Morgunblaðið - 04.07.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.07.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992 29 Jón Egilsson Selalæk - Minning Fæddur 31. júlí 1908 Dáinn 23. júní 1992 Mínir vinir fara pld, feigðin þessa heimtar köld. (H.J.) Þegar mér var tilkynnt lát vinar míns Jóns á Selalæk, þá hvarflaði hugur minn til Hóla í Hjaltadal. Þar sáumst við fyrst haustið 1935 er við hófum nám í bændaskólanum þar. Töluverð breyting varð á Hól- um það haust, þegar Steingrímur Steinþórsson varð búnaðarmála- stjóri og Kristján Karlsson var skip- aður skólastjóri, en hann var áður ráðunautur Búnaðarsambands Suð- urlands með búsetu í Gunnarsholti. Nemendur þennan vetur voru um 40 og þar af nokkru fleiri í yngri deild. Aldursforseti í okkar deild var Jón Egilsson og var hann að heita mátti jafngamall skólastjóran- um. Þeir þekktust vel og þarna voru líka margir Sunnlendingar, sem allir höfðu kynnst unga skóla- stjóranum, sem náði fljótt tökum á stjóm skólans. Vel var okkur byijendum tekið af eldri-deildungum, sem þekktu allar reglur skólans, sem þeir kenndu okkur fljótt og vel, svo við gætum hagað okkur skikkanlega. I skólahúsinu bjuggu flestir kennar- ar skólans, starfsfólk hans og allir þeir sem störfuðu á búi staðarins. Hver fjölskylda hafði sitt heimili í þessu stóra húsi, en í reynd var þetta eitt stór, mannmargt heimili, þar sem allir tóku þátt í bæði störf- um og leik. En það þurfti stjóm og hún var góð og byggðist á sam- starfi, sem var lærdómsríkt fyrir okkur nemendurna. Hólastaður er sérstakur, þar em fjöllin há og tignarleg, Hjaltadalur- inn grasigróinn upp í hlíðar og það má segja að þar sé oftast veður- blíða og að þar „drjúpi smjör af hveiju strái“. Þá prýðir Hóladóm- kirkja staðinn og vemdar hann, svo hann má heita helgur. Þar finnst mér gæta áhrifa presta og biskupa og þá ekki síst Guðmundar Arason- ar, er fékk nafnið Guðmundur góði. Skólinn, staðurinn og umhverfið gat ekki dásamlegra verið og skildi mikið eftir þegar út í lífsbaráttuna kom. Jón Egilsson var vel til forystu fallinn og varð strax foringi okkar í öllum þeim málum sem snertu heill og hag okkar. Hann hafði þá þegar mikla starfsreynslu bæði á sjá og landi, því ungur fetaði hann í fótspor feðra sinna. Þegar skólan- um lauk eftir fyrri veturinn var hann kjörinn matarstjóri skólans ásamt tveimur öðrum nemendum eldri deildar. Öll forysta í þessum málum hvíldi á Jóni. Hann kynnti sér verðlag á mat- og hreinlætis- vörum hjá verslunum í Skagafirði og tókst að ná mjög hagkvæmum innkaupum, gegn skilvísri greiðslu sem staðið var við. Einnig samdi hann við bændur um kaup á stór- gripum, svo oftast var til nýmeti. Arangurinn af þessu varð sá að fæðiskostnaður á nemanda var að- eins 90 aurar á dag, níutíu aurar, og hafði lækkað um 30 aura frá vetrinum áður. Fæðið var kjarnmik- ið og gott og myndarbragur á öllu. Samstarf þeirra, sem fóru með þessi mál, gat ekki betra verið. Þetta sýnir og lýsir hugsunarsemi og trú- mennsku Jóns, sem tókst í sam-' vinnu við aðra að spara skólafélög- um sínum mikil útgjöld, því þetta var á þeim árum sem aurarnir höfðu gildi. Jón var fæddur 31. júlí 1908 á Stokkalækk á Rangárvöllum, sonur Egils Jónssonar bónda þar og konu hans Þuríðar Steinsdóttur. Hann þótti snemma tápmikill og vandist ungur öllum heimilisstörfum. Síðar var hann í verkamannavinnu til sjós og lands og alls staðar eftirsóttur. Hann var myndarlegur í sjón og raun, stjómsamur, ákveðinn, fé- lagslyndur, hagsýnn, greindur vel og glöggur á aðalatriði í hveiju máli, rökvís ræðumaður, stálminn- ugur, traustur og heiðarlegur. Bú- höldur ágætur, framkvæmdamaður og framfarasinnaður. Hann taldi sig hafa haft mikið gagn af skólanám- inu