Morgunblaðið - 04.07.1992, Side 27

Morgunblaðið - 04.07.1992, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992 27 Afmæliskveðja: Njörður Snæhólm Kæri vinur og afi, til hamingju með afmælið. Ég vona að þú virðir þessar línur við mig og verðir ekki reiður er þú lest þær í Mogganum, blaði allra landsmanna. Vissulega fer það vel að skrifa til þín á þess- um vettvangi því í raun ert þú löngu orðinn þjóðareign. Ég tel það óþarfa að tíunda störf þín gegnum árin en mig langar með þessum fátæklegu línum að þakka þér fyrir þau 25 ár sem við höfum átt samleið. Við höfum átt fjöldann allan af góðum samveru- stundum og í minningunni sakna ég þeirra en hugga mig við það að fjölmargar eru eftir og til þeirra hlakka ég eins og fleiri. Manstu eftir því þegar við báðir vorum yngri og ákváðum að verða ríkir á augabragði? Við settumst niður í nokkurn tíma og ræddum þessi áform okkar og eftir nokkrar rökræður komumst við að þeirri niðurstöðu að gullleit væri vænleg- asti kosturinn til að öðlast skjót- fenginn auð. Ég var svona um 5 ára en þú 55 og við vissum það báðir, höfðum reyndar vitað það lengi, að gull væri að fínna í Ésj- unni og þangað fórum við. Ég man ekki hvor okkar var æstari er und- ir Esjuna kom en þegar við fundum læk, sem var déskoti gulilegur, tóku leikar að æsast. Þú hélst til í læknum miðjum en ég á bakkan- um, við öllu búinn. Ríkir urðum við ekki en einn mola höfðum við þó upp úr krafsinu. Þú veist, að ekki er ennþá fullreynt með þennan læk, en gull er í Esjunni, það vitum við báðir. Mér er einnig minnisstætt hvern- ig þú náðir að plata ofan í mig soðnar kartöflur en á þeim hafði ég megnan viðbjóð. Við matarboðið tókst þú diskinn minn og spurðir: „Eigum við ekki að smíða flug- skýli úr matnum?" Fyrir mér var ekkert því til fyrirstöðu að leika með matinn með þér og enn þann dag í dag borða ég helst ekki soðn- ar kartöflur nema þær séu stappað- ar saman við ýsu og hrúgað upp í flugskýli á disknum. En ævintýrin voru oftar rosa- legri í kringum þig, það vissu allir. Oft var spurt: „Er afí þinn Njörður leynilögga?" „Nei,“ sagði ég, „hann er rannsóknarlögreglumaður." Sandgerði: Færeysk gnðsþjónusta VOGUR á Suðurey er vinabær Sandgerðis og er kirkjukórinn Ljóm- ur þaðan nú staddur hér á landi í söng- og skernmtiferðalagi. Kór- inn mun meðal annars koma fram í Langholtskirkju, Hafnarfirði og Grindavík en sunnudaginn 5. júlí nk. kl. 14 verður færeysk messa í Hvalnesskirkju. Messugjörð verður í höndum sóknarprests í Vogi á Suðurey og mun kirkjukórinn Ljómur frá Vogi syngja við messuna. Kl. 17.00 sama dag verða í sam- komuhúsinu í Sandgerði sameigin- legur tónleikar kirkjukórs Hval- nesskirkju og kórsins frá Vogi. Efnisskrá tónleikanna verður blönduð, íslensk og færeysk söng- lög. Þá er í för með Ljómi færeysk- ur dansflokkur sem mun sýna þjóð- dansa í tengslum við tónleikana. Eftir messu verður kaffisamsæti fyrir kórana á vegum M-nefndar í Sandgerði. Morgunblaðið/Ámi Helgason Ritstjórar héraðsfréttablaðsins Snæfellsnes þær Þórunn Inga Einars- dóttir og Ragnheiður Gunnarsdóttir t.h. Stykkishólmur: Nýtt héraðsfréttablað er ber heitið Snæfellsnes Stykkishólmi. HLEYPT var af stokkunum 25. júnf sl. í Stykkishólmi nýju héraðs- fréttablaði, Snæfellsness. Útgefendur, ritstjórar og ábyrgðarmenn eru Ragnheiður Gunnarsdóttir og Þórunn Inga Einarsdóttir og auk þeirra starfar sem blaðamaður Elínborg Sturludóttir. „Nú,“ sögðu strákarnir í hverfinu, „en hann er aldrei í neinum löggu- búningi." „Það er rétt,“ sagði ég, „en hann er í nákvæmlega sömu vinnu og Kólombó í sjónvarpinu." Þetta þótti strákunum rosalegt. Nei, það var ekki ónýtt að geta státað af afa eins og þér. Fyrir písl eins og mig var það í raun líf- snauðsynlegt því að hrekkjusvínin vissu að ekki gekk að lúskra á ein- hverjum sem ætti fyrrverandi stríðshetju úr norska flughernum fyrir afa sem nú væri lögreglufor- ingi sem eltist við misyndislýð ís- lands. Og virðing ráðandi afla í hverfinu varð alger þegar það kvis- aðist út að undirritaður hefði farið með flestum „Kólombóum" lands- ins í leit að vísbendingum sem gætu komið að gagni í ákveðnu sakamáli. Hrekkjusvínin sátu hljóð í kringum mig með augu eins og undirskálar þegar ég lýsti gangi málsins - „æsispennandi, milljón felustaðir, talstöðvar, skýrslur - og auðvitað vorum við allir vopnað- ir,“ sagði ég og hrekkjusvínin trúðu ekki sínum eigin eyrum og urðu eins og fískar í andlitinu, opnuðu og lokuðu munninum, alveg gáttuð. En nóg um þessar æskuminning- ar okkar! Ég má til með að minna þig á nokkuð sem þú hefur oft brýnt fyrir mér á mörgum sam- verustundum okkar en það er að segja sannleikann, hversu óþægi- legur sem hann kann að vera. Það er auðvitað skiljanlegt að viðhorf þitt til sannleikans sé svona sterkt því það hefur verið þitt meginstarf í áratugi að finna út sannleikann með rannsóknum eða með viðræð- um við fólk. Ég hef aldrei hitt neinn sem sagt hefur þig ljúga. Þú hefur einnig ætíð sagt mér að það eigi alltaf að koma fram við fólk sem jafningja og tala við það með virð- ingu og virða skoðanir þess. Ég verð að viðurkenna að þetta reyn- ist flestum erfitt en engu að síður rétt og gott viðhorf til mannlegra samskipta og þér til sóma. Ein mesta speki, sem þú hefur kennt mér, er spekin um það hvem- ig forða megi bömum frá því að ljúga. Þú sagðir að besta leiðin til að kenna barni að ljúga væri sú að skamma það fýrir játningu synda sinna. Ef bamið er tuktað fyrir sannleikann byijar það að ljúga til að losna við skammir, sagðir þú alltaf. Þetta er að mínu mati heimspeki sannleikans, heim- speki þín. Fyrir hönd fjölskyldunnar óska ég þér til hamingu með 75 ára afmælið. Þinn vinur, Jón Kristinn Snæhólm. Meðal efnis þessa fyrsta tölublaðs er grein um Fjórðungsmót vest- lenskra hestamanna haldið á Kaldár- melum, en þessi mót hófust 1980, sagt frá sjómannadeginum á útgerð- arstöðum hér í sýslu, sagt frá höfn- inni í Ólafsvík, grein um fijálsíþrótta- völl á Hellissandi og farandbikar sem skipstjórinn á Breiðafjarðarfeijunni, Baldur Hörður Gunnarsson, tók á móti úr hendi Hilmis Snorrasonar skólastjóra Slysavamarskóla sjó- manna, en þessi bikar er veittur ár- lega til skipa þar sem öryggisbúnað- ur er góður og til áhafnar sem þykir standa sig vel hjá skólunum. íþrótt- afréttir eru úr sýslunni o.fl. Góðar myndir prýða blaðið og er það mjög vandað og vel gengið frá. í forystugrein segir m.a.: „Héraðs- fréttablaðinu Snæfellsnesi er ætlað að flytja fréttir af því sem efst er á baugi hveiju sinni og til þess að svo megi verða treystum við á gott sam- starf við lesendur." í viðtali við ritstjóra sögðu þær að blaðið ætti að verða góður tengi- liður allra sveitarfélaga sýslunnar og vettvangur til að ræða ýmis aðkall- andi mál. Ritstjómin hefur komið sér vel fyrir og hefur fengið mjög sæmilegt húsnæði með síma og tækjum. Þar er efninu niðurraðað og yfírfarið eins og á hinum stærri blöðum. Bjartsýn- in er í öndvegi og það er vissulega þörf fyrir svona blað og vonandi kunna lesendur að meta þessa tilraun og gera blaðið enn stærra og áhrifa-' meira. Hugmyndin er að blaðið Snæfells- nes komi út vikulega á fimmtudögum og fyrsta tölublaðið var sent á hvert hús og bæ í sýslunni, ókeypis til kynningar. Einnig verða teknar aug- lýsingar í blaðið. Prentun er öll hin vandaðasta á blaðinu og það prentað í Prentsmiðjunni í Stykkishólmi. Það fer vel af stað og óskar fréttaritari því góðs gengis. - Árni. ♦ » 4------ Baraafræðsla á Þingvöllum í JÚLIMÁNUÐI verður um helgar efnt til fræðsluferðar fyrir börn í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Inágrenni tjaldsvæða verða famar stuttar gönguferðir, farið verður í leiki, náttúran skoðuð og rætt um það sem fyrir augu ber. I þinghelg- inni verða einnig á dagskrá fræðslu- ferðir. Gengið verður um þingsvæðið, búðarsvæðið og Þingvallastað. Lögð verður áhersla á sögufræðslu. Tímasetningar verða auglýstar á tjaldsvæðunum. (Fréttatilkynning frá Idóðgarðsverdi) SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. BorgarfjörOur: Rafstofan Hvítárskála. Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaöarhóli 25. Grundarfjörður: Guöni Hallgrímsson, Grundargötu 42. Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. BúOardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. ísafjörOur: Póllinn hf., AÖalstræti 9. Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. Sauðárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. SiglufjörOur: Torgið hf., Aöalgötu 32. 'Akureyri: Sír hf., Reynishúsinu, Furuvöllum 1. Húsavík: öryggi sf., GarÖarsbraut 18a. Þórshöfn: NorÖurraf, Langholti 3. NeskaupstaOur: Rafalda hf„ Hafnarbraut 24. ReyOarfjörOur: Rafnet, BúÖareyri 31. EgilsstaOir: Raftækjav. Sveins GuÖmunds., Kaupvangi 1. BreiOdalsvfk: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Flötum 18. Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. Selfoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29. GarOur: Raftækjav. Siguröar Ingvarssonar, HeiÖartúni 2. Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.