Morgunblaðið - 04.07.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.07.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992 I 4 % STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Fjármálaáhyggjur þínar eru raunsæjar, enda hefur eyðslan farið fram úr áætlun. Fjöl- skyldulífið blómstrar núna og í kvöld ættirðu að vera heima í faðmi fjölskyldunnar. Naut (20. aprfl - 20. maí) flð? Þú getur reitt þig á vin í vafa- máli sem þú hefur áhyggjur af. Þetta verður góður dagur til hvers kyns samskipta. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú hefur náð árangri á ákveðnu sviði, en færð ekki þau viðbrögð sem þú áttir von á. Best væri að þú létir öðrum eftir ákvörðunina um hvort eða hvenær þeir hrósa þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí) »« Hafir þú látið vandamál sitja lengi á hakanum, ættir þú að drífa í að ræða málin vel. Það mun gera öllum aðilum lífið léttbærara. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ailt sem tengist handavinnu ferst þér vel úr hendi í dag. Þú ert atorkumikill núna og vinnur vel það sem þú tekur þér fyrir hendur. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þetta verður frekar daufur dagur og þér finnst þú misskil- inn. Ef þú kemur til dyranna eins og þú ert klæddur, er lík- legra að aðrir í kringum þig geri það líka. Vog (23. sept. - 22. október) Þú ert sérlega vel liðinn í vinnu, enda hefurðu verið ein- staklega skapgóður og þolin- móður þegar á hefur reynt. Ólofaðir kunna að hitta vin þegar líða tekur á kvöldið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú hefur samviskubit vegna einhvers sem þú sagðir í garð annars. Rétt væri að hreinsa andrúmsloftið núna. Bogmaður (22. nóv. — 21. desember) m Þú hefur haft tilhneigingu til að gera ekki í dag það sem þú getur gert á morgun. Nú þarf að taka til hendinni! Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Þú gerir of miklar kröfur til þinna nánustu og þeir vita ekki hvaðan á þá stendur veðr- ið. í dag mun verulega reyna á umburðarlyndi þitt. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú ert ánægðari með sjálfan þig en oft áður, enda ertu nú farinn að heyra gullhamra sem þú lést áður sem vind um eyru þjóta. Kvöldið verður skemmtilegt. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ’*££. Rómantískur dagur framund- an hjá þeim sem hafa fest ráð sitt. Hinir munu kynnast nýrri hlið á sjálfum sér. Sígild tón- list og réttur félagsskapur eru lykilorð kvöldsins. Stjðmusþána á ad lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra stadreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI SMÁFÓLK sem líf er í., BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Suður opnar á grandi og norð- ur hækkar beint í þtjú, þrátt fyrir fjórlitinn í spaða. Norður ♦ K972 VDG8 ♦ Á104 ♦ K76 Suður ♦ ÁDG10 VK54 ♦ D97 ♦ Á102 Þar eð keppnisformið er tví- menningur er það út af fyrir sig góður árangur að spila 3 grönd frekar en 4 spaða. Ekki versnar spilið þegar vestur kemur út með tígulsexu, fjórða hæsta, og suður fær fyrsta slaginn á tígul- níu. En það er ástæðulaust að sætta sig við 10 slagi baráttu- laust. Hvernig er best að reyna við þann ellefta? Fyrir utan þann langsótta möguleika að DG falli í laufi er besti möguleikinn að endaspila vestur og fá þannig annan tígul- slag. En þá verður hann að eiga hjartaásinn og ekki nema tvö lauf. Norður ♦ K972 ¥DG8 ♦ Á104 ♦ K76 Vestur Austur ♦ 65 ♦ 843 ¥ Á1063 11 ¥972 ♦ KG865 ♦ 32 ♦ 93 Suður ♦ DG854 ♦ ADG10 ▼ K54 ♦ D97 ♦ Á102 Ágæt byijun er að spila hjarta á drottninguna. Vestur er vís með að dúkka, því hann veit ekki nema suður sé með Kxxx í hjarta. Spila síðan spaða á gosa (eins og um svíningu sé að ræða) og svo aftur hjarta að blindum. Dúkki vestur aftur, er spaðinn tekinn, tveir efstu í laufi og hjarta spilað. Þessi spilamennska er auðvit- að ekki áhættulaus, sem gerir toppinn þeim mun ánægjulegri. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á Ólympíumótinu í Manila kom þessi staða upp í skák þeirra H. Han (2.270), Tyrklandi, sem hafði hvítt og átti leik og O. Moussa, Sameinuðu Arabísku furstadæm- unum. Svartur var búinn að tefla glæsilega sóknarskák, en lék síð- ast 21. — DEg4 — e2??, í staðinn fyrir 21. — Df3+, 22. Kgl - e3 og eftir það getur hvítur gefist upp. Fyrir einskæra tilviljun á hvítur nú stórglæsilegan leik sem þving- ar fram óveijandi mát og tryggir honum algerlega óverðskulduðan sigur: 22. Rf6+ og vesalings Moussa gafst upp, því hann verð- ur mát á áttundu reitaröðinni. T.d. 22. - gxf6, 23. Hgl - Kf8, 24. Db8+ og mátið blasir við. Þetta ólán dró allan mátt úr aröb- unum og Tyrkir sigruðu þá 4-0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.