Morgunblaðið - 04.07.1992, Síða 30

Morgunblaðið - 04.07.1992, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992 Hjónaminning: Guðfinna Stefánsdóttir Kjartan Jóhannsson Guðfinna Fædd 4. mars 1905 Dáin 27. júní 1992 Kjartán Fæddur 24. október 1903 Dáinn 1. mars 1991 í dag er kvödd hinstu kveðju Guðfinna Stefánsdóttir, dvalar- heimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli, en hún lést í Sjúkrahúsi Suður- lands hinn 27. síðasta mánaðar eftir erfiða sjúkdómslegu. Guð- fínna, eða Finna eins og hún var ævinlega kölluð meðal vina og vandamanna, fæddist á Bjólu í Rangárþingi 4. mars 1905. For- eldrar hennar voru hjónin Áslaug Einarsdóttir og Stefán Bjamason en þau bjuggu allan sinn búskap á Bjólu. Finna ólst upp hjá foreldr- um sínum á stóru heimili, því alls voru systkinin sjö er á legg kom- ust og var hún þeirra næstelst, en hin eru: Sigurlín f. 2.júní 1901, Einar, f. 18. júlí 1906, Sigríður, f. 6. apríl 1908, d. 8. febrúar 1983, Guðmundur, f. 23. nóvember 1910, d. 8. maí 1987, Sveinbjöm Júlíus, f. 15. júlí 1915, d. 9.7.1990 og Haraldur, f. 29. desember 1917. Kjartan Jóhannsson var fæddur í Haga í Holtum 24. október 1903. Foreldrar hans vom Guðrún Jóns- dóttir og Jóhann Erlendsson. Leið- ir þeirra Finnu og Kjartans lágu saman er hann gerðist vinnumaður á heimili foreldra hennar og gengu þau í hjónaband 9. júlí 1931. Þau eignuðust fímm syni, en þeir era: Björgvin Ottó f. 10. mars 1932, kvæntur Þuríði Jónsdóttur, Ásgeir, f. 24. mars 1933, kvæntur Pálínu Gunnarsdóttur, Stefán, f. 1. nóv- ember 1934, kvæntur Guðrúnu Gunnarsdóttur, Jóhann, f. 13. jan- úar 1937, kvæntur Ingibjörgu Þorgilsdóttur og Sigurður Rúnar, f. 29. nóvember 1949, kvæntur Sólveigu Smith. Þau Finna og Kjartan hófu fyrst búskap á Bjólu, en fluttu að Brekk- um í Holtum árið 1943, þar sem þau bjuggu til ársins 1962, er þau flytja til Reykjavíkur. Þar starfaði Kjartan hjá Fiskhöllinni og síðar í áhaldahúsi Vegagerðar ríkisins. Fyrir 20 áram var sá er þessar lín- ur ritar unglingur á leið í skóla til Reykjavíkur. Við lá að af þeirri skólavist gæti ekki orðið, þar sem reyndist örðugt um húsnæði í borg- inni. Þá leituðu foreldrar mínir í vandræðum sínum til þeirra Finnu og Kjartans og var það auðsótt mál af þeirra hálfu að taka strák- inn upp á arma sína. Átti ég síðan góða vist á heimili þeirra um tveggja vetra skeið. Heimili þeirra hjóna var sannkallaður rausnar- garður, enda var þar jafnan gest- kvæmt. Afkomendurnir komu oft í heimsókn, svo og vinir og kunn- ingjar og gamlir sveitungar úr Rangárþingi litu gjaman inn er þeir áttu leið í höfuðborgina. Ánægðust vora þau hjón jafnan er þau höfðu sem flesta í kring um sig, slík var gestrisni þeirra. Finna var rólynd kona, ljúf í við- móti og sérstaklega greiðvikin. Hún átti auðvelt með að setja sam- an ljóð, en það mun hafa verið á fárra vitorði, enda var hún ekkert fyrir að flíka þeirri gáfu. Mér er það minnisstætt frá þessum áram er ég var að útskrifast úr skólanum að ég og vinur minn voram að leita okkur að kjólfötum til að vera í á svokölluðum peysufatadegi. Ekk- ert varð okkur ágegnt þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Finna frétti af þessu og linnti ekki látum fyrr en hún hafði útvegað okkur báðum föt. Þegar við voram síðan að íklæðast skrúðanum snemma að morgni peysufatadagsins mátti varla á milli sjá, hvor var ánægð- ari hún eða við strákamir. Þetta fínnst mér dæmigert atvik um hjálpsemi hennar. Kjartan var afar viðræðugóður maður og kunni frá mörgu skemmtilegu að segja, hann gat virst hrúfur í viðmóti þeim sem ekki til þekktu, en undir yfírborð- inu sló stórt hjarta. Hann var stór- fróður um sögu lands og þjóðar, þótt ekki hafí hann notið langrar skólagöngu eins og títt var á hans æskuáram. Hann var vei minnugur og kunni efni Islendingasagna ut- anbókar, en þær hafði hann lesið spjalda á milli í æsku, stundum við mánaskin, eftir að ljós höfðu verið slökkt á kvöldin. Kjartan var mikill framsóknarmaður enda keypti hann Tímann, sem hann kallaði biblíuna sína og sérlega var gaman að karpa við hann um sann- leiksgildi þess er stóð á síðum blaðsins, þótt sjaldnast yrðum við sammála. Þau Finna og Kjartan vora af hinni svokölluðu aldamóta- kynslóð, sem nú er óðum að hverfa. Þessi kynslóð upplifði meiri breyt- ingar á íslensku þjóðfélagi heldur en nokkur önnur hefur gert fyrr og síðar, allt frá þeirri fátækt er almennt ríkti á fyrri hluta aldarinn- ar til allsnægta hinna síðari ára. Ráðdeildarsemi var þeim Finnu og Kjartani í blóð borin eins og flest- um sem af þessari kynslóð vora, þau höfðu það til dæmis fyrir reglu að kaupa aldrei nokkurn hlut án þess að hafa safnað fyrir honum fyrst. Það er hugsunarháttur sem illskiljanlegur er fyrir okkkur sem yngri eram, en mætti gjarnan vera okkur til eftirbreytni. Þótt þau Finna og Kjartan flyttu á mölina var hugur þeirra á æsku- slóðum, enda fór það svo að þau fluttu aftur í Rangárþing árið 1982. Þau keyptu sér hús á Hvols- velli og bjuggu þar til heilsan fór að bila, en árið 1989 futtu þau á dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvols- velli og bjuggu þar til dauðadags. Kjartan lést hinn 1. mars 1991, en útför Guðfinnu verður í dag frá Stórólfshvolskirkju. Um leið og ég þakka þessum heiðurshjónum samfylgdina flyt ég og fjölskylda mín afkomendum þeirra og ástvinum öllum innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Einarsson. Júnímánuður var vætusamur, kaldur og sólarsnauður og víða kom frost og snjór. Dýr og gróður háðu baráttu um líf eða dauða. V^terkurog L/ hagkvæmur auglýsingamiðill! Júní er þó sá mánuður sem glæðir allt líf í dýra- og jurtaríkinu og okkar ágæta land klæðist sumar- skrúða og þegar sólin skín er það svo undur fagurt. En þrátt fyrir sólarleysið sást til sólar. Og er eitt • fagurt, bjart og kyrrlátt sumar- kvöld var að líða var í sjúkrahúsinu á Selfossi háð barátta lífs og dauða. Þessi barátta hafði reyndar staðið í nokkra daga pg að lokum sigraði dauðinn. Þetta var laugar- dagskvöldið 27. júní sl. Þá andað- ist í Sjúkrahúsi Suðurlands, Guð- fínna Stefánsdóttir, fyrram hús- freyja á Brekkum í Holtum. Guð- fínna varð fyrir áfalli á heimili sínu, Kirkjuhvoli, fyrir réttu ári og hefur síðan verið lömuð og dvalið á sjúkrahúsi