Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.05.1992, Blaðsíða 48
é* , MOKGUN’BI.ADID ÞIUDJUUAGUK 26.,MAÍ, 1992 Höfn — Minning Fæddur 24. september 1908 Dáinn 20. maí 1992 Arvakan hefst fyrir æsku og þor. - Ekkert í verkinu mikla snýr aftur, hver íjörður, hver tönn, hver knýjandi kraftur er kallaður fram í brautir og spor. (Einar Ben.) Framfarasókn íslendinga á síð- ustu áratugum hefur verið ótrúlega hröð. Við lítum á það sem sjálfsagð- an hlut að keyra á nokkrum klukku- tímum milli Reykjavíkur og Hafnar. Við lítum líka á það sem eðlilegan þátt í daglegu lífi, að bátamir komi með afla að landi og útflutnings- verðmæti sjávarafurða standi undir góðum kjöram fjöldans. Þannig hef- ur það alltaf verið og stutt er síðan að íslendingar bjuggu við þröngan kost. En hvers vegna breyttust að- stæður? Þótt sagan sem býr að baki sé löng, er aðalástæðan að til var fólk sem trúði á landið og var stað- ráðið í að nýta kosti þess og gæði. Sumir bárast með staumnum en aðrir tóku forystu. Óskar Guðnason var einn af þeim sem var í forystusveit baráttumanna framfara og nýrra atvinnuhátta. Hann var fæddur á Höfn 1908. Foreldrar hans vora Guðni Jónsson verslunarmaður og kona hans Ólöf Þórðardóttir. Þau bjuggu í Heklu á Höfn. Þar ólst Óskar upp ásamt bræðram sínum, Svavari listmálara, Stefáni lækni á Akureyri og síðar í Reykjavík og Garðari rafveitu- stjóra á Fáskrúðsfirði. Guðni og Óíöf ráku gistihús í Heklu. Þar bar marga að garði sem komnir vora um langan veg. Þar komu bændur, sjómenn og verkamenn, en einnig listamenn og stjómmálamenn. A þessum áram var Hornafjörður ein- angráður en Hekla var miðstöð þeirra sem komu til staðarins. Þar mótaðist Óskar og varð fyrir miklum áhrifum af þeim miklu umræðum sem fylgdu heimili foreldra hans. Það má með sanni segja að Hekla hafi verið nokkurs konar akademía þeirra tíma, þar sem möguleikar framtíðarinnar vora ræddir út frá margvísiegum sjónanniðum. Eiginkona Óskars var Kristín Björnsdóttir frá Dilksnesi. Þau voru ákaflega samrýmd og í sameiningu byggðu þau myndarlegt heimili' á Höfn. Þau eignuðust sex börn sem öll era á Iífi nema Knútur sem fórst í flugslysi 1973. Hann sat þá við hiið Bjöm Pálssonar sem var einn okkar fremstu forustumanna á sviði flugmála. Það kom fljótt í Ijós að Óskar var gæddur miklum hæfileikum og hug- rekki. Hann vildi nota tæknina til að efla framleiðslu og létta störfín. Ford-vörubíll sem hann keypti 1931 markaði þáttaskil í samgöngumál- um. Haustið 1932 var hann forustu- maður fyrir leiðangri sem fór land- leið á vörubíl milli Hornafjarðar og Reykjavíkur. Það var í fyrsta skipti sem farið var á bifreið alla þessa leið. Tildrög ferðarinnar voru þau að þrír Hornfirðingar áttu erindi til Reykjavíkur en skipíð fór framhjá vegna ófærðar. Óskar bauðst þá til að aka þeim til Reykjavíkur og tók ferðin fjóra daga. Þetta var ótrúlegt afrek sem vakti upp vonina, að hægt væri að ijúfa einangranina. Öskar starfaði lengi sem bifreiða- stjóri og var eftirsóttur til að hafa umsjón með verkum. Þegar frysti- húsið var stofnsett á Höfn 1952 var Óskar fenginn til að stjórna því. Það var ekki síst farsælli stjórn hans að þakka hvað rekstur þess gekk vel. Það var ekki mikið sem menn höfðu á milli handanna þegar þessi starf- semi hófst, en með útsjónarsemi, dugnaði og framsýni tókst að byggja upp öflugt fyrirtæki. I