Morgunblaðið - 04.07.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.07.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Bráðabirgðalögin og þjóðarsátt Aríkisstjórn Davíðs Odds- sonar hvílir sú siðferði- lega og pólitíska skylda að sjá til þess að þær launa- hækkanir sem Kjaradómur úrskurðaði á dögunum til handa nokkrum hópi stjóm- málamanna og embættis- manna verði afnumdar og að þessir hópar fái sömu launahækkanir og samið hefur verið um við aðra þjóð- félagsþegna. Ástæðan fyrir því er ekki sú að það launa- stig sem ákveðið var í þess- um Kjaradómi þurfi að vera fráleitt i sjálfu sér, heldur hitt, að miðað við allar að- stæður í þjóðfélaginu, þróun kjaramála síðustu rúm tvö ár og þær fómir sem laun- þegar almennt hafa tekið á sig, eru engar siðferðilegar og pólitískar forsendur fyrir því að þessir hópar hljóti slíkar launahækkanir nú. Upphafleg ákvörðun ríkis- stjórnarinnar var sú að leggja fyrir Alþingi um miðj- an ágúst lagafrumvarp um breytingar á lögum um Kjaradóm og að Kjaradómur tæki þennan launaúrskurð að því loknu til ákvörðunar á nýjan leik. Forsætisráð- herra sagði í samtali við Morgunblaðið að engin trygging væri fyrir því að sá Kjaradómur lækkaði launin á ný. í gærkvöldi ákvað ríkis- stjórnin að gefa út bráða- birgðalög sem fela í sér breytingar á lögum um Kjaradóm og afmarka á nýj- an leik með skýrari hætti svigrúm Kjaradóms til launaákvörðunar. Sam- kvæmt bráðabirgðalögunum ber Kjaradómi að taka tillit til efnahagsástands og þró- unar á hinum almenna vinnumarkaði við ákvörðun launa þessara starfshópa. Jafnframt er Kjaradómi falið að taka launaúrskurð frá því á dögunum til úrskurðar á ný fyrir lok þessa mánaðar og taki hann gildi hinn 1. ágúst nk. Með þessari ákvörðun er ríkisstjómin augljóslega að koma til móts við þær kröfur sem settar hafa verið fram síðustu daga um að þing verði kallað saman til þess að fjalla um málið í því skyni að breyta ákvörðunum Kjaradóms. Niðurstaða rík- isstjórnarinnar, að grípa til bráðabirgðalaga í stað þess að kalla Alþingi saman, kemur á óvart með hliðsjón af álitsgerðum þeirra lög- fræðinga sem hún kallaði til og fyrri ummælum. Morgun- blaðið hefur ítrekað lýst þeirri skoðun undanfarin misseri og síðustu daga, að afnema eigi lagaákvæði um rétt ríkisstjórna til að gefa út bráðabirgðalög á þeirri forsendu að í nútímaþjóðfé- lagi séu engin vandkvæði á því að kalla Alþingi sam§m til fundar með skömmum fyrirvara. Hvað sem því líður er ljóst að ríkisstjórnin hefur laga- legan rétt til. þess að gefa út bráðabirgðalög um þetta efni. Og tæplega geta þeir sem gáfu út bráðabirgðalög fyrir tveimur árum um kjaramál gagnrýnt núver- andi ríkisstjórn fyrir þessa ráðstöfun nú. Hitt er ljóst, að þótt bráðabirgðalögin setji Kjaradómi ákveðinn og afmarkaðri starfsramma en áður felst engin trygging í þeim fyrir því að nýr launa- úrskurður Kjaradóms verði í samræmi við þá þjóðarsátt sem tekizt hefur frá ársbyij- un 1990 og nú er í hættu. Verði hann í samræmi við aðra kjarasamninga og anda þjóðarsáttarinnar er það vandamál sem upp hefur komið síðustu daga leyst. Valdi hann nýjum deilum á þann veg að þjóðarsáttin verði í hættu mun ríkis- stjómin standa í svipuðum sporum og nú. Þess er þó að vænta að þær miklu um- ræður sem orðið hafa um þetta mál að undanfömu leiði til þess að Kjaradómur haldi sig innan þess ramma sem bráðabirgðalögin setja, þótt það sé alltaf túlkunar- atriði hvemig meta beri slík lagaákvæði. Af þessum sökum er eðli- legt að bíða hins nýja úr- skurðar sem Kjaradómi bera að kveða upp skv. bráða- birgðalögunum. 