sigurður Rún-
ar.
Málið hefur ekki verið tekið fyrir
hjá Náttúraverndarráði en Sigurður
Rúnar kvaðst ekki eiga von á því
að sveitastjórnin legðist gegn um-
sókninni ef hún fengi jákvæða um-
sögn innan Náttúruverndarráðs.
Sigurður Rúnar sagði að út af
fyrir sig væri hér aðeins um nátt-
úruskoðun að ræða en hún væri
með öðrum hætti en tíðkast hefði.
Hann sagði að menn bentu einkum
á tvennt sem mælti gegn rekstrin-
um, þ.e. hagsmuni veiðibænda, þar
sem siglingarleiðin gæti legið um
netalagnir, og í öðru lagi röskun á
fuglalífi um varptíma.
Telja að skuldir Stöðvar 2 hafi verið 200 millj. kr. hærri en uppgefið var:
Verðmæti hlutabréfa Fjölmiðl-
unar 23 millj. lægra en kaupverð
Mismunur undir skekkjumörkum, segir stjórnarformaður Eignarhaldsfélagsins
MATSMENN sem dómkvaddir voru að beiðni Fjölmiðlunar hf. til
að meta verðmæti hlutafjár þess sem félagið keypti í íslenska sjón-
varpsfélaginu hf. af Verslunarbankanum í ársbyrjun 1990 komast
að þeirri niðurstöðu að eiginfjárstaða félagsins hafi verið 200 milljón-
um kr. verri en bankinn gaf upp þegar viðskiptin fóru fram. Það
er niðurstaða matsmannanna að verðmæti hlutabréfanna, sem
Fjölmiðlun hf. keypti á 150 milljónir kr., hafi verið 23 milljónum
kr. lægra eða 127 milljónir. Hluthafar í Fjölmiðlun hf. ákveða næst-
komandi mánudag hvort mál verður höfðað á hendur eignarhalds-
félaginu á grundvelli þessarar matsgjörðar. Talsmaður Fjölmiðlunar
segir alvarlegt þegar menn geti ekki treyst upplýsingum bankastofn-
unar. Formaður Eignarhaldsfélags Verslunarbankans telur að 15%
munur á kaupverði og matsverði geti verið innan skekkjumarka í
slíkum viðskiptum.
Sigurður G. Guðjónsson lögfræð-
ingur Fjölmiðlunar hf. kynnti niður-
stöðu matsmannanna á blaðamann-
afundi í gær og rakti jafnframt að-
dragana þess að beðið var um dóm-
kvaðningu matsmannanna. Sagði
hann að fljótlega eftir að Fjölmiðlun
hf. keypti hlutabréfin í íslenska
sjónvarpsfélaginu hf. og kom að
rekstri Stöðvar 2 hafi komið í ljós
að upplýsingar lánasviðs Verslunar-
bankans sem lagðar höfðu verið
fyrir kaupendur hlutabréfanna og
þeir byggt kaup sín á hafi verið
rangar. Snemma hafi komið í ljós
að fleira var athugavert við þessi
viðskipti, bankinn hafi verið fjand-
samlegur nýju eigendunum þegar
þeir vildu leita réttar sína. „Torveld-
aði bankinn á allan hátt eðlilega
framþróun mála og sjálfsagða leið-
réttingu á kaupverði hlutabréfanna
þegar í ljós kom að neikvæð eigin-
fjárstaða íslenska sjónvarpsfélags-
ins hf. var 200 milljónum kr. hærri
upphæð en Verslunarbankinn hafði
gefið upp við kaupin á hlutabréfun-
um,“ segir í upplýsingum frá
Fjölmiðlun hf. sem lagðar voru fram
á blaðamannafundinum.
Fjölmiðlun fór fram á mat á verð-
mæti bréfanna í júlí síðastliðinum.
Samkomulag varð með aðilum um
val á matsmönnunum, þeim Árna
Tómassyni og Þorsteini Haraldssyni
löggiltum endurskoðendum.
Matsmennirnir segja að svo virð-
ist sem framlögð gögn hafi sætt
lágmarksskoðun af hálfu kaupenda.
Það er niðurstaða þeirra að fjár-
hagsstaða félagsins hafi verið 150
milljónum kr. lakari en Fjölmiðlun
hf. hafi mátt gera ráð fyrir þegar
kaupin voru gerð. Draga þeir 50
milljónir kr. frá 200 milljón kr.
mismuninum og segja það ekki
óeðlilegt misræmi í þessu tilviki.
Síðar reikna þeir út verðmæti hluta-
bréfanna út frá ákveðinni ávöxtun-
arkröfu og öðrum forsendum og
komast að þeirri niðurstöðu að það
hafi verið 127 milljónir kr., eða 23
undir kaupverðinu. Eignarhlutur
Fjölmiðlunar hf. í Stöð 2 er 37%.
