Morgunblaðið - 26.05.1992, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAI 1992
47
Karl Johann Sör-
heller — Minning
Karl Johann Sörheller bólstrari
lést í sjúkrahúsi í Álasundi á vest-
urströnd Noregs að morgni 17.
maí sl., 70 ára að aldri. Okkur
bræður langar að minnast hans
fáum orðum, enda skilur hann
eftir hlýjar minningar í hugum
okkar allt frá barnsaldri. Margir
Reykvíkingar minnast verslunar
er hann rak á Laugavegi 36 um
tæplega tveggja áratuga skeið.
Karl fæddist í Álasund 20. jan-
úar 1922 og ólst þar upp, einka-
barn foreldra sinna, Jennýjar og
Andreasar Sörheller, sjómanns.
Drengur var aðeins 17 ára er síð-
ari heimsstyijöldin skall á og ári
síðar hernmámu Þjóðveijar Noreg.
Norðmenn vörðust hetjulega en
máttu sín lítils við ofurefli Þjóð-
veija. Ungir Norðmenn hættu lífi
sínu og tók Karl þátt í þeirri and-
spyrnu. Mörgum fannst þeim fýsi-
legri kostur að fylgja Hákoni kóngi
sínum í útlegð og beijast þaðan
gegn óvini sínum. Karl og fáeinir
félagar hans tóku mikla áhættu
er þeir lögðu í úfinn Norðursjóinn
á smá bátskænu og vonuðust til
að ná enskri höfn á endanum.
Allt eins hefðu þeir getað endað
í klóm Þjóðveija. Þeir voru nær
dauða en lífi er þeim var bjargað
um borð í enskan fiskibát. Skráði
Karl sig í norska flugherinn og
barðist sem skytta á vígstöðvunum
um hríð, en með hernum lá svo
leið hans til íslands. Faðir hans
mátti sæta harðri fangavist á
Grini, því illræmda fangelsi þýska
setuliðsins. Hörmungar stríðsins
skildu eftir sig djúp ör í sál Norð-
mannsins unga. Naut hann af
þeim sökum stríðseftirlauna af
norska ríkinu er hann missti heils-
una rúmlega 50 ára að aldri.
Minning:
Kári Gíslason
Fæddur 27. júní 1905
Dáinn 16. maí 1992
Mig langar með örfáum orðum
að minnast Kára Gíslasonar sem
fékk hægt andlát 16. maí sl. og
lést hann í fangi þeirra sem honum
þótti svo vænt um. Kári var um-
hyggjusamur og hógvær maður og
lifði lífinu samkvæmt því. Hann
átti ætíð heimili hjá Stínu systur
sinni og naut þar ástar og um-
hyggju fjölskyldu hennar í Skipa-
sundinu.
Það er sjaldgæft að finna jafn
mikla samsvörun hæglætis í lund
og lifnaðarháttum og Kári sýndi
og gæti verið fleirum til eftir-
breytni. Kári gerði fáar kröfur til
efnislegra hluta en sótti í lestur
bóka, var margfróður og var jafnan
til í að ræða hinar ýmsu hliðar
mannlífsins við þá sem stóðu honum
nær. Var ég svo lánsamur að vera
þessa aðnjótandi um nokkurt skeið.
Áttum við margar rökræður þar
sem berlega kom í ljós viska þess
sem eldri var á móti hitamóð þess
yngri. Alltaf kom hann þá aftur og
hafði þá uppgötvað nýja hlið á
málinu. í huga Kára var alltaf ofar-
lega að gera hveijum manni greiða
væri það í hans valdi. Eg leitaði
oft til hans og fékk aldrei synjun
og mun svo vera um aðra þá sem
til hans leituðu.
Eg vil með þessum fátæku orðum
þakka Kára samveruna og þá
kennslustund sem hann veitti mér
og öðrum samferðamönnum í lítil-
læti, greiðasemi og jafnaðargeði —
manngildi sem eru svo mikils virði.
Sendi ég Kára alla mína hlýju í
nýjum íverustað.
Ég veit að hoggið er skarð í til-
veruna hjá Stínu, Gunnu og Ingu
og vona að tómarúmið sem þar er
fyllist af minningu um góðan dreng
sem skilur eftir sig þakklæti og
blessun.
Andrés Ragnarsson.
Elsku afi minn, Kári Gíslason,
er látinn. Minningar um liðna tíð
fylla hugann, myndir um staði og
stundir hrannast upp, hlýjar tilfinn-
ingar og væntumþykja verða að
söknuði um góðan afa.
Hann var fæddur á Seljum í
Helgafellssveit 27. júní 1905, sonur
Kristínar Hafliðadóttur og Gísla
Kárasonar. Elstur 8 systkina.
Afi var ógiftur og barnlaus,
reyndar var hann móðurbróðir minn
sem bjó hjá foreldrum mínum, og
síðan móður, þegar ég sleit barns-
skónum í heimahúsum.
Fyrstu bernskuminningar um afa
eru að sækja hann niður á höfn,
þegar hann kom úr siglingum sem
vélstjóri á togaranum Jóni forseta.
Alltaf kom afi með fullt fangið af
gjöfum. Það voru jól hjá lítilli stelpu
í hvert sinn er afi kom af sjónum.
Svertingjadúkkan hún Honalúlú,
stóra dúkkan mín hún Kárína,
dúkkuvagnar, kerrur og bollastell
handa þeim öllum. Þetta lýsir afa
vel, hann var alltaf að hugsa um
að gleðja aðra og gerði það á sinn
dula og hlýja hátt. Afi var greind-
ur, víðlesinn og með gott skap.