0g vona það bezta. Vilborg Lárusdóttir (í miðið), þriggja ára afmælisbam í gær, aðstoð- Forseti þakkar Guðmundi Guðjónssyni fyrir áletraðan stein, er hann ar hér forseta við gróðursetningu í Garðalundi. smíðaði og henni var færður að gjöf. Heimsókn forseta íslands á Akranes og í Borgarfjarðarhérað: Dagar eins og þessi verða ógleymanlegir - segir Vigdís Finnbogadóttir FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hóf í gær heim- sókn sína á Akranes og í Borgar- fjarðarhérað. Morgunblaðið fylgdist með forsetanum á ferð hennar um héraðið, en margir staðir voru heimsóttir og forsetan- um hvarvetna vel fagnað. „Dagar eins og þessi verða ógleymanleg- ir,“ sagði forseti í samtali við Morgunblaðið. „Það hjálpast allt að — veður, náttúrufegnrð og fólk í hátíðarskapi, sem nýtur þess að taka á móti gestum og sýna það besta sem það á. Þegar fólk sýnir það besta sem það á, verður það svo sterkt og svo reist, því það er hreykið af því að eiga slíkar gersemar til að sýna,“ sagði for- seti. Gert verður víðreist um hér- aðið i dag og á sunnudag, en þá lýkur heimsókninni. Rúnar Guðjónsson sýslumaður og Jón Einarsson, prófastur í Saurbæ og formaður héraðsnefndar, tóku á móti forseta við Botnsskála, og lítil stúlka, íris Björg Þorvaldsdóttir, færði forsetanum blómvönd. Eftir að hafa spjallað við gesti hélt for- seti í Vatnaskóg. Þar hitti hún fyr- ir 92 drengi í sumarbúðum KFUM, en nú er 70. árið sem þær eru starf- ræktar. Gróðursetti forseti þijár birkihríslur með drengjunum. Þá var haldin guðsþjónusta í Hallgrímskirkju, þar sem séra Jón Einarsson prédikaði. Að messu lok- inni var móttaka og léttur hádegis- verður framreiddur í félagsheimil- inu Hlöðum. Kirkjukórar Saurbæj- arhrepps sungu undir stjórn Krist- jönu Höskuldsdóttur. Að hádegisverði loknum heim- sótti forseti Fannahlíð, þar sem rekið er dagheimili fyrir börn í sveit- inni. Fékk hún aðstoð barnanna við gróðursetningu. Forseti heimsótti einnig kirkjuna í Innra-Hólmi, sem er aldargömul í ár, en í henni er altaristafla máluð af Jóhannesi Sveinssyni Kjarval. Forsetinn kom til Akraness í blíð- skaparveðri, og mætti henni mikill mannfjöldi við Leyni. Skólahljóm- sveit Akraness lék og Steinunn Sig- urðardóttir, forseti bæjarstjómar, flutti ávarp, en Akraneskaupstaður heldur nú upp á hálfrar aldar af- mæli sitt. Lokaáfangi Höfða, dvalarheimilis aldraðra á Akranesi, var nýlega tekinn í notkun, og vígði Vigdís Finnbogadóttir bygginguna að mui^uiiuiouiu/ rvincu Fjöldi barna fagnaði forseta við komu hennar í Garðalund, svæði Skógrækarfélags Akraness. aflokinni skoðunarferð um hana. Ásmundur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Höfða, bauð forseta velkom- inn. Þá hélt Jóhannes Ingibjartsson, formaður stjómarinnar, ræðu, og sagði þá meðal annars að með lokaáfanganum væri nú fymi fyrir 72 vistmenn í stað 48-50 áður. Auk þess myndi öll þjónustuaðstaða batna við stækkunina, en flutningi í nýju álmuna yrði að fullu lokið í haust. Við þetta tilefni hlaut forseti að gjöf áletraðan stein, gerðan af hjón- unum Guðmundi Guðjónssyni og Rafnhildi Ámadóttur. Um leið og forseti óskaði viðstöddum til ham- ingju með afmæli kaupstaðarins minntist hún heimsóknar sinnar á dvalarheimilið fyrir tíu áram, og gat hún þess sérstaklega að sér þætti eldri kynslóðinni