og átti ekki afturkvæmt heim. Síðustu vikuna hnignaði heilsu hennar enn frekar svo andl- átið kom ekki óvænt fyrir ijöl- skyídu hennar og var henni kær- komin hvíld eftir áföllin, hún hafði líka skilað sínu lífsstarfí farsællega til framtíðarinnar. Guðfínna var fædd 4. mars 1905 á Bjólu í Djúp- árhreppi. Foreldrar hennar vora hjónin Áslaug Einarsdóttir og Stef- án Bjamason búendur á Bjólu frá 1905 til 1935. Áslaug var fædd 31. janúar 1877 í Steinum, A-Eyj- af., dáin 11. janúar 1956. Stefán var fæddur 28. október 1869 í Gíslakoti, A-Eyjaf., dáinn 26. maí 1941. Áslaug og Stefán eignuðust 8 böm og var Guðfínna næstelst. Systkini Guðfinnu era: Sigurlín húsfreyja á Ægissíðu, fædd 2. júní 1901. Einar fyrram bóndi á Bjólu nú til heimilis á Hellu, fæddur 18. júlí 1906. Sigríður fyrram hús- freyja á Rangá, fædd 6. apríl 1908, dáin 8. febrúar 1983. Guðmundur bifreiðastjóri í Reykjavík fæddur 23. nóvember 1910, dáinn 8. maí 1987. Stúlka, fædd 23. nóvember 1910, dó mjög ung. Sveinbjöm Júlíus bifvélavirki, Lyngási, fædd- ur 15. júlí 1914, dáinn 9. júlí 1990. Haraldur bifreiðastjóri í Reykjavík, fæddur 29. desember 1917. Guðfínna elst upp með systkin- um sínum og vann að búi foreldra sinna þar til hún giftist 9. júlí 1931 Kjartani Jóhannessyni, fædd- um í Haga f Holtum 24. október 1903, dáinn 1. mars 1991. Byrjuðu þau búskap f Bjólu en 1943 kaupa þau jörðina Brekkur í Holtum og flytja þangað. Brekkur vora þá næstum því húslausar og tún lítil. Þau hefjast handa við að byggja upp hús og yrkja jörð var það mikið átak auk þess að sjá fyrir vaxandi heimili. Kjartan vann því oft utan heimilis til að afla því aukinna tekna. Kom það í hlut húsfreyju að sjá um bú og böm þegar bóndinn var við vinnu utan þess. Á Brekkum búnaðist þeim vel og átti Guðfínna stóran þátt í því, hún var vel verki farin og fór vel með alla hluti, henni varð alltaf svo mikið úr litlu. Hún saumaði og pijónaði öll föt á heimilisfólkið og á borðum var alltaf mikill og góður matur. Guðfínna og Kjartan eignuðust fimm syni. Björgvin Ottó, f. 10. mars 1932, viðskipta- fræðingur starfar sem aðalbókari í Straumsvík, búsettur í Garðabæ, kvæntur Þuríði Jónsdóttur frá Lun- ansholti, starfsm. á Vífílsstaðaspít- ala. Þau eiga 4 börn. Ásgeir, f. 24. mars 1933, bifvélavirki, er bíl- stjóri á Bæjarleiðum búsettur í Reykjavík, kvæntur Pálínu Gunnmarsdóttur frá Seyðisfirði skólaritara. Þau eiga 2 böm. Stef- án, f. 1. nóvember 1934, húsasmið- ur, starfar sem rekstrarstjóri Vegagerðar ríkisins í Rang. býr á Hvolsvelli, kvæntur Guðrúnu Gunnarsdóttur frá Akranesi, versl- unarm. hjá Kaupfélagi Rang. Þau eiga 4 börn. Jóhann, f. 13. janúar 1937, rafvirki, starfar hjá Raf- magnsveitum ríkisins, býr á Hvols- velli, kvæntur Ingibjörgu Þorgils- dóttur frá Ægissíðu starfsm. hjá Sláturfélagi Suðurlands á Hvols- velli. Eiga þau 3 börn. Yngstur þeirra bræðra er Sigurður Rúnar, f. 29. nóvember 1949, rafeinda- virki, starfsmaður hjá Pósti og síma, búsettur í Reykjavík, kvænt- ur Sólveigu Smith frá Reykjavík, verkstjóra á síma Landspítalans. Eiga þau 2 böm. Langömmubörn Guðfinnu era alls 10. Árið 1962 verða