á Hólum, enda námsmaður ágætur, en ýmsum fannst hann ekki þurfta á bændaskóla að halda. Jón átti alla tíð heima í Rangár- vallahreppi. Þar var hans starfs- vettvangur og honum voru falin mörg störf, eins og eftirfarandi upptalning sýnir: Hann var í stjórn Búnaðarfélags Rangárvallahrepps í nær 40 ár og formaður þess í alda- fjórðung. Deildarstjóri Rangár- vallahrepps hjá Sláturfélagi Suður- lands frá 1945 og sláturhússtjóri SS á Hellu frá 1962-1970 og odd- viti um skeið. Hreppstjóri frá 1950 og alla tíð á meðan lög leyfðu. Búnaðarþingsfulltrúi frá 1966- 1978. Mörg fleiri opinber störf féllu í hlut Jóns, þótt hér séu ekki talin. Hann naut fyllsta trausts allra sem honum kynntust og var mikils met- inn í bændastétt. Aðalstarf Jóns var bóndastarfið, sem var honum hugleikið og hans óskadraumur í æsku var að eignast góða jörð. Þegar hann kom frá Hólum beið hans æskuunnustan Helga kennari Skúladóttir GUð- mundssonar frá Keldum og konu hans Svanborgar Lýðsdóttur. Þau giftust skömmu síðar, hófu búskap í Gunnarsholti og bjuggu þar í 9 ár og komu þar fjárhagslega fyrir sig fótum. Ábúðin þar var ekki til frambúðar, því Gunnarsholti var ætlað annað hlutverk. Árið 1945 er stórbýlið Selalækur til sölu og þá kaupa þau jörðina og flytja þangað vorið 1946. Framan af öldinni bjó þar Sigurður, föður- bróðir Helgu, og eftir hann sonur hans Gunnar alþm. Selalækur er ágæt jörð, um 500 ha að stærð og ræktunarland ágætt: gijótlaust, þurrt og grasgefið. Húsakostur þar var allur með myndarbrag, en far- inn að eldast. Ennþá stendur þar myndarlegt steinhús, byggt árið 1908. Framtíðin blasti þarna við þess- um ungu hjónum. Þá skeði það í ársbyijun 1947 að Helga lést. Þá voru börnin orðin 5 og öll ung að árum. Helga var kennaramenntuð, listræn og mikilhæf kona. Jón hugsaði nú sjálfur um börnin næstu árin, en haustið 1951 kvænt- ist hann Ólöfu Bjarnadóttur frá Böðvarsholti í Staðarsveit, Snæ- fellsnesi, Nikulássonar og konu hans Bjamveigar Vigfúsdóttur. Ólöf er mannkostakona, búkona og húsmóðir ágæt. Þau voru sam- hent hjónin og þeim búnaðist ágæt- lega. Álltaf stækkaði búið og hefur það lengi verið með myndarlegustu og stærstu búum landsins. Fram- kvæmdir hafa verið miklar í ræktun og byggingum. Þeirra börn era 5, svo alls era böm Jóns 10. Það var ekki svo lítið verk, eða hitt þó heldur, að ala upp 10 börn og kosta þau í skóla. Öll eru systkin- in myndarleg og dugandi fólk. Böm Jóns og Helgu era: Skúli bóndi á Selalæk og slátur- hússtjóri á Selfossi. Þuríður Eygló, gift Braga Haraldssyni húsasmið, Sauðárkróki. Egill, verkstjóri Vest- mannaeyjum, kvæntur Sjöfn Guð- mundsdóttur. Svanborg, gift Sæ- mundi Ágústssyni bónda, Bjólu. Böm Jóns og Ólafar eru: Bjarni, bóndi Selalæk, kvæntur Kristínu Bragadóttur. Bjarnveig, gift Ármanni Ólafssyni, bónda, Vesturholtum. Bára, gift Árna Guð- mundssyni, rafvirkja Hellu. Þórir, bóndi Selalæk, kvæntur Guðnýju Sigurðardóttur. Viðar, trésmiður, Hvolsvelli, kvæntur Jónu Ámadótt- ur. Barnabörn Jóns era 33 og 1 barnabarnabarn. Fjórir synir Jóns eru bændur í Rangárvallahreppi og 3 þeirra búa á Selalæk og 2 dætur hans eru húsfreyjur í sveit. Jón var fyrirhyggjusamur og framsýnn. Þegar heilsan fór að bila, hætti hann að búa og synir hans tóku við á Selalæk. Hann naut þess að fylgjast með og sjá hversu mynd- arlega þeir hafa staðið að ræktun og byggingum. Vel fylgdist hann með öllum barnahópnum og með ráðum og dáð hjálpaði hann, þegar á þurfti að halda, enda umvafinn hlýju á heimili sínu. Eins lengi og heilsan leyfði var hann í myndar- lega, gamla húsinu á Selalæk, en synir hans þrír búa hver í sínu húsi þar skammt frá. Staðurinn er glæsi- legur í sjón og raun. Á sl. ári varð Jón að fara á