verðugur sómi sýndur með byggingarfram- kvæmdum sem þessum. Þá lék Rósa Guðmundsdóttir, elsti nem- andi Tónlistarskóla Akraness, nokkur lög á píanó, en hún er 75 ára. Að loknu ávarpi forseta bæjar- stómar söng Kór eldri borgara und- ir stjóm Jensínu Waage við undir- leik Ásdísar Ríkharðsdóttur. í Jaðarsbakkalaug setti forseti Aldursflokkameistaramót íslands í sundi, og að því loknu lá leiðin í Skógræktarfélag Akraness. Voru þar reiddar fram veitingar fyrir bæjarbúa og lítil stúlka, Vilborg Lárasdóttir, er átti þriggja ára af- mæli þann dag, aðstoðaði forseta við gróðursetningu birkitrés. Gísli Einarsson bæjarfulltrúi tilkynnti að því búnu þá ákvörðun bæjarstjómar að lundurinn þar sem gróðursetn- ingin fór fram skyldi frá þeim degi nefnast Vigdísarlundur. „Þetta er sérlega ánægjulegur dagur,“ sagði Gísli. „Veðrið er gott, og það stafar yndislegri útgeislun af forsetanum okkar,“ sagði hann. í ræðu Stefáns Teitssonar, for- manns Skógræktarfélagsins, kom fram að félagið er hálfrar aldar gamalt á þessu ári, en fyrstu plönt- umar vora gróðursettar í Garða- lundi, sem daglega er kallaður Skógræktin, á lýðveldisárinu 1944. Forseti sagði í ávarpi sínu að sér þætti það ganga kraftaverki næst hve miklu væri hægt að áorka í uppgræðslu landsins, sem Garða- lundur bæri glöggt vitni. Eftir heimsóknina í Garðalund afhjúpaði forseti áletraðan minnis- varða um séra Hannes Stephensen, prófast í Görðum, en þar stóð kirkja allt til ársins 1896, er hún var rif- in. Sr. Þórir Stephensen, staðar- haldari í Viðey, hélt ræðu við þetta tækifæri. Sr. Hannes var fyrsti al- þingismaður Borgfírðinga og um langt skeið varaforseti og síðar for- seti Alþingis, en í minnisvarðann hefur verið höggvið slqaldarmerki sr. Hannesar. Að aflokinni heimsókn á hafnar- svæðið og í fyrirtækið Harald Böð- varsson hf., þar sem Haraldur Stur- laugsson forstjóri annaðist mót- töku, var haldið á Jaðarsbakkavöll. Þar heilsaði forseti leikmönnum meistaraflokks ÍA í knattspymu og úrvalsliðs KSÍ, þar sem leikur lið- anna var að hefjast. Lítill hnokki, Sigurmon Sigurðsson, færði forseta blómvönd í „ÍA-litunum“. Að því búnu var haldið á listsýn- ingu í Tónlistarskólanum í umsjón Guðrúnar Geirsdóttur, en um kvöld- ið var móttaka í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands fyrir sveitarstjómar- menn og gesti bæjarstjómar Akra- ness. -GL. Davíð Oddsson um setningu bráðabirgðalaganna: Mikíð lá á vegna ólg- unnar 1 þjóðfélaginu Einhugur í ríkisstjórninni um málið, segir Jóhanna Sigurðardóttir Morgunblaðið/KGA Ráðherrarnir Jóhanna Sigurðardóttir, Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson kynna niðurstöðu ríkisstjórnar- innar á Þingvöllum í gærkvöldi. Þetta var 100. fundur ríkissljórnar Davíðs Oddssonar og jafnframt einn sá lengsti, en fundurinn stóð í 9 klukkustundir. RÍKISSTJÓRN Davíðs Odds- sonar tilkynnti klukkan 20,30 í gærkvöldi í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum, að loknum níu klukkustundalöngum fundi, að sett yrðu bráðabirgðalög um Kjaradóm. Með lögunum er Kjaradóini falið að úrskurða á ný um laun opinberra starfs- manna samkvæmt nýjum laga- skilyrðum sem fela í sér að framvegis tekur Kjaradómur mið af aðstæðum og horfum í launamálum og þjóðarbúskap er hann fellir úrskurði. Sam- kvæmt lögunum mun úrskurður Kjaradóms frá 26. júlí sl. um allt að 90% hækkun launa gilda þar til nýr úrskurður hefur ver- ið kveðinn upp í síðasta lagi 31. júlí nk. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að þar sem Kjaradómur taldi ekki vera laga- eða efnisskilyrði til að endurskoða sína afstöðu þrátt fyrir að sá úrskurður hefði miklar afleiðingar, hefði ríkisstjórnin tekið þá ákvörðun að beina því til forseta Islands að bráðabirgðalög yrðu sett til að skapa þessi laga- og efnisskil- yrði þannig að Kjaradómur geti kveðið upp nýjan úrskurð eigi síðar en 31. ágúst nk. Tillagan hefði verið kynnt forseta íslands sem féllst á að gefa út bráðabirgðalög. Efnis- og lagagrundvöllur fyrir hendi Forsætisráðherra sagði að Ijóst hefði verið í yfirlýsingum aðila vinnumarkaðarins og annars staðar að þeim samningum sem í gíldi eru yrði rift ef engin breyting yrði á úrskurði Kjaradóms. „Okkur þykir sýnt að nauðsynlegt sé að breyta niðurstöðunni hratt vegna þess að þær áhyggjur sem við lýstum í bréfi til Kjaradóms hafa reynst réttar. Við sögðum þar að gæti skapað mikinn óróa og upplausn á vinnu- markaði ef úrskurður Kjaradóms stæði óbreyttur. Efnisrök voru ekki fyrir hendi að mati Kjaradóms. Nú er efnis- og lagagrundvöllur fyrir hendi og þess vegna er hægt að kveða upp úrskurði sem eru meira í takt við það sem hefur verið að gerast í þjóðfélaginu en þessir úr- skurðir voru,“ sagði forsætisráð- herra. Hann sagði að með bráða- birgðalögunum væri fært til fyrra horfs því ákvæði um Kjaradóm að úrskurðir hans taki mið af ástandi í þjóðfélaginu, sem fellt var út í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar. „En jafnframt til viðbótar er sett inn í lögin að hugað sé að samræmi, ekki eingöngu á milli annarra launa heldur við aðra kja- rasamninga og kjaraþróun í land- inu.“ Langt þóf hefði orðið á þingi Davíð sagði að brýna nauðsyn hefði borið til að setja bráðabirgða- lög. Þeir sem hefðu sett fram óskir um að þing kæmi saman hefðu haft mismunandi leiðir í huga sem erfitt hefði verið að ná samstöðu um. „Alþýðubandalagið vildi setja launalög, afnema Kjaradóm og ákveða laun þingmanna, embættis- manna og ríkisstjórnar með lögum, Kvennalistinn vildi kalla saman þingið en jafnframt í engu breyta neinu Kjaradómi, talsmenn Fram- sóknarflokksins hafa talað um að slíkar breytingar gætu átt sér stað í áföngum. Það var Ijóst að þetta hefði orðið langt þóf. Nú lá á, því það er mikil ólga í þjóðfélaginu, sem við spáðum að myndi verða, og það kom glöggt fram á útifundinum á Lækjartorgi," sagði sagði forsætis- ráðherra. í máli hans kom fram að ekki væri með lögunum verið að segja Kjaradómi fyrir verkum. Eingöngu væru sett þau lagaskilyrði að dóm- urinn yrði að vera í samræmi við það sem er að gerast í þjóðfélag- inu. Talið hafi verið óhugsandi að setja bráðabirgðalög sem næmu úrskurð Kjaradóms úr gildi og það væri ekki gert. Þeir lögfræðingar sem hefðu fjallað um málið áður hefðu komist að því áliti að ekkert sé því til fyrirstöðu að þessi lög séu sett. „Það er ekki um það að ræða að ríkisstjómin setji lög um að taka rétt af einhveijum tilteknum aðilum heldur er Kjaradómi falið að úr- skurða á nýjan leik,“ sagði forsæt- isráðherra. HÉR fer á eftir í heild texti bráðabirgðalaganna sem ríkis- stjórnin ákvað á fundi í gær að setja vegna úrskurðar Kjara- dóms: „Forseti íslands gjörir kunnugt: Fjármálaráðherra hefur tjáð mér að brýna nauðsyn beri til að breyta nú þegar lögum um Kjaradóm frá nr. 92 frá 1986 með síðari breyting- um vegna tveggja úrskurða sem Kjaradómur kvað upp hinn 26. júlí