þáttaskil í lífí Guðfinnu og Kjartans, þau selja jörðina og flytja til Reykjavíkur. Heimili þeirra var í Efstasundi 98. Fyrstu árin vann Guðfínna utan heimils og meðal annars á Hrafn- istu. Þegar aldurinn færðist yfír leggja þau leið sína á Hvolsvöll eða árið 1982. Þar búa þau í sínu húsi, Litlagerði 5. En heilsan fór dvín- andi og 1989 flytja þau í nýja íbúð á heimili aldraðra í Kirkjuhvoli. Þetta er í stóram dráttum lífshlaup Guðfínnu Stefánsdóttur. Það er ekki mjög frábragðið lífi fy'ölda annarra kvenna sem fæddar eru um og eftir aldamót. Þó mótast hver og einn af því uppeldi og umhverfí sem viðkomandi elst upp við. Guðfinna ólst upp á stóra heimili og Bjóla er í Bjóluhverfi, Iitlu sveitahverfi, þar er stutt á milli bæja og jafnan var margt af ungu fólki á hveijum bæ einkum á sumrin. Unga fólkinu fannst þá, rétt eins og nú, gaman að hittast og lyfta sér upp þegar stundir gáfust frá daglegu striti, fór í út- reiðartúra á mannamót og skemmtanir sem í boði vora. Það vandist líka á að nota tímann vel hvort sem var við vinnu eða til tómstunda, enda féll þessu fólki sjaldnast verk úr hendi, ef sest var niður var gripið í handavinnu ýmiss konar. Guðfínna var glæsileg kona, hún var andlitsfríð og myndarleg á að líta, ákaflega gestrisin og hafði gaman af að hafa fólk í kringum sig og taka á móti gestum. Það var alveg sama hvað margir komu í heimsókn og var oft margt um manninn einkum á þeim áram er þau bjuggu á Brekkum, alltaf var hlaðið borð af mat. Böm vora mörg sumur hjá þeim í sveit og áttu þar góða daga. Kjartan var barngóður og hafði gott lag á böm- um, Guðfínna var ekki síðri í öllu atlæti og umhyggju. Á Reykjavík- uráranum kom það fyrir að ung- menni sem vora úr sveit og sóttu sér menntun í skóla höfuðborgar- innar fengju inni veturlangt hjá þeim hjónum og nutu þar mikillar umhyggju og allt það besta var ekki of gott. Guðfinna var sívinn- andi eitthvað í höndunum, pijónaði á bamabömin og síðan langömmu- bömin og saumaði út, til dæmis hafa allar dætur sona hennar feng- ið sinn stólinn hver útsaumaðan af henni. Hún hafði yndi af tónlist og svo gerði hún vísur og ljóð ef svo bar undir. Guðfinna hverfur nú á braut forfeðra sinn, hún kvaddi eins og áðumefnt sumar- kvöld á kyrrlátan hátt og hún mun sjá til sólar. Það verður bjart og fagurt í kringum hana og þær minningar sem við geymum um Guðfinnu. Hún var góð tengda- móðir. Hún hafði þráð þessa stund og kveið ekki heimkomunni til skapara síns og horfínna ástvina. Guðfínna var trúuð kona og treysti Guði sínum. Við tengdadætur hennar þökkum tengdamóður okk- ar samfylgdina og biðjum henni blessunar Guðs í nýjum heimkynn- um. Tengdadætur. mgLi LOKSINS I Já, loksins fæst á íslandi POKON SKORDÝRAFÆLIR sem nota má á pottaplöntur innanhúss auk skrautjurta, grænmetis, trjáa og runna utanhúss. Virk efni í POKON skordýrafælinum eru ýmis kalísölt og fitusyra sem eru skaðlaus með öllu, leysast eðlilega upp og eyðast í náttúrunni. POKON skordýrafælirinn er í handhægum úðabrúsa og skaðar hvorki mannfólk né gseíudýr. p0&SbetrriýbriómabúðumS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.