frystihúsinu vann Kristín með Óskari og var verkstjóri í salnum. í sameiningu tókst þeim að virkja starfsfólkið tii átaka. Það var mikill skóli fyrir unglingana að njóta hand- leiðslu þeirra á uppvaxtaráranum. Óskar gerði miklar kröfur til starfs- fólksins, en það fannst öllum sjálf- sagt, því hann gerði mun meiri kröf- ur tii sjálfs sín. Hann hélt uppi góð- um aga á vinnustað, en lét sér annt um alla og gaf sér tíma til að segja öllum til. Þótt hann væri strangur húsbóndi var hann gamansamur og glettinn og orð hans voru lög á vinnustað. Þau Kristín voru mjög samrýmd um uppbyggingu frystihússins og nutu virðingar allra. Okkur strák- unum fannst stundum ósanngjarnt að hafa helmingi lægri laun en þeir fullorðnu. Óskar útskýrði þetta fyrir okkur með föðurlegum tón og að loknum viðræðum við hann vorum við ánægðir, enda ekkert nema ósanngirni af 12 og 13 ára stákum að vera með einhveija kröfugerð. Þeir áttu auðvitað að þakka fyrir að fá að vera með og geta tekið þátt í því sem var að gerast og fá að vinna fram á nætur. Nú væri þetta sjálfsagt kallað barnaþræl- dómur, en enginn sem fékk að vinna hjá Óskari á barns- og unglings- aldri á sér slíkar minningar. Minn- ingamar eru góðar og bjartar og hann gaf uppvaxandi kynsíóð mikið. Óskar tók virkan þátt í félagsmál- um. Hann sat í fyrstu stjóm verka- lýðsfélagsins Jökuls og íengi deild- arstjóri Hafnardeildar kaupfélags- ins. Hann var um árabil formaður hafnamefndar enda þékktu fáir höfnina og fjörðinn jafnvel. Vinnu- staður hans var lengst af við höfn- ina og hann hafði mikla unun af að stunda silungsveiði út á firði. Hann byggði upp jarðræktarsam- band Bæjar-, Nesja- og Hafnar- hrepps og var framkvæmdastjóri þess um langan tíma. Störf hans t SIGURBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Raufarhöfn, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 24. maí. Börn, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir mín, JAKOBÍNA KR. ERIKSEN, búsett í Noregi, lést í sjúkrahúsinu í Moss mánudaginn 25. maí. Jarðsett verður 1. júní í Noregi. Fyrir hönd aðstandenda, Þóra Kristinsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og systir, SIGRÍÐUR B. SIGURÐARDÓTTIR, Grandavegi 47, áður til heimilis í Ásgarði 55, lést að kvöldi 23. maí í Landakotsspítala. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna, barnabarnabarns og systkina, Guðmundur Laxdal Jóhannesson, Halldóra Gróa Guömundsdóttir, Vilhjálmur Haraldsson, Jóhannes L. Guðmundsson, Sigurður E.L. Guðmundsson, Herdís Guðmundsdóttir, Halldór Ó.L. Guðmundsson, Kristin J.L. Guðmundsdóttir, Elfn Helga Guðmundsdóttir, Björg Elísabet Guðmundsdóttir, Konráð Árnason, barnabörn, barnabarnabarn og systkini hinnar látnu. Gyða Björg Elfasdóttir, Ásta Haraldsdóttir, Árni Brynjólfsson, Karl Ólafsson, Gestur Már Gunnarsson, t Útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELKU GUÐBJARGAR ÞORLÁKSDÓTTUR, Kleppsvegi 18, verður gerð frá Laugarneskirkju í dag, þriðjudaginn 26. maí, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfé- lagið. Valgerður Pálsdóttir, Hreinn Bergsveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HAFSTEINN ORMAR HANNESSON frá ísafirði, til heimilis á Grandavegi 47, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 26. maí, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á Hjálp- arsveit skáta á ísafirði. Kristín