Morgunblaðið - 04.07.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.07.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992 Útvarpshúsið í Efstaleiti: Níu greinast með mót- efni gegn hermannaveiki Morgunblaðið/Ingvar Maðurinn sem féll niður um þakið á Sól hf. var fluttur á slysadeild. Vinnuslys hjá Sól hf.: Féll fimm metra niður úr þakglugga NÍU starfsmenn í útvarpshúsinu í Efstaleiti hafa greinst með mót- efni gegn hermannaveiki. Guðbjörg Jónsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins, sagði að verið væri að gera rannsókn til þess að fá fullvissu fyrir því hver orsök þessara mótefnamyndunar væri. Hún sagði að ekkert sérstakt orsakasamhengi hefði greinst og að mælingar sýndu að starfsmenn hefðu sýkst af ólíkum stofni af hermannaveikibakteriunni sem benti til þess að smit kæmi frá ólík- um stöðum. VINNUSLYS varð á verksmiðjusvæði Sól hf. í Þverholti i gærmorgun er ungur maður féll þar fimm metra niður úr þakglugga. Var maður- inn að vinna við að þrifa þakrennur á þaki framleiðsludeildar fyrirtæk- isins er óhappið varð. Hann mun hafa slasast töluvert við fallið og var fluttur á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá Jens. mun maðurinn hafa dottið niður úr Andréssyni fulltrúa hjá Vinnueftirlit- einni slíkri plötu. Jens segir að mál inu voru engin vitni að þessu óhappi. þetta sé enn til rannsóknar hjá Á þakinu eru plexiglerplötur, í stað Vinnueftirlitinu. glugga, til að hleypa birtu niður og Að sögn Guðbjargar Jónsdóttur er rannsókn á meintri hermanna- veiki í útvarpshúsinu rétt hálfnuð. Fimmtán starfsmenn hafa verið rannsakaðir og greindist mótefni gegn hermannaveiki hjá níu, en Sigurður Guðmundsson, smitsjúk- dómalæknir, hefur unnið að rann- sókninni. Hún sagði að ekkert sér- stakt orsakasamhengi hefði greinst en að Ríkisútvarpið stæði að þessari rannsókn til þess að fullkanna hver orsökin væri. Guð- björg sagði að það væri ekki óal- gengt að mótefni fínnist í fólki þar sem bakterían er veldur hermanna- VEÐUR í DAG kl. 12.00 Hetmitó: Veöurstofa lalands (Byggt á veðurspá kl. 16.1S f gœr) VEÐURHORFUR 4. JULI YFIRUT: Fyrir norðan land er 1.030 mb hæð. Um 800 km suður af hvarfi er 996 mb heldur vaxandi lægð sem þokast austnorðaustur. SPA: Hæg breytileg átt og víöa bjart veður, sfst ó Suðausturlandi. Hiti 8-17 stig, hlýjast suðvestanlands og í innsveitum fyrir norðan. VEÐURHORFUR NÆSTU ÐAGA: HORFUR Á SUNNUDAG:Vaxandi suðaustan átt suðvestanlands og fer að rigna síðdegis. Þurrt og hægur vindur norðaustantil. Hlýnandi veður um norðanvert landið. HORFUR Á MÁNUDAG: Sunnanátt og hlýtt, einkum um norðanvert land- íð. Súld eða rigning é Suður og Vesturlandi en þurrt og nokkuð bjart veður norðaustantil. Svarsími Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt r r r r r f f f Rigning Léttskýjað * Hálfskýjað * r * r r * r Sfydda * * * * * * * * Snjókoma Skýjað V $ Skúrir Slydduél Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðnrnar vindstyrk, heil fjööur er 2 vindstigv 10° Hitastig y súid = Þoka ftig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl.17.30ígær) Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærir og hálkulausir á ný. Kjalveg- ur er nú opinn umferð fjallabíla. Opið er i Landmannalaugar um Sig- öldu. Uxahryggir eru nú opnir fyrir alla umferð. Kaldidalur og Sprengi- sandur munu opna á fimmtudag þessarar viku. Að gefnu tilefni skal bent á að klæðningaflokkar eru nú að störfum víða um landið og eru ökumenn beðnir um að viröa sérstakar hraðatakmarkan- irtil þess að forðast tjón af völdum steinkasts. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tíma hiti veður Akureyrf 11 skýjað Reykjavlk 11 tkýjað Bergen 16 skýjað Helsinki 13 skúr Kaupmennahöfn 21 skýjað Narssarssuaq 12 akýjað Nuuk vantar Osló 18 léttskýjað Stokkhólmur 17 léttskýjað Þórshöfn 11 skýjað Algarve 27 léttskýjeð Amsterdam 21 hálfskýjað Barcelona 23 léttskýjað Berlín 23 skýjað Chicago 19 alskýjað Feneyjar 27 þokumóða Frankfurt 26 skýjað Glasgow 12 rigning Hamborg 23 léttskýjað London 17 rigning Los Angeles 17 þokumóða Lúxemborg 22 hálfskýjað Madrtd 30 1 1 Malaga vantar Mallorca 26 léttskýjað Montreal 16 alskýjað NewYork 18 skýjað Oriando 26 heiðskírt Paría 26 skýjað Madeira 24 skýjað Róm 23 léttskýjað Vin 26 léttskýjað Washington 21 alskýjað Winnipeg 11 rigning veiki finnst víða. Að sögn Guð- bjargar eru smitin sem greinst hafa ekki af sama stofni og geta þess vegna verið frá ólíkum stöð- um. Hún sagði að fjarvistir starfs- manna hefðu ekki verið meiri en áður eftir að flutt hefði verið í nýja útvarpshúsið í Efstaleiti. Hún sagði jafnframt að lagfæringar og hreinsun á loftræsikerfí væri eðli- legt viðhald og eftirlit með því. En sú skoðun hefur verið sett fram að hermannaveikisýking berist með loftræsikerfí útvarpshúsins. VERIJLEG fækkun varð á komu ferðamanna frá meginlandi Evr- ópu og Bretlandi til landsins í júnímánuði miðað við sama tíma í fyrra. Hins vegar komu fleiri Norðurlandabúar hingað í júní í ár. í fréttatilkynningu frá Ferða- málaráði kemur fram að alls komu hingað 21.653 erlendir ferðamenn í mánuðinum en voru 22.251 i fyrra. Um er að ræða 2,7% fækk- un. Fyrstu sex mánuði ársins hef- ur fækkun ferðamanna verið 2,4% miðað við árið í fyrra. Ferðamenn frá Norðurlöndum voru þó 9% fleiri í júní, eða 9044 en voru 8287 í fyrra. Þessi aukning stafar meðal annars af því að hér voru haldnar mun fleiri norrænar ráðstefnur og fundir í mánuðinum en í fyrra, eða alls 14. 1.729 Bretar voru hér á ferð í júní en voru 2.110 í fyrra. Fækkunin nemur 18%. Svissnesk- Steindórsprent-Gutenberg: Jón Hermannsson, verkstjóri hjá Steindórsprent-Gutenberg, sagði að vegna sameiningar fyrir- tækjanna væri starfsfólki sagt upp. Hann sagði að þetta/væri eingöngu meðan yfírtaka færi fram og að starfsfólki hefði verið tilkynnt löngu áður en til fram- kvæmdar kom að þetta yrði gert. Uppsagnarbréfín voru send í ábyrgðarpósti og að. sögn Jóns hafa þess vegna ekki allir starfs- menn náð í sitt uppsagnarbréf. Jón sagði að búist væri við að flestir verið boðaður í deilu þeirra og ríkisins um kaup og kjör og Birgir Guðjónsson, formaður samninga- nefndar ríkisins, segir að engir fundir verði fyrr en látið hafí verið af ólöglegum aðgerðum. Þorsteinn sagði að þátttaka í aðgerðum fulltrúanna hefði verið talsvert almenn, en erfítt væri að segja um það nákvæmlega meðal annars vegna sumarfría. Aðspurð- m !• Uppsagnir vegna sam- einingar fyrirtælganna ÖLLU starfsfólki Steindórsprent-Gutenberg hefur verið sent upp- sagnarbréf. Að sögn Steindórs Hálfdánarsonar, framkvæmda- sljóra, er eingöngu um formsatriði að ræða vegna sameiningar Steindórsprents og Gutenberg. Flestir starfsmenn verða endur- ráðnir. Löglærðir fulltrúar: Talsvert um forföll Erlendir ferðamenn í júní færri en í fyrra Þjóðverjum fækkar minnst um ferðamönnum fækkaði hlut- fallslega mest eða um 30%. Hing- að komu 1.491 Svisslendingar í júní í fyrra en voru 1.049 í ár. 930 Frakkar komu til landsins í síðasta mánuði en voru 1.265 í fyrra. Það er 26% fækkun. Þýskum ferða- löngum fækkaði minnst, eða um 1%. Þeir voru 3.835 í júní á síð- asta ári en 3.802 nú. Bandaríkja- mönnum fækkaði um 7% í mánuð- inum, voru 2.619 í fyrra en 2.434 í ár. Þegar litið er til fyrstu 6 mán- aða ársins er fækkun erlendra ferðamanna miðað við fyrra ár 2,4%, voru 57.107 í fyrra en 55.759 nú. » § t E I I yrðu endurráðnir og það yrði gengið frá endurráðningum um miðjan júlí. Steindór Hálfdánarson, fram- kvæmdastjóri, sagði að uppsagnir sem þessar gerðust í öllum fyrir- tækjum þegar nýir eigendur tækju yfír. Hann sagði að eingöngu væri um formsatriði að ræða. Steindór sagði að þegar vinnustaður væri lagður niður yrði að segja starfs- fólki upp til þess að geta endurráð- ið það hjá nýja vinnustaðnum. I i í TALSVERT var um það að löglærðir fulltrúar lyá sýslumanns- og dómaraembættum um allt land mættu ekki til vinnu í gær, að sögn Þorsteins Geirssonar, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu. Enginn samningafundur hefur ur sagði hann að eðlileg starfsemi embættanna hefði raskast veru- lega vegna þessa. Hann sagðist vonast til að fulltrúarnir sæju að sér. Ráðuneytið myndi sjá til eftir helgina hvernig mæting yrði og þá yrði tekin ákvörðun um fram- haldið. Kjaradeilan tengist nýrri dóm- stólaskipan sem tók gildi um mán- aðamótin. í l >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.