Morgunblaðið - 04.07.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.07.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992 19 Bréf þingflokks Alþýðubandalagsins; Reiðubúinntil samvinnu við ríkisstjórnina ÞINGFLOKKUR Alþýðubandalagsins lagði formlega til við ríkis- stjórnina í gærmorgun, að Alþingi komi saman n.k. mánudag og afgreiði sérstök lög vegna úrskurðar Kjaradóms. hefur liðlega hálfa miHjón króna í laun á mánuði. Enginn sem ég hef rætt við telur það réttlætanlegt að forsætisráð- herra íslands hafi lægri tekjur en forystumenn atvinnurekenda og launþega, en þá er enn bent á að máiið snúist einfaldlega ekki um það í þeim þjóðarblossa sem úr- skurður Kjaradós kveikti - heldur hitt að hér átti samkvæmt tvö- faldri þjóðarsátt að ríkja frysting á réttlætinu eða óréttlætinu á vinnumarkaönum - frysting sem næði til allra. Þegar Kjaradómur kvað upp úr- skurð sinn árið 1985 var leiðbein- andi ákvæði í úrskurðinum sem gerði ráð fyrir því að aukagreiðslur féllu niður til þeirra sem dómssaga Kjara- dóms tekur til. Reyndin hefur orðið sú, samkvæmt upplýsingum Friðriks Sophussonar ijármálaráðherra og fleiri, að ekki hefur verið farið eftir þessu ákvæði í framkvæmd. Að sögn var nokkuð stíft greitt samkvæmt þessum ákvæðum fyrstu mánuðina eftir að úrskurðurinn féll, en síðan mun allt hafa fallið í sama farið á nýjan leik. Því er ekki óeðlilegt að menn spyiji hvort nokkur ástæða sé til þess að ætla að framkvæmdin verði með öðrum hætti nú. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra segja báðir að stíft verði eftir því gengið að úrskurði Kjaradóms verði framfylgt og ekkert fram yfir það. Kjaradómur óþarfur? Á baksíðu Morgunblaðsins síðast- liðinn miðvikudag segir Davíð Odds- son forsætisráðherra m.a. um þá endurskoðun á lögum um Kjaradórrt sem ríkisstjórnin hefur boðað að fari fram nú í sumar: „Við þá endur- skoðun verði tryggt að lögin skyldi dóminn til að hafa hliðsjón af af- komuhorfum þjóðarbúsins og stöð- unni á hinum almenna vinnumark- aði“. Þegar grannt er skoðað, má jafnvel velta vöngum yfir því hvort forsætisráðherra sé með þessu að boða lagasetningu um Kjaradóm, sem setji honum svo þröngar skorð- ur, að hann verði annað hvort óþarf- ur eða óstarfhæfur. Stjórnmálamanna að axla ábyrgð í fljótu bragði gæti manni virst sem 6. grein núgildandi laga um Kjaradóm, þar sem Kjaradómur á að gæta innbyrðis samræmis í laun- um þeim sem hann ákveður og „að þau séu á hverjum tíma í sam- ræmi við laun i þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar" fari alls ekki saman við ákvæði um afkomuhorfur þjóðarbúsins eða stöð- una á hinum almenna vinnumark- aði. Allt eins gæti farið svo að ný lög um Kjaradóm gerðu Kjaradóm óþarfan með öllu og hans eina hlut- verk í framtiðinni yrði það að úr- skurða að launabreytingar þeirra sem falla undir hans dómssögu yrðu þær hinar sömu og samið yrði um á almennum vinnumarkaði. Að minnsta kosti telja lögfróðir menn sem ég hef rætt við að það geti orð- ið ákaflega erfitt að samrýma svo ólík lagafyrirmæli, þar sem annars vegar yrðu fyrirmælin eitthvað í þessa veru: Þið eigið að ákveða þess- um mönnum laun í samræmi við hliðstæð ábyrgðarstörf í þjóðfélag- inu. Og hins vegar gætu þau hljóðað svo: Þið verðið að gæta þess að Al- þýðusambandið, Vinnuveitendasam- bandið og Þjóðhagsstofnun geti sæst á úrskurð ykkar. Það liggur ekkert fyrir um það á þessari stundu að sú endurskoðun laganna um Kjaradóm sem ríkis- stjómin hefur boðað að fari fram þegar þing kemur saman, leiði til þess að sá úrskurður sem kveðinn var upp hinn 26. júní sl. verði afnum- inn eða færður til uppmnalegs horfs, eins og forsætisráðherra orðaði það. Eina tryggingin sem fyrirhuguð end- urskoðun laganna hefur í för með sér, er sú að úrskurðurinn verði end- urskoðaður. Vandséð er að sú ákvörðun ein og sér nægi til þess að slökkva þann þjóðarblossa sem úrskurðurinn kveikti með þjóðinni. Auðvitað beinist mikill hluti af reiði almennings í garð Kjaradóms, en Kjaradómur hefur lögum samkvæmt visað ábyrgðinni af afleiðingum eig- in úrskurðar til stjórnmálamannanna - og hvemig sem á málið er litið er ljóst að þeir hafa ærið verk fyrir höndum. í fréttatilkynningu frá Alþýðu- bandalaginu kemur fram að Olafur Ragnar Grímsson formaður flokks- ins hafí sent ríkissjórninni eftirfar- andi bréf í gærmorgun: „Síðustu daga hefur risið ein- stæð alda meðal þjóðarinnar. Hún beinist að því að strax eigi að kalla Alþingi saman til fundar svo að löggjafinn geti höggvið á þann hnút sem birst hefur með úrskurði Kjaradóms. Nú hafa fjölmennustu samtök launafólks, ASÍ og BSRB, og þús- undir Íslendinga á útifundi á Lækj- Að sögn Guðmundar Bjamason- ar fór hann fram á það á fundi bæjarráðs Neskaupstaðar er hald- inn var fimmtudaginn 2. júlí sl. að hann hlyti ekki þá launahækkun sem honum bar samkvæmt úr- skurði Kjaradóms. Guðmundur sagði að hann væri nýbúinn að semja við bæjarstarfsmenn Nes- kaupstaðar um 1,7% launahækkun þar sem skýrt hefði verið tekið fram að ekki væri hægt að hækka launin meira. artorgi krafíst þess að í samræmi við stjórnskipun lýðveldisins verði Alþingi þegar í stað kallað saman. Fyrir hönd Alþýðubandalagsins færi ég ríkisstjóm íslands hér með þá formlegu tillögu þingflokks Al- þýðubandalagsins að Alþingi ís- lendinga komi saman til fundar n.k. mánudag og afgreiði á fáein- um dögum sérstök lög af þessu tilefni. Alþýðubandalagið er reiðubúið til samvinnu við ríkisstjóm íslands um að málið geti fengið farsæla lausn með þessum hætti." Að mati Guðmundar er úrskurð- ur Kjaradóms geggjun á þessum tíma. í staðinn fyrir þessa hækkun mun Guðmundur hljóta sömu launahækkun og bæjarstarfsmenn sömdu um í nýliðnum júnímánuði. Guðmundur sagði að hann vissi ekki til þess að aðrir bæjarstjórar hefðu hafnað úrskurði Kjaradóms en hann benti einnig á það að laun bæjarstjóra væm ekki í ölium til- fellum bundin ákvörðun Kjara- dóms. Neskaupstaður: Bæjarstjóri hafnar hækkun Kjaradóms GUÐMUNDUR Bjarnason, bæjarstjóri á Neskaupstað, hefur hafnað þeirri launahækkun sem honum ber samkvæmt úrskurði Kjaradóms. „Mér finnst úrskurður Kjaradóms geggjun á þessum tíma,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. Hann fær í staðinn sömu kauphækkun og bæjarstarfsmenn Neskaupstaðar sömdu um í júní eða 1,7%. ■ MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi ályktun frá Vél- sljórafélagi Islands: „Nú hefur Kjaradómur á grundvelli laga nr. 92/1986 ákveðið að hækka laun við- komandi embættismanna ríkisins um allt að 97%. Úrskurðinn byggir dóm- urinn fyrst og fremst á 6. gr. lag- anna sem hljóðar svo: „Við úrlausn mála skal Kjaradómur gæta innbyrð- is samræmis í launum þeirra sem hann ákveður að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélag- inu hjá þeim sem sambærilegir geta talist _með tilliti til starfa og ábyrgð- ar.“ Á sama tíma og þessi dómur fellur býður ríkið ásamt almenna markaðinum sínu fólki 1,7% launa- hækkun yfir línuna og hafnar um leið öllum efnisbreytingum samninga og breytir þá engu hvort1 þær eru tilkomnar vegna breytts eðlis starf- anna eða breytt eðli viðkomandi starfa var ein af forsendum Kjara- dóms, öllum breytingum er hafnað. Með tilliti til þessa og þeirrar stöðu sem nú er á vinnumarkaðinum eiga launþegar og þjóðin öll heimtingu á að fá upplýsingar a.m.k. um eftirfar- andi: 1. Hingað til hefur dómurinn sem skipaður var samkvæmt áður- nefndum lögum eingöngu ákvarðað í þessum hópi sömu breytingar á kjörum og átt hafa sér stað á al- menna vinnumarkaðinum. Menn hljóta að spyija og vilja fá svör við því, hvaða forsendur hafi breyst frá síðustu dómsuppkvaðingu. 2. Hvaða hópar þjóðfélagsins eru þeir viðmið- unarhópar sem dómurinn byggir m.a. á ákvörðun sína á. 3. Af hveiju ef það er vilji ríkisstjórnarinnar og Alþingis að allir launþegar séu felld- ir undir sömu kjarabreytingu breytti þá ekki Alþingi lögunum um Kjara- dóm á liðnu þingi í þá átt?“ Nýjung á íslandi: MONTANA tjaldvagnar Þið, sem eru í tjaldvagna- hugleiðingum, látið þetta tækifæri ekki fram hjá ykkur fara. Faxafeni 10, sími 686204 Opiö mánud.-föstud. kl. 10-18.30 Laugard. kl. 10-16 Vor íeikur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.