Þeirra hlutur í mismun á áætlunum
bankans og raunverulegri skulda-
stöðu er því 74 milljónir kr. en sjálf-
stætt mat á verðmæti bréfanna sýn-
ir frávik upp á 23 milljónir.
Sigurður Guðjónsson sagði vegna
þeirra aðstæðna sem voru við sölu
á umræddum hlutabréfum bankans,
það er skuldastaða Stöðvar 2 við
Verslunarbankann og stofnun ís-
landsbanka, og flýtisins sem þurft
hefði að vera á viðskiptunum þess
vegna hefðu kaupendurnir ekki haft
tækifæri til að kynna sér gögn bank-
ans betur en gert var. Þarna væri
um að ræða upplýsingar banka sem
þeir hefðu treyst. Sigurður sagði að
það væri alvarlegt mál að geta ekki
treyst upplýsingum frá banka, sér-
staklega varðandi viðskiptaaðila
sem verið hefði þar i gjörgæslu.
Hann sagðist ekki telja að bankinn
hefði vísvitandi gefið rangar upplýs-
ingar en hann hefði átt að vita bet-
ur. Þetta væri gáleysi hjá bankanum
og gáleysi í bankaviðskiptum væri
vítavert. Banki verði að vita hvað
stórir viðskipamenn skulduðu.
Sigurður sagðist vera tiltölulega
ánægður með niðurstöðu mats-
mannanna, þeir staðfestu það sem
kaupendur hlutabréfanna hefðu
haldið fram. Hann sagði að ákveðið
yrði næstkomandi mánudag hvort
mál yrði höfðað gegn Eignarhalds-
félagi Verslunarbankans hf. vegna
þessarar kröfu. Hann sagði að ef
það yrði gert myndi verða gerð krafa
um dráttarvexti frá 9. janúar 1990
og skaðabætur.
Einar Sveinsson formaður stjórn-
ar Eignarhaldsfélagsins sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að hann
hefði verið að fá matið í hendur
skömmu áður og hefði ekki haft
tækifæri til að kynna sér það nógu
vel. Eigendur Fjölmiðlunar hefðu
haft matið undir höndum frá því
um miðja síðustu viku og greinilega
haft meiri áhuga á að kynna fjöl-
miðlum efni þess en gagnaðilanum.
Hann sagði að boðað yrði til
stjórnarfundar í Eignarhaldsfélag-
inu til að íjalla um málið. Einar
sagði að við fyrstu sýn virtist muna
um 15% á kaupverði hlutabréfanna
og niðurstöðu matsmannanna um
verðmæti þeirra. Taldi hann að það
væri innan skekkjumarka í áhættu-
rekstri sem þessum. Hann sagði að
ummæli talsmanns Fjölmiðlunar á
blaðamannafundi um að bankinn
hefði gefið kaupendunum rangar
upplýsingar væru aðeins áróðurs-
bragð sem væri ekki svaravert frek-
ar en einhliða framsetning hans á
atburðarásinni. Varðandi það hvort
leitað yrði sátta sagði Einar að
Eignarhaldsfélagið hefði aldrei tald-
ið sig eiga neitt óuppgert við kaup-
endur hlutabréfanna. Framvinda
málsins væri undir þeirra viðbrögð-
um komin, Eignarhaldsfélagið
myndi ekki eiga frumkvæðið.
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Victor Martins varautanríkisráðherra Portúgals
ræddust við í ráðherrabústaðnum s.l. sunnudag.
Yarautanríkisráðherra Portúgals:
Viðræður um framkvæmd EES
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra átti í fyrradag við-
ræður við Vietor Martins varautanríkisráðherra Portúgals en hann
fer með Evrópumálin í landi sínu. Portúgalar gegna nú forsæti í
ráðherraráði Evrópubandalagsins, EB.
Portúgalski ráðherrann kom
síðegis í fyrradag og átti viðræður
við Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra. Victor Martins
er nú á ferð til allra EFTA-landa,
að Svíþjóð- frátöldu, og var ísland
fyrsta landið sem hann heimsótti
en Islendingar eru nú í forsæti í
ráðherraráði Fríverslunarsamtaka
Evrópu, EFTA. Erindi Victor
Martins var að kynna sér helstu
niðurstöður af ráðherrafundi
EFTA-ríkjanna sem haldinn var í
síðustu viku; helstu niðurstöður
varðandi framkvæmd samingsins
um Evrópskt efnahagssvæði, EES.
En einnig var portúgalski ráðherr-
ann inntur eftir viðhorfum for-
mennskulandins í EB, til hugsan-
legrar framtíðarþróunar með tilliti
þess að flest EFTA-landanna hafa
sótt um inngöngu í EB.
Victor Martins fór að landi brott
um hádegisbilið í gær áleiðis til
Osló.