Bárðardóttir, Bárður Hafsteinsson, Edda Gunnarsdóttir, Guðrún K. Hafsteinsdóttir, Einar Pétursson, Hannes Hafsteinsson, Soffía Jóhannsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, ÞÓRMUNDUR GUÐSTEINSSON, Ártúni 17, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands að morgni sunnudagsins 24. maf. Fyrir hönd aðstandenda, Sígurbjörg Guðmundsdóttir. t Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY KRISTJANA BENEDIKTSDÓTTIR, Hvammi, , Húsavík, lést í sjúkrahúsinu á Húsavík laugardaginn 23. maí. Gunnlaugur Jónasson, Steinunn Jónasdóttir, Helga Jónasdóttir, Snorri Jónasson, Þorbjörg Jónasdóttir, HermannJónasson, Sigrún Jónasdóttir, Jónas Gunnlaugsson, Anna Þórðardóttir, Kristján Helgason, Jóhann Helgason, Valgerður Jóhannesdóttir, Halldór Bragason, Hulda Agnarsdóttir, Sigurjón Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eigínmaður minn, GUÐMUNDUR SIGURÐSSON frá Katadal, lést laugardaginn 23. þ.m. í sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ragnhildur Levy. þar bera enn einn vott- um framfara- hug hans og dugnað. Það var mikið áfall fyrir Óskar þegar Kristín féll frá á besta aldri. Þau höfðu verið samrýmd allt sitt líf, ekki aðeins í vinnu heldur jafn- framt í einkalífi og tómstundum. Þau voru félagslynd og það var gestkvæmt á heimili þeirra. Eftir að hún lést varð Óskar hlédrægari og í reynd einmana. Starfskraftar hans voru miklir og hann tók að sér að stýra uppbyggingu nýju fisk- vinnslustöðvarinnar á Höfn. Það var alveg sama að hveiju Óskar kom, hvort sem það var að stjórna vinnslu á gæðaafurðum eða byggja hús, allt lék í höndunum á honum og hann gat gengið í hvaða verk sem var. Hann flutti síðan til Reykjavíkur og bjó þar í mörg ár. Hugurinn leit- aði alltaf austur og síðasta árið flutti hann á Skjólgarð, þar sem hann eyddi síðustu stundum sínum. Tíminn var ekki langur á Skjólgarði en hann var ánægður að koma aftur heim. Hann uppiifði þá miklu breyt- ingu sem hann hafði tekið svo ríkan þátt í að skapa. Hann sá á sínum síðustu dögum að draumurinn hafði orðið að veraleika. Það var sæll maður sem kom heim í byggðina sína. Þar skynjaði hann sömu fegurðina og áður af þeirri næmni sem var honum í blóð borin. Það voru margir sem vora fegnir að sjá hann aftur. Fólk sem hafði unnið með honum langa starfsævi hafði saknað hans og gladdist yfir að sjá hann á nýjan leik. Höfn í Hornafirði á Óskari Guðnasyni mikið að þakka. Það þakklæti hefur ekki oft verið látið í ljós, en það var ánægjulegt að Verkalýðsfélagið Jökull skyldi heiðra hann sérstaklega 1. maí sl. Enginn átti það betur skilið. Hann var í fyrstu stjórn Jökuls og fáir hafa notið jafnmikils trausts og virð- ingar verkafólks og sjómanna á Höfn. í kirkjunni á Höfn hangir mynd eftir meistara Kjarval úr Horna- firði. Kjarval málaði hana þegar hann dvaldi eitt sinn í Heklu hjá Guðna og Ólöfu. Óskar gaf þessa mynd til kirkjunnar. Hún túlkar fegurð Hornafjarðar en minnir kirkjugesti ekki síður á það sóma- fólk sem bjó í Heklu. Hún sýnir einn- ig þann hug sem Óskar bar til kirkjulegs starfs og kristinnar trúar. Við Siguijóna vottum aðstand- endum Óskars samúð okkar og for- eldrar mínir, Ásgrímur og Guðrún, senda innilegar samúðarkveðjur. Óskar og Kristín voru vinir þeirra Suðurlandsbraut 10 Reykjavík. Sími 31099
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.