sjúkrahúsið á Selfossi. Þar varð hann að vera eftir það. í hárri elli var hann jafn stæltur og forðum á Hólastað. Góður drengur er genginn. Að leiðarlokum er margs að minnast og margt að þakka. Innilegar þakk- ir fyrir allt. Ég hugsa til Hóla. Blessuð sé minning hans. Innilega samúð vottum við hjónin eiginkonu, bömum og öðram aðstandendum. Ásgeir Bjarnason. Laugardaginn 4. júlí verður gerð frá Keldnakirkju á Rangárvöllum útför Jðns Egilssonar fyrrv. bónda og hreppstjóra á Selalæk. Hann lést í sjúkrahúsinu á Selfossi eftir langa vanheilsu 83 ára gamall. Með Jóni er genginn einn framtakssam- asti og harðduglegasti maður í bændastéttinni. Jón var fæddur og uppalinn á Stokkalæk á Rangárvöllum. Hann lauk námi frá bændaskólanum á Hólum árið 1937. Sjómennsku mun hann hafa stundaði á tímabili, með- al annars á toguram. Hann hóf búskap í Gunnarsholti á Rangár- völlum en keypti jörðina Selalæk í sömu sveit árið 1946 og bjó þar upp frá því. Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Helga Skúladóttir kennari frá Keldum. Hún dó árið 1947 frá fimm börnum þeirra hjóna. Árið 1951 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Ólöfu Bjamadóttur frá Böðvarsholti á Snæfellsnesi, þau áttu einnig saman fimm böm. Það leiðir af líkum, að ekki hafi verið setið auðum höndum á þessu stóra heimili á Selalæk, því mikils hefir þurft við að framfleyta þessum barnahóp. Þar hefir þó ekkert skort á, því öll era bömin nýtir þjóðfélags- þegnar sem bera sterk einkenni ætternis síns og þess uppeldis er þau hafa notið. Ég kynntist ekki Jóni fýrr en eftir að þau Ólöf systir mín hófu búskap. Mér er minnisstætt frá þeim tíma er hann fýrst kom hér vestur, allur framgangsmáti hans sem einkenndist af hispursleysi og einbeitni en jafnframt af ljúf- mennsku og fölskvalausri um- hyggju. Þegar komið er að Selalæk dylst engum að þar hefír enginn meðal- maður haldið um stjómvölinn. Víð- lend tún blasa við og reisulegar byggingar fyrir fólk og fénað. Fyrirhyggja var Jóni í blóð borin og hann mun hafa átt dijúgan þátt í því að koma málum þannig fyrir að afkomendur hans nytu áfram þeirrar uppbyggingar sem orðin er á jörðinni. Því er það, að nú búa synir hans þrír á Selalæk góðum búum og hafa hver um sig reist sér íbúðarhús á jörðinni. Það era því fullar líkur á að merki athafna- mannsins verði haldið þar á loft enn um sinn. Auk mikillar umsvifa í búskap komst Jón ekki hjá því að taka að sér margháttaða forystu fýrir sveit sína og hérað. Hann var lengi hreppstjóri Rangárvallahrepps og oddviti um skeið. Fulltrúi hjá Slát- urfélagi Suðurlands, í stjóm Mjólk- urbús Flóamanna, búnaðarþings- fulltrúi og mörgum fleiri trúnaðar- störfum sinnti hann meðan heilsa leyfði. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti til Jóns fyrir alla tryggð, vináttu og umhyggju á liðn- um árum. Veit ég að þar mæli ég fyrir munn alls venslafólksins fyrir vestan. Kæra systir, við hjónin vottum þér, börnunum og Ijölskyldum þeirra innilega samúð. Þráinn Bjarnason. jHeöður a morgun ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er minnt á guðsþjónustu í Laugarneskirkju sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Kammerkórinn Stemma frá Finn- landi syngur við messuna. Organ- isti Kjartan Sigurjónsson. For- söngvari Svala Nielsen. Pretur sr. Jakob Ág. Hjálmarsson. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14.00. Prestur sr. Jakob Á. Hjálm- arsson. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjón- usta kl. 10.00. Sr. Baldur Sigurðs- son. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnastund kl. 11.00. Sr. Karl Sig- urbjörnsson. Samleikur á þrjú selló og orgel. Sellóleikarar: Judith Jam- in, Sebastian vanEck og Inga Rós Ingólfsdóttir. Hörður Áskelsson leikur á orgel. Þriðjudag: Fyr- irbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir og fyrirbænir í kirkjunni á miðviku- dögum kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Vegna sumarleyfa Guðspjall dagsins: Lúk. 15.: Hinn týndi sauður. starfsfólks Langholtskirkju er minnt á guðsþjónustu í Bústaða- kirkju, sunnudag kl. 11. Sóknar- nefndin. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustu. Barnagæsla. NESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Org- el- og kórstjórn Reynir Jónasson. Guðmundur Óskar Ólafsson. Mið- vikudag: Bænamessa kl. 18.20. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Helgi- stund kl. 11 í umsjá sóknarnefnd- ar. Organisti Þóra Guðmundsdótt- ir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Sr. Þór Hauksson annast guðsþjónustuna. Organisti Violeta Smid. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Sigurður Pálsson. Organisti Daníel Jónas- son. Sr. Gísli Jónasson. FELLA— og Hólakirkja: Guðsþjón- usta kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Messa kl. 11. Ferming og altarisganga. Fermd verða: Guðlaugur Mímir Brynjars- son, Túnbrekku 13, Ólafsfirði og Tinna Hrund Ómarsdóttir, Borgar- holtsbraut 30, Kópavogi. Organisti Stefán R. Gíslason. Ægir Fr. Sigur- geirsson. SELJAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Organisti Kjartan Sigurjóns- son. Molasopi eftir guðsþjón- ustuna. Laugardag 4. júlí: Guðs- þjónusta í Seljahlíð kl. 11. Sóknar- prestur. SAFNKIRKJAN Árbæjarsafni: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Þór Hauksson. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. FRÍKIRKJAN Rvík: Guðsþjónusta kl. 14.00. Miðvikudag 8. júlí morg- unandakt kl. 7.30. Orgelleikari Pa- vel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Laugar- daga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messa kl. 18. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Messa kl. 11. Laugard. kl. 14. Fimmtudaga kl. 19.30. Aðra rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelfía. Almenn samkoma kl. 20. Ræðu- maður Kristinn Ásgrímsson. Lind- blomhjónin kveðja. Kaffi að sam- komunni lokinni. Barnagæsla. KFUM/K: ALmenn samkoma í kristniboðssalnum kl. 20.30. Ræðumaður Ástráður Sigursteind- órsson. VEGURINN, kristið samfélag: Al- mennar samkomur kl. 16.30 og 20.30. Nk. miðvikudag kl. 18. Bibl- íulestur sr. Halldórs S. Gröndal. B ESSASTAÐAKIRKJA: Kvöldguðs- þjónusta kl. 20.30. Einleikur á sembal, Helga Ingólfsdóttir. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morgunsöngur kl. 11. Sr. Gunnþór Ingason. VIÐISTAÐASÓKN: Guðsþjónusta í Víðistaðakirkju kl. 11. Guðsþjón- usta á Hrafnistu kl. 13. Kór Víði- staðasóknar syngur. Organisti Úl- rik Ólason. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. KAPELLAN St. Jósefsspitala: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga kl. 18. KARMELKLAUSTUR. Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga kl. 8. KEFLAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 14. Organisti Einar Örn Elnarsson. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. KAÞÓLSKA kapellan Kefiavik: Messa kl. 16. GRINDAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Kór kirkjunnar syngur. Organisti Siguróli Geirsson. Sökn- arprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa kl. 11 með sumarbúðafólki og messa kl. 17. Organisti Hilmar Örn Agnarsson. Sóknarprestur. NJARÐVÍKURPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Y-Njarðvíkurkirkju kl. 20.30. Sr. Baldur Rafn Sigurðs- son. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Ingunn Guð- mundsdóttir. Sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.