Morgunblaðið - 04.07.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992
25
Ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins lokið:
Hvalveiðiþjóðirnar íhuga
nú allar úrsögn úr ráðinu
Glasgow. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni blaðamanni Morgunblaðsns
ÞAÐ var langt frá því að ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins í Glasgow
endaði í sátt og samlyndi í gær. Norðmenn lýstu því yfir að þeir myndu
skoða mjög vel á næstunni hvort þeir yrðu áfram í ráðinu og Japanir
sögðust myndu íhuga það sama. Og fiskimálastjóri Færeyja lýsti því
yfir að hann myndi mæla með þvi við færeysku ríkisstjórnina að Færey-
ingar slitu tengsl sín við ráðið en þeir eiga aðild að þvi gegnum Dani.
Það var von að formaður hvalveiðiráðsins, Mexíkaninn Fleischer, tal-
aði um kalt loftslag þegar hann sleit fundinum um leið og hann skamm-
aði fulltrúana fyrir að sýna lítinn samvinnu- og samningavilja.
Á lokadegi ársfundarins í gær
samþykkti hvalveiðiráðið kvótareikn-
ireglur vísindanefndar ráðsins, en
jafnframt að taka þær ekki í notkun
fyrr en allir þættir svonefndrar
endurskoðaðrar veiðistjómunaráætl-
unar væru tilbúnir. Ýmsar þjóðir
sátu raunar hjá þegar greidd voru
atkvæði um tillöguna, á þeirri for-
sendu að ekki væri óhætt að sam-
þykkja reiknireglumar fyrr en öll
álætunin væri tilbúin.
Breytingartillaga frá Norðmönn-
um og Japönum um að taka reikni-
reglumar í notkun nú þegar var felld,
en hefði hún verið samþykkt hefði
verið hægt að biðja hvalveiðiráðið
um að reikna út hrefnukvóta á Norð-
ur-Atlantshafi og í Suðurhöfum.
Jan Arvesen, aðalfulltrúi Norð-
manna, var ómyrkur í máli um þessa
niðurstöðu en Norðmenn mættu
mjög fjandsamlegu viðmóti á árs-
fundinum eftir að norska ríkisstjóm-
in tilkynnti á mánudag að atvinnu-
hrefnuveiðar hæfust næsta ár, hvað
sem ráðið segði. Þannig var samn-
ingaviðræðum innan ráðsins um við-
unandi meðferð á veiðistjómunar-
reglunum slitið eftir tilkynningu
Norðmanna.
Arvesen sagði að Norðmenn hefðu
komið til fundarins í þeirri einlægu
von að endurskoðuðu veiðistjórnun-
arreglumar yrðu samþykktar og
þeim hrint í framkvæmd varðandi
hrefnustofna á Norður-Atlantshafi
og í Suðurhöfum. Það hefði ekki
gerst heldur hefði skyndilega komið
upp á borðið hugtakið veiðistjómará-
ætlun, eftir að veiðistjómunarregl-
umar voru tilbúnar, og ýmis ný skil-
yrði fyrir hvalveiðum hefðu verið
sett, eins og krafa um mannúðlegar
veiðiaðferðir. Hann vitnaði m.a. í
leiðara breska blaðsins The Times í
vikunni, þar sem sagði að ísland og
Norðmenn gætu með réttu sakað
meirihlutann í hvalveiðiráðinu um að
breyta leikreglunum þegar leikurinn
væri hálfnaður. Því yrðu Norðmenn
að íhuga mjög vandlega hvort þeir
ættu að vera áfram í ráðinu. Arvesen
vildi ekki svara spumingu um hvort
hann myndi mæla með úrsögn við
norsku ríkisstjómina.
Japanir fengu talsvert vægari
meðferð en Norðmenn á ársfundin-
um. Til dæmis var orðalagi ályktun-
artillögu um áætlaðar vísindaveiðar
Japana breytt verulega á fundinum
í átt til sjónarmiða Japana.