Skemmti sér vel við spila-
mennsku og leið ekki sá dagur að
hann spilaði ekki, virka daga hjá
öldruðum og við systur, bróður og
mágkonur um helgar. Til að vinna
upp á móti kyrrsetunni við spila-
mennskuna gekk afi mikið og fór
í sund daglega. Hann var mikill
sóldýrkandi og um leið og fyrstu
sólargeislarnir komu á vorin, var
afi orðinn kaffibrúnn. Hann var
eins og unglingur 86 ára. Heilbrigð
sál í hraustum líkama.
Fyrir þremur vikum var sjúk-
dóms vart, sem dró hann til dauða.
Hann vissi sjálfur að hveiju stefndi
og það var eins og þessi hlýi og
duli afi yrði opnari. Talaði um fæð-
ingu, lífið og dauðann af speki og
hugsun. Miðlaði orðum ogþekkingu
sem geymast í minningu um góðan
og elskandi afa.
Elsku Gunnar systir, með allri
þinni hlýju og umhyggju, í þínum
faðmi, kvaddi afi sæll þennan heim
og elsku mamma mín, þú varst
honum meira en góð systir.
Megi góður Guð gefa ykkur
styrk.
Inga B. Árnadóttir.
Á íslandi kynntist Karl eftirlif-
andi konu sinni Mörtu Sandholt,
föðursystur okkar. Hún var dóttir
Stefáns Sandholt bakarameistara
á Laugavegi 36 og norskrar konu
hans, Jennýjar, f. Christensen.
Karli var tekið opnum örmum af
systkinahópnum og varð þeim
löndunum, Jenný tengdamóður
hans og honum, vel til vina. Vís-
ast hefur hún metið við hann er
hann hætti lífi sínu til að beijast
fyrir föðurland þeirra beggja.
Marta og Karl giftu sig 1947
og eignuðust tvær dætur. Þær eru
Jenný flugfreyja hjá Flugleiðum,
f. 23. október 1949, gift Haraldi
Hjartarsyni framkvæmdastjóra
hjá Steinprýði, og Stefanía ráð-
gjafi hjá Unglingadeild Félagsmál-
astofnunar Reykjavíkurborgar, f.
10. júlí 1955,- gift Einari
Guðmundssyni fulltrúa hjá Ábyrgð
og einum forkólfa Bindindisfélags
ökumanna. Barnabörnin eru nú
fjögur.
Karl rak sem fyrr segir hús-
gagnaverslun á Laugavegi 36 með
Mörtu konu.sinni. Seldu þau m.a.
norska hægindastóla, sem margir
hvíla enn lúin bein eldri kynslóðar-
innar víða á heimilum. Fyrir rúm-
um tveimur áratugum stóðu ís-
lendingar í svipuðum sporum og
nú við inngöngu íslands í EFTA.
Með vaxandi innflutningi hús-
gagna, harðnaði mjög á dalnum
hjá smáverslun af þessu tagi og
lokaði Karl búðinni árið 1972.
Hann kenndi þá einnig vaxandi
heilsubrests. Urðu þá þáttaskil og
atvikin höguðu því svo að síðustu
árin dvaldist hann í Noregi. Aldrei
rofnuðu þó böndin við fjölskylduna
og daginn fyrir andlát hans kvaddi
hann fjölskylduna, þá fársjúkur,
en sáttur við það sem ekki varð
umflúið. í dag verða báðar dætur
hans við útför hans í Álasundi.
Við bræðurnir áttum því láni
að fagna að fá að vinna með Karli
og Mörtu í jólafríum og á sumrum
frá unglingsaldri.
Gott skap hans og næm kímni-
gáfa gerðu þann tíma eftirminni-
Iegan. í jólafríum var „vertíðin“ í
þessum bransa og unnið nótt og
dag. Stundum voru síðustu stól-
arnir afhentir rétt fyrir klukkan
sex á aðfangadagskvöld. Síðan um
kvöldið sameinuðust fjölskyldur
okkar í jólahaldinu á Snorrabraut
83 og var Kalli þá jafn kíminn og
hlýlegur, þótt hann hefði mátt
hafa sig allan við að sofna ekki
útaf í jólabaðinu eftir törn undanf-
arinna daga.
Flestir sem kynnst hafa Norð-
mönnum vita hve þjóðerniskennd
þeirra er rík.' Norðmenn skiptir
þjóðhátíðardagur 17. maí miklu
meira máli en 17. júní íslendingum
yfirleitt. Svo var um Kalla. Þann
dag var hugurinn heima í Noregi,
sem hann hafði fórnað svo miklu.
Það má heita táknrænt að Kalli
hvarf til annars föðurlands einmitt
þennan dag, reyndar á 50 ára trú-
lofunarafmæli þeirra Mörtu.
Við minnumst góðs drengs og
vottum Mörtu og dætrunum sam-
úð okkar við brottför hans.
Gunnar og Stefán Sandholt.
^ijjk §torno
Verö frd kr. 79-580
stgr. tn. vsk
Verti í maí 1992
Tahtu engo óhsttu
ó ferðalögum
og hafðu farsímann með
Söludeildir í Ármúla 27, Kirkjustræti, Kringlunni
og á póst- og símstöðvum um land allt.
Storno farsíminn tryggir þér gott
samband við umheiminn þegar þú ert á
ferðalagi, hvort sem þú ert í óbyggðum,
sumarbústaðnum eða bara í umferðinni.
PÓSTUR OG SÍMI
Viö spörum þér sporin