sl. Nauðsynlegt sé að breyta þeim laga- og efnisreglum sem niður- stöður Kjaradóms hvila á þannig að það taki mið af stöðu og afkomu- horfum þjóðarbúsins og almennum launabreytingum í kjarasamning- um annarra launþega í landinu. Á Alger eining í ríkisstjórninni Fram kom í máli Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráðherra að algjör eining hefði ríkt um þetta mál innan ríkisstjórnarinnar. „Ég treysti því að þessi nýja forskrift sem Kjaradómi er gefin verði til þess að launabreytingar hjá þeim hópi sem Kjaradómur ákveður laun fyrir, verði í samræmi við þær launabreytingar sem hafa verið ákveðnar í kjarasamningum. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði að „Það starf sem rík- isstjórnin ákvað að hefja 31. júní, að undirbúa almennar breytingar á löggjöfinni um Kjaradóm, verður haldið áfram, vonandi með tilhlutan allra stjómmálaflokka sem eiga þingfulltrúa. Það starf tekur að sjálfsögðu lengri tíma, en ég von- ast til þess að þegar þing kemur saman að þá liggi fyrir nýtt frum- varp um Kjaradóm," sagði fjár- málaráðherra. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra þessu ári hefur tekist að treysta stöðugleika í efnahagslífi þjóðar- innar. Ein mikilvægasta forsenda þess stöðugleika felist í kjarasamn- ingum þorra launafólks um hófleg- ar launahækkanir. Afar brýnt sé að varðveita þennan stöðugleika og þá samstöðu sem náðst hafi til að mæta þeim áföllum sem þjóðar- búið hafi orðið fyrir. Niðurstöður Kjaradóms frá 26. júlí sl. tefli þess- um árangri í mikla tvísýnu. Stað- festing þessa kom meðal annars fram í yfirlýsingum aðila á vinnu- markaði. Fyrir því era hér með sett bráðabirgðalög samkvæmt 28. grein stjómarskrárinnar á þessa leið: 1. grein. Við sjöttu grein laga nr. 92 1986 um Kjaradóm með síð- sagði að það hefði verið þrautalend- ing að setja með bráðabirgðalögum nýjar efnisviðmiðanir og lagareglur fyrir Kjaradóm til að byggja sínar ákvarðanir á. Hin brýna nauðsyn fyrir bráðabirgðalögunum hefði fal- ist í mati á viðbrögðum á vinnu- markaðnum og hættunni á því að sá stöðugleiki og samstaða um hvemig taka eigi á þeim miklu áföllum í þjóðarbúinu bresti. „Það er að mörgu leyti verið að færa inn í lögin ákvæði sem efnislega voru í lögunum um Kjaradóm fram til ársins 1986. Það er athyglisvert að meðal annars samtök opinberra starfsmanna, sem nú vilja fá breyt- ingar á úrskurði Kjaradóms, börð- ust á sínum tíma gegn þessum ákvæðum í Kjaradómslögum. Þeir töldu þau óþörf og óhentug sínum málstað. Ég tel að ríkisstjórnin hafi hreinsað sitt borð og gert sitt til að skapa tiltrú og traust á því að hún meini það sem hún segi um mikilvægi þess að halda aftur af launabreytingum," sagði iðnaðar- ráðherra. ari breytingum bætast tvær nýjar málsgreinar svohljóðandi: Enn- fremur skal Kjaradómur við úr- lausn mála taka tillit til stöðu og þróunar kjaramála á vinnumarkaði svo og efnahagslegrar stöðu þjóð- arbúsins og afkomuhorfa þess. Telji Kjaradómur ástæðu til að gera sér- stakar breytingar á kjöram ein- stakra embættismanna eða hópa skal þess gætt að það valdi sem minnstri röskun á vinnumarkaði. Lög þessi öðlast þegar gildi. Akvæði til bráðabirgða. Kjara- dómur skal svo fljótt sem verða má og eigi síðar en 31. júlí 1992 kveða upp nýja úrskurði á grund- velli þessara laga. Gildistaka hinna nýju úrskurða skal miðast við 1. ágúst 1992.“ Texti bráðabirgðalaganna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.