Shima, aðalfulltrúi Japana, var þó
einnig þungorður í garð hvalveiði-
ráðsins og sakaði það, eins og Arves-
en, um að beita brögðum til að koma
í yfirlýsingunni segja Bandaríkin
að umhverfisráðstefna Sameinuðu
þjóðanna hafi í yfirlýsingu tekið þá
afstððu að allar auðlindir sjávar ætti
að vernda og nýta á sjálfbæran hátt,
hvort sem væri í úthöfunum eða inn-
an efnahagslögsögu einstakra ríkja.
í þeirri yfirlýsingu sé hins vegar tek-
ið fram, að sjávarspendýr séu sér-
í veg fyrir að hvalveiðar úr sterkum
stofnum.
Shima sagði að Japanir vildu vinna
áfram innan hvalveiðiráðsins en kröf-
ur í Japan um að fara úr ráðinu yrðu
enn háværari eftir þennan ársfund.
Og við fréttamenn sagði Shima að
afstaðan til hvalveiðiráðsins yrði
skoðuð mjög vandlega á næstunni.
Framtíð ráðsins óviss
Það er því ekki að furða, þótt
ýmsir telji að hvalveiðiráðið sé að
leysast upp. Guðmundur Eiríksson
formaður íslensku sendinefndarinnar
er til dæmis ekki í vafa um að á
þessum fundi hafi komið 5 ljós að
hvalveiðiráðið sé búið að vera sem
stofnun. í samtali við Morgunblaðið
nefndi hann þijá þætti því til sönnun-
ar. í fyrsta lagi hefði úrsögn íslands
haft mun meiri áhrif en búist hefði
verið við. f öðru lagi væri óvænt til-
kynning Norðmanna um hrefnuveið-
ar og viðbrögð ráðsins við henni sem
þýddi í raun að verið væri að ýta
Norðmönnum út úr ráðinu. Og í
þriðja lagi væri ljóst að náttúruvemd-
arsamtök gætu ekki lengur treyst á
að geta stjómað fréttaflutningi um
hvalamál, sem sæist best af því að
umfjöllun í breskum íjölmiðlum um
þennan ársfund hefði verið hlutlaus
eða frekar jákvæð í garð íslands.
Guðmundur sagði að umhverfis-
málafundur SÞ í Ríó hefði haft mjög
mikil áhrif í þessu sambandi. Þar
hefði verið fjallað um alvöru um-
hverfísvandamál, sem ekki hefðp
komist almennilega til umræðu
vegna gerfimála eins og hvalamáls-
ins. Ríki sem sköpuðu þessi alvöru-
vandamál gætu notað hvalveiðar sem
eins konar græna fjarvistarsönnun
til að sýna fram á að þau væru
umhverfissinnuð.
Bandaríkjamönnum hefur verið
mjög umhugað um að halda ráðinu
saman og John A. Knauss aðalfull-
trúi Bandaríkjamanna í ráðinu vildi
ekki viðurkenna að það hefði veikst
á þessum ársfundi, heldur hefði það
þvert á móti styrkst. „Okkur þykir
miður að íslendingar skyldu ganga
úr ráðinu en Norðmenn hafa ekki
gengið úr því og ég vona að þeir
verði þar áfram. Ég held að þessi
ályktun (um endurskoðuðu veiði-
stjómunaráætlunina) muni hjálpa
þeim að vera áfram inni. Þar er tek-
ið sérstaklega fram hvaða reglum
þeir verði að lúta ætli þeir að hefja
veiðar. Ég tel þessa ályktun þvi hafa
verið jákvætt skref, og það sé betra
að hafa samþykkt hana en ekki,“
sagði Knauss við Morgunblaðið.
mál, og sjálfbær nýting hvala þýði
ekki að nauðsynlegt sé að veiða þá.
„Við trúum því að nýting hvala,
sem ekki felur í sér veiðar, svo sem
hvalaskoðun, sé eitt besta dæmið um
sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindar.
Bandaríkin benda Alþjóðahvalveiði-
ráðinu á stóraukið gildi lifandi hvala.
Hvalaskoðun, sem skipulögð er um
Hann sagðist aðspurður telja að
ályktunin staðfesti þann grunn sem
hægt væri að byggja veiðikvóta á
og hann vonaði að ef íslendingar
hæfu hvalveiðar á ný myndu þeir
fara eftir þeim veiðikvótum sem
ályktunin gæfi til kynna. „Sú stað-
reynd að Alþjóðahvalveiðiráðið hefur
samþykkt þetta ætti að hafa áhrif á
ákvarðanir íslendinga og Norð-
manna um hvaða hvali þeir veiða,
hve marga og undir hvaða kringum-
stæðum," sagði Knauss.
Náttúruvemdarsamtök hafa einn-
ig lýst þeirri skoðun, að ársfundurinn
hafi styrkt ráðið heldur en hitt. „Nið-
urstaða fundarins er sú, að Norð-
menn hafa einangrast mjög en em
enn þá í ráðinu. íslendingar hafa
staðfest eigin einangrun með því að
ganga úr ráðinu og hafa enga laga-
lega eða pólitíska möguleika til að
hefja hvalveiðar að nýju. Ég held að
það hafi verið óskhyggja hjá íslend-
ingum og Norðmönnum að telja að
þeir gætu sundrað ráðinu. Það er til
dæmis engin vísbending um að Jap-
anir séu á leið út og raunar er alls
ekki víst a$ það myndi ganga af
ráðinu dauðu heldur. Það eru 37 ríki
í ráðinu," sagði Ámi Finnsson tals-
maður Grænfriðunga.
En þegar Morgunblaðið spurði Jan
Arvesen hvort hann teldi að hval-
veiðiráðið þyldi úrsögn Norðmanna
svaraði hann: „Það em þijár þjóðir
sem vilja veiða hvali. Islendingar,
Norðmenn og Japanir. Þriðjungur
þeirra er þegar genginn úr ráðinu
og ef ein þessara þjóða til viðbótar
gengur úr því em ‘A famir út. Og
ef allar þijár fara verður eftir vina-
legur klúbbur þjóða sem taka við
skipunum umhverfisverndarsam-
taka.“
Deilt um þýðingu NAMMCO
Á mánudaginn verður Norður-Atl-
antshafssjávarspendýraráðið
(NAMMCO) formlega stofnað í Fær-
eyjum. Skiptar skoðanir em unfhvort
þessi stofnun geti á löglegan hátt
stjómað hvalveiðum í Norður-Atl-
antshafi en Guðmundur Eiríksson
svaraði slíkri spumingu játandi á
fréttamannafundi.
Menn hafa einnig lýst efasemdum
um hvort í raun sé samstaða innan
NAMMCO um að það fjalli í framtíð-
inni ekki eingöngu um seli og smá-
hvali heldur öll sjávarspendýr á
svæðinu, þar á meðal skíðishvali eins
og hrefnu. Þannig lýsti Lars Emil
Johanson forsætisráðherra Græn-
lendinga því yfir í blaðaviðtali í vik-
unni að hann styddi ekki fyrirætlan-
ir Norðmanna um atvinnuhrefnu-
veiðar þar sem það kynni að bitna á
hvalveiðum Grænlendinga.
En Guðmundur Eiríksson sagði,
að þessi viðbrögð Johansens hefðu
ekki verið óeðlileg í ljósi þess að
hvalveiðiráðið úthlutaði Grænlend-
ingum reglulega veiðikvóta sem
fmmbyggjum og þeir vildu ekki að
allan heim, veltir meir en 300 milljón
dölum (um 18 milljörðum króna)
árlega og á síðasta ári tengdust um
4 milljónir manna nýtingu hvala, sem
ekki tengdust veiðum," segir síðan
í yfirlýsingu Bandaríkjamanna.
í yfirlýsingunni kemur fram að
þetta sé ekki ný stefna heldur hafi
ýmsar samþykktir Alþjóðahvalveiði-
ráðsins síðustu ár gengið í sömu
átt. Og þessi starfsemi muni aukast
til hagsældar fyrir mörg samfélög
við sjávarsíðuna.
neitt gerðist sem breytti því. Hins
vegar væri ljóst að hvalvemdunar-
sinnar stefndu að því að tekið yrði
fyrir þessa kvóta. Auk þess væri
hrefnustofninn nýtanlegur og Græn-
lendingar ættu ekki sífellt að þurfa
að betla veiðikvóta af hvalveiðiráðinu
á þeim forsendum að þeir væru frum-
byggjar.
„Við erum að tala um langtíma-
áætlun og Grænlendingar hafa stað-
fest að stefna þeirra sé óbreytt, hvað
sem Johansen hefur sagt i þessu við-
tali. Og staða NAMMCO hefur
styrkst verulega við atburðina í hval-
veiðiráðinu þessa viku,“ sagði Guð-
mundur.
En Ámi Finnsson sagðist ekki sjá
að íslendingar gætu stundað hval-
veiðar innan NAMMCO, - þar sem
samtökin yrðu aldrei viðurkennd á
alþjóðlegum vettvangi.
NAMMCO fékk þó stuðning í gær
þegar Japanir lýstu því yfir að þeir
hefðu í hyggju að stofna svipuð sam-
tök við Kyrrahaf og Suðurskautið,
sem ættu að fjalla vísindalega um
sjávarvistkerfið í heild og stjóma
veiðum á smáhvölum og seinna meir
á hrefnu. Japanir hefðu rætt þetta
við þjóðir á svæðinu og fengið já-
kvæðar undirtektir.
Ákveði íslendingar að veiða hvali
innan NAMMCO gætu þeir átt yfir
höfði sér viðskiptaþvinganir af hálfu
Bandaríkjamanna, á sama hátt og
þegar íslendingar veiddu hvali í vís-
indaskyni. Þegar John A. Knauss var
spurður hver hann teldi að yrðu við-
brögð Bandaríkjastjómar við hval-
veiðum íslendinga sagðist hann ekki
telja þörf á að vera með getsakir um
eitthvað sem ekki hefði gerst. En
ýmsir viðmælendur Morgunblaðsins
sögðust telja að íslendingar þyrftu
frekar að hafa áhyggjur af aðgerðum
náttúmvemdarsamtaka en Banda-
ríkjastjórnar ef þeir hæfu hvalveiðar.
Herferð gegn grindadrápi
Töluverður áróður hefur verið rek-
inn gegn Færeyingum í Glasgow,
vegna grindhvalaveiða þeirra, en
nokkur bresk smáhvalavemdarsam-
tök íhuga að heíja herferð gegn
færeyskum sjávarafurðum hætti
Tæreyingar ekki grindadrápi. Á
fimmtudag vom 84 grindhvalir
drepnir í Funningfirði og fulltrúar
umhverfisvemdarsamtakanna vom á
staðnum, tóku myndir og sýndu þær
á fréttamannafundi í Glasgow í gær.
Þar hvatti Alan Thomton formað-
ur Environmental Investigation Ag-
ency til. alþjóðlegrar viðskiptaher-
ferðar gegn Færeyingum ef þeir
hættu ekki grindadrápi, og beindi
því sérstaklega til Evrópubandalags-
ins að kaupa ekki sjávarafurðir af
Færeyingum.
Kjartan Hoydal fískimálastjóri
Færeyinga sagði á öðmm blaða-
mannafundi, að fjórðungur af allri
kjötneyslu Færeyinga væri grind-
hvalur. Ef þeir ættu að hætta þeirri
neyslu yrðu þeir væntanlega að flytja
inn „verksmiðjuframleitt" kjöt frá
Bretlandi.
Umhverfisvemdarsamtökin gagn-
rýna sérstaklega aðferðirnar sem
notaðar em við grindadrápið og telja
þær grimmdarlegar og ómannúðleg-
ar. Hoydal sagði að sífellt væri verið
að vinna að endurbótum á aðferðun-
um en ávallt væri séð um að grinda-
dráp væri í samræmi við færeysk lög
um veiðar á villtum dýmm.
Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkti
sérstaka ályktun um grindadráp þar
sem Danir vom beðnir um að gefa
ráðinu skýrslu um aðferðir við dráp-
ið og taka þátt í áætlun um mannúð-
legar veiðiaðferðir. Danir mótmæltu
ályktuninni harðlega og töldu hana
nánast móðgun við sig, þar sem þeir
hefðu þegar gefið ráðinu ýtarlega
skýrslu um veiðiaðferðimar og ekk-
ert benti til þess að aðferðir við dráp-
ið væm ómannúðlegar. En tillagan
var samt sem áður samþykkt með
talsverðum meirihluta.
Yfirlýsing frá Bandaríkjunum:
Skynsamleg nýting hvala getur
falist í hvalaskoðunarferðum
Glasgow. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, blaðamanni Morguublaðsins
í YFIRLÝSINGU á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í gær, sögðu
Bandaríkin að ýmis nýting hvala, sem ekki fæli í sér veiðar, væri eitt
besta dæmið um skynsamlega eða sjálfbæra nýtingu á sjávarauðlind.
Gott skíðafæri í
Kerlingafjölhun
Skíðaskólinn í Kerlingar-
fjöllum hefur hafíð starf-
semi sína. Lokið er nú þeg-
ar þremur ' unglinganám-
skeiðum og helgamám-
skeiðum og almenn nám-
skeið taka við út allan júlí
og ágúst. Gott skíðafæri
er nú í Kerlingafjöllum,
nægur snjór og útlit fyrir
gott „skíðasumar“.
Frystihús Amess
á Stokkseyri:
Humri fyrir
tæpa miUjón
kr. stolið
BROTIST var inn í frystihús
Ámess hf. á Stokkseyri í fyrri-
nótt og þaðan stolið um 800
kg af hiunri að verðmæti tæp-
lega miiyón krónur. Lögreglan
á Selfossi telur að innbrot
þetta sé tengt öðru innbroti
þessa nótt í verslunina Radíó-
rás á Eyrarvegi þar sem hyóm-
flutningstækjum að verðmæti
um 300.000 krónur var stolið.
Þorgrímur Óli Sigurðsson rann-*
sóknarlögreglumaður á Selfossi
segir að ekki sé vitað hvemig inn-
brotsmennirnir komust inn í frysti-
húsið en eftir að þeim tókst það
sprengdu þeir upp hengilás sem
var á frystiklefa þess. Úr klefanum
tóku þeir síðan 800 kg af humri
í tvenns konar pakkningum, ann-
arsvegar 1 kg skrautpakkningum
merktum fyrirtækinu og hinsvegar
1,5 kg pakkningum með orðinu
„hótel" skrifuðu utan á.
Þorgrímur óli segir að þeim
hafi verið tilkynnt um stuldinn
klukkan 6 í gærmorgun er starfs-
fólk mætti í vinnu hjá Ámesi.
Engin ummerki önnur en hengilás-
inn hafí verið að finna um innbrot-
ið og ekki hafi öðru verið stolið
en humrinum. Lögreglan telur að
innbrotið tengist öðm innbroti sem
framið var á Eyrarvegi sömu nótt
og segir Þorgrímur að rannsókn
þeirra geri ráð fyrir að um sömu
menn hafi verið að ræða í báðum
tilfellum. Hann vill beina því til
fólks að það hafí samband verði
það vart við eitthvað sem varpað
gæti ljósi á innbrotin tvö